Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Rússar kjósa til neðri deildar þingsins, Dúmunnar, á sunnudaginn
Stj órnarsinnum spáð svipuðu
fylgi og kommúnistum
Moskvu. Reuters, AP, AFP.
Kosningabaráttan sögð einkennast
af miklu áróðursstríði
...fyrir alla!
sterling
verslun ^
HAFNARSTRÆTI11
REYKJAVÍK
SÍMI 551 4151
Stflhrein
og tfönduö hreinlætistætó
Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera.
Innbyggt frárennsli auðveldar þrif.
Tvívirkur skolhnappur, hægt er
að velja um 3ja eða 6 lítra skol.
Ifö - Sænsk gæðavara
ÆiiiOiiií!!5é
TCRGI
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 5641089
Fást i byggingavörimrslunum um land allt
KOMMÚNISTAR og hin nýja „Ein-
ingar“-fylking sem nýtur stuðnings
núverandi stjórnarherra í Kreml,
hafa svo til jafn mikið fylgi í skoð-
anakönnunum sem birtar hafa verið
í Rússlandi í vikunni, fyrir þingkosn-
ingamar sem fram fara í landinu á
sunnudag.
I niðurstöðum könnunar, sem
gerð var á fyrstu tíu dögum desem-
bermánaðar og birtar voru í The
Moscow Times kemur fram, að 19%
aðspurðra hyggjast styðja Komm-
únistaflokkinn en 17,6% Einingu.
Fylgismunurinn telst innan skekkj-
umarka. Og samkvæmt niðurstöðum
könnunar ROMIR-stofnunarinnar,
sem birtar voru á þriðjudag, nýtur
Eining meira fylgis en kommúnist-
ar, með 21,9% á móti
17,7% fylgi kommúnista.
Skekkjumörk í þessari
könnun, sem náði til 1.500
borgara úti um allt Rúss-
land, eru einnig 2—4%.
Skyndileg vinsælda-
aukning Einingar
Fylgið við Einingu,
sem var ekki stofnuð sem
stjómmálaflokkur (eða
kosningabandalag) fyrr
en í september, hefur
rokið upp. Fyrir Einingu
fer hinn vinsæli Sergei
Shoígú, neyðarmálaráð-
herra í ríkisstjórn Vladi-
mírs Pútíns, og hefur
hann gert sér far um að
byggja upp þá ímynd, að
flokkurinn standi fyrir
ábyrga stjórn ríkisins.
Pútín sjálfur er ekki með-
al frambjóðenda flokks-
ins, en forsætisráðherr-
ann hefur ítrekað lýst
stuðningi við hann. Fram-
bjóðendur Einingar hafa
getað komið sér mjög vel
á framfæri í öflugustu
fjölmiðlum landsins, sem
eru í náðinni hjá valdhöf-
um í Kreml.
Fylgi við kommúnista
hefur mælzt mjög jafnt
og stöðugt, en þeir em
áhrifamesti þingflokkurinn í Dúm-
unni, neðri deild rússneska þingsins.
Gennadí Selesnjov, einn forystu-
manna kommúnista og forseti Dúm-
unnar, sagðist fastlega reikna með
að flokkur sinn fengi 25% atkvæða.
Hann hlaut 22% í kosningunum
1995. Stjórnmálaskýrendur segja að
Kommúnistaflokkurinn hafi trúfa-
stan hóp kjósenda á bak við sig en
hann eigi bágt með að höfða til nýrra
kjósenda.
Hin raunverulega kosningabar-
átta hefur verið háð milli Einingar
og Föðurlands-Alls Rússlands, sem
er sambærilegur fiokkur að því leyti
að hann er í raun kosningabandalag
ólíkra afla sem sameinast um að
freista þess að ná völdum. Fyrir
honum fer Júrí Lúzhkov, borgar-
stjóri Moskvu, Jevgení Prímakov,
fyrrverandi forsætisráðherra, og
Vladimír Jakovlev, borgarstjóri Pét-
ursborgar.
Föðurland-Allt Rússland hefur
háð kosningabaráttuna með þeim
formerkjum að flokkurinn sé val-
kostur á miðju stjómmálanna, á
milli kommúnistanna og hinna hörðu
markaðshyggjumanna sem starfað
hafa með Jeltsín. Hefur flokkurinn
jafnframt lagt nokkuð upp úr því í
kosningabaráttunni að hann vilji
berjast gegn spillingu. Sergei Ja-
strzhembskí, fyrrverandi talsmaður
Jeltsíns, sem gengið hefur til liðs við
Lúzhkov og félaga, heldur því fram
að fjölmiðlarnir hafi miskunnarlaust
verið notaðir í skítugu áróðursstríði.
„Þessarar kosningabaráttu verður
minnzt sem þeirrar skítugustu í
sögu okkar unga þings,“ hefur BBC
eftir Jastrzhembskí.
í sumum skoðanakönnunum lið-
inna vikna og mánaða hafa komið
fram vísbendingar um að Föður-
land-Allt Rússland gæti fengið flest
atkvæði í sinn hlut, ekki sízt vegna
vantrúar fólks á stjóm Jeltsíns.
En í öllum þeim fjölmiðlum, sem
njóta stuðnings stjórnvalda, hefur
verið háð mikil áróðursherferð gegn
flokknum þar sem Lúzhkov hefur
verið sakaður um ýmiss konar spill-
ingu og hvort Prímakov, sem stend-
ur á sjötugu, sé hæfur til að setjast
aftur á valdastól.
I Moscow Times-könnuninni fékk
Föðurland-Allt Rússland 9,2% fylgi
og 9% í ROMIR-könnuninni. Það
var flokknum nokkurt áfall, er
hæstiréttur Rússlands ákvað um
helgina að ógilda ákvörðun borgar-
stjórnar Pétursborgar um að halda
héraðsstjórakosningar á sunnudag.
Vladimír Jakovlev, sitjandi héraðs-
stjóri, er einn leiðtoga flokksins.
Borgarstjórnin hafði ákveðið í
október að flýta héraðsstjórakosn-
ingunum um hálft ár og láta þær
fara fram samtímis þingkosningun-
um. Var þessi ráðstöfun dæmd ólög-
leg þar sem hún veitti keppinautum
sitjandi héraðsstjóra ekki nægjan-
legt svigrúm til að skipuleggja mót-
framboð tímanlega.
Kauphöllin bregzt við
Væntingar um að úrslit kosning-
anna muni leiða til þess að þingið
verði skipað umbótasinnaðri mönn-
um varð til þess að ýta upp gengi
rússneskra hlutabréfa. Aðalvísitalan
í kauphöllinni í Moskvu hækkaði um
rúm 8% í fyrradag. En samkvæmt
stjómarskránni hefur forsetinn
miklu meiri völd en þingið og kosn-
ingarnar til Dúmunnar eru fyrst og
fremst álitnar gefa góða vísbend-
ingu um hvernig landið liggur í
stjórnmálunum áður en nýr forseti
verður kjörinn næsta sumar. Hvern-
ig fer í Tsjetsjníu mun vafalaust
hafa mikið að segja um úrslit for-
setakosninganna.
Reuters
Tvær eldri frúr skiptast á skoðunum um
stjórnmálin fyrir framan vegg þakinn kosn-
ingaauglýsingum í Pétursborg í gær. 27
flokkar eru í framboði í þingkosningunum.
Rannsóknin á kjarnorkuslysinu
í Tokaimura
Húsleit hjá
Sumitomo
I BiL
0
0
0
0
ÍSJI Traðarkot
Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu
Bílastæðasjóður
Tókýó. AFP, AP.
YFIR 100 manna lögreglusveit gerði
í gær skyndihúsleit á skrifstofum
málmnámudeildar japanska Sumi-
tomo-stórfyrirtækisins (Sumitomo
Metal Mining Co. Ltd.), en það á úr-
aníumvinnslustöðina í Tokaimura,
120 km norðaustur af Tókýó, þar
sem alvarlegt kjarnorkuslys varð 30.
september sl.
Aðrir 40 lögreglumenn gerðu á
sama tíma húsleit hjá tæknimiðstöð
fyiirtækisins nærri vettvangi slyss-
ins, að því er talsmaður lögreglunnar
greindi frá.
Fyrirtækið gaf út yfirlýsingu af
þessu tilefni, þar sem það segist allt
af vilja gert til góðs samstarfs um
rannsókn á orsökum slyssins. 69
manns urðu fyrir geislun af völdum
slyssins. Einn starfsmaður, sem fékk
í sig 17.000 faldan ársskammt nátt-
úrulegrar geislunar, liggur enn
þungt haldinn á sjúkrahúsi.
Talsmaður lögreglunnar sagði
starfsmenn Sumitomo Metal Mining
grunaða um að hafa gerzt sekir um
vítavert hirðuleysi og brot á lögum
um starfsemi fyrirtækja í kjarnorku-
iðnaði. Að sögn lögreglu eru starfs-
menn fyrirtækisins grunaðir um að
hafa vitað að JCO Corp., dótturfyrir-
tækið sem sá um rekstur úran-
vinnslustöðvarinnar í Tokaimura,
færu ekki í öllu eftir þeim reglum um
framleiðslu kjarnorkueldsneytis sem
kveðið væri á um í lögum. Flestir
þeir sem gegna stjórnunarstöðum
hjá JCO koma frá móðurfyrirtæk-
inu, einu stærsta málmiðnaðarfyrir-
tæki Japans.
Japanska þingið samþykkti á
mánudag hert lög um starfsemi fyr-
irtækja í kjarnorkuiðnaði og eftirlit
með rekstri þeirra.
...eftirteikurinn verður auðveldur
www.boksala.is