Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 16

Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigui'ður Aðalsteinsson Gísli Ingvarsson frá Dölum vinnur við að sótthreinsa fjárhús þar sem riða hefur verið staðfest á vegum sauðfjárveikivarna. Sótt- hreinsunin er mikið nákvæmnisverk og verður að úða með há- þrýstidælu út í hvern krók og kima fjárhúsanna eftir að allt hefur verið rifið innan úr þeim. Það sem ekki er hægt að sótthreinsa er brennt en það sem hægt er að sótthreinsa er úðað með klór og joði auk þess sem farið er með mauraeitur umhverfis öll pcningshús. Sótthreinsun vegna riðu- niðurskurðar Vaðbrekka, Jökuldal - Sótt- hreinsun vegna riðuniðurskurðar á Brú á Jökuldal er nú að mestu lokið, aðeins er eftir að eitra fyr- ir maur. Það verður gert þegar snjóa hefur leyst á vori komandi. Nú hefur vei-ið fjárlaust á Brú í tvö ár vegna riðusmits sem þar kom upp vorið 1997 og var fjár- stofninn á Brú skorinn niður í apríl það ár á öðru búinu þar en á hinu búinu um haustið. Þetta var í annað skiptið sem riðusmit kom upp á Brú en riðu- veiki staðfestist þar árið 1978 og var þá allur fjárstofn þar skorinn niður á báðum búunum. I þetta skiptið verður fjárlaust á Brú í þrjú ár, en með niðurskurðar- samningi við bændurna á Brú var samið um að það yrði að minnsta kosti fjárlaust í tvö ár en bændurnir á Brú framlengdu fjárleysið um eitt ár eins og heimild er fyrir í samningnum. Að sögn Önnu Halldórsdóttur, bónda á Brú, reiknar hún með að taka aftur fé næsta haust, það þýði ekki að guggna þótt á bratt- ann sé að sækja og Brú á Jök- uldal er ein besta jörð á landinu til sauðfjárbúskapar og jafn- framt stærsta jörð á landinu í einkaeign. • • Verslunin Hjá Ollu flytur Hvolsvelli - Verslunin Hjá Öllu á Hvolsvelli hefur nú flutt starfsemi sína frá Hvolsvegi í húsnæði við Austurveg, þar sem áður voru skrif- stofur Kaupfélags Rangæinga, en verslun KÁ er á neðri hæðinni. Verslunin er í eigu Aðalheiðar Sæ- mundsdóttur og hefur hún starfrækt hana í nokkur ár. í nýja húsnæðinu, sem er meira en helmingi stærra en hið gamla, verður vöruúrvalið aukið mjög að sögn Aðalheiðar, sérstak- lega í leikföngum og gjafavörum. Verslunin selur einnig föndurvörur, garn og efni og áhöld til bútasaums, fataefni og fleira. Þá stendur Aðalheiður einnig fyrir námskeiðum og föndurkvöldum í búðinni. Einnig er hægt að panta föndurkvöld fyrir hópa. Aðalheiður sagði að mótttökurnar á nýja staðnum væru framar björt- ustu vonum. Nú væri margfalt meira að gera enda væri verslunin nú kom- in í nágrenni við aðrar verslanir og þjónustu. Jólakvíga með slaufu Morgunblaðið/AUi Vigfússon Laxamýri - Jólaskreytingar taka á sig margar myndir og börnin kunna vel að meta undirbúning há- tíðanna úti sem inni. Jólaljós eru víða á útihúsum í sveitum landsins og sumir vilja breyta til frá hversdagsleikanum með búsmalann sjálfan. Á myndinni er Atli Björn Atlason með jólakvíguna sína sem nefnd hefur verið Lúsía. Hún fékk slaufu um hálsinn meðan hún drakk mjólkina og fékk svo að hlaupa um alla ganga á eftir. Það voru mikil tilþrif og mikið var hlegið. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Á húsi einu í Grundarfirði má sjá jólaveina hangandi utan á gaflinum. Jólaskraut í Grundar- fírði Grundarfirði - Jólaskreytingalist Is- lendinga er að breytast þessi árin. Skreytingarnar verða meiri og meirí og eru settar upp fyrr en áður var. Óformleg samkeppni myndast milli húsa eða jafnvel gatna. Ibúarnir sýna ótrúlegan fram- kvæmdavilja og mikla hugkvæmni í verkum sínum. Jólasveinar, jóla- klukkur, jólastjörnur eða jólaseríur prýða flest húsin hér í Grundarfirði og aumt er það hús sem ekki hefur eina eða tvær seríur í garðinum eða a. m. k. eftir þakskegginu. Inn um framrúður bílanna sem framhjá aka glyttir gjarna í nokkur mislit jólaljós og sveitarfélagið hefur ekki látið sitt eftir liggja heldur hafa starfsmenn þess undið ljósaraðir upp eftir öllum ljósastaurum staðaríns. Sumir hafa lagt út í talsverða handavinnu. Dæmi um það má sjá á húsi einu þar sem sagaðir hafa verið út nokkrir jóla- sveinar og hanga þeir á mismunandi hátt í ljósaröð á gafli hússins. Ekki eru þó allir sem sækja hug- myndir sínar til jólanna, heldur halda fast við sitt daglega brauð. Til marks um það er skreyting eins út- gerðarfyrirtækisins í Grundaríii’ði þar sem búinn er til risastór bátur úr ljósaröð og staðsettur þar sem flestir sjá til. Allar þessar skreytingar lífga mjög upp á bæinn og það verður mikill sjónarsviptir þegar þær verða teknar niður á þrettándanum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Jóhann Hansson háfaði svartfugl af mikilli lcikni. Svartfuglaskytterí Vaðbrekku, Jökuldal - Veiðitímabil svartfugls stendur nú yfir en það vill hverfa í skuggann fyrir rjúpna- veiðitímanum sem nú stendur yfir. Svartfuglaskytterí er af nokkuð öðrum toga en ákaflega skemmti- legt engu síður. Það er alltaf sama ævintýrið að skreppa til veiða. I þcssa veiðiferð fóru saman frá Seyðisfirði Brynjar Júlíusson, Jó- hann Hansson og Sveinn Jónsson og skutu sér svarífugl í matinn. Norður-Hérað Guðjón Sverrisson og Rafn Óttarr Gíslason vinna við að ganga frá dren- lögn fyrir sitru frá rotþró. Rotþrær settar upp Vaðbrekku, Jökuldal - Skipulega hefur verið unnið að því að setja upp rotþrær á Norður-Héraði á þessu ári. Má segja að það verkefni sé hálfnað, að sögn Guðjóns Sverrisson- ar verktaka sem sér um uppsetningu þeiiTa. Þetta verkefni byrjaði úti í Tungu fyrir þremur árum og var reyndar byrjað þar fyrir sameiningu sveitar- félaganna þriggja á Norður-Héraði. í sumar hefur verið unnið við þetta verkefni á Jökuldal. Nú þegar allir hlutir eru að færast til vistvænna horfs var ákveðið að fara í þetta verkefni á vegum sveitar- félagsins og koma frárennslismálum í viðunandi horf í eitt skipti fyrir öll og loka öllum skólplögnum. Öll sitra frá rotþrónum er nú drenuð út í jarð- veg og opin frárennsli heyra því brátt sögunni til. Nokkuð er orðið um að bændur í sveitarfélaginu hafi sótt um vistvæna vottun á fram- leiðslu sína, en það er algert skilyrði að frárennslismál séu í viðunandi horfi svo vistvæn vottun fáist. Einnig þurfa frárennslismál að vera í lagi þegar sótt er um leyfi fyrir ferða- þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.