Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
V andi smá-
fuglanna
Markmið andstæðinga sjálfstœðis-
manna hlýtur að vera að þoka flokkn-
um úrþvíforustuhlutverki, sem hann
hefurgegnt á þessu umskiþtaskeiði.
DAVÍÐ Oddsson for-
sætisráðherra
minnti í sjónvarps-
viðtali um liðna
helgi á að Sjálf-
stæðisflokkurinn væri ekki
hægriflokkur. Forsætisráðherra
lét ógert að skilgreina þessi
samtök nánar en tiltók að sjálf-
stæðismenn ættu almennt ekki
hugmyndafræðilega samleið
t.a.m. með hægriflokkum á
Norðurlöndum. Þótt þessi grein-
ing formanns Sjálfstæðisflokks-
ins feli ekki í sér ný og áður
óþekkt sannindi vekur hún ýms-
ar spurningar. Sú áleitnasta er:
Verður veldi Sjálfstæðisflokks-
ins ógnað?
Spurningin er ekki ný en
verðskuldar ef til vill umfjöllun
við tímamót-
in, sem í
vændum eru.
Við slík skil
leitar hugs-
VIÐHORF
Eftir Asgeir
Sverrisson
unin gjarnan fram á við í átt til
þeirra verkefna, sem við mönn-
um blasa.
Og tæpast fer á milli mála að
andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins þurfa ekki að kvíða verk-
efnaskorti.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
notið viðlíka yfirburða á íslandi
og flokkar jafnaðarmanna á
Norðurlöndum. Það mikla fylgi,
sem Sjálfstæðisflokkurinn nýt-
ur, er til marks um að honum
hefur öðrum flokkum betur tek-
ist að endurspegla megin-
strauma viðtekinnar hugsunar á
íslandi. Þetta er umtalsvert af-
rek. Og afrekið verður ekki
minna þegar haft er í huga að
flokkurinn virðist enn treysta
stöðu sína þrátt fyrir að mörg
deilumál, sem áður klufu þjóð-
ina í fylkingar og tryggðu
„fastafylgi", heyi’i nú sögunni
til.
Afrekið felst ennfremur í því
að hafa viðhaldið svo afgerandi
stöðu á tímum verulegi-a þjóðfé-
lagsbreytinga og mai'kmið and-
stæðinga sjálfstæðismanna hlýt-
ur að vera að þoka flokknum úr
því forustuhlutverki, sem hann
hefur gegnt á þessu umskipta-
skeiði. Markaðsvæðingu efna-
hagslífsins verður trauðla snúið
við úr þessu en íjendur Sjálf-
stæðisflokksins geta tæpast
sætt sig við að hann ráði nánast
öllu því, sem ráðið verður um
hraða þeirra breytinga og þær
áherslur, sem þær hafa mótað.
Þetta á ekki síst við um mark-
aðsvæðingu og þær kröfur, sem
uppi eru um að eignaraðild fjár-
málafyrirtækja verði dreifð og
samkeppni tryggð á öllum svið-
um. Þar eru blikur á lofti. Engin
von er til þess að alþýða manna
styðji til lengdar markaðsvæð-
ingu, sem hefur það eitt í för
méð sér að einokandi vald og
gríðarlegur auður safnast á
hendur örfárra manna og fjár-
festingarfélaga þeirra.
Þótt andstæðingarnir haldi
því gjarnan á lofti verður því
með engu móti haldið fram að
Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur
hægrimanna. Sjálfstæðisílokk-
urinn er flokkur þjóðlegra
íhaldsmanna, líkt og íslendingar
eru upp til hópa. Þjóðin gerir
sér ljóst að breytingar eru á
stundum óhjákvæmilegar en
æskir þess að þær séu bæði fáar
og hægfara. Þessi hugmynda-
fræði getur haft vandkvæði í för
með sér en verður tæpast af-
neitað í ljósi þess hversu djúpt
hún ristir.
Hugsunin að baki samfylk-
ingu vinstriílokkanna var sú að
mynda stór samtök jafnaðar-
manna sem mótvægi við Sjálf-
stæðisflokkinn. Samfylkingar-
innar bíður enn að snúa vörn í
sókn. íslensk stjórnmál eru því
marki brennd að þau einkennir
leiðtogadýrkun auk þess sem
pólitískar hefðir mæla fyrir um
ágæti svonefnds „flokksaga".
Þessi „pólitísku lögmál" eru að
sönnu dapurleg og nægileg
ástæða fyrir flest hugsandi fólk
til að hafna öllum afskiptum af
stjórnmálum.
Samfylkingin hefur hins vegar
hvorki náð að laga sig að hinum
pólitíska veruleika, sem ríkir á
íslandi, né að breyta honum.
Samtökin hafa ekki haldið uppi
þeim málflutningi, sem krafist
er af forustuafli í stjórn-
arandstöðu. Þess vegna á Sam-
fylkingin enn eftir að sannfæra
þá, sem ósáttir eru við ríkis-
stjórnina, um að hún sé fær um
að taka að sér pólitískt forustu-
hlutverk.
Samfylkingin hefur þannig
hvorki náð að endurspegla við-
tekna pólitíska hugsun á íslandi
né að skapa sér sérstöðu. Undr-
un hlýtur að vekja hversu illa
sóknarfæri hafa verið nýtt.
Jafnframt virðast samtökin hafa
misst sjónar á aðkallandi um-
bótamálum á borð við almenna
siðvæðingu í stjórnmálum, kröfu
um heilbrigða forgangsröðun í
útgjöldum ríkisins og þróun í
átt til beins lýðræðis, sem allir
þeir sem eru í einhverjum
tengslum við nútímann gera sér
Ijóst að er óhjákvæmileg.
Flokkur sósíalista og græn-
ingja og Framsóknarílokkurinn
eiga enga möguleika á að verða
að fjöldahreyfingu gegn Sjálf-
stæðisflokknum. Framsóknar-
flokkurinn virðist enn í huga
þorra kjósenda bændaflokkur,
sem stendur vörð um það, sem
nútíminn hefur hafnað. Leiðtogi
flokksins, sem vissulega er einn
öflugasti stjórnmálamaður
landsins, er starfa sinna vegna
iðulega ekki með í þjóðmálaum-
ræðunni. Aðrii- forystumenn
þessa fyrirtækis ná engan veg-
inn að fylla það skarð.
VG-flokkurinn sýnist eiga
möguleika á að ná til sín veru-
legum hluta fastafylgis gamla
Alþýðubandalagsins en „dogma-
tísk“ einangrunarhyggja er þeg-
ar til lengdar lætur takmark-
andi fyrirbrigði í pólitísku tilliti.
Flokkur þessi kann hins vegar
að eiga eftir að hafa veruleg
áhrif að því marki sem íhalds-
semi hans vísar til þeirrar hugs-
unar, er mestu ræður um fylgi
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokksins.
Tilraunir til að breyta flokka-
kerfinu á íslandi hafa mistekist.
Ef gengið er út frá því að mark-
mið ráðandi afla sé jafnan að
tryggja óbreytt ástand geta þau
vafalaust sameinast í fögnuði
um þessi árþúsundamót.
HREINN AGUST
STEINDÓRSSON
+ Hreinn Ágúst
Steindórsson
fæddist á Teigi á
Seltjarnarnesi hinn
20. desember 1930.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu, Hjaltabakka 32
í Reykjavík, 7. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Oddný Hjartardóttir,
f. á Borðeyri, 11.1.
1898, d. 5.11. 1976 og
Steindór Kristinn
Ingimundarson, f. að
Sogni í Ölfusi 12.3.
1899, d. 13.7. 1960. Oddný og
Steindór Kristinn eignuðust 14
börn, þar af komust 10 á legg, og
af þeim 10 er á legg komust, eru,
auk Hreins, ljögur látin, þau:
Magnús Hjörtur Steindórsson, f.
19.6. 1922, d. 21.11. 1958; Guð-
mundur Steinar Steindórsson, f.
15.4.1934, d. 14.10.1989; Steindór
Kristinn Steindórsson, f. 8.1.1924,
d. 8.12. 1990; Ingimundur Guð-
björn Steindórsson, f. 25.12. 1920,
d. 10.8. 1993. Systkini Hreins heit-
ins sem enn eru á lífi eru: Friðrik
Helgi Steindórsson, f. 21.4. 1928;
Gyða Jenný Agnes Steindórsdótt-
ir, f. 16.10. 1929; Lilja Kolbrún
Steindórsdóttir, f. 6.12. 1938; Jón
Víðir Steindórsson, f. 15.6. 1940
og Ivar Reynir Steindórsson, f.
5.2.1942.
Hreinn kvæntist 13.9.1952 Guð-
rúnu Ólafsdóttur, f. 18.4. 1933 á
Austurvöllum á Akranesi, foreldr-
ar Guðrúnar voru Svanbjörg Da-
víðsdóttir og Ólafur Magnússon.
Börn Hreins og Guðrúnar eru:
1) Auður Hreinsdóttir, f. 15.10.
1955, maki hennar er Kristinn
Bjarni Ögmundsson, börn þeirra
eru Guðrún Ósk, íris Hrönn,
Kristín Dögg og Hreinn Ágúst. 2)
Hvernig kveður maður mann?
Hvernig kveður maður föður sinn
hinstu kveðju? Hvernig getum við
kvatt þann sem var okkur bæði vin-
ur og fyrirmynd, þann sem við
reiknuðum eiginlega aldrei með að
við þyrftum nokkurn tíma að
kveðja?
Nú þegar hann pabbi er dáinn og
ég reyni að kveðja hann, þá vaknar
fjöldi spurninga, og ég velti því fyrir
mér, hvernig hann hefði sjálfur vilj-
að haga kveðjustundinni. Svarið við
þeirri vangaveltu verður mér ljóst
þegar ég hugleiði lífshlaup hans og
sé að hann fór veg lífsins með kímni
og bjartsýni að leiðarljósi. Hann
trúði af bjargfestu á framhaldslíf og
þegar dauða bar á góma gat hann
brugðið kaldhæðninni á loft einsog
tvíeggja sverði, eða lýst því á ein-
faldan hátt, að dauði er engin end-
astöð. Og með slíkum orðum gaf
hann mér þann arf dýrmætastan, að
ekki þarf ég að efast um annað líf.
Pabbi var glaðvær maður og
gamansemi hans átti sér nánast
engin takmörk. En þó létt hafí lund
hans verið og gott hafi verið við
hann að tala, þá var einnig gott að
þegja með honum. Við gátum þagað
saman og það var ekki eins og um
einhvern óeðlilegan hugarlestur
væri að ræða. Orð gátu verið óþörf
og þá var þeim ekki eytt til einskis.
Eftir að pabbi veiktist nú í sumar,
varð okkur öllum Ijóst að hann átti
annað slagið í vanda, hann varð
öðruvísi en áður, hann varð alvar-
legri og hann varð annars hugar.
Og þó hann segði það aldrei berum
orðum, fann ég það svo vel að hann
vissi að hann myndi ekki eiga langt
eftir ólifað. Við töluðum hvorki um
krankleika né kveðjustund, en samt
sem áður tókst honum að fullvissa
mig um að hann væri sáttur og að
hann færi sáttur.
Minn hjartaslátt, minn andardrátt,
minn mikla mátt
nú má ég sáttur lofa.
Þó stórt og smátt ég hafi átt,
mér fylgir fátt
er fer ég brátt að sofa.
(K.H.)
Kristján Hreinsson,
f. 7.1. 1957, maki
hans er Edda B.
Lingaas, synir
þeirra eru Pétur og
Baldur, en auk þess
á Kristján stjúpson
frá fyrri sambúð,
Gunnar Karl. 3)
Svanberg Hreinsson,
f. 23.5. 1965, maki
hans er Ásta Rósa
Magnúsdóttir, synir
þeirra eru Sindri
Snær og Kristján
Ingi.
Eftir skólavist í
Mýrahúsaskóla og Miðbæjarskóla
fór Hreinn að vinna í Sænsk-ís-
lenska frystihúsinu, þar sem
Steindór, faðir hans, var aðal-
verkstjóri. Hreinn fór ungur til
sjós, var m.a. á norskum milli-
landaskipum á árunum eftir stríð.
Svo lá leiðin aftur í land, í Sænsk-
íslenska frystihúsið og á fleiri
vinnustaði. Sjórinn heillaði enn á
ný. Hreinn var á humri um skeið,
þá á netum, var m.a. á aflaskipinu
Sigurði RE. Nokkru eftir að
Hreinn hætti til sjós starfaði hann
sem fisksali, síðar stofnaði ásamt.
bróður si'num Friðriki Helga
Steindórssyni Borgarholt SF. Hjá
því fyrirtæki starfaði Hreinn í
átta ár. Þá lá leiðin til Flugleiða,
þar sem hann starfaði sem verk-
stjóri í viðhaldsdeild í tæpa tvo
áratugi.
Hreinn Ágúst, eiginkona hans,
Guðrún Ólafsdóttir, og börn
þeirra þijú bjuggu lengst af í
Austurgerði 2 í Kópavogi. Síðasta
heimili Hreins var í Hjaltabakka
32 í Reykjavík, en þar höfðu þau
hjónin nýverið sest að.
titför Hreins Ágústs fer fram
frá Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég
að kveðjuorð eru nánast óþörf, að
faðmlög og fjöldi orða geti aldrei
gefið rétta mynd af þeim veruleika
sem pabbi minn lifði og hrærðist í.
Pabbi var maður sem alltaf hafði
það gott og kvartaði aldrei, tilfinn-
ingar sínar vildi hann að mestu hafa
útaf fyrir sig, og ef hann sá tilgang í
því að hlífa fólki með þögn, þá var
það þögnin sem réð för. En ef við
ræddum málin þá var það hans
sterka réttlætiskennd sem völdin
tók. Að hallmæla fólki var ekki á
hans könnu, en hann átti auðvelt
með að hrósa þeim sem gerðu vel.
Beiskju eða hatur sýndi hann ekki
nokkrum manni, öfund átti hann
enga, en auðmýkt átti hann nóga og
hlýhugurinn var alltaf til staðar.
Nei, hann kvartaði aldrei, og
hann kenndi mér, að það að kvarta
er yfirleitt ekki til neins. Og hver
getur svosem kvartað sem kynnst
hefur slíkum manni?
Þú hittir þig sjálfan í hugmyndaflóði
á hraðferð um lífið á veraldarbraut,
þú vakir og biður, þú vonar í hljóði
og viskan er lausn þín á sérhverri þraut.
Þú kallar á Guð ef þú kemst ekki hraðar,
þinn kærieikur lifir þó trúin sé veik.
Hin eilífa vitund er alltaf til staðar
og ástin er nærtæk í staríi og leik.
Þú horfir á lífið og heiminn þú skoðar,
í huganum tekur þú sjálfur til máls.
En myndin af Guði er máttur sem boðar
að maðurinn verði að eiiífu frjáls.
Já mundu það vinur, á meðan þú lifir,
að myndin af Guði er allt sem þú sérð.
Og viskunnar máttur hann vakir þér yfir
á veraldarbrautinni hvert sem þú ferð.
(K.H.)
Þegar pabbi sagði það einhverju
sinni, að ef ég hefði ekki trú á því
sem ég tæki mér fyrir hendur, gæti
ég ekki vænst þess að aðrir hefðu
trú á þvi, þá sagði hann mér meira
en mörg bókin. Enda trúði ég þess-
um orðum og þau hafa fylgt mér æ
síðan.
Á meðan öll árin okkar, öll augna-
blikin og allar minningarnar þjóta
gegnum hugann, þá finn ég að það
væri heimtufrekja ef ég krefðist
þess að fá að hafa hann lengur í
mínum heimi. Mér gaf hann allt
sem hægt er að gefa og meira til.
Söknuðurinn verður að fá að vera til
staðar og úr honum má ég vinna,
hvort sem mér líkar eður ei.
Þeir sem gleymast, hætta að vera
til, en hinir eru eilífir, því þeim er
ekki hægt að gleyma.
Þegar maður kveður þann sem
kveikti glóð gleðinnar hvar sem
hann kom, þann sem gaf allt sem
hann átti, þann sem svo oft lét
þögnina gefa lífinu gildi, þá verður
sú kveðja best geymd í hljóðri bæn,
bæn um það að slík fyrirmynd verði
á einhvern hátt leiðarljós hinna sem
á eftir koma.
Kristján Hreinsson.
Tengdafaðir minn, Hreinn Ágúst
Steindórsson, er látinn. Með þess-
um fáu línum vil ég minnast hans.
Eg hef aldrei kynnst öðrum eins
manni og þér, þú varst fullur allra
þeirra góðu mannkosta sem við
þekkjum í lifanda lífi.
Eg vil þakka þér fyrir allar góðu
og erfiðu stundirnar sem við áttum
saman frá því að við kynntumst.
Minninguna um þig mun ég bera
í brjósti mér þar til við hittumst á
ný, því þá verða fagnaðarfundir.
Ég vil þakka þér umhyggjusemi,
góðvild og kærleika í garð fjöl-
skyldu minnar og ást þína á börnum
mínum þeim Guðrúnu Osk, írisi
Hrönn, Kristínu Dögg og nafna þín-
um Hreini Ágústi.
Ég vil vitna í kortið sem þú
fékkst frá okkur fjölskyldunni þeg-
ar þú komst heim af sjúkrahúsi eftir
veikindi þín. Heimurinn væri fátæk-
ari án þín. Einnig vil ég taka mér í
munn brot úr texta við lag sem þú
hafðir dálæti á og segja við þig,
elsku tengdafaðir, og þú varst eini
vinur minn.
Guð blessi þig og þína eftirlifandi
eiginkonu og megi hann styrkja
hana og vernda í sorg hennar.
Þinn tengdasonur _og vinur,
Kristinn Ögmundsson.
Þriðjudaginn 7. desember fékk ég
undarlegt símtal, pabbi minn
hringdi í mig og sagði mér að koma
strax heim úr vinnunni. Þá vissi ég
að eitthvað væri að en gerði mér
ekki grein hversu alvarlegt það
væri. Hann sagði mér að hann Bóbó
afi væri dáinn. Ég trúði því ekki því
ég talaði við hann á mánudeginum
og þá var hann ekkert nema hress,
en það reyndist vera satt, hann var
dáinn. Það er erfitt að trúa því að
afi sé dáinn, ég vil reyndar ekki
hugsa um það og vil helst gleyma
því og halda í þá von að hann sé ein-
hvers staðar þar sem ég kemst ekki
til hans, eins furðulegt og það er.
Alltaf þegar síminn hringir hugsa
ég „ætli þetta sé afi“ því við töluð-
umst við á hverjum degi og gott
betur en það. Ég verð að læra að
sætta mig við þetta en það er bara
svo erfitt. Það er svo margt sem við
áttum eftir að gera saman en verð-
um að gera það annars staðar en í
þessum heimi.
Bóbó afi var mér alveg einstakur,
ekki bara sem afi heldur líka frábær
vinur. Við gátum talað um allt, eins
og við gerðum, við skiptumst á
leyndarmálum og hlógum mikið að
öllum prakkaralátunum í mér þegar
ég var lítil. Afi sagðimér frá hinum
og þessum fjöllum og vötnum, þar á
meðal Esjunni og Ingólfsfjalli, en
næst þegar við sáum þessi fjöll
sagði ég alltaf: „Afi, hvað heitir
þetta fjall?“ Aldrei gafst hann upp á
mér heldur sagði bara enn og aftur:
„Þetta heitir Esjan.“ Ég sagði allt-
af; hann afi er enginn venjulegur
afi, og það er mikið til í því. Hann
var alveg einstakur og ef allir menn
væri eins og hann það væri heimur-
inn betri.
Ég leit alltaf upp til hans þegar
ég var lítil. Hann er góð fyrirmynd.
Ég, og að vísu systkini mín, var
svo ótrúlega heppin að fá að kynn-
ast honum Bóbó afa svona vel. Þeg-
ar við áttum heima erlendis heim-
sóttu þau okkur mjög oft og eftir að
við komum heim áttum við eiginlega
tvö heimili því heima hjá afa og