Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FOSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 47 ömmu áttum við líka heima. Þar átt- um við okkar eigin Cheerios-skál, uppáhaldsstól, rúm, kodda og skiptumst á að kúra undir ömmu sæng og afa sæng. Fyrir þremur árum hlotnaðist mér sáheiður, ef ég má orða það þannig, að fá að búa hjá ömmu og afa, mörgum fannst það skrítið að ég vildi flytja frá foreldrum mínum og systkinum mínum til ömmu og afa en það vissu ekki allir hversu náið samband var á milli mömmu og pabba og afa og ömmu og hversu náin þau voru líka okkur. Þetta var yndislegur tími, við gátum hlegið svo mikið saman og gert gn'n. Þar sem það er bara mánuður síðan ég flutti frá þeim finnst mér ég ennþá eiga heima hjá þeim og afi sagði alltaf við mig: „íris mín, ég vildi að þú værir ekki orðin svo stór.“ Hann sagði alltaf að við fengjum börnin bara lánuð og þegar þau væru orðin nógu stór færu þau að lifa sínu lífi; þú átt aldrei neinn og það er alveg satt hjá honum. Við afi áttum okkur eitt upp- áhaldslag, en það skrítna við það er að það þoldi það enginn annar en við þannig að þegar við sungum það urðu allir „brjálaðir“og við bara hlógum.Við sögðum alltaf að þegar ég gifti mig mundum við syngja það saman en fyrst urðum við að æfa okkur. Þetta lag heitir: „La donna e mobile“ en núna verð ég bara að syngja það með sjálfrí mér í mínu eigin hjarta, en ég veit að afi heyrir alveg í mér. Afi reyndist fjölskyldu sinni alveg ofboðslega vel, hann var okkar stoð og stytta í öllu, fjölskyldan var hon- um eitt og allt og ég met það mikið hvað hann hefur gert mikið fyrir mig og mína fjölskyldu, reyndar gat ég aldrei sagt honum það, en hann veit það. Þannig að ég er búin að læra það að það sem þú getur gert í dag áttu að gera en ekki fresta því, því þú veist ekki hvernig dagurinn á morgun verður. Það er mér mjög sárt að missa hann Bóbó afa. Ég get ekki hugsað um annað og óska þess að fá að sofa í heilt ár í þeirri von að sársaukinn hverfi en ég held í þá trú að tíminn lækni öll sár, en þessi sár gróa aldrei meðan ég lifi, ég læri bara að lifa með þeim. Þetta er mikill miss- ir. Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allar okkar stundir og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég hefði óskað að fá að hafa þig aðeins leng- ur en þinn tími var kominn og ég verð bara að bíða eftir mínu kalli og þá hittumst við á ný. Það er allt eitthvað svo tómlegt hérna án þín og það er satt að heimurinn er fá- tækari án þín. Guð geymi þig og varðveiti. Þín Iris Hrönn. Hann fór í bað og hrein náttföt, lagðist í rúmið með Sjálfstætt fólk, las um stund og dó. Það djarfaði fyrir brosi. Eftir situr söknuður okkar sem eftir lifum, alltaf jafn berskjölduð og skiiningsvana þegar kallið kemur, og upp þyrlast minn- ingar sem láta mann ekki í friði. A Kópavogshálsi vestan við Hafn- arfjarðai-veg stóðu nokkrir kofar sem fólkið sem í þeim bjó kallaði húsin sín, og ekki örgrannt um að stolts gætti í rómnum. Við suðurhlið þess sem kallaðist Borgarholtsbraut 8 (þótt það væi-i langt út úr öllum kortum) sátum við bræður og slóg- um saman grjóti í tilraunaskyni. Það var janúar og árið var 1957. Á einhverjum stað í tilrauninni vatt hann sér að okkur, „Bósi frændi“, sem átti heima í gula húsinu, og hvaðst hafa eignast son. „Hann á að heita Kristján, þið kallið hann Dedda Qg eigið alltaf að vera góðir við hann, - hérna íáið þið ykkur karamellur." Þessi minning er sú fyrsta af ára- tugalöngum samskiptum við Hrein Ágúst frænda minn. Ég nefni hana hér vegna þess að í henni birtast tvö sterk einkenni þessa manns; góðsemi og gjafmildi. Viðdvöl kofa- búanna í „húsum sínum“ varð mis- löng. Hreinn og Guðrún stöldruðu stutt við; byggðu sér forkunnarfínt hús enn vestar á nesinu. Það var á þeim árum þegar fólk átti að hafa breytt vatni í vín og byggt hús af engu, eins og segir í síðari tíma æv- intýrum. - Þetta var á tímum heil- brigðs einstaklingsframtaks og samvinnu. Flestir, sem vildu koma yfii- sig húsi, urðu að kasta sér út í ævintýrið án þess að vita hvernig það myndi enda. Þegar til fram- kvæmda kom reyndi á samheldni ættingja og vina, sem grófu grunna, lögðu skólp og vatn, steyptu plötur, slógu upp, steyptu veggi og rifu og hreinsuðu mótatimbur. Umfram allt reyndi þó á samstöðu og áræði ung- ra hjóna sem þráðu að eignast þak yfir höfuðið. Misskilningur er hins vegar að þetta hafi verið fyrii'hafn- arlaus leikur og lánin gjafir. Stund- um þræluðu menn frá sér heilsu og hamingju og þurftu aukinheldur að burðast með þungar skuldaklyfjar lengi á eftir. Það síðasttalda á reyndar ekki við um Hrein Ágúst, - í það minnsta ekki í þessum fyrsta kafla byggingar- og húsnæðissögu hans, sem þarna var rétt að byrja. Hvað var það í fari þessa manns sem leitar svo fast á hugann? Hann batt bagga sína sömu hnútum og flestir aðrir, en var engu að síður ákaflega áberandi og eftirminnileg- ur þeim sem honum kynntust. Glettni hans var viðbrugðið og ein- stakt lag á að líta jákvæðum augum á flest þessa heims og annars. Hjálpsemi og gjafmildi vora með þeim hætti að honum nægði ekki að binda bagga sína sömu hnútum og aðrá', heldur tók hann gjarnan ann- arra bagga á herðarnar. Ekki að hans væru neitt breiðari og meiri en annara herðar og enn síður að hon- um væri í mun að sýnast. Ástæðan var öllu heldur sú að honum fannst það sjálfsagt og ef hann var beðinn var orðið nei vai't að finna í orða- safni hans, - nema þegar svo bar til að merking þess væri já. Því er mér síðan svo stirt um stef, stæri mig lítt af því sem hef, því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús? (HKL) Ég og fjölskylda mín sendum Dúnu og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúðarkveðjur Þorleifur Friðriksson. „Skjótt skipast veður í lofti.“ Okkur komu þessi orð í hug, þeg- ar við heyrðum um skyndilegt frá- fall Hreins Steindórssonar sem við í daglegu tali kölluðum alltaf Bóbó. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt 7. desember sl. Það er stundum erfitt að átta sig á tilveru okkar í þessu lífi. Nú í að- draganda jólahátíðar er eiginmaður og faðir, ættingi og vinur kallaður fyrirvaralaust til nýrra heimkynna. Við trúum að tilgangur þeirrar ferð- ar sé ákveðinn af æðri máttarvöld- um. Okkur eru efst í huga nú við leið- arlok þær yndislegu stundir sem við áttum saman með ykkur hjónum á Kanaiíeyjum nú fyrir skömmu þar sem gleðin og áhyggjuleysið frá öllu amstri hversdagsins ríkti. Við erum þakklát fyrir þær ljúfu stundir, þótt það væri fjarri okkar huga að hand- takið hlýja er við kvöddumst í Leifsstöð við heimkomuna væri það síðasta í þessu lífi. Það er svo margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Áiún sem fjölskyldur okkar vora að byggja saman í Austurgerðinu. Öll árin sem við bjuggum þar í sátt og samlyndi. Samkomulagið var ein- staklega gott, aldrei hallað orði. Bóbó var nærgætinn og ljúfur í um- gengni enda glaðvær og gaman- samur. Líf hans var ekki alltaf dans á rósum, aðalsmerkið var að vinna hörðum höndum eins og raunar flestir af okkar kynslóð urðu að gera. Við kveðjum þig að leiðarlokum, kæri vinur, með þökk fyiir yndisleg kynni og elskulegheit í okkar garð alla tíð. Elsku Dúna, við sendum þér og fjölskyldu þinni samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun æt- íð lifa í hjörtum okkar. Gísli og Dagbjört. „Hinn vitri safnar ekki auði. Því meiru sem hann ver öðrum til gagns, því meira á hann sjálfur. Því meira sem hann gefur öðrum, því ríkari erhann sjálfur." (Lao-Tse). Hann Bóbó hennar Dúnu - ein- hvern veginn var hann Hreinn alltaf kallaður þessu vinalega nafni, þegar við systkini hennar Dúnu töluðum um hann, já hann Bóbó er farinn frá okkur. Þau Hreinn og Guðrún kynntust svo ung og það var ábyggilega ást við fyi-stu sýn, enda urðu þau sam- an allt frá fyrsta degi og máttu vart hvort af öðru sjá. Þau voru saman í nær hálfa öld. Það var okkur mikið áfall þegar við heyrðum um fráfall hans Hreins. Þessu var vart hægt að trúa, hann sem alltaf var svo hress, hann sem alltaf geislaði af lífsgleði. En svo var okkur sagt þetta aftur og aftur og við urðum að trúa því og nú vitum við að Bóbó hennar Dúnu er dáinn. A bláum hestum hugans um himin minn ég svíf, ég sé í djúpum draumi að dauðinn skapar líf. Þar búa ótal andar og áfram streyma þeir. Þar er í lausu lofti eitt ljós sem aldrei deyr. (K. Hreinsson.) Já, er þetta ekki skrýtið, þau hitt- ust þegar öldin var nær hálfnuð og hann kvaddi þegar öldin var nánast öll. Lengst af bjuggu þau í Kópavogi, en það skipti svo sem ekki máli hvar þau bjuggu, því hlýlegt var heimili þeirra alla daga, hvar sem þau voru. Bóbó var alltaf ljúfur og glaðleg- ur, innilegur og barngóður og yfir honum vai' alltaf einhver ljómi sem erfitt er að lýsa. Það er aldrei gott að kveðja vin síðustu kveðju, og erfiðari verður kveðjustundin þegar sá sem fer er slíkur maður sem hann Bóbó var. Um leið og við vottum fjölskyldu hans samúð, biðjum við algóðan Guð að gefa henni Dúnu systur all- an þann styrk sem hún þarf á að halda. Við biðjum Guð að blessa börnin þeirra og hjálpa barnabörn- unum að yfirstíga þessa miklu sorg. Systkini Guðrúnar Olafsdóttur. KRISTÍN ÞÓRDÍS SIGTRYGGSDÓTTIR + Kristín Þórdís Sigtryggs- dóttir fæddist á fæðingar- deild Landspifalans 2. október 1999. Hún lést á Barnaspítala Hringsins 18. nóvember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. nóvem- ber. Okkur langar með nokkrum orð- um, að minnast litla sólargeislans þeirra Kötu og Sigtryggs, Kristínar Þórdísar. Þessi fallega stúlka kom í heiminn 2. október síðastliðinn eftir mikla bið okkar allra. En þetta litla hjarta hóf þegar mjög erfiða lífsbaráttu með foreldr- um sínum þann stutta tíma sem hún lifði. Hún kenndi okkur öllum mikið á þessum stutta tíma, og segir okkur að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Með djúpum söknuði kveðjum við hana. Elsku Kata, Sigtryggur og Krist- ján, megi Guð vaka yfir ykkur á þessum sorgartíma. Sendum einnig öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Ykkar vinir og frændi, Árni Árnason Bjarman, Sigrún Pálsdóttir, Haraldur Anton. LÁRA FRIÐNÝ AÐALHEIÐUR JÓNS- * •• DOTTIR HOJGAARD + Lára Friðný Að- alheiður Jóns- dóttir Höjgaard var fædd á Bakka í Bakkafirði 3. desem- ber 1912. Hún lést á Akureyri hinn 4. des- ember síðastliðinn 87 ára að aldri. Foreldr- ar hennar voru Jón Nikolaison Höjgaard, bóndi á Bakka, og Járnbrá Nikolína Einarsdóttir. Lára átti fjögur systkini: Magnús, dó í æsku, Elsu, Gunnlaug og Einar. Lára giftist Sófusi Marinó Sig- urðssyni, f. 26.6. 1904 á Skeggj- astöðum í Bakkafirði. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson og Ágústína Eyjólfssdóftir. Lára og Marinó giftu sig 11. nóvember 1933. Marinó lést í júlí 1987. Börn þeirra Láru og Marinós voru: 1) Andvana fæddur drengur 17.5. 1932. 2) Jón, f. 27.9 1934, d. 18.1. 1981. 3) Sigurður, f. 7.2. 1937, d. 29.10. 1981. Barnabörn Láru, börn Jóns og Aðalbjargar Jóna- sdóttur frá Brúarlandi í Þistil- firði, f. 24.10.1941, d, 16.11. 1990 eru : Anna, f. 19.7.1959, sambýlis- maður liennar er Arngrnnur Sigmar- sson. Anna á tvö börn, Arnmund Jón- asson, f. 6.6. 1982 og Sóleyju Arngríms- dóttir, f. 14.7. 1997. Hafliði, f. 23.9. 1960, sambýliskona hans ■ er Klara Valgerður Sigurðardóttir, f. 5.8. 1964. Þau eiga tvö börn: Jón, f. 23.9. 1982 og Jóhönnu Rut, f. 16.5. 1996. Marinó, f. 6.11. 1961, eiginkona hans er Ólöf Kristín Arnmunds- dóttir, f. 6.8. 1959. Börn þeirra eru Jón, f. 16.4. 1983, Sigurður, f. 12.1.1993. Aðalbjörg María, f. 30.10. 1994, Arnmundur, f. 26.3. 1997. Marinó átti son fyrir hjóna- band. Kristófer, f. 1.9. 1977. Barnabörn Láru, börn Sigurðar og Iluldu Kristjánsdóttur, f. 8.9. 1944 eru: Hlynur, f. 4.5. 1967. Dóttir Hlyns er Arnfríður Tanja, f. 26.9.1992. Eiður, f. 8.11.1968. Utför Láru fór fram frá Skeggjastaðakirkju í Bakkafírði laugardaginn 11. desember. Hún var þriggja ára í rauðum kjól, með hrafntinnusvart hár, sérlega ljós á hörand barnið og lék sér að leggjum sitjandi á gólfinu. Hún rað- aði leggjunum upp aftur og aftur. Þessi ljósa mynd af barni að leik er minning gestkomanda að Bakka í Bakkafirði, sögð í dag af afkomanda gestsins. Barnið var Lára á Bakka árið 1915. í dag er árið 1999. Mörg ár skilja í milli, það er liðin heil manns- ævi. Nú logar ekki lengur ljóstú-an í húsinu handan fjarðar, þar sem Lára nági'annakona mín bjó einsömul síð- ustu árin, æviskeið er á enda runnið. Með Lára er farin mikil þekking á mönnum og málefnum fyrri tíma. Við sem bárum gæfu til að nema staðar og hlusta á það sem sagt var og notuð meitluð kjarnyrt íslenska, megum þakka fyrir. Við nutum mikils og ættum að geta geymt í hugskotinu myndir úr lifuðu lífi fyrri kynslóðar, sem er svo ótrúlega frábragðið því sem við eigum að venjast í dag. Lára var sérlega minnug og hafði einstak- lega myndræna frásagnargáfu. Með hægð og festu sagði hún frá, nett sem hún var, enn með hrafntinnu- svart hár, sem hún kaus að svo væri, hörundið ljóst, orðin gömul kona. Hún hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, heklaði og saumaði út litríkt, vai' þannig í takt við sjálfa sig. Skemmti- leg manneskja, hreint ekki allra, ráðagóð, vinur vina sinna, sérvitur að eigin sögn. Reyndi marga þraut lífs- ins, gafst aldrei upp. Ef hrandi á lífá- ins leið, þá raðaði hún upp aftur og notaði til þess góðar gáfur. Ég er þess fullviss að Lára, mín góða vinkona, kvaddi jarðlífið í vissu þess að hennar biði eilíft líf með Guði, að hún hafði trúna á Jesú Krist. Við sem á hann trúum megum vænta samvistar við hann er æviskeiði lýk- ur. I þeirri von getui’ kristinn maður lifað og dáið. Lára hafði áreiðanlega þá sigui-vissu trúarinnar. Hún signdi barnið okkar hjóna stuttu áður en hún lagði upp í sína hinstu för og bað ávallt öllum innilega blessunar. Ég bið þess að góður Guð umvefji hana í dýrðarríki sínu. Barnabörnunum, tengdafólki og vinum hennar votta ég samúð mína. Brynhildur á Skeggja- stöðum íBakkafirði. + Bróðir minn og föðurbróðir, KRISTJÁN MAGNÚSSON frá Drangshlíð, sem iést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 9. des- ember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. desember kl. 15.00. Högni Magnússon, Björgúlfur Þorsteinsson og aðrir aðstandendur. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN Þ. SIGURÐSSON vélstjóri, lést fimmtudaginn 16. desember á Hrafnistu, Hafnarfirði. Elísabet Jónsdóttir, Sverrir Sigþórsson, Hörður Jónsson, Birgir Jónsson, Steinunn M. Pétursdóttir, Lilja Jónsdóttir, Tómas Jónsson, Guðrún Jónsdóttir og aðrir afkomendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.