Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjárlög afgreidd á Alþingi með 16,7 milljarða afgangi Stjórnarandstæð- íngar sátu hjá ALÞINGI íslendinga afgreiddi fjár- lög fyrir árið 2000 um í gær en sam- kvæmt þeim er gert ráð fyrir því að ríkissjóður verði rekinn með um 16,7 milljarða króna tekjuafgangi. Fjárlagafrumvarpið eins og það var lagt fyi’ir Alþingi í haust gerði hins vegar ráð fyrir um 15 milljarða króna tekjuafgangi og óx því afgangurinn um 1,7 milljarða í með- förum Alþingis. Tekjur jukust um 4,6 milljarða í meðförum þingsins en útgjöld um þrjá milljarða. Frum- varpið var samþykkt með 32 sam- hljóða atkvæðum. Tuttugu þing- menn stjórnarandstöðu greiddu ekki atkvæði og ellefu þingmenn voru fjarverandi. Aður höfðu allar breytingartillögur meirihluta fjár- laganefndar Alþingis um frumvarp- ið verið samþykktar en allar tillögur minnihluta fjárlaganefndar sem og einstakra þingmanna stjórnarand- stöðunnar verið felldar. Samkvæmt nýsamþykktum fjár- lögum verða heildartekjur ríkissjóðs um 209 milljarðar á næsta ári en heildarútgjöld um 192,3 milljarðar. Geh' H. Haarde fjármálaráðherra sagði við atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrumvarpið í gær að um sögulega afgreiðslu væri að ræða að mörgu leyti. „Alþingi er að afgreiða íjárlög ríkisins með meiri afgangi en nokkru sinni fyrr hvort heldur sem litið er á niðurstöðutölurnar einar og sér eða þær skoðaðar sem hlutfall af landsframleiðslu," sagði hann og bætti við síðar: „Þetta frumvarp er líka sögulegt vegna þess að nú er í fyrsta sinn staðið við lög um þing- sköp hvað varðar þann tíma sem ráðgert er að ljúka máli sem þessu.“ Þá tók ráðherra fram að frumvarpið væri „gríðarlega mikið útspil hvað varðar viðskiþtahalla og verðbólgu- spár.“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru þó ekki eins ánægðir með frumvarpið og ráðherra og sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmað- ur Vinstri- hreyfingarinnar- græns framboðs m.a. við atkvæða- greiðsluna að frumvarpið liti vel út á yfirborð- inu en þegar skyggnst væri þar undir kæmu ýmis vandamál og hættumerki í ljós. „Því miður er stærsti hluti hins margrómaða tekjuafgangs ríkissjóðs tilkominn vegna mikillar verðbólgu og við- skiptahalla," sagði hann og bætti því jafnframt við að góðærinu eins og það væri nefnt væri heldur betur misskipt. „Og því miður hafa við af- greiðslu málsins ekki fengist sam- þykktar tillögur til þess að bæta þar úr að neinu verulegu ráði. Felldar hafa verið tillögur um hækkanir til elli- og örorkulífeyrisþega og fjöl- margra álíkra verkefna á velferðar- sviðinu þar sem sannanlega má fmna þá hópa sem borið hafa skarð- an hlut frá borði.“ Steingrímur lauk máli sínu á því að segja að ýmsu væri því ábótavant við frumvarpið og að það væri tilfinning sín að frumvarpið ætti ekki eftir að reyn- ast jafn haldgott og „aðstandendur þess vildu vera Iáta“. „Útgjaldagleði stjórnar- andstæðinga“ Formaður fjárlaganefndar Al- þingis og þingmaður Framsóknar- ílokksins, Jón Kristjánsson, tók hins vegar fram við at- kvæðagreiðsluna að fjárlög væru nú afgreidd með meiri rekstrar- afgangi en dæmi væru um áður. „Þrátt fyrir það höfum við getað aukið framlög til ýmissa bráðnauðsynlegra mála eins og heilbrigðiskerfisins, fíkniefna- mála og byggðamála auk margra annaiTa smærri verkefna," sagði hann. Guðjón Guðmundsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þau orð Jóns að fjárlögin gerðu ráð fyrir meiri tekjuafgangi á næsta ári en dæmi væru um og kvað hann ástæðu til að fagna því sér- staklega. „Stjórnarandstaðan hefur við fjárlagaumræðuna gagnrýnt rík- isstjórnina ómaklega fyrir of mikla útgjaldagleði. Mér finnst því ástæða til að vekja athygli á því að þessi sama stjórnarandstaða flutti breyt- ALÞING8 Ráðgerður er tæplega sautján milljarða króna tekjuafgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. ingartillögur við fjárlagafrumvarpið upp á samtals um fimm milljarða króna útgjaldaaukningu. Þar birtist hin eina sanna útgjaldagleði," sagði Guðjón. „Ömurlegur vitnisburður um rfltisstjórnina“ Þingmaður Samfylkingarinnar, Einar Már Sigurðarson, gagnrýndi fjárlagafrumvarpið eins og aðrir stjórnarandstæðingar og sagði hann m.a. við atkvæðagreiðsluna í gær að það tæki ekki á þeim megin vanda- málum sem væru í efnahagskerfi þjóðarinnar. „Þar er ekki tekið nægilega mikið mark á þeim viðvör- unum sem fram hafa komið í fjár- lagaumræðunni frá ýmsum efna- hagsstofnunum. Viðskiptahallinn fer vaxandi, verðbólgan er komin í gang á ný og þenslueinkenni eru mikil,“ sagði hann m.a. og bætti við: „Herra forseti, fjárlögin eru á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. Þing- menn Samfylkingarinnar munu sitja hjá við afgreiðslu þeirra." Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason, þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar-græns framboðs, tóku einnig til máls við atkvæðagreiðsl- una um frumvarpið og fullyrti sá fyrrnefndi m.a. að rekstrarafgangur sá sem ríkisstjórnin hældi sér af væri fenginn með því að selja og gefa eignir þjóðarinnar. „Þessi rekstrarafangur er fenginn með því að hlunnfara aldraða og öryi'kja. Þessi rekstrarafgangur er fenginn með því að þyngja skattbyrðar lág- launa- og millitekjufólks þar sem skattleysismörk eru ekki látin fylgja launaþróun. Þessi rekstrarafgangui' er fenginn á kostnað námsmanna og á kostnað barnafólks þar sem barna- bætur munu samkvæmt frumvarp- inu lækka um á fjórða hundrað millj- ónir króna á næsta ári.“ Ögmundur sagði að síðustu að misskiptingin og misréttið blasti við á annarri hven'i síðu fjárlagafrumvarpsins og það þrátt fyrir ytri hagstæð efnahagsleg skilyrði. „Frumvarpið er ömurlegur vitnisburður um ríkisstjórnina og þann meirihluta sem veitir henni brautargengi á Alþingi íslendinga." Skattlagning í sjávarútvegi Fjórföldun tekju- skatts á fímm ára tímabili FYRIRTÆKI í sjávarútvegi greiddu fjórfalt hærri upphæð í tekjuskatt á síðasta ári en árið 1994, að því er fram kemur í skrif- legu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Bergljótar Halldórs- dóttur, varaþingmanns Frjáls- lynda flokksins, um skattlag- ningu í sjávarútvegi, sem dreift var á Alþingi í gær. Bergljót spurðist fyrir um það hversu mikið fyrirtæki í sjávar- útvegi, í fiskveiðum og fiskvinnslu greiddu í skatta undanfarin fimm ár. Kemur fram að tekjuárið 1994 greiddu þessi fyrirtæki 148 millj- ónir króna í tekjuskatt en 603 milljónir árið 1998. Hefur þessi upphæð farið stigvaxandi undan- farin ár, var 272 milljónir kr. árið 1995, 276 milljónir kr. árið 1996 og 472 milljónir kr. árið 1997. Sjávarútvegsfyrirtæki greiddu 93 milljónir kr. í eignarskatt árið 1994,119 milljónir 1995,127 millj- ónir árið 1996, 157 milljónir árið 1997 en 152 milljónir í fyrra. Fyrirtækin greiddu 19 millj. kr. í sérstakan eignarskatt árið 1994, 25 millj. kr. árið 1995, 27 millj. kr. árið 1996, 33 millj. kr. árið 1997 og 32 millj. kr. í fyrra. Loks má nefna að sjávarút- vegsfyrirtæki greiddu 858 millj. króna í tryggingagjald árið 1994 en 1.640 millj. kr. í fyrra. Höfðu þau greitt 919 millj. kr. í trygg- ingagjald árið 1995, 1.218 millj. kr. árið 1996 og 1.320 millj. kr. ár- ið 1997. Spurt um samhengi milli sölu veiðiheimilda og verðbólgu Lánakerfið fjármagnað kaup sj ávarútveg'sfyrir- tækja að verulegu leyti HEILDARUTLAN lánakerfisins á undanförnum árum hafa orðið meiri en ella vegna þeiira færa á samein- ingu og eignasölu sem tO hafa orðið í sjávarútvegi að þri er segir í skrif- legu svari viðskiptaráðherra við fyr- irspum Bergljótar Halldórsdóttui*, varaþingmanns Frjálslynda flokks- ins, um samhengi milli sölu veiði- heimilda og verðbólgu sem dreift var á Alþingi í gær. Kemur á hinn bóginn fram að afar erfitt sé að meta hvort þessi lánaumsvif vegna kvótavið- skipta hafi valdið þenslu í samfélag- inu. Svar viðskiptai'áðhema er byggt á greinargerð Seðlabankans en Berg- ljót hafði spurst fyrir um það hvort sala á aflamarki og aflahlutdeild í sjávarútvegi hefði leitt til aukins pen- Deilt um rétt samkynhneig’ðra í UMRÆÐUM á Alþingi í gær um frumvarp sem felur í sér heildarend- urskoðun á lögum um ættleiðingar gerðu nokkrir þingmenn athuga- semdir við það að lögin tryggðu sam- kynhneigðum ekki þau réttindi að geta ættleitt börn. Sagðist Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vin- strihreyfingarinnar - græns fram- boðs, telja það dugleysi að tryggja samkynhneigðum ekki full mann- réttindi við þetta tækifæri. Fram kom hins vegar í ræðum þingmanna, sem sæti eiga í allsherj- arnefnd, að fyrst þyrfti að breyta lögum um staðfesta samvist en þar segir að lög um ættleiðingar eigi ekki við um samkynhneigða. Kom fram í máli þeirra að þau sjónarmið hefðu orðið ofan á í nefndinni að frumvarp- ið um hin nýju lög um ættleiðingar fæli í sér slíkar úrbætur að ekki væri rétt að standa í vegi þess nú, í ljósi þess að í starfi nefndarinnar höfðu fengist þær upplýsingar frá dóms- málaráðuneyti að þar væri unnið að frumvarpi til breytinga á lögunum um staðfesta samvist sem koma myndi til umfjöllunar Alþingis síðar á þessu þingi. Lýstu þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu fullum hug á að breyta lögunum um staðfesta sam- vist á vorþingi, svo tryggja mætti samkynhneigðum þessi mannrétt- indi. ingamagns í umferð síðustu fimm fiskveiðiár, og hvort að einhverju leyti mætti skýra núverandi þenslu ogyerðbólgu með því ef svo væri. { svarinu segir að við markaðsvæð- ingu kvóta og sjávarútvegsfyrirtækja hafi orðið til nýjar eignir og aðrar orðið til muna söluhæfari en áður. Heildareignir fyrirtækjanna hafi hækkað við þessai' breytingar og orð- ið hafi til markaðshæfar eignir sem myndað gátu andlag við ný lán úr lánakerfinu. Lánastofnanir hafi veitt lán til kaupa á kvóta og kaupa á hluta- bréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum og að fé sem greitt hafi verið fyrir þessar eignir hafi síðan farið í aðra ráðstöfun innan og utan íslenska hagkerfisins. Lánastofnanir hafi talið sig hafa góð veð fyrir þessum lánveitingum og góðar vonir um arð og endurheimtir. „Því má velta fyi-ir sér,“ segir í svari ráðherra, „hvort verðmæti í aflaheimildum og markaðsvæðing sjávaiiitvegsrfyrirtækja hafi orðið lánastofnunum hvatning til að auka útlán. Svo hefði ekki þurft að vera ef eigendur hinna nýju kvótaverðmæta hefðu alfarið haldið í eignai-hlutiyína í sjávarútvegsíyrirtækjum. Ýmsir þeirra hafa hins vegar kosið að selja eignir sínar í sjávarútvegi, ýmist sem hluti í fyrirtækjum eða með því að selja eignir út úr fyrirtækjum sín- um.“ Sú staðreynd blasi hins vegar við að skuldir sjávanátvegsfyrirtækja hafi aukist þrátt fyrir að fjárfesting í rekstrarfé virðist hafa verið svipuð eða heldur minni en afskriftir og hagnaður „Skuldaaukningin verður því einungis skýi'ð með því að sjávar- útvegsfyrirtæki hafa keypt aflaheim- ildir og önnm- sjávarútvegsfyi’irtæki, heil eða að hluta, og að stofnanir lána- kerfisins hafi fjármagnað þessi kaup að verulegu leyti,“ að því er segir í svarinu. Þetta sé hins vegar í fullu samræmi við eðlileg markmið og stai-fsreglur þessara stofnana. Segii' því næst að hugsanlegt sé að lánastofnanir hefðu nýtt eiginfjár- svigrúm og fjáröflunai'færi sín til annarra lánveitinga ef útlánafærin í sjávarútvegi hefðu ekki verið fyrir hendi. A móti hefðu sjávarútvegsfyr- ii-tækin getað fullnægt fjárþörf sinni með öðrum hætti, hlutafjárútboðum eða beinum lántökum erlendis frá. „Niðurstaðan hlýtur því að vera sú að heildai'fjánnögnun lánakerfisins - lánastofnana og erlendra lánveitenda - hafi orðið meiri en ella vegna þeirra færa á sameiningu og eignasölu sem til hafa orðið í sjávarútvegi.“ Hluta eignaauka varið til neyslu Fram kemur í svarinu að til lengd- ai' megi gera ráð fyrir að þeir sem hafi efnast verulega á veiðiheimildum kjósi að verja einhverjum hluta eignaaukans til neyslu. Þegai' neyslu- viljanum sé mætt með innlendri vöru og þjónustu felist í honum eftirspurn- arauki sem geti leitt til þrýstings á verðlag. Afar erfitt sé hins vegar að meta hve mikil slík áhrif séu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.