Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nærri 140 líffæri hafa verið grædd í fslendinga á þremur áratugum
Höfum þegið
52 nýru
en gefið 48
NÆRRI140 líffæri hafa verið grædd
í Islendinga frá því fyrsta nýmaíg-
ræðslan fór fram árið 1970 í London.
Er það nýra enn starfandi. I undir-
búningi er að hefja nýrnaígræðslur
hérlendis og verða eingöngu flutt
nýru úr lifandi gjöfum. Islendingar
hafa á þremur áratugum þegið 52
nýru en gefíð 48 síðustu sjö árin.
Þetta kom fram á læknadögum í
gær í erindi Páls Asmundssonar, yf-
irlæknis á Landspitala, þar sem hann
ræddi um aðgengi íslendinga að íg-
ræðsluliffærum en Páll hefur um
árabil annast meðferð nýmasjúkl-
inga. Hann sagði fyrstu nýran úr
látnum einstaklingum hafa verið
grædd í íslendinga á Rigshospitalet í
Kaupmannahöfn árið 1973, árið 1988
hafi hjarta fyrst verið grætt í Islend-
ing og fyrsta liirarígræðslan árið
1985, hvort tveggja í London.
ígræðslur nýrna úr lifandi gjöfum
hafa hins vegar farið fram víða.
Arið 1969 vora samtökin Scandi-
atransplant stofnuð með þátttöku
Norðurlandanna nema Islands og frá
árinu 1993 hafa samtökin starfað sem
félagsskapur sjúkrahúsa sem stunda
ígræðslur líffæra. Hafa samtökin sett
sér reglur um notkun líffæra sem
fást til ígræðslu. Fram til ársins 1993
vora íslendingar þiggjendur en siðan
hafa þeir einnig lagt fram líffæri og
sagði Páll að nú vantaði aðeins fjögur
nýru upp á að íslendingar hefðu
greitt úttekt sína hjá Scandiatrans-
plant á síðustu þremur áratugum, sé
aðeins litið til nýrna. Hafa íslending-
ar þegið alls 52 nýra á þessu tímabili
en árin 1993 til 1999 gefið 48 nýra.
Milli 5 og 9 líffæraflutningar fóru
fram erlendis á ári hverju á íslend-
ingum árin 1993 til 1996, mest nýma-
ílutningar. Arið 1997 vora engir slík-
ir flutningar, árið 1998 einn
nýmaflutningur og í fyrra ein nýma-
ígræðsla og ein lifrarígræðsla.
Igræðslur nýma úr lifandi gjöfum
hafa aukist og sagði Páll það meðal
annars stafa af því hve Islendingar
væra fúsir að gefa ástvinum sínum
nýra.
Brottnám samþykkt
í 74% tilfella
Árin 1993 til 1997 vora hér fjögur
til fimm dauðsföll á ári sem leiddu til
brottnáms líffæra en síðustu árin
hafa þau verið færri. Var líffæra-
brottnám samþykkt í 74% tilfella
sem farið var fram á það og sagði Páll
það með því hæsta sem þekktist. Auk
nýma, sem áður er minnst á, hafa Is-
lendingar lagt fram hjarta í sex til-
vikum; lungu þrisvar, og í 19 tilvikum
lifur. Islendingar gátu fyrst lagt til
líffæri úr látnum einstaklingum eftir
að samþykkt höfðu verið hér lög um
að algert heiladrep eða heiladauði
væri meginskilmerki dauða. Þá vora
árið 1991 samþykkt lög um notkun
líffæra til ígræðslu jafnt úr látnum
sem lifandi einstaklingum en Páll
sagði hana forsendu þess að unnt
væri að nýta brjóstholslíffæri til íg-
ræðslu.
Páll sagði í lok erindis síns að ekki
hefði þótt fýsilegt að stunda ígræðsl-
ur hérlendis vegna fárra tilfella á ári
hverju og yrði svo áfram hvað snerti
líffæri úr látnum gjöfum. Hins vegar
væri nú í undirbúningi að hefja
nýmaígræðslur úr lifandi gjöfum. I
samtali við Morgunblaðið sagði hann
ekki unnt að ráðast í slíkt nema íyrir
hendi væri nægileg reynsla og þekk-
ing. Einkum væri nauðsynlegt að við-
komandi skurðlæknh- hefði næga
þjálfun. Væri hugsanlegt að fá hing-
að vanan skurðlækni að utan við og
við til að annast slíkar aðgerðir.
Fjöldi tjóna
tvöfaldaðist
á fimm árum
BÓTASKYLD tjón á Miklubraut í
Reykjavík tvöfölduðust á tímabilinu
1994-1999 hjá Sjóvá-Almennum og
greiðslur vegna tjóna rúmlega þre-
földuðust. Þurfti fyrirtækið að
greiða tæplega 114 milljónir króna í
fyrra vegna tjóna á Miklubraut en
sambærileg tala var tæplega 34
milljónir árið 1994. Um 73% tjón-
anna urðu á og við gatnamót og
hafa gatnamót Kringlumýrarbraut-
ar og Miklubrautar langmestu
tjónatíðnina eða 184 tjón af alls 833
og 57 slasaða af alls 247. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í
skýrslu sem Sjóvá-Almennar vann
að beiðni Kjartans Magnússonar,
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
en á fundi borgarstjórnar í kvöld
verður lögð fram tillaga sjálfstæðis-
manna um að núgildandi aðalskipu-
lagi verði breytt þannig að gert
verði ráð fyrir mislægum gatna-
mótum Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar.
■ Hætt/6
Morgunblaðið/Jim Smart.
Svartaþoka var í Reykjavík í allan gærdag.
Svartaþoka yfir sunnan-
verðu landinu
Gömlu vöruhúsi í Kaupmannahöfn breytt í menningar-
miðstöð Norður-Atlantshafslanda
Danskur auðjöfur gefur 200
milljónir til verkefnisins
Ljósmynd/Peter Olsen.
Vöruhúsið á Grænlandsbryggju.
SVARTAÞOKA lá yfír öllu sunnan-
verðu landinu í gær og tók ljós-
Með Morgunblaðinu í dag er dreift
tímaritinu 24-7. Tímarit þetta er gef-
ið út af rekstrarfélagi með sama
heiti, 24-7 ehf. Ábyrgðarmaður
blaðsins er Snorri Jónsson og skal
þess getið hér að vegna mistaka er
nafn ábyrgðarmanns ekki birt í
tímaritinu sjálfu.
myndari Morgunblaðsins þessa
mynd á ferð sinni um Reykjavík um
miðjan dag í gær. Að sögn Björns
Sævars Einarssonar, veðurfræðings
á Veðurstofunni, teygðu þokubakk-
arnir anga sína allt austur í Mýrdal
en flug frá Reykjavík gekk vel þrátt
fyrir þessi skilyrði, skv. upp-
lýsingum sem fengust hjá Islands-
flugi og Flugfélagi íslands. Höfðu
engar tafir orðið á flugi til og frá
Reykjavík að öðru leyti en því að
öllu flugi til Vestmannaeyja var af-
lýst eftir hádegi vegna þoku í Eyj-
um.
Búist er við áframhaldandi hlý-
indum hér sunnanlands því allt útlit
er fyrir að mjög víðáttumikil hæð
langt suður af landinu haldist, en
hún blæs hingað hlýju lofti sunnan
að. Þetta hlýja loft er heitara en
sjórinn og það veldur einmitt þeim
þokuskilyrðum sem nú eru, að sögn
Bjöms Sævars, sem síðan ágerast
þegar vindur dettur niður eins og
gerðist í gær.
Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir
miklum breytingum á veðrinu en
spáir einhverri úrkomu næstu daga,
einkum vestanlands, á meðan skil
ganga austur yfir landið. Á sunnu-
dag er síðan búist við tímabundinni
norðvestanátt og dálítilli éljakomu
norðanlands, en annars björtu veðri.
DANSKI auðjöfurinn Mærsk
McKinney Mpller hefur ákveðið að
leggja jafnvirði 200 milljóna króna
til uppbyggingar gamals vöruhúss
við Grænlandsbryggju í Kaup-
mannahöfn en danska ríkisstjórnin
hefur ákveðið að afhenda Islending-
um, Færeyingum og Grænlending-
um húsið gegn því að þar verði
skipulögð menningar- og rannsókn-
armiðstöð Norður-Atlantshafsland-
anna.
Húsið er alls um sjö þúsund fer-
metrar að stærð og er áætlað að
uppbyggingin kosti um einn milljarð
króna. Þar af leggi danska ríkið til
400 milljónir, ísland 100 milljónir,
Færeyjar og Grænland 100 milljón-
ir, A.P. Mpller og Chastine McKinn-
ey Moller-stofnunin 200 milljónir og
það sem á vantar verður væntanlega
sótt í norræna sjóði.
Að sögn Bjarna Sigtryggssonar,
sendiráðsritara í Kaupmannahöfn,
ákvað danska ríkisstjórnin að af-
henda íslendingum, Færeyingum
og Grænlendingum húsið, sem
stendur á mjög eftirsóttum stað við
höfnina í Kaupmannahöfn, svo fram-
arlega sem viðkomandi ríkisstjórnir
útveguðu nægilegt fjármagn til að
tryggja endurbyggingu hússins.
Skipuð var sérstök nefnd um málið
og er Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti íslands, formaður
hennar. Eftir að vilyrði lá fyrir frá
stjórnvöldum um fjármagn, gekk
Vigdís á fund Mærsk McKinney
Mpller, en hann er m.a. aðaleigandi
og stjórnarformaður A.P. Möller
sem rekur Mærsk-skipafélagið og
Mærsk-flugfélagið og umfangsmikla
olíuvinnslu í Norðursjó. Möller, sem
er á 87. aldursári, samþykkti að
veita 20 milljónir danskra króna til
verkefnisins, með því skilyrði að
hann yrði eini einkaaðilinn sem það
styrkti.
Styrkir þau bönd sem tengja
Norður-Atlantshafsþjóðirnar
Haft er eftir Vigdísi í fréttatil-
kynningu að með þessum styrk hafi
sjóður A.P. Möllers tryggt að verk-
efnið, sem nefnt er Norður-Atlants-
hafsbryggja, nái fi’am að ganga. Því
sé að verða að veruleika di’aumur
um sameiginlega menningar-,
rannsókna- og atvinnumiðstöð í
Kaupmannahöfn fyrh’ þjóðirnar sem
búa við Norður-Atlantshaf. Hún
segist trúa því að Norður-Atlants-
hafsbryggjan muni styrkja enn frek-
ar þau bönd sem tengja þessi lönd.
Áð sögn Bjarna Sigtryggssonar
er m.a. gert ráð fyrir að sýningarsal-
ir verði í húsinu. Meðal upphaflegra
hugmynda um notkun hússins var að
sendiráð íslands og sendiskrifstofur
Færeyja og Grænlands í Danmörku
yi-ðu þarna til húsa, en ekki hefur
verið tekin afstaða til þeirra enn.
4SÍBUR
Handknattleikslandsliðið fékk •
lögreglufylgd frá Zagreb / C 3 :
Keflavíkurstúlkur fögnuðu
sigri á KR / C2
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is