Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 27
ERLENT
Rrissneskar hersveitir verða
fyrir miklu mannfalli í Grosní
Rússar neita því að hermenn
hafi ráðist inn í borgina
Grosní, Moskvu. Reuters, AP, AFP, Washington Post.
Reuters.
Tveir tsjetsjneskir drengir safna spreki í eldinn í flóttamannabúðum í
bænum Znamenskoje í Tsjetsjníu.
RÚSSNESKAR hersveitir réðust
inn í Grosní á skriðdrekum og bryn-
vögnum í fyrrakvöld en mættu harðri
mótspyrnu tsjetsjenskra skæruliða í
mannskæðustu orrustunni sem háð
hefur verið í borginni frá því Rússar
hófu hernaðaraðgerðirnar í Tsjet-
sjníu fyrir þrem mánuðum, að sögn
vestrænna fréttastofa og rússneskra
fjölmiðla. Rússnesk stjómvöld sögðu
þó að ekkert væri hæft í þessum
fréttum og þeim var lýst sem lið í
áróðursherferð vestrænna leyniþjón-
ustumanna gegn stjórninni í Moskvu
fyrir þingkosningamar á sunnudag.
Maria Eismont, fréttaritari Reut-
ers, kvaðst hafa séð rúmlega hundrað
lík rússneskra hermanna á vígvellin-
um eftii' að um 2.000 tsjetsjenskir
skæmliðar hefðu ráðist á hersveitim-
ar úr launsátri um þremur kílómetr-
um frá miðborg Grosní seint í fyrra-
kvöld. Eismont sagði að orrustan
hefði staðið í þrjár klukkustundir og
skæmliðarnir hefðu beitt sjálfvirkum
byssum og vélknúnum sprengjum.
Fréttaritari AP staðfesti þetta og
kvaðst hafa talið 115 lík rússneskra
hermanna á stóm torgi nálægt mið-
borginni. Hann sagðist einnig hafa
séð flök sjö skriðdreka og átta bryn-
vagna, sem notaðir em til liðsflutn-
inga.
Fréttamenn sakaðir um „lygar“
Þetta mun vera mesta mannfallið
meðal rússneskra hermanna í Tsjet-
sjníu frá því að Rússar hófu hernað-
araðgerðirnar í september til að
ganga milli bols og höfuðs á skærulið-
unum. Talið er að mannfallið meðal
skæmliðanna hafi verið h'tið.
ígor Sergejev, varnarmálaráð-
herra Rússlands, sagði þó að ekkert
væri hæft í þessum fréttum. „Fréttir
um að rússneskar bryndrekasveitir
hafi beðið ósigur íyrir uppreisnar-
mönnum á Minutka-torgi em lygar.
Engir rússneskir bi-yndrekar hafa
farið inn í borgina."
Sergejev bætti við að herinn myndi
ekki ráðast inn í Grosní fyrr en íbúar
borgarinnar færa þaðan.
Alexander Zdanovitsj, talsmaður
rússnesku leyniþjónustunnar FSB,
sagði að fréttirnar um ósigur her-
sveitanna tengdust tilraunum Vest-
urlanda til að koma rússnesku stjórn-
inni í vanda fyrir þingkosningarnar á
sunnudag. „Nú þegar kosningarnar
nálgast leggja nokkur vestræn ríki
mikið kapp á að færa sönnur á klaufa-
skap hersins og koma þannig höggi á
stjórnina," sagði Zdanovitsj. „Er-
lendar leyniþjónustur hafa notað
fréttaritara og gera það enn. Þetta er
þaulskipulögð áróðursherferð gegn
Rússlandi."
Sagðir hafa verið
í könnunarferð
Talsmaður rússneska hersins
sagði í gærmorgun að aðeins tveii'
hermenn hefðu fallið í átökum síðasta
sólarhringinn.
Rússneska fréttastofan AVN, sem
hefur getið sér orð fyrir áreiðanlegan
fréttaflutning um hermál, hafði þó
eftir heimildarmönnum sínum í höf-
uðstöðvum hersins að 50 hermenn
hefðu fallið og sjö bryndrekar eyði-
lagst í orrastunni. Hermennirnir
hefðu verið í könnunarferð og ekki
ætlað að ráðast inn í borgina. AVN
greindi síðar frá því að rússneskir
embættismenn hefðu neitað því að
rússneskir hermenn hefðu fallið í
Grosní.
Taldir hafa villst í myrkrinu
Fréttaritari Reuters sagði að her-
sveitimar hefðu gert árásina frá
Khankala í austurjaðri Grosní, hörf-
að þangað aftur eftir orrastuna og
haldið áfram sprengjuárásum á borg-
ina. Rússneski herinn náði Khankala
á sitt vald um helgina, en þar er m.a.
mikilvægur herflugvöllur. Talsmaður
hersins sagði að hersveitirnar hefðu
aðeins haldið áfram að styrkja stöðu
sína í Khankala og ekki ráðist inn í
Grosní.
Fréttaritari breska útvarpsins
BBC leiddi getum að því að rúss-
nesku hersveitirnar hefðu villst í
myrkrinu þannig að auðvelt hefði
verið íyrir skæraliðana að ráðast á
þá.
Um 1.000 rússneskir hermenn
féllu í fyrirsátri tsjetsjenskra skæra-
liða í Grosní á nýársdag fyrir fimm
áram, þegar rússnesk stjómvöld
reyndu fyrst að bæla niður uppreisn
tsjetsjneskra aðskilnaðarsinna.
Rússneski herinn hefur hingað til
reynt að komast hjá slíkum orrastum
í Grosní þar sem þær gætu orðið til
þess að almenningur í Rússlandi
legðist gegn hernaðaraðgerðunum.
Ólíkt stríðinu á áranum 1994-96,
sem lauk með auðmýkjandi ósigri
Rússa, hafa hernaðaraðgerðirnar nú
mælst vel fyrir meðal almennings í
Rússlandi og þær hafa orðið til þess
að fylgi Vladímírs Pútíns forsætis-
ráðheira hefur aukist. Eining, nýtt
bandalag stuðningsmanna stjórn-
valda í Kreml, hefur einnig sótt í sig
veðrið að undanfömu og ljóst er að
mikið mannfall meðal rússneskra
hermanna í Tsjetsjmu gæti skaðað
hana í kosningunum á sunnudag.
Penni
með
fc rtíð
Auðug ríki og þróunarrfki saman á fyrsta G-20-fundinum
Stefnt gegn svæðisbundnum kreppum
Berlín. AP.
FULLTRÚAR 20 ríkja, auðugustu
ríkjanna og þeima þróunarríkja,
sem komin eru lengst á veg, komu
saman til síns fyrsta fundar í Berlín
í gær til að leggja á ráðin um nánari
samvinnu í efnahags- og fjármálum.
Meginefni fundarins nú, sem sótt-
ur er af fjármálaráðherram og
seðlabankastjóram ríkjanna, er að
ákveða hvernig skuli staðið að þess-
um fundum framvegis en þeir verða
haldnir einu sinni á ári.
Aðild að þessum nýja samráðs-
vettvangi, G-20 eins og hann er kall-
aður, eiga G-7-ríkin, Bandaríkiti,
Japan, Þýskaland, Frakkland,
Ítalía, Bretland og Kanada, og að
auki Argentína, Astralía, Brasilía,
Indland, Indónesía, Kína, Mexíkó,
Rússland, Sádi-Arabía, Suður-Afr-
íka, Suður-Kórea og Tyrkland.
Evrópusambandið verður síðan með
sérstakan fulltrúa auk þess sem
embættismenn frá Alþjóðabankan-
um og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
munu sitja fundina.
Deilt um lánastefnu IMF
Fulltrúarnir vora ekki allir mætt-
ir til fundarins í gær þegar fyrsta
deilumálið skaut upp kollinum.
Lawrence Summer, fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna, ýtti því úr vör
er hann lagði til, að lánastefnu Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, yrði
breytt. í stað þess að standa í lang-
tímalánveitingum skyldi hann að-
eins koma til hjálpar þegar fjár-
málakreppa riði yfir í einhverju ríki.
Þjóðverjai' eru ekki fráhverfir
þessu en fulltrúar Frakklands og
Japans gagnrýndu tillöguna og
sögðu, að IMF hefði miklu hlutverki
að gegna sem langtímalánveitandi
ríkja, sem ættu við erfiðleika að etja.
Það voru Bandaríkjamenn, sem
beittu sér mest fyrir stofnun G-20,
og tilgangurinn er sá, að ríkin beri
saman bækur sínar um fjármál og
dragi þannig úr líkum á svæðis-
bundnum kreppum eins og þeirri,
sem hrjáð hefur efnahagslífið í Suð-
austur-Asíu.
G-7 að verða tímaskekkja
G-7-ríkin standa undir 64,6%
heimsframleiðslunnar þótt þar búi
ekki nema 11,7% mannfólksins en
framleiðsluhlutfallið í hinum ríkjun-
um 13 með 53,7% mannkyns er ekki
nema 22,1%. Með tilliti til þessa
þótti mörgum sem fundir G-7-ríkj-
anna væru að verða hálfgerð tíma-
skekkja.
Kringlunni
Sími 568 9211
og Hótel Eddu
er tilvalin jólagjöf
Óskastundir á Flugleidahóteli er gjöf sem lætur óskirnar
rætast. Verd frá S.200 kr.
Flugleidahótelin eru: Hótel Loftleidir, Esja, Flúdir, Höfn,
Hérad, Kirkjubæjarklaustur og Flughótelið í Keflavík.
Sumaráning á Hótel Eddu. Verðfrá S.400 kr.
Edduhótelin eru á 15 stöðum um land allt.
ICIIANDAIR. HÓTELS
www.lcehotel.ls • I c e h o t e I 9 I c e h o t e I. I s
Upplýsingar og pantanir í síma 5050 910