Morgunblaðið - 09.01.2000, Side 64

Morgunblaðið - 09.01.2000, Side 64
VlÐSKIPTAHUCBÚNAÐUR Á HEÍMStVtÆiíKVARÖA NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI669IIOO, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Höfuðborgarsvæðið Sameig- inlegt slökkvilið í burðar- liðnum UNNIÐ er að því að stofna sameiginlegt slökkvilið fyrir allt höfuðborgarsvæðið, en viðræð- ur um málið hafa átt sér stað meðal fulltrúa sveitarfélaganna. Eins og er eru tvö slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, Slökkvilið Reykjavíkur sem þjónar Reykjavík, Kópavogi, Seltjam- arnesi og Mosfellsbæ og Slökk- vilið Hafnarfjarðar sem þjónar Hafnarfírði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi. Magnús Gunnarsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, segir nið- urstöðu undirbúningsviðræðna að vænta eftir einn til tvo mán- uði og telur hann líklegt að af stofnun slökkviliðsins geti orðið á árinu. Verið sé að kanna hvaða rekstrarform henti best og lík- legast sé að það verði svokallað byggðasamlagsform, en í því felst að öll sveitarfélögin koma sameiginlega að rekstrinum. Rekstrarframlög hvers sveitar- félags tækju svo mið af íbúa- fjölda annars vegar og bruna- bótamati fasteigna hins vegar. Magnús segir að sveitar- stjómarfólki á höfuðborgar- svæðinu lítist almennt vel á áformin. „Þetta yrði mjög öflugt björgunarlið, undir einni yfír- stjórn. Maður myndi því ætla að samræming björgunarstarfa yrði mjög góð á öllu svæðinu," segir Magnús. Morgunblaðið/Sverrir Mikið tjón varð á innanstokksmunum í íbúð við Reykjabyggð eftir að vélsleða var ekið inn um stofuglugga. Hávaði og hvinur er vélsleða var ekið inn um stofuglugga UNGUR piltur ók á vélsleða inn um stofuglugga á tvflyftu húsi við Reykjabyggð í Mosfellsbæ í gær- morgun. Pilturinn slasaðist nokk- uð og var færður á slysadeild til aðhlynningar. Mikið tjón varð á innanstokksmunum í íbúðinni. „Þetta var óhugnanleg reynsla og maður er enn í hálfgerðu rusli,“ sagði Jón Sævar Jónsson, íbúi við Reykjabyggð í Mosfellsbæ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Bensín lak úr sleðanum og í kring- um hann var allt á tjá og tundri, að sögn Jóns Sævars. „Við vorum rétt að fara á fætur þegar við heyrðum mikinn smell, en þá hefur sleðinn líkast til verið að skella í gegnum gluggann. Þessu fylgdi mikill hávaði og hvin- ur. Eg brá mér niður og er ég kom inn í stofuna lá þar maður við vél- sleða á stofugólfinu en þá var að drepast á sleðanum. Aðkoman var hrikaleg, allt á tjá og tundri," sagði Jón Sævar, sem mat tjónið umtalsvert en á stofunni er park- etgólf og auk húsgagna voru þar hljómflutningstæki og píanó. Sleðinn hrökk í gang „Pilturinn virtist ekki hafa slas- ast mikið og við töluðum saman meðan við biðum eftir lögreglu og sjúkrabfl. Hann var að reyna að setja sleðann í gang hérna í göt- unni og hafði fest bensíngjöfina með plastbandi. Við þær tilraunir hrökk hann skyndilega í gang og rauk af stað svo pilturinn fékk ekkert við ráðið. Hann var útaf fyrir sig líklega heppinn að hitta á stofugluggann í stað þess að skella á húsveggnum. Það hefði senni- lega farið verr fyrir honum þá, býst ég við,“ sagði Jón Sævar. Lögregla girti vettvang strax af og rannsóknarlögregla var kvödd til. Auk þess var tækjabfll slökkvi- liðsins sendur á vettvang til að hreinsa bensínið upp. Heimsmark- aðsverð á hráolíu lækkar VIÐMIÐUNARVERÐ á hráolíu- lækkaði nokkuð í vikunni á heims- markaði og við lokun markaða á föstudag seldist tunnan af olíu á 23,75 dollara en hafði kostað 25,16 dollara einni viku áður. Að sögn Geirs Magnússonar, forstjóra Olíu- félagsins hf., orsakast þessi sveifla einfaldlega af framboði og eftir- spurn á markaðnum og segir hann útilokað að spá um hvort áframhald verði á. Geir sagði að hann hefði nú frekar átt von á lækkun heimsmarkaðs- verðs á hráolíu fyrir áramótin enda væri hefð fyrir slíkri lækkun. Spennandi væri hins vegar að sjá hvort lækkunin nú héldi og of snemmt að íhuga áhrifín á verð á bensíni og dísilolíu hér á Islandi. Við innkaup á hráolíu gilti meðalverð hvers mánaðar og verð á bensíni og dísilolíu hér á landi kæmi því til með að taka mið af því verði sem kæmi út úr mánuðinum að meðaltali. ----------- Saltið sparað vegna skorts SALTBIRGÐIR borgarinnar eru með minnsta móti um þessar mundir sem helgast jafnt af miklum salt- burði á götur borgarinnar framan af vetri og seinkun á saltfarmi til lands- ins. Guðbjartur Sigfússon hjá Gatna- málastjóra segir að af þessum sökum hafí verið reynt að eyða ekki umfram nauðsyn af salti að undanförnu. Nú er von á skipi með saltfarm. Guðbjartur segir að í meðalári séu notuð um 4.500 tonn af salti á götur borgarinnar. Framkvæmdastj óri Kvikmyndasjóðs gagnrýnir ný lög um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar Ekki endurgreitt vegna íslenskra kvikmynda ÞORFINNUR Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Is- lands, segir í viðtali við Morgun- blaðið í dag, að það sé miður að •-^.frumvarp um tímabundnar endur- greiðslur vegna kvikmyndagerðar á íslandi hafi verið samþykkt á Al- þingi í vor án þess að tekið hefði verið tillit til ábendinga hans og ýmissa kvikmyndaframleiðenda um að breyta þyrfti nokkrum ákvæðum sem brytu, að þeirra mati, í bága við jafnræðisreglur Evrópusambandsins. Umræddum lögum er ætlað að hvetja erlenda kvikmyndaframleið- endur til að taka myndir sínar eða einstök atriði þeirra hér á landi með því að ríkið endurgreiði þeim 12% af útlögðum kostnaði þeirra. „Nú hefur komið í ljós að þessar ábendingar áttu við rök að styðj- ast. Eitt atriðið er að samkvæmt lögunum falla myndir styrktar af Kvimyndasjóði íslands ekki undir þessar endurgreiðslur. Þetta send- ir erlendum kvikmyndaframleið- endum þau skilaboð að fjárfesta ekki í íslenskum kvikmyndum heldur einvörðungu í erlendum kvikmyndum sem teknar eru á Isl- andi. Svona mismunun gengur ekki í því alþjóðlega umhverfi sem við störfum í,“ segir Þorfinnur. Hann tekur jafnframt fram að um þessar mundir standi yfir viðræð- ur milli iðnaðarráðuneytisins og Evrópúsambandsins um að leið- rétta lögin og segir hann mikil- vægt að niðurstaða þeirra fáist sem allra fyrst. Þorfinnur segir hins vegar einn- ig í viðtalinu í dag að árið 2000 verði sérstaklega gott ár fyrir ís- lenskar kvikmyndir. Verið sé að frumsýna óvenju margar, stórar og glæsilegar myndir. ■ 20 ár/B6 Morgunblaðið/Gunnar Slökkviliðsmenn á vettvangi í Bolungarvík í gærmorgun. Mikið tjón er leik- fangasmiðja brann í Bolungarvík Bolungarvík. Morgunblaðið. MIKIÐ tjón varð er kviknaði í leik- fangasmiðju við Hafnargötu í Bol- ungarvík í gærmorgun, bæði á húsi og tækjum. Gekk slökkvistarf hins vegar vel og tókst fljótlega að hefta útbreiðslu eldsins. Slökkviliðið í Bolungarvík var kallað út um kl. 6.15 vegna brunans og logaði eldur í norðurenda hússins þegai- slökkviliðið kom á staðinn. Slökkviliði tókst fljótlega að ná tök- um á eldinum og hefta útbreiðslu hans. Eldurinn leyndist hins vegar lengi á milli þilja og gekk því erfið- lega að ráða niðurlögum hans. Lauk slökkvistarfi ekki fyrr en kl. 9. Húsið, sem er er gamalt báru- járnsklætt timburhús, er mjög illa farið ef ekki ónýtt. Eldsupptök eru hins vegar ókunn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.