Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 64

Morgunblaðið - 17.12.1999, Page 64
*64 FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN UM ARÐSEMIRAFORKUSOLU TIL ÁLVERS Á REYÐARFIRÐI Kristján Stefán Gunnarsson Pétursson Á UNDANFÖRN- UM vikum hafa þeir Þorsteinn Siglaugsson, viðskiptafræðingur, og . Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur, ritað í Morgunblaðið og Frjálsa verslun um arðsemi Landsvirkjun- ar af sölu á raforku til fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði. Hafa þessi skrif vakið veru- lega athygli. Er nið- urstaða höfundanna sú að tap fyrirtækisins af þéssum samningum verði talið í tugum milljarða króna. Þaé ber að virða að sérfræðingar skuli láta sig varða arðsemi Fljóts- dalsvirkjunar og annarra fram- kvæmda sem Landsvirkjun þarf að leggja í vegna hins fyrirhugaða ál- vers á Reyðarfirði. Hér er um að ræða gríðarlegar framkvæmdir og miklu skiptir að staðið sé vel að því arðsemismati sem liggur til grund- vallar þeirri ákvörðun að ráðast í fjárfestinguna. Hins vegar er nauð- synlegt að áhugamenn, sem finna hjá sér þörf til að fjalla um málin á opinberum vettvangi, gæti hófs í umfjöllun sinni. Eðli málsins sam- kvæmt hafa þeir ekki aðgang að ná- kvæmum upplýsingum er varða ein- -staka þætti verkefnisins og því byggist niðurstaða þeirra um arð- semi á þeim forsendum sem þeir leggja til grundvallar. Þeir tveir ágætu menn sem við nefndum að of- an hafa sjálfir gefið sér misgóðar forsendur um stofnkostnað, orku- getu, orkuverð, rekstrarkostnað, endingartíma og ávöxtunarkröfu. Sumar eru nærri lagi á meðan aðrar eru alrangar. Aðferðafræðin virðist hins vegar í meginatriðum rétt. Þorsteinn heldur því fram í grein sinni í Morgunblaðinu hinn 8. des- ember sl. „að aðferðir Landsvirkj- unar við mat á áhættu og arðsemi séu hagfræðilega ótækar“. Af þess- um sökum teljum við skylt að skýra þá aðferðafræði sem Landsvirkjun notar við að leggja mat á arðsemi þeirra samninga sem framundan eru. Þá viljum við fjalla lítilsháttar um sumar þeirra forsendna sem þeir Þorsteinn og Sigurður hafa notað, án þess þó að greina ná- kvæmlega frá forsendum fyrirtæk- isins, enda fara samingar við Norsk Hydro og aðra fjárfesta ekki fram í fjölmiðlum. Krafa um arðsemi Nokkuð hefur borið á því í um- ræðunni að undanförnu að Lands- virkjun leggi þjóðhagsleg áhrif til grundvallar þegar kemur að samn- ingum um stóðriðju. Jákvæð þjóð- hagsleg áhrif eru að sönnu mikil- væg en þau hafa engin áhrif á ákvarðanatöku fyrirtækisins um að ráðast í framkvæmdir. Landsvirkj- un hefur sem meginmælikvarða á arðsemi af þessari orkusölu að virði fyrirtækisins, eins og það er mælt á almennum markaði, hækki við þennan samning. Ávöxtunarkrafan sem mönnum hefur orðið tíðrætt um leggur einmitt mat á þetta. Eins og fram hefur komið samanstendur ávöxtunarkrafa fjárfestingar („WACC“ eða „weighted average eost of capital“) af tveimur þáttum. Annars vegar er um að ræða fjár- magnskostnað á lánsfé og hins veg- ar kröfu um arðsemi eigin fjár. Ávöxtunarkrafan er síðan reiknuð Ljóst er að Landsvirkj- un getur ekki ráðist í virkjunarframkvæmdir, segja Stefán Pétursson og Kristján Gunnars- son, nema því aðeins að arðsemi verkefnisins sé tryggð. með því að taka vegið meðaltal sem byggist á hlutföllum lánsfjár og eig- in fjár í fjármögnun verkefnisins. Þarna verður Þorsteini nokkuð á í útreikningum sínum. Eiginfjárhlut- fall Landsvirkjunar er í dag um 30% og gefur Þorsteinn sér að hið sama muni gilda fyrir Fljótsdalsvirkjun. Þetta er mjög hæpin forsenda og má í þessu sambandi geta þess að eiginfjárframlag fyrirtækisins í tengslum við orkuöflun vegna stækkunar ÍSAL, Norðuráls og stækkunar járnblendiverksmiðj- unnar var verulega lægri en sem þessu nemur. Þá má nefna að fjár- málastofnanir gera almennt lægri kröfur um eiginfjárframlag við orkuframkvæmdir, sérstaklega við vatnsaflsvirkjanir, en í flestum öðr- um atvinnugreinum. Landsvirkjun er um þessar mundir að taka lokaákvörðun um þá ávöxtunarkröfu sem fyrirtækið mun nota við mat á samningunum við Norsk Hydro. Fyrirtækið stendur nú á ákveðnum tímamót- um. Sumir eigenda hafa lýst áhuga á því að Landsvirkjun verði gerð að hlutafélagi á næstu árum og gera má ráð fyrir því að einhver hluti fyr- irtækisins verði seldur á markaði í framhaldinu. Þá er líklegt að fyrir- tækið muni við hlutafélagavæðingu missa margumrædda ríkisábyrgð á lánum. Það gefur því augaleið að Landsvirkjun getur á engan hátt reynt að nota einhverja óskil- greinda „opinbera ávöxtunarkröfu" eins og þeir félagar hafa látið liggja að. Fyrirtækið hefur leitað til fær- ustu sérfræðinga bæði innanlands og erlendis í þeim tilgangi að fá úr því skorið hvaða arðsemiskröfu fjárfestar muni gera til hlutafjár í fyrirtækinu. Þá er einnig í gangi at- hugun á því hvaða áhrif breytt rekstrarform muni hafa á vaxta- kostnað og fjármagnsskipan. Skemmst er frá því að segja að er- lendir sérfræðingar taka ekki undir spár Sigurðar um „eitt til fleiri við- bótarprósent á fjármagnskostnað", sem hann hélt fram í grein sinni í nóvemberhefti Frjálsrar verslunar. Vert er að benda á reynslu bank- anna í þessum efnum. Búnaðar- bankinn, FBA og Landsbankinn réðust allir í að endurfjármagna eldri lán eftir að þeim vargert að starfa í hlutafélagsformi. Ástæðan er sú að hækkun vaxtaálagsins við afnám ríkisábyrgðarinnar var lægri en sem nam því ábyrgðargjaldi, sem áður val’ greitt í ríkissjóð. Ávöxtunarkrafan er ákaflega mikilvæg því að með henni er fundið lægsta verð sem Landsvirkjun get- ur sætt sig við á hverja kWst þannig að heildarsamningurinn standi und- ir fjármagnskostnaði af lánsfé og skili eigendum eðlilegum arði á eig- kfinqlijnni IHÆD Vandaður barnafatnaður allt ao 90% afslattur Toppmerki í skóm fyrir alla fjölskylduna á veröi frá kr 500 i Dömu oq herra tískufatnaður 50-90% (a moti Eurocardy I ARMULA 23 opii) alla daga frá kl.12:00 til 10:00 til aldamóta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.