Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 76
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Æ.
FOLKIFRETTUM
var vikur Diskur ; Flytjundi j Úígefandi Ij
1. 2 Jólaplatan ; Ýmsir j Baugur
2. 7 Sögur 1980-1990 ; Bubbi j íslenskir tónar
4. 4 Dans gleðinnar-Bestu lögin ; Viihjálmur Vilhjálmsson: íslenskir fónar
5. 2 Silver bells ! The Platters ! Bellevue
3. 2 Bestu jólalög Björgvins ; Björgvin Halldórsson ! íslenskir tónar
7. 4 Pottþétt Jól 2 I Ýmsir ! Poftþétt
6. 9 Pottþétt Jól 1 Ýmsir ! Pottþétt
8. 3 Út Um Græna Grundu ; Ýmsir ! íslenskir tónar
11. 3 Séð og heyrt | Pálmi Gunnarsson ! ísenskir tónar
41. 5 Christmas Party I Boney M. ! BMG
94. 1 Christmas Album j Elvis Presley jBMG
10. 4 Ultimate Collection ! Cat Stevens ! Universal
9. 3 Jólasveinor einn og ótta ! Ýmsir jSpor
17. 3 11 Jólalög ■ ýmsir j Skífon
27. 2 Christmas with the stars 1 j ýmsir j Bellevue Ent.
34. 2 Christmos with the stors 2 ■ ýmsir j Bellevue Ent.
50. 2 Christmos with the stars 3 ! ýmsir j Bellevue Enf.
13. 3 Jólolögin ; Ellý S Vilhjálmur jSpor
14. 12 Romanza j Andrea Bocelli j Universal :
12. 3 Verkstæði Jólosveinonna j Ýmsir !Spor |
Unnið af PricewaterhouseCoopers í samstarfi við Samband hijómplötuframleiðenda og Morgunblaðið.
Litlar breytingar
JÓLAPLÖTUR eru áberandi á
safnlistanum Gamalt og gott þessa
vikuna eins og í síðustu viku. Sög-
ur Bubba og Bestu lög Vilhjálms
Vilhjálmssonar eru í 2. og 3. sæti
n.mkringdar jólaplötum, en Jóla-
platan er í efsta sætinu eins og í
síðustu viku. Silfurbjöllur Platters
hækka sig um sæti milli vikna og
Bestu jólalög Björgvins lækka sig
um tvö sæti milli vikna. Safnplata
Pálma Gunnarssonar með vinsæl-
ustu lögum hans gegnum tíðina er
í 9. sæti og hækkar sig um tvö
sæti milli vikna. En heildarsvipur
listans er eins og áður sagði jóla-
legur og má gera því skóna að
landsmenn spili jólalögin mikið
núna þegar aðeins sjö dagar eru til
jóla.
A NYJUSTU plötu George
Michael, „Songs From the Last
Century“, flytur hann þekkt lög
sem hafa verið í uppáhaldi hjá hon-
um í gegnum tíðina. Titill plötunnar
vísar í væntanleg ái'þúsundamót og
er því George að taka ofan fyrir
liðnum tíma. Þegar platan kom út í
byrjun desember náði hún platínu-
sölu í Bretlandi á aðeins örfáum
dögum. Á Tónlista vikunnar fer
platan beint í 5. sætið fyrstu vikuna
á lista.
Georgios Kyriacos Panayitou
George Michael fæddist í norður-
hluta Lundúna 25. júní árið 1963 og
var gefið nafnið Georgios Kyriacos
Panayiotou. Hann kynntist vini sín-
um, Andrew Ridgeley, í skóla og
þeirstofnuðu hljómsveitina The Ex-
ecutive árið 1981. Þegar þeir gerðu
sér ljóst að framtíð þeirra væri bet-
ur borgið tveimur en með hljóm-
sveitinni fæddist dúettinn Wham!
Söngkonur
á toppnum
SELMA Björnsdóttir heldur efsta
sæti Tónlistans fimmtu vikuna í röð
og greinilegt að nýja platan hennar
„I Am“ hefur fallið í kramið hjá ís-
lenskum hlustendum. Stórsöngkon-
an Celine Dion er í öðru sæti með
bestu lög sín af liðnum áratug auk
sjö nýira laga, en hún á sér tryggan
aðdáendahóp hérlendis. Nýja Pott-
þétt 18-platan er í þriðja sætinu og
Islandslög 4 í því fjórða. Tvær nýjar
plötur koma inn á listann og fara
geyst, en það eru þeir Álftagerðis-
bræður úr Skagafírði með Bræðra-
lög sem er í 5. sæti listans. George
Michael kemur einnig nýr inn á list-
ann með uppáhaldslög sín á plötunni
Songs From the Last Century, en
umfjöllun um kappann er að fínna
hér á síðunni. íslensku rappararnir í
Quarashi hækka sig um fjögur sæti
milli vikna og Pottþétt 1999 kemur
ný inn á listann og fer í 12. sætið. Fé-
laginn Glanni Glæpur kemur einnig
nýr inn á listann og er í 25. sæti.
Nr. j var vikurj Diskur Flytjandi jÚtgefandi
TTT" 5 j 1 Am Selma : Spor
2. j 4. 5 j All The Way-A Decade Of Songs Celine Dion : Sony
3. ! 2. 3 ! Pottþétt 18 Ýmsir : Pottþétt
4. j 3. 6 ! Íslandslög 4 Björgvin H. og fteiri j Skífan
5. ! Ný 1 j Bræðralög Álftagerðisbræður j Álftagerðisbr.
6. ! Ný 1 j Songs From The Last Century George Michael ; emi
7. j 11. 7 j Xeneizes Quarasbi j Japís
8. j ó. 9 j 12. ágúst 1999 Sólin Hans Jóns Míns j Spor
9. j 7. 3 j Jabdabadú Ýmsir : Spor
10.1 5. 3 j S&M Metallica : Universal
11.: 9. 27 : Ágætis byrjun Sigurrós jSmekkleysa
12.! Ný 1 jPoftþétf 1999 Ýmsir j Pottþétt
13.! 19. 5 j Herbergi 313 Land og Synir jSpor
14. j 16. 2 j Sacred Arias Andrea Bocelli j Universal
15. j 13. 23 j Baby One More Time Britney Spears j EMI
16.; 14. 19 j Sogno Andrea Bocelli ; Universol
17.; 20. 7 j Love In The Time Of Science Emiliana Torrini : ET Hljómplötui
18.: 22. 4 : Dönsum Geirmundur Valtýsson: Skífan
19. i 10. 11 ; These Are Special Times Celine Dion ! Sony
20.; 15. 13 : Pottþétt 17 Ýmsir j Pottþétt
21.: 72. 4 ! Pottþétt popp Ýmsir ■ Pottþétt
22.; 8. 1 j Invincible Five j BMG
23. j 17. 4 j Issues (Limited Edition) Korn j Sony
24.j Ný 3 j Guitar Isiancio Guitar Islancio j Polarfonio
25. j 23. 1 j Glanni glæpur Ýmsir i Latibær ehf
26.; 40. 4 j Deep Inside Póll Óskar : Pop
27.: 25. 8 : Reload Tom Jones : V2
28.! 18. 8 : Supernatural Santana : BMG
29.: 26. 26 ! Californication j Red Hot Chili Peppers j Warner
30.: 3 ; Huqar Ró Friðrik Karlsson j Vitund
Tóniistinn er unninn of PiicewaterhouseCoopers fyrir Sambandhljómplötuframleiðanda og Morgunbloðið í somvinnu
við eftirtaldarverslanir: Bókval Akureyri, Bónus, Hagknup, Japís Brautorholti, Jopís Kringlunni.Japís Laugarvegi, Músík
og Myndir Austurstræti, Músík og Myndir Mjódd.Samtónlist Kringlunni, Skífan Kringlunni, Skífan laugorvegi 26.
Selma Björnsdóttii'
topp
tíu-
listann
Bret-
landi. Sumarið 1984 gaf
George út sólóskífuna „Careless
Whispei'" og þá varð ljóst að hans
vegur var vegur sólósöngvarans.
Platan seldist eins og heitar lumm-
ur og lagið er eitt mest spilaða lag
níunda áratugarins í Bretlandi, en
lagið samdi George aðeins 17 ára að
aldri. Önnur sólósmáskífa George,
„A Different Corner“ varð einnig
mjög vinsæl og ljóst var að lífdagar
Wham! yrðu ekki langir þrátt fyrir
miklar vinsældir dúettsins. Þeir
hættu samstarfi á toppi ferilsins og
héldu eftirminnilega tónleika á
Wembley-leikvanginum fyrir fram-
an 72 þúsund áheyrendur.
Hver smellurinn á
fætur öðrum
Árið 1987 varð George Miehael
fyrsti hvíti söngvarinn til að syngja
dúett með sálardrottningunni
Arethu Franklin þegar þau sungu
„I Knew You Were Waiting" og fór
lagið beint á toppinn úti um allan
heim. Á sama tíma var George að
undirbúa fyrstu stóru plötuna sína
sem sólósöngvari og þegar „Faith“
kom út í nóvember 1987 fór hún
beint á toppinn bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum og seldist í meira
en 15 milljónum eintaka. „Faith“
fékk Grammy-verðlaunin sem besta
plata ársins og George var hlaðinn
verðlaunum, sem besti söngvari ár-
sins,_besti listamaðurinn í sálartón-
list. í kjölfar útgáfunnar fór George
í „Faith“-tónleikaferðina og söng í
Japan, Ástralíu, Evrópu og Banda-
ríkjunum.
Árið 1990 vai' George kominn
með efni á aðra stóra plötu og byrj-
aði að gefa út smáskífuna „Praying
For Time“ af plötunni yListen
Without Prejudice: Vol. 1“. Á henni
kvað við nýjan tón hjá George.
Textarnir voni persónulegri og
tónlistaráhrif komu frá sjöunda ára-
tugnum og einnig úr djassi og blús.
Platan fór í toppsætið í Bretlandi og
nokkur laganna urðu vinsæl á smá-
skífulistunum bresku. George var
þegar í hugum margra búinn að
ávinna sér sess sem einn besti
söngvari níunda áratugarins.
Söngvari sem frægir söngvarar,
sem höfðu verið í sviðsljósinu mun
lengur, höfðu mikinn áhuga á að
syngja með.
Samhliða plötunni gaf George út
ævisögu sína „Bare“ sem hann
skrifaði í félagi við Tony Parsons.
Sérstakur þáttur var gerður um
hann í Bretlandi sem sýndi að hann
var kominn til að vera.
í nóvember 1991 söng George
dúettinn „Don’t Let the Sun Go
Down
Me“ með
átrúnaðargoði sínu frá æsku,
Elton John. Lagið vai'ð geysivin-
sælt og fór í fyrsta sæti vinsælda-
lista um allan heim, en öllum ágóða
lagsins var varið til líknarstarfa fyr-
ir alnæmissmituð börn. Stuttu síðar
kom út stór plata, „Red Hot and
Dance“ sem var gefín út til styrktar
alnæmissjúklingum og sungu á
henni listamenn á borð við Ma-
donnu og Seal, en George var með
einu nýju lög plötunnar, þrjú tals-
ins. Eitt þeirra, „Too Funky“ varð
geysivinsælt og eitt mest spilaða
lag ársins 1992, en fatahönnuðurinn
Thierry Mugler sá um hönnun
myndbandsins sem gefíð var út
samhliða laginu, og George leik-
stýrði sjálfur.
„Five Live EP“ fór á topp breska
listans um þriggja vikna skeið árið
1993 en þar söng George dúetta
með Queen og Lisu Stansfíeld m.a.
frá Freddie Mercury Tribute-tón-
leikunum. Sama ár átti George í úti-
stöðum við Sony-útgáfufyrirtækið
sem hann sagði ekki vilja sam-
þykkja hans stefnu í tónlistinni en
fyrir rétti var George gert að
standa við samning sinn við fyrir-
tækið.
Leikurinn endurtekinn?
Engin stór plata með eingöngu
lögum George hafði nú komið út í
dálítinn tíma en George spilaði víða
og vakti sjónvarpsútsending af
flutningi hans á laginu „Jesus To A
Child“ fyrir framan Brandenborg-
arhliðið í Berlín mikla athygli. Erj-
urnar við Sony stóðu enn yfír en um
mitt árið 1995 lauk samstarfi þeirra
og George gerði samninga við Virg-
in Records og SKG Music, fyrirtæki
Steven Spielbergs og fleiri í Banda-
ríkjunum. „01der“ kom út hjá Virg-
in 1996 og seldist í stóru upplagi úti
um allan heim. Á plötunni eru lög
eins og „Jesus To A Child“, „Fast-
love“ og „Spinning the Wheel“ sem
öll nutu mikilla vinsælda. George
var valinn besti breski tónlistar-
maðurinn af MTV í Bretlandi árið
1996. Fjögurra laga plata hans,
„You Have Been Loved“, fór beint í
annað sæti breska listans.
Útgáfa á vinsælum lögum Wham!
var gefín út 1997 og fóru þá gömul
lög þeirra félaganna að heyrast aft-
ur í útvarpinu víða. „Ladies and
Gentlemen: The Best of George
Michael“ kom út í fyrra og var í
efsta sætinu í Bretlandi í átta vikur
um síðustu jól og langt fram á þetta
ár var platan í efstu sætum listans,
enda hefur hún náð margfaldri pla-
tínusölu. Allt bendir til þess að
kappinn eigi eftir að endurtaka leik-
inn í lok þessa árs miðað við viðtök-
ur „Songs From the Last Century".