Morgunblaðið - 17.12.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
FÓLKí FRÉTTUM
11
Sukk o g svínarí
úr fortíðinni
TONLIST
Mannlegir breysk-
leikar og ógöfugar
hliöar lífsins eru nú
mikið í sviðsljósinu.
Allt er morandi í
umfjöllun um kyn-
líf, drykkjuskap og
annan soil. Hér áð-
ur fyrr voru slíkar
ldiðar tilverunnar
álitnar rusl sem
reynt var að sópa
yfir með uppgerðri
göfgi, siðvendni og
öðru prjáli. í dag
er öldin önnur, allt
er leyfilegt, hold-
legir veikleikar
vaða uppi og sóma-
kært fólk fær lítið að
gert. Á disknum Wien
fáum við aðeins að
skyggnast inn í þessar
grófu hliðar mannlífs
fyrri tíma sem annars
er erfitt að finna.
Þarna eru gamlar
hljóðupptökur frá
Vín á árunum
1906-1932. Sú
menningarlega og
prúða ímynd sem
Vínarborg hefur í hugum flestra
með öllum sínum Straussvölsum
og konfekti hrynur þegar hlustað
er á þennan disk.
Staðreyndin er að á meðan fín-
eríið glitraði á yfirborðinu var
Vín miðstöð vændis, kynlífsmar-
kaðar og óhóflegra skemmtana í
Mið- og Austur-Evrópu.
Hnignun, spilling og stuð alda-
mótanna vakna til lífsins á þessum
einstaka disk. Þetta var svo sann-
arlega lifandi tími í Vfnarborg
þar sem Sigmund Freud, Gustav
Mahler og Egon Schiele voru að
breyta heiminum meðan litli stúd-
entinn Adolf Hitler gekk pirraður
um göturnar. Á meðan hljómaði
sú léttúðuga tónlist sem hér er til
umfjöllunar á knæpunum.
Ástin og ýmis afbrigði hennar
eru megin viðfangsefni söngvanna
allt frá grófasta klámi og upp í
fallegri söngva þar sem prúðir
sveinar syngja um horfnar ást-
meyjar. Þarna eru lög um sam-
kynhneigð, losta, sjálfsþægingu
og jafnvel símavændi. Textarnir
eru ansi skondnir, gamaldags og
karlrembulegir eins og t.d. „æ,æ,
ég fékk tvær beljur í brúðargjöf,
heldur hefði ég nú viljað tvær
stúlkukindur“. Tónlistin sjálf er
kabarettleg, létt og skemmtileg
og flytjendur hennar voru yfir-
leitt götusöngvarar, leikarar og
fallistar úr fínu tónlistarskólun-
um. Upptökurnar flytja hlusta-
ndann á djammið með löngu dánu
fólki í veröld sem var. Það er
ótrúleg söfnunar- og heimilda-
vinna sem liggur að baki verki
eins og þessu og aðstandendur
þess hafa þurft að grafa djúpt til
að finna efnið þar sem það þykir
nú ekki merkilegt samkvæmt við-
teknum gildum um hvað eru verð-
mæti. En þessi gamla „óæðri“tón-
list varpar ljósi á hversdagsleika,
kynlíf og skemmtanir fyrri tíma.
Diskur fyrir þá sem eru forvitnir
um það sem er mannlegt og ógöf-
ugt.
Poppkúltúr horfinna kynslóða.
Ragnar Kjartansson
Odýrasti markadur landsins
Nú líka í Ármúla 38 - Komdu og sjáðu
Stórlækkað
verð á fatnaðij
20% afsláttur
af borðbúnaði
í markaðnum
Fosshálsi
Crayola
teikniborð
1.299 kr.
DUBLIN
Líkan af
Old Trafford
heimavelli
Manchester
United
5.995 kr.
Fosshálsi 1 (Hreystihusinu)
Opið virka daga 12-19.
AISLANDI ogUs9unnud.Í3-Í8.
ubliner allan mánuðinn
Dam sprellhelgi a Dobbanum
Bjarni (Guinessgleijpir) Triverðwr
í s\m bestúi fermi, kwrteis cq stilltwr!!??
(09 ef sve er ekki, me^a m foreindýrtn pútssa SÍ9)
Senjóra Esprilla verður
á staðnum alla helgina
í funheitri Suðup Amerískri
SVeÍtlUl (EipiSeimilupliéi; will
Láttu sjá þig!
’#
Hafnarstræti 4
Katasta kravn í búemmm