Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 75

Morgunblaðið - 17.12.1999, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 FÓLKí FRÉTTUM 11 Sukk o g svínarí úr fortíðinni TONLIST Mannlegir breysk- leikar og ógöfugar hliöar lífsins eru nú mikið í sviðsljósinu. Allt er morandi í umfjöllun um kyn- líf, drykkjuskap og annan soil. Hér áð- ur fyrr voru slíkar ldiðar tilverunnar álitnar rusl sem reynt var að sópa yfir með uppgerðri göfgi, siðvendni og öðru prjáli. í dag er öldin önnur, allt er leyfilegt, hold- legir veikleikar vaða uppi og sóma- kært fólk fær lítið að gert. Á disknum Wien fáum við aðeins að skyggnast inn í þessar grófu hliðar mannlífs fyrri tíma sem annars er erfitt að finna. Þarna eru gamlar hljóðupptökur frá Vín á árunum 1906-1932. Sú menningarlega og prúða ímynd sem Vínarborg hefur í hugum flestra með öllum sínum Straussvölsum og konfekti hrynur þegar hlustað er á þennan disk. Staðreyndin er að á meðan fín- eríið glitraði á yfirborðinu var Vín miðstöð vændis, kynlífsmar- kaðar og óhóflegra skemmtana í Mið- og Austur-Evrópu. Hnignun, spilling og stuð alda- mótanna vakna til lífsins á þessum einstaka disk. Þetta var svo sann- arlega lifandi tími í Vfnarborg þar sem Sigmund Freud, Gustav Mahler og Egon Schiele voru að breyta heiminum meðan litli stúd- entinn Adolf Hitler gekk pirraður um göturnar. Á meðan hljómaði sú léttúðuga tónlist sem hér er til umfjöllunar á knæpunum. Ástin og ýmis afbrigði hennar eru megin viðfangsefni söngvanna allt frá grófasta klámi og upp í fallegri söngva þar sem prúðir sveinar syngja um horfnar ást- meyjar. Þarna eru lög um sam- kynhneigð, losta, sjálfsþægingu og jafnvel símavændi. Textarnir eru ansi skondnir, gamaldags og karlrembulegir eins og t.d. „æ,æ, ég fékk tvær beljur í brúðargjöf, heldur hefði ég nú viljað tvær stúlkukindur“. Tónlistin sjálf er kabarettleg, létt og skemmtileg og flytjendur hennar voru yfir- leitt götusöngvarar, leikarar og fallistar úr fínu tónlistarskólun- um. Upptökurnar flytja hlusta- ndann á djammið með löngu dánu fólki í veröld sem var. Það er ótrúleg söfnunar- og heimilda- vinna sem liggur að baki verki eins og þessu og aðstandendur þess hafa þurft að grafa djúpt til að finna efnið þar sem það þykir nú ekki merkilegt samkvæmt við- teknum gildum um hvað eru verð- mæti. En þessi gamla „óæðri“tón- list varpar ljósi á hversdagsleika, kynlíf og skemmtanir fyrri tíma. Diskur fyrir þá sem eru forvitnir um það sem er mannlegt og ógöf- ugt. Poppkúltúr horfinna kynslóða. Ragnar Kjartansson Odýrasti markadur landsins Nú líka í Ármúla 38 - Komdu og sjáðu Stórlækkað verð á fatnaðij 20% afsláttur af borðbúnaði í markaðnum Fosshálsi Crayola teikniborð 1.299 kr. DUBLIN Líkan af Old Trafford heimavelli Manchester United 5.995 kr. Fosshálsi 1 (Hreystihusinu) Opið virka daga 12-19. AISLANDI ogUs9unnud.Í3-Í8. ubliner allan mánuðinn Dam sprellhelgi a Dobbanum Bjarni (Guinessgleijpir) Triverðwr í s\m bestúi fermi, kwrteis cq stilltwr!!?? (09 ef sve er ekki, me^a m foreindýrtn pútssa SÍ9) Senjóra Esprilla verður á staðnum alla helgina í funheitri Suðup Amerískri SVeÍtlUl (EipiSeimilupliéi; will Láttu sjá þig! ’# Hafnarstræti 4 Katasta kravn í búemmm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.