Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rússar kjósa til neðri deildar þingsins, Dúmunnar, á sunnudaginn Stj órnarsinnum spáð svipuðu fylgi og kommúnistum Moskvu. Reuters, AP, AFP. Kosningabaráttan sögð einkennast af miklu áróðursstríði ...fyrir alla! sterling verslun ^ HAFNARSTRÆTI11 REYKJAVÍK SÍMI 551 4151 Stflhrein og tfönduö hreinlætistætó Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara ÆiiiOiiií!!5é TCRGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 5641089 Fást i byggingavörimrslunum um land allt KOMMÚNISTAR og hin nýja „Ein- ingar“-fylking sem nýtur stuðnings núverandi stjórnarherra í Kreml, hafa svo til jafn mikið fylgi í skoð- anakönnunum sem birtar hafa verið í Rússlandi í vikunni, fyrir þingkosn- ingamar sem fram fara í landinu á sunnudag. I niðurstöðum könnunar, sem gerð var á fyrstu tíu dögum desem- bermánaðar og birtar voru í The Moscow Times kemur fram, að 19% aðspurðra hyggjast styðja Komm- únistaflokkinn en 17,6% Einingu. Fylgismunurinn telst innan skekkj- umarka. Og samkvæmt niðurstöðum könnunar ROMIR-stofnunarinnar, sem birtar voru á þriðjudag, nýtur Eining meira fylgis en kommúnist- ar, með 21,9% á móti 17,7% fylgi kommúnista. Skekkjumörk í þessari könnun, sem náði til 1.500 borgara úti um allt Rúss- land, eru einnig 2—4%. Skyndileg vinsælda- aukning Einingar Fylgið við Einingu, sem var ekki stofnuð sem stjómmálaflokkur (eða kosningabandalag) fyrr en í september, hefur rokið upp. Fyrir Einingu fer hinn vinsæli Sergei Shoígú, neyðarmálaráð- herra í ríkisstjórn Vladi- mírs Pútíns, og hefur hann gert sér far um að byggja upp þá ímynd, að flokkurinn standi fyrir ábyrga stjórn ríkisins. Pútín sjálfur er ekki með- al frambjóðenda flokks- ins, en forsætisráðherr- ann hefur ítrekað lýst stuðningi við hann. Fram- bjóðendur Einingar hafa getað komið sér mjög vel á framfæri í öflugustu fjölmiðlum landsins, sem eru í náðinni hjá valdhöf- um í Kreml. Fylgi við kommúnista hefur mælzt mjög jafnt og stöðugt, en þeir em áhrifamesti þingflokkurinn í Dúm- unni, neðri deild rússneska þingsins. Gennadí Selesnjov, einn forystu- manna kommúnista og forseti Dúm- unnar, sagðist fastlega reikna með að flokkur sinn fengi 25% atkvæða. Hann hlaut 22% í kosningunum 1995. Stjórnmálaskýrendur segja að Kommúnistaflokkurinn hafi trúfa- stan hóp kjósenda á bak við sig en hann eigi bágt með að höfða til nýrra kjósenda. Hin raunverulega kosningabar- átta hefur verið háð milli Einingar og Föðurlands-Alls Rússlands, sem er sambærilegur fiokkur að því leyti að hann er í raun kosningabandalag ólíkra afla sem sameinast um að freista þess að ná völdum. Fyrir honum fer Júrí Lúzhkov, borgar- stjóri Moskvu, Jevgení Prímakov, fyrrverandi forsætisráðherra, og Vladimír Jakovlev, borgarstjóri Pét- ursborgar. Föðurland-Allt Rússland hefur háð kosningabaráttuna með þeim formerkjum að flokkurinn sé val- kostur á miðju stjómmálanna, á milli kommúnistanna og hinna hörðu markaðshyggjumanna sem starfað hafa með Jeltsín. Hefur flokkurinn jafnframt lagt nokkuð upp úr því í kosningabaráttunni að hann vilji berjast gegn spillingu. Sergei Ja- strzhembskí, fyrrverandi talsmaður Jeltsíns, sem gengið hefur til liðs við Lúzhkov og félaga, heldur því fram að fjölmiðlarnir hafi miskunnarlaust verið notaðir í skítugu áróðursstríði. „Þessarar kosningabaráttu verður minnzt sem þeirrar skítugustu í sögu okkar unga þings,“ hefur BBC eftir Jastrzhembskí. í sumum skoðanakönnunum lið- inna vikna og mánaða hafa komið fram vísbendingar um að Föður- land-Allt Rússland gæti fengið flest atkvæði í sinn hlut, ekki sízt vegna vantrúar fólks á stjóm Jeltsíns. En í öllum þeim fjölmiðlum, sem njóta stuðnings stjórnvalda, hefur verið háð mikil áróðursherferð gegn flokknum þar sem Lúzhkov hefur verið sakaður um ýmiss konar spill- ingu og hvort Prímakov, sem stend- ur á sjötugu, sé hæfur til að setjast aftur á valdastól. I Moscow Times-könnuninni fékk Föðurland-Allt Rússland 9,2% fylgi og 9% í ROMIR-könnuninni. Það var flokknum nokkurt áfall, er hæstiréttur Rússlands ákvað um helgina að ógilda ákvörðun borgar- stjórnar Pétursborgar um að halda héraðsstjórakosningar á sunnudag. Vladimír Jakovlev, sitjandi héraðs- stjóri, er einn leiðtoga flokksins. Borgarstjórnin hafði ákveðið í október að flýta héraðsstjórakosn- ingunum um hálft ár og láta þær fara fram samtímis þingkosningun- um. Var þessi ráðstöfun dæmd ólög- leg þar sem hún veitti keppinautum sitjandi héraðsstjóra ekki nægjan- legt svigrúm til að skipuleggja mót- framboð tímanlega. Kauphöllin bregzt við Væntingar um að úrslit kosning- anna muni leiða til þess að þingið verði skipað umbótasinnaðri mönn- um varð til þess að ýta upp gengi rússneskra hlutabréfa. Aðalvísitalan í kauphöllinni í Moskvu hækkaði um rúm 8% í fyrradag. En samkvæmt stjómarskránni hefur forsetinn miklu meiri völd en þingið og kosn- ingarnar til Dúmunnar eru fyrst og fremst álitnar gefa góða vísbend- ingu um hvernig landið liggur í stjórnmálunum áður en nýr forseti verður kjörinn næsta sumar. Hvern- ig fer í Tsjetsjníu mun vafalaust hafa mikið að segja um úrslit for- setakosninganna. Reuters Tvær eldri frúr skiptast á skoðunum um stjórnmálin fyrir framan vegg þakinn kosn- ingaauglýsingum í Pétursborg í gær. 27 flokkar eru í framboði í þingkosningunum. Rannsóknin á kjarnorkuslysinu í Tokaimura Húsleit hjá Sumitomo I BiL 0 0 0 0 ÍSJI Traðarkot Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu Bílastæðasjóður Tókýó. AFP, AP. YFIR 100 manna lögreglusveit gerði í gær skyndihúsleit á skrifstofum málmnámudeildar japanska Sumi- tomo-stórfyrirtækisins (Sumitomo Metal Mining Co. Ltd.), en það á úr- aníumvinnslustöðina í Tokaimura, 120 km norðaustur af Tókýó, þar sem alvarlegt kjarnorkuslys varð 30. september sl. Aðrir 40 lögreglumenn gerðu á sama tíma húsleit hjá tæknimiðstöð fyiirtækisins nærri vettvangi slyss- ins, að því er talsmaður lögreglunnar greindi frá. Fyrirtækið gaf út yfirlýsingu af þessu tilefni, þar sem það segist allt af vilja gert til góðs samstarfs um rannsókn á orsökum slyssins. 69 manns urðu fyrir geislun af völdum slyssins. Einn starfsmaður, sem fékk í sig 17.000 faldan ársskammt nátt- úrulegrar geislunar, liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Talsmaður lögreglunnar sagði starfsmenn Sumitomo Metal Mining grunaða um að hafa gerzt sekir um vítavert hirðuleysi og brot á lögum um starfsemi fyrirtækja í kjarnorku- iðnaði. Að sögn lögreglu eru starfs- menn fyrirtækisins grunaðir um að hafa vitað að JCO Corp., dótturfyrir- tækið sem sá um rekstur úran- vinnslustöðvarinnar í Tokaimura, færu ekki í öllu eftir þeim reglum um framleiðslu kjarnorkueldsneytis sem kveðið væri á um í lögum. Flestir þeir sem gegna stjórnunarstöðum hjá JCO koma frá móðurfyrirtæk- inu, einu stærsta málmiðnaðarfyrir- tæki Japans. Japanska þingið samþykkti á mánudag hert lög um starfsemi fyr- irtækja í kjarnorkuiðnaði og eftirlit með rekstri þeirra. ...eftirteikurinn verður auðveldur www.boksala.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.