Morgunblaðið - 17.12.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 35
LISTIR
Ljósmynd/Ragnar Th.
Kammersveit Reykjavfkur heldur sfna árlegu jólatónleika í Áskirkju á sunnudag kl. 17,
Konfekt frá
Kammersveitinni
Jóla-
söngvar á
aðventu
Dómkórinn
DÓMKÓRINN syngurjólasöngva
í Dómkirkjunni annað kvöld, laugar-
dagskvöld, kl. 21. Kveikt verður á
kertum og sungin þekkt jólalög og
mótettur eldri meistara. Stjórnandi
kórsins er Marteinn H. Friðriksson.
Aðgangur er ókeypis.
Skólakór Kársness
Skólakór Kársness syngur jóla-
söngva við kertaljós í Kópavogs-
kirkju sunnudagskvöldið 19. desem-
ber kl. 22. Kórinn flytur efnisskrá
sem spannar létta aðventusöngva til
klassískra hátíðarsöngva.
I Skólakór Kársness eru um 60
ungmenni á aldrinum 11-16 ára og
stjórnandi þeirra er Þórunn Björns-
dóttir. Undirleikari kórsins er Mar-
teinn H. Friðriksson.
Jólasýn-
ing nem-
enda LI
JÓLASÝNING yngri nemenda
Listdansskóla Islands verður á
morgun, laugardag, kl. 16, í Is-
lensku óperunni. U.þ.b. 80
nemendur taka þátt í sýning-
unni. Kennarar skólans semja
og æfa þau atriði sem sýnd
verða, en það er klassískur ball-
ett sem er grunnþjálfun og
undirstaða alls listdans. Einnig
verður á dagskrá karkater-
dans, djass, spuni og nútíma-
listdans. Þeir hópar sem koma
fram eru frá forskóla og upp í 5.
flokk.
A opnun menningarborgar
2000, 29. janúar, frumflytur
nemendadansflokkur skólans,
ásamt hljómsveit Sigursveins,
dans eftir Láru Stefánsdóttur
og tónlist eftir John Speight,
sem styrkt er af menningar-
borg 2000.
VERK eftir tónskáldin Antonio Vi-
valdi, Johann Sebastian Bach og
Archangelo Corelli eru á efnisskrá
jólatónleika Kammersveitar
Reykjavíkur í Áskirkju á sunnudag
kl. 17.
Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og
listrænn stjórnandi Kammersveit-
arinnar, segir að það hafi verið ár-
viss viðburður í starfí sveitarinnar
allt frá stofnun árið 1974 að spila
fallega og hátíðlega tónlist frá
barokktímanum á tónleikum í des-
embermánuði. „Þegar við byrjuð-
um með Kammersveitina var ekki
nærri því eins mikið um tónleika í
Reykjavík og nú er, svo þetta þótti
mikil hátíð í bænum. Við höfum alla
tíð átt mjög traustan og tryggan
áheyrendahóp, sem finnst jólin
vera komin þegar þeir eru búnir að
koma á þessa tónleika,“ segir hún.
Lyfta huganum í hæðir
Rut líkir efnisskrá tónleikanna á
sunnudaginn við ljúffenga konfekt-
mola. „Öll verkin eru alveg sérstak-
lega falleg og ekki of íþyngjandi
fyrir áheyrendur, heldur lyfta hug-
anum í hæðir,“ segir hún.
Fyrsta verkið á efnisskránni er
konsert fyrir tvo trompeta og
kammersveit eftir Vivaldi, þá kon-
sert fyrir fiðlu, óbó og kammersveit
eftir Bach og konsert fyrir fjórar
fiðlur og kammersveit eftir Vivaldi.
„Við ljúkum svo tónleikunum á
Jólakonsertinum eftir Corelli, hin-
um eina sanna, en það verk setjum
við á efnisskrá með nokkurra ára
millibili," segir Rut.
Einleikarar á tónleikunuin verða
trompetleikararnir Eiríkur Örn
Pálsson og Ásgeir H. Steingríms-
son, fiðluleikararnir Rut. Ingólfs-
dóttir, Júlíana Elín Kjartansdóttir,
Hildigunnur Halldórsdóttir og Sig-
urlaug Eðvaldsdóttir, og Daði Kol-
beinsson óbóleikari.
Forsala aðgöngumiða er í Máli og
menningu, Laugavegi 18. Á tónleik-
unum verða til sölu tveir nýút-
komnir geisladiskar Kammersveit-
arinnar, annar með upptöku frá
flutningi á Kvartett um endalok
timans eftir Olivier Messiaen árið
1977 og hinn með nýjum upptökum
á verkum eftir Jón Leifs.
SAMKEPPNI UM
ALDAMÓTALjÓÐ
EÐA LAG 2000
Árþúsundanefnd Sandgeröisbæjar
auglýsir hér með eftir Ijóöi eöa lagi
í tilefni aldamótanna.
Tillögum skal skila í lokuðu umslagi undir dulnefni á
skrifstofu Sandgerðisbæjar að Tjarnargötu 4 fyrir kl.
16:00 fimmtudaginn 23. desember n.k. Lögum má
bæði skila á nótum sem og á spólu eða geisladisk.
Rétt nafn höfundar skal fylgja með tillögu í inn-
sigluðu umslagi.
Dómnefnd mun kynna úrslit og veita verðlaun á há-
tíðarhöldum sem fara fram við íþróttasvæði Ksf.
Reynis 31. desember n.k. kl. 20:00.
Nánari upplýsingar veita Reynir í síma 423 7551 og
Ólafur Þór í síma 423 7966.
Árþúsundanefnd Sandgerðisbæjar.
búnaðarráðherrá fyrsta eintak bókarinnar Islaudsskógar.
Saga skógræktar og
skógrækt á Islandi
JON Loftsson skógi-æktarstjóri af-
henti Guðna Ágústssyni landbúnað-
arráðherra fyrsta eintakið af bókinni
Islandsskógar - Hundrað ára saga
sem gefin er út í tilefni af 100 ára af-
mæli skipulagðrar skógræktar í
landinu 1999. Utkoma bókarinnar er
endapunkturinn á því afmælisári.
Bókin er fyrsta yfirlitsritið um
sögu skóga og skógræktar á Islandi.
Bókin er 260 síður í stóru broti og öll
litprentuð. Höfundar hennar eru
Sigurður Blöndal, fyi’rverandi skóg-
ræktarstjóri, og Skúli Björn Gunn-
arsson íslenskufræðingur.
I bókinni er rakin forsaga skóg-
ræktar á íslandi, upphaf hennar og
þróun síðustu öldina. Farið er í
saumana á flestum þáttum skóg-
ræktarsögunnar og skotið inn styttri
köflum með frekari fróðleik. Bókina
prýða 400 ljósmyndir, teikningar og
kort. M.a. eru í bókinni í fyrsta sinn
birt nákvæm kort sem sýna þá geig-
vænlegu þróun sem orðið hefur á
skóglendi íslands frá landnámi og til
okkar daga. Þá eiu í henni margar
ljósmyndir frá fyrstu áratugum ald-
arinnar, sem aldrei hafa áður komið
á prent og eru ómetanlegar heimildir
um ástand skóga í byrjun aldarinnar,
segir í fréttatilkynningu.
Islandsskógar - Hundrað ára saga
er gefin út af bókaforlaginu Mál og
mynd að tilhlutan Skógræktar rikis-
ins.
Sýningum lýkur
Garður - Ártún 3, Selfossi
SÝNINGU á þremur verkum eftir
Pétur Orn Friðriksson í Exhibition
place - Garður Udhus Kúche lýkur
nú á sunnudag, en hún hefur staðið
síðan 26. september sl. og hefur tek-
ið stöðugum breytingum frá opnun-
inni.
Hægt er að fylgjast með sýningum
í GUK á Netinu og'ér vefslóðin þang-
að http://www.simnet.is/guk
Sýningin verður opin sunnudag-
inn 19. desember milli kl. 14-8 og
fram að þeim tíma eftir samkomu-
lagi.
Norræna húsið
Sýningunni Lifi Kalevala lýkur nú
á sunnudag.
Einnig lýkur heimildasýningu um
Kalevala sagnabálkinn sem hefur
verið sýnd í anddyri Norræna húss-
ins.
Sýningarnar eru opnar opnar alla
daga frá kl. 14-18, nema mánudaga.