Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Yfirlýsing ríkis
og sveitarfélaga
Jöfnunar-
sjóður
fær 700
milljónir
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Qár-
málaráðherra og íulltrúar Sambands
íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í
gær y/irlýsingu um ýmis samskipta-
mál. I yfirlýsingunni er meðal ann-
ars kveðið á um greiðslu 700 milljóna
króna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
og formlegt samráð fulltrúa ríkis og
sveitarfélaga um efnahagsmál.
Fram kemur sá sameiginlegi
skilningur að sveitarfélög þar sem
íbúum hefur fækkað og tekjur dreg-
ist saman búi við sérstakan vanda
þar sem þau hafi ekki getað dregið
saman í rekstri og þjónustu til sam-
ræmis við fækkun íbúa og samdrátt í
tekjum. Akveðið er grípa til tíma-
bundinnar aðgerðar þegai’ á þessu
ári. Sveitarfélögum þar sem íbúum
hefur fækkað á síðustu þremur árum
verða greidd sérstök íbúafækkunar-
framlög að fjárhæð 350 milljónir kr.
auk þess sem þjónustuframlag Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga verði hækk-
að um 350 milljónir. Sjóðurinn fær í
þessu skyni tímabundið framlag úr
ríkissjóði að fjárhæð 700 milljónir
kr. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, leggur á það áherslu að fram-
lagið sé tímabundið og verði greitt út
á næstunni. Hann lætur í ljós þá
skoðun að aukaframlag þetta sé ein
stærsta byggðaaðgerðin sem gerð
hafi verið í langan tíma og kveðst
vita að hún komi sér afar vel.
Sveitarfélögin hafa talið að tekju-
stofnar þeirra hafi skerst um 2 millj-
arða króna á ári vegna breytinga á
skattkerfinu á undanförnum árum.
Nú er orðið samkomulag milli þeirra
og ríkisins um að niðurstöðum
starfshóps um mat á áhrifum skatta-
lagabreytinganna verði vísað til úr-
lausnar í nefnd þeirri sem nú vinnur
að endurskoðun á tekjustofnun
sveitarfélaga. Nefndin mun skila
niðurstöðum fyrir 1. júlí næstkom-
andi.
Samráð um efnahagsmál
í yfirlýsingunni kemur fram að
ríki og sveitarfélögin þurfi sameigin-
lega að standa vörð um þann mikla
ábata sem efnahagslegar framfarir
hafi skilað þjóðinni að undanförnu.
Því sé mikilvægt að gæta aukins að-
halds í rekstri og framkvæmdum á
vegum hins opinbera og draga þann-
ig úr þenslu innanlands. Samkomu-
lag er um að koma á fót formlegu
samstarfi um efnahagsmál og muni
nefnd með fulltrúum beggja aðila
hittast að minnsta kosti fjórum sinn-
um á ári.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000 samþykkt í gærkvöldi
Misvísandi yfírlýsingar
um rekstrarafkomuna
Borgarstjóri réðst harkalega á forsætis-
ráðherra og fjármálaráðherra við afgreiðslu
f]árhagsáætlunar borgarinnar og sagði þá
hafa haft forystu um að semja við opinbera
starfsmenn um meiri launahækkanir en
kveðið var á um í síðustu samningum.
FJARHAGSAÆTLUN Reykjavík-
urborgar fyrir árið 2000 var sam-
þykkt í gærkvöldi, en samkvæmt
henni er áætlaður afgangur frá
rekstri tæpir 3,5 milljarðar. Minni-
hluti borgarstjórnar gagnrýnir
áætlunina harðlega og segir út-
komu borgarsjóðs mjög slæma og
fullyrðir að rekstrarhalli verði 600
milljónir. Peningaleg staða sé
verulega neikvæð og nauðsynlegt
að leggja samstæðureikninga sam-
an við áætlunina til að sjá heildar-
skuldir borgarsjóðs.
Tekjur sveitarfélaga skertar
undir forystu forsætis-
ráðherra
f ræðu sinni við seinni umræður
um áætlunina vakti Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri athygli
á því að engin breytingatillaga við
fjárhagsáætlunina kæmi frá sjálf-
stæðismönnum en vék síðan að
samspili milli fjármála ríkis og
sveitarfélaga. Hún vitnaði m.a. til
orða forsætisráðherra um að sveit-
arfélögin væru illa rekin. Benti
hún á að undir hans forystu hefðu
tekjur sveitarfélaga verið skertar
og útgjöld aukin um a.m.k. 2 millj-
arða. „Því var lofað á árinu 1996 að
sveitarfélögunum yrði bætt að
fullu sú skerðing sem þau urðu fyr-
ir vegna skattalagabreytinga en
ekkert hefur bólað á efndum. Mun
forsætisráðherra vera þar helsti
Þrándur í Götu,“ sagði borgar-
stjóri.
Hún sagði forsætisráðherra bera
ábyrgð á að þannig hafi verið stað-
ið að kjaramálum í aðdraganda
þingkosninga að sveitarfélög
kæmu engum vörnum við þegar
hópar starfsmanna gerðu kröfur
um auknar launagreiðslur. Það hafi
verið undir forustu forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra, sem
brugðist var við uppsögnum heil-
brigðisstétta með þvi að semja um
launahækkanir langt umfram síð-
ustu kjarasamninga. „Að sjálf-
sögðu kom fljótlega upp krafa á
HOLTAGARÐAR
OPI0 í DAG KL«
[*Ö'Á
BONUf FRÁ 12-22
í IKEA
lé. t
Y*’ •. :I|
hendur sveitarfélögum, m.a. frá
kennurum og leikskólakennurum
um að þau gerðu ekki verr við
þessar mikilvægu starfsstéttir sín-
ar,“ sagði hún.
Vill draga úr þenslu og halda
aftur af verðbólgu
Borgarstjóri sagði að þrátt fyrir
allt drægi hún ekki í efa að bæði
sveitarfélög og verkalýðshreyfing-
in væru tilbúin til að gera það sem
í þeirra valdi stæði til að draga úr
þenslu og halda aftur af verðbólgu.
„Staðreyndin er bara sú að ríkis-
stjórnin hefur ekki kallað þessa að-
ila að neinni stefnumótun eða sam-
ráði um efnahagsmál,“ sagði
borgarstjóri. „Þó að ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins virðist leggja
lykkju á leið sína fremur en að eiga
alltof náið samstarf við höfuðborg-
ina þá vil ég eigi að síður lýsa því
yfir að borgin er fyrir sitt leyti til-
búin til að koma að hvers kyns
samráði sem gæti orðið til þess að
tryggja stöðugleika í efnahagslíf-
inu. Það gefur hins vegar augaleið
að ríkið veður að eiga eitthvert
frumkvæði í þeim efnum.“
Ágreiningur um stöðu
Orkuveitunnar
Borgarstjóri vék síðan að nokkr-
um atriðum sem komu fram í máli
Ingu Jónu Þórðardóttur oddvita
Sjálfstæðisflokksins við fyrri um-
ræðu um fjárhagsáætlun borgar-
innar og sagði það vissulega rétt
að skatttekjur borgarinnar hafi
hækkað um 5 milljarða frá 1997.
Rekstrargjöld borgarinnar hafi
aftur á móti hækkað um 3,7 millj-
arða á sama tíma. „Ef skoðað er
hvernig þessi auknu útgjöld skipt-
ast kemur í ljós að 2,2 milljarðar af
3,7 milljörðum eru vegna aukinna
útgjalda í fræðslumálum, rekstri
leikskóla og menningarmálum,“
sagði borgarstjóri.
Um ummæli Ingu Jónu um
Orkuveituna sagði hún að allar
hrakspár borgarfulltrúans hafi
byggst á tölum um handbært fé
fyrirtækisins í árslok. Sagði hún að
staðan um áramót segði lítið til um
stöðu fyrirtækisins og nefndi sem
dæmi að í árslok 1998 hafi það ver-
ið rúmir tveir milljarðar vegna lán-
töku Orkuveitunnar til landakaupa
eftir áramótin. „Þegar litið er á
handbært fé skiptir meira máli
hverju reksturinn er að skila í
handbæru fé á árinu en að einblína
á stöðuna í árslok," sagði borgar-
stjóri. „Hjá Orkuveitunni er hand-
bært fé frá rekstri áætlað 2,8 millj-
arðar á næsta ári og það eru þeir
fjármunir sem rekstur fyrirtækis-
ins er að skila.“
Mestu útgjaldabreytingar
vegna nýs launakerfis
Fram kom í máli borgarstjóra að
framlag til áhaldakaupa hækkar
frá fyrri umræðu og verða 400
millj. og eru helstu breytingar að
keyptur verður nýr bókabíll fyrir
24 millj. og 33 millj. verður varið til
tölvuvæðingar í grunnskólum auk
þess sem rúmum 60 millj. verður
varið til nýrra upplýsingakerfa.
Gjöld til skipulags- og bygginga-
mála hækka um 40 millj. og útgjöld
til menningarmála hækka um 15
millj. vegna flutnings í Hafnarhús-
ið. Framlag til íþrótta- og tómst-
undamála hækkar um 22,5 millj.
vegna ylstrandar í Nauthólsvík og
sumarnámskeiða fyrir börn. Mestu
útgjaldabreytingar eru vegna nýs
launakerfis eða 100 millj.
600 milljóna króna halli
í ræðu sinni við umræður um
áætlunina gagnrýndi Inga Jóna
Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðis-
manna, það harðlega að borgin
væri rekin með tæplega 600 millj-
óna króna halla þrátt fyrir góðar
efnahagslegar aðstæður í þjóðfé-
laginu. Hún sagði að sú 12% tekju-
aukning sem yrði hjá borgarsjóði á
næsta ári ætti að vera kjörið tæki-
færi til að lækka skuldir borgar-
innar, en ákveðið hafi verið að
hækka útgjöld hér um bil jafn mik-
ið og þannig væri verið að eyða
upp þessari aukningu.
Hún ítrekaði gagnrýni sína, frá
fyrri umræðu, um málefni Orku-
veitunnar og sagði aðgerðir borg-
arstjórnar ganga mjög nærri fyrir-
tækinu. Hún ræddi einnig hækkun
á launakostnaði borgarinnar og
vakti athygli á því að í stjórnsýsl-
unni hækka laun að meðaltali
þrisvar sinnum meira en til dæmis
hjá þeim sem starfa hjá Dagvist
barna.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
sagði meirihlutanum ekki hafa tek-
ist að greiða niður skuldir borgar-
innar og nú ætti að fara að gera
það með peningum sem teknir
væru úr einum vasa og settir í ann-
an og vísaði hann þar til fjármagns
sem sótt væri til Orkuveitunnar.
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagn-
rýndi meirihlutann fyrir að leggja
ekki allar staðreyndir um fjárhags-
borgarinnar á borðið. Hann sagði
nauðsynlegt að heildarskuldir
borgarinnar kæmu fram um leið og
fjárhagsáætlunin og benti á að í
ýmsum sveitarfélögum, til dæmis
hjá Kópavogsbæ, væru samstæður-
eikningar lagðir fram með fjár-
hagsáætlun og þannig lægju heild-
arskuldir fyrir. Hann lagði fram þá
tillögu, fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins, að borgarstjórn beini því
til fjármálastjóra og borgarendur-
skoðanda að reikna áætlaðar heild-
arskuldir og peningalega stöðu
samstæðunnar fyrir árið 2000 og
leggja þá útreikninga fyrir borgar-
ráð við fyrsta tækifæri. Tillögunni
var vísað til gerðar fjárhagsáætl-
unar ársins 2001.
Lögreglumenn á slysstað í gærkvöldi
Morgunblaðið/Þorkell
Fjórir slösuðust í bílveltu
FJÓRIR karlmenn á aldrinum 17-
20 ára slösuðust er bíll valt á Hafn-
arfjarðarvegi á áttunda tímanum í
gærkvöldi. Meiðsl þriggja voru
ekki talin alvarleg, en að sögn vakt-
læknis var einuni þeirra haldið á
sjúkrahúsi yfir nótt til athugunar.
Sautján ára ökumaður, sem var
nýkominn með bflpróf, missti stjórn
á bfl sínum á leið suður eftir vegin-
um. Bfllinn lenti á umferðareyju og
fór tvær til þijár veltur áður en
hann endaði á öfugum vegarhelm-
ingi. Einn mannanna kastaðist út úr
bflnum við veltuna.
Mennirnir fjórir voru allir fiuttir
á slysadeild og cr að sögn lögrcglu
talið að þrír þeirra hafi verið í bfl-
beltum. Hálka var á veginum en
akstursskilyrði þó fremur góð.
Óvenju niikið var um árekstra í
höfuðborginni í gær og liafði lög-
reglan í Reykjavík haft afskipti af
36 árekstrum í gærkvöldi.