Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 16. TBL. 88. ARG. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjármálahneyksli CDU í Þýzkalandi Milljónir uppgötvað- ar í fleiri leynisjóðum Berlín. AFP, Reuters. DAGINN eftir að Helmut Kohl sagði tilknúinn af sér titli heiðursfor- manns Kristilegra demókrata í Þýzkalandi (CDU) greindi einn vara- formanna flokksins frá því í gær að fleiri leynisjóðir hefðu uppgötvast sem geymt hefðu milljóna marka innistæður. Varaformaðurinn, Christian Wulff, tjáði blaðamönnum í Hanno- ver að endurskoðandi sem farið hefði yfir bókhald flokksins hefði fundið um níu milljónir marka, andvirði um 340 milljóna króna, í sjóðum sem virtust ólöglegir. Sagði Wulff þessa sjóði vera tilkomna fyrir árið 1993. Kohl hefur viðurkennt að á tímabil- inu 1993-1998 hafí hann tekið við allt að tveimur milljónum marka, um 75 milljónum króna, þ.e. á fimm síðustu hinna 16 stjórnarára sinna. Rannsakendur höfðu áður fundið gögn um 2,4 milljóna marka leyni- legar greiðslur til flokksins á þessu tímabili. Kohl kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir afsögnina á hátíðarfundi verzlunarráðsins í Hamborg í gær. Þar ítrekaði hann að hann hefði ekki Kalifornía Beðið með rafrænar kosningar Sacramento. Reuters. NEFND á vegum fylkisstjóm- ar Kalifomíu í Bandaríkjunum hvetur til þess að hægt verði farið í það að gefa almenningi kost á að greiða atkvæði á Net- inu. í niðurstöðu nefndarinnar, sem birt var í gær, er þess getið að enn sem komið er sé öryggi ábótavant í rafrænum kosning- um. Nefndin, sem verið hefur að störfum í 10 mánuði, leggur til að kosningar á Netinu verði smátt og smátt látnar leysa hefðbundnar kosningar af hólmi. í fyrstu verði tölvubúnaði komið fyrir á kjörstöðum en stefnt að því að í framtíðinni verði kjósendum boðið að kjósa um Netið. Vonir eru bundnar við að kosningar á Netinu geti aukið kosningaþátttöku í Bandaríkj- unum, sem er jafnan minni en í Evrópu. Nýlegar skoðanakann- anir í Bandaríkjunum leiða í ljós að einkum ungt fólk geti hugsað sér að kjósa rafrænt en eldra fólk síður. Nokkur hugbúnaðaríyrir- tæki segjast hafa þróað hug- búnað sem geri kosningar á Netinu ömggar og útiloki hvers konar kosningasvik. Talsmenn þessara fyrirtækja hafa gagn- rýnt nefndina fyrir að hafa ekki gaumgæft nýjar hugbúnaðar- lausnir og staðhæfa að rafrænar kosningar séu öruggari en kosn- ingar með pappírskjörseðlum. Helmut Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands, mætir á hátíðar- fund verzlunarráðsins í Ham- borg í gær. í hyggju að láta undan þrýstingi um að upplýsa hverjir stæðu að baki hin- um nafnlausu greiðslum. „Ég hef aldrei á ævi minni rofið loforð sem ég hef gefið og ég ætla mér ekki að gera það núna,“ sagði hann. „A öllum þessum árum hef ég aldrei verið ginnkeyptur fyrir spillingu og allir sem þekkja mig munu viðurkenna það,“ fullyrti Kohl. Fylgið minnkar enn Samkvæmt nýjustu skoðanakönn- unum hefur fylgi kjósenda við CDU haldið áfram að dragast saman hröð- um skrefum, en þessi þróun er flokksstjórninni mikið áhyggjuefni nú þegar kosningar til þinga tveggja sambandslanda standa fyrir dyi’um, í Slésvík-Holtsetalandi og Nord- rhein-Westfalen. í skoðanakönnun Forsa-stofnun- arinnar, sem niðurstöður voru birtar úr í vikublaðinu Die Woche í gær, mældist fylgið við CDU í fyrsta sinn innan við 30%. 29% aðspurðra sögð- ust myndu kjósa CDU ef kosningar færu fram nú, en 44% lýstu stuðningi við Jafnaðarmannaflokk Gerhards Schröders kanzlara. ■ Afsögn Kohls/30 Snjóflóð hreif rútu út í sjó í Noregi Minnst fímm manns létust Fimm manns höfðu í gærkvöldi fundist látnir eftir að snjóflóð hreif með sér langferðabifreið út í sjó við Lyngen í Norður-Troms- fylki í Noregi. Slysið varð um miðjan dag í gær og er talið að 8- 10 manns hafi verið um borð í bif- reiðinni, sem var á leið milli bæj- anna Lyngseidet og Lenangen. Björgunarmenn ásamt leitar- hundum voru að störfum á slys- stað í nótt en norska lögreglan gat í gærkvöldi ekki upplýst hversu margra væri enn saknað. Snjóruðningshefill lenti einnig í flóðinu og a.m.k. tveir fólksbílar. í gærkvöldi var ekki vitað hvort fleiri bifreiðar kynnu að vera grafnar undir flóðinu. Tveir voru fluttir á héraðssjúkrahúsið í Tromsö og var annar þein-a talinn alvarlega slasaður. Samkvæmt fréttum Aftenpost- en liggur langferðabifreiðin á 19 metra dýpi í Ullsfirði. Kafarar hefðu verið tiltölulega fljótir á slysstaðinn, eða um tveimur tím- um eftir að fregnir bárust af slys- inu. Fyrr um daginn hafði annað snjóflóð fallið á veginn og hafði umferð um hann stöðvast. Lang- ferðabifreiðin og fólksbíiarnir voru kyrrstæðir og biðu eftir því að sjóruðningshefillinn lyki við að opna leiðina að nýju þegar seinna flóðið reið yfir. í fréttum norsku sjónvarps- stöðvarinnar TV2 í gærkvöldi kom fram að 16 til 17 snjóflóð hefðu fallið á undanförnum 10 ár- um á sömu slóðum og snjóflóðið féll í gær. Árið 1952 fórust tveir menn í snjóflóði sem féll á sama stað og flóðið í gær. Rússar komnir inn í miðborg Grosní Andstæðingar Pútíns á rúss- neska þinginu þétta raðirnar Moskva, Grosní. AP, AFP, Reuters. RÚSSNESKIR hermenn fullyrtu í gær að þeir hefðu rutt sér leið inn í miðborg Grosní, héraðshöfuðborg Tsjetsjníu, eftir mjög harða bardaga við aðskilnaðarsinna. A sama tíma var í Moskvu haldinn fundur rúss- neskra stjórnvalda og fjögurra for- ingja tsjetsjneskra skæruliða. Að sögn tsjetsjnesks kaupsýslumanns, Maliks Saidullayev, sem jafnframt fer fyrir útlægri héraðsstjóm Tsjetsjníu sem studd er af Rússum, eru skæruliðaforingjarnir reiðubún- ir að berjast við hlið Rússa gegn að- skilnaðarsinnum. Þeir segjast hafa yfir að ráða samtals 4000 mönnum sem hafi ekki hingað til tekið virkan þátt í átökunum í Tsjetsjníu. AFP-fréttastofan hafði í gær eftir rússneskum herforingja að orrust- unni um Grosní muni verða lokið 26. febrúar næstkomandi. Aður höfðu foringjar úr röðum Rússa lýst því yf- ir að borgin yrði unnin fyrir lok vik- unnar. Talið er að á bilinu 2.000 til 2.500 aðskilnaðarsinnar berjist við rússneska sérsveitarmenn í borg- inni. Sniðganga áfram þingfundi Þingmenn úr röðum flokka sem andstæðir eru Pútín Rússlandsfor- Reuters Rússneskur sérsveitarmaður á brynvarinni herbifreið gætir landamæra Tsjetsjníu og nágrannalýðveldisins Ingúsetíu í gær. seta héldu í gær áfram að sniðganga fundi þingsins, dúmunnar. Þeir gengu af þingfundi í fyrradag eftir að í ljós kom að kommúnistar og þingmenn Einingar, stuðningsflokks Pútíns, höfðu gert með sér sam- komulag um að skipta með sér em- bættum þingsins. Flokkar sem áður voru taldir lík- legir til að styðja Pútín á þinginu virðast nú hafa snúist gegn honum. Tilkynnt var í gær að Bandalag hægriaflanna og Jabloko-flokkurinn hefðu stofnað sérstakt samstarfsráð og eru líkur taldar á því að þeir muni standa sameiginlega að framboði Grígorís Javlinskís, forystumanns Jabloko-flokksins í forsetakosning- unum sem haldnar verða í mars. Stuðningsmenn Jevgenís Príma- kovs, fyrrverandi forsætisráðherra, leggja nú einnig hart að honum að bjóða sig fram í forsetakosningun- um. Prímakov var lengi talinn mjög líklegur til að sigra í kosningunum en skyndilegar vinsældir Pútíns leiddu til þess að hann lýsti því yfir að hann hygðist ekki bjóða sig fram. ■ Talið/35 Bondevik hótar afsögn KJELL Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, hótaði í gær að segja af sér fari svo að meirihluti þing- manna á norska Stórþinginu samþykki álykt- un gegn ríkis- stjórninni, að því er fram kemur í Aftenposten. Rfidsstjómin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa látið þinginu í té rangar upplýsingar í tengslum við samruna fjarskiptafyrirtækjanna Telia og Telenor, sem átti að fara fram á síðasta ári en ekkert varð af. Sérstaklega hefur samgöngu- ráðherra Noregs, Jostein Fjærvoll, verið legið á hálsi fyrir að hafa gefið rangar eða misvísandi upplýsingar um málið. Fjærvoll hefur sagst hugsanlega myndu neyðast til að láta af embætti vegna gagnrýninnar. Bondevik sagði í spurningatíma á Stórþinginu að viðbrögð ríkisstjóm- arinnar við gagnrýni þingmanna fari eftir því hvernig hún verði sett fram en ekki sé sjálfgefið að vantrauststil- lögu á ríkisstjórnina þurfi til að hún fari frá. MORGUNBLAÐH) 20. JANÚAR 2000 KJell Magne Bondevik
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.