Morgunblaðið - 09.01.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.01.2000, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Hrafnkelsson gefur félaga sínum hjá landsliðinu, Sebastian Aiexanderssyni góð ráð. Mikið á eftir að reyna á þá félaga á Evrópumótinu í Króatíu. Vamarleikurinn hefur ofl fleytt liðinu langt Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður ís- lenska landsliðsins í handknattleik, söðlaði um síðastliðið sumar og hélt í atvinnu- mennsku hjá þýska 1. deildarliðinu Nord- horn eftir að hafa leikið yfir áratug með Val, FH og Breiðabliki. Hann segir að at- vinnumennskan hafí einfaldlega ekki freist- að sín fyrr þrátt fyrir nokkur tilboð frá er- lendum félögum þar til hann gerði tveggja ára samning við þýska liðið, sem hefur vak- ið athygli fyrir góðan árangur í vetur. Guð- mundur sagði í samtali við Gísla Þorsteins- son í Bordeaux að þrátt fyrir árin 35 væri ferlinum hvergi nærri lokið og vonaðist til þess að geta leikið nokkur ár í viðbót. Nordhorn er frá samnefndum 50 þúsund manna bæ í norður- hluta Pýskalands nærri hollensku landamærunum. Guðmundur segir að árangur liðsins hafi farið fram úr björtustu vonum og að hann sé jafn- framt ánægður með eigin frammi- stöðu það sem af er vetri. „Liðið hefur farið vel af stað og í raun betur en gert hafði verið ráð fyrir, ekki síst í ljósi þess að liðið kom úr 2. deild síðasta vor. Við vor- um sagðir sterkastir af þeim liðum sem fóru upp og settum stefnuna á 22 stig í deildinni. En liðið hefur þegar fengið 26 stig og er í fjórða sæti 1. deildar. Við þurfum að setja okkur ný markmið og spurning hvort við ættum ekki að reyna að ná sæti í Evrópukeppni fyrir næsta tímabil?" Guðmundur segir að hann hafi þurft tíma til þess að að aðlagast nýju umhverfi og því leikið lítið til þess að byija með en tekið við sér er lengra leið á tímabilið. „Ég fékk ekki að spila mikið í upphafi enda tók tíma að aðlagast nýrri menn- ingu. En ég fékk mín tækifæri þeg- ar fram liðu stundir og var kominn á gott skrið allt þar til að ég meiddist á hné og var frá í tvær vikur. En ég náði mér sem betur fer á strik á ný og hefur gengið vel og leikið næst- um jafn mikið og Jesper Larsson, sem er fjórði markvörður í sænska landsliðinu. Hann er mjög góður og í sameiningu höfum við staðið okkur vel,“ segir Guðmundur sem er einn af ellefu erlendum leikmönnum í lið- inu. Fyrir utan hann leika sjö Svíar og þrír Norðmenn með liðinu. Þá er þjálfari liðsins sænskur. Eins og að leika heilan landsleik Guðmundur segir að það hefði verið mikið stökk að hefja leik í þýsku 1. deildinni eftir að hafa leik- ið í mörg ár á Islandi. „Leikimir eru vægast sagt mjög erfiðir og gríðar- legt stökk að leika í þýsku deildinni eftir allan þennan tíma á Islandi. Það má segja að hver leikur þama jafnist á við heilan landsleik, svo mikil em átökin. Það era 34 leikir á tímabilinu fyrir utan bikarleiki en ég geri ekkert annað og næ því að hvíla mig vel á milli. Jafnframt láta áhorfendur á leikjum mikið í sér heyra og stemmningin er mikil á pöllunum. Það eykur á spennuna. Hjá okkur er vel mætt á leiki. Húsið tekur um fjögur þúsund manns og alltaf uppselt. Þetta er því gríðarleg breyting fyrir mig en jafnframt gaman að fá tækifæri til þess að leika erlendis." Guðmundur kveðst vona að sú reynsla sem hann hefur öðlast í þýsku deildinni komi sér til góða með landsliðinu á Evrópumótinu í Króatíu, sem fram fer síðar í jan- úar. „Ég á að vera í toppformi og vel búinn undir það verkefni sem fram- undan er. Vissulega er spurning hvemig fer hjá liðinu. Nokkrir leikmenn hafa verið meiddir, svo sem Dagur Sigurðsson, Bjarki Sigurðsson og Valdimar Grímsson. En ef þeir verða með ættum við aðg eta púslað liðinu saman og komist með það í sæti sem tryggir því farseðil á heimsmeistaramótið í Frakklandi árið 2001. Það er markmið liðsins og það væri ekki verra ef við kæmumst á Olympíu- leikana í Sydney. Okkur nægir sennilega þriðja sætið í riðlinum á EM í Króatíu til þess að komast á Olympíuleikana. Það er ávallt möguleiki en við eram í riðli með Svíum, Rússum, Slóvenum, Portú- gölum og Dönum og þessir leikir verða erfiðir. Vonandi náum við að leika góða vörn en varnarieikurinn hefur oft fleytt liðinu langt í keppni.“ Feginn að fara út Guðmundur, sem verður 35 ára í þessum mánuði, hafði fram að því að hann fór til Nordhom leikið allan sinn feril á Islandi. Aðspurður hvort hann hefði ekki átt að fara fyrr út segir hann að um það megi ávallt deila. „Ég hafði fengið nokkur til- boð frá eriendum félögum en þau freistuðu mín einfaldlega ekki og ég vildi ekki fara bara til þess að fara í atvinnumennsku. Ég vildi hafa eitt- hvað upp úr því að fara með fjöl- skylduna út og leist vel á Nordhom er mér bauðst að fara þangað. Ég fékk góðar upplýsingar frá Þorbimi Jenssyni, landsliðsþjálfara, um þjálfara Nordhorn, Kent Harry Anderson, sem lék með Þorbimi í Svíþjóð á sín- um tíma. Forráðamenn liðsins hafa staðið við alla hluti fram að þessu og greinilega vel á málum haldið hjá þeim, en félag- ið er talið eitt það best rekna í deild- inni. Það verður því að vera eitthvað á bak við þessi félög og borgar sig ekki að ana út í óvissuna þegar fjöl- skyldan kemur með. Þetta horfir kannski öðra vísi við leikmönnum sem era lausir og liðugir og geta tekið hugsanlegum áföllum betur. Ég neita því ekki að ég er feginn að hafa látið verða af því að fara út því ég hefði öragglega séð eftir því síð- ar að fara ekki.“ Guðmundur gerði tveggja ára samning við Nordhom síðasta sum- ar og aðspurður hvort hann sé far- inn að sjá fyrir sér endalokin á ferl- inum segir hann svo ekki vera. „Meðan ég er í góðu formi og meið- ist ekki ætti ég að geta lengt feril- inn um einhver ár. Ég tala nú ekki um þegar maður æfir við kjörað- stæður á hverjum degi. Ég bendi einfaldlega á að tveir markmenn í þýsku deildinni era um fertugt og enn að. A meðan ég er frískur er ekkert sem mælir gegn því að ég keppi nokkur ár í viðbót." Bein lýsing frá Pau hefst á mbl.is kl. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.