Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mögulegt að tengjast vef- síðu mbl.is með farsíma NY gerð farsíma gerir notendum nú mögulegt að sækja upplýsingar á vefsíður og notfæra sér margs konar þjónustu þeirra. Byggist þetta á tækni sem nefnd er Wireless Applic- ation Protocol (WAP) eða þráðlaus samskiptastaðall. Morgunblaðið get- ur nú boðið lesendum sínum að tengjast slíkri þjónustu hafi þeir yfir að ráða gsm-síma með WAP-tækni. Þetta gerist tæknilega á þann hátt að með WAP-væddum síma er beðið um vefsíðu, WAP-miðlarinn tekur við beiðninni og sendir hana til við- komandi vefþjóns, les síðuna í viðeig- andi búning og sendir í símann. Með þessu geta notendur sótt margs kon- ar efni frá vefsíðum, til dæmis ákveðna flokka frétta frá mbl.is, upplýsingar um veitingastaði, fiug- ferðir og aðra þjónustu og hægt verður einnig að stunda banka- og verðbréfaviðskipti. Notendur geta kallað á vefsíður og sett í bókamerki á símum sínum á sama hátt og gert er í dag á tölvum. Benda má á að þar sem skjáir símanna eru litlir verður að hanna sérstakt útlit til að þjóna þeim og skilaboð verða að vera stutt og skilmerkileg. Fréttir, íþróttir og viðskipti Með því að hringja í síma 595 2400, sem er hjá Islandssíma, geta lesendur Morgunblaðsins með WAP-síma tengst mbl.is eða öðrum Stillingar fyrir Nokia 7110 WAP síma Úr aðalvalmynd símans er valið MENU. Veljið sk eftirfarandi: SERVICES Settings Connection settings Set 1 Edít Homepage Connection type Connection securíty Bearer Dial-up number IP Address Authentication type Data call type Data call speed Usemame Password heimasíðum og þannig nýtt upplýs- ingar þeirra án þess að vera bundnir af notkun tölvu. Með því að tengjast mbl.is má nú í fyrstunni skoða f'réttir á forsíðu fréttavefjarins, veður, íþróttafréttir og viðskipti en þar má m.a. fá upplýsingar um gengi gjald- miðla og hlutabréfaviðskipti. Gert er ráð fyrir að fjölga möguleikum þess- arar þjónustu innan tíðar. Á meðfylgjandi skýringarmynd má sjá hvernig stilla á Nokia 7110 síma til þess að nálgast efni af frétta- vef mbl.is. Hér sést hvernig lesa má fréttir af mbl.is á gsm-síma. Með hjólinu miðju er flett upp og niður í textanum. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar, telur að veltan á laxveiðimarkaðnum nemi 1,8 milljörðum 500 milljónir í veiði- leyfí síðastliðið sumar GERA má ráð fyrir að íslendingar hafi varið um hálfum milljarði króna til kaupa á lax- og silungsveiðileyfum á síðastliðnu sumri og að veltan sam- anlagt á þessum markaði muni í sumar nema um 1,8 milljörðum króna. Af þeirri upphæð greiða út- lendingar bróðurpartinn og er þá búið að taka tillit til ýmissa annarra tekna en eingöngu af sölu veiðileyfa, svo sem vegna gistingar, leiðsagnar við árnar og ýmislegs annars, að sögn Sigurðar Guðjónssonar, for- stjóra Veiðimálastofnunar. Sigurður sagði í samtali við Morg- unblaðið að í sumar og haust hefði verið framkvæmd samnorræn könn- un á þessum málum á öllum Norður- löndunum. Að mestu ætti eftir að vinna úr niðurstöðum könnunarinn- ar og ekki væri gert ráð fyrir að end- anlegar niðurstöður lægju fyrir fyrr en í vor, en bráðabirgðaniðurstöður bentu til þess að íslendingar hefðu varið 500 milljónum króna til kaupa á veiðileyfum á síðastliðnu sumri. Þar væri auðvitað fyrst og fremst um kaup á laxveiðileyfum að ræða, en einnig að nokkru vegna kaupa á silungsveiðileyfum og áætlað væri að heildarveltan á komandi sumri í þessum efnum yrði 1,8 milljarðar króna. Greinileg tekjuaukning síðustu tvö ár Sigurður bætti við að tekjur af lax- og silungsveiðum hefðu aukist hægt en örugglega mörg undanfarin ár. Hins vegar væri greinilegt að tekjur af laxveiðum hefðu aukist verulega síðustu tvö árin og það væri bæði vegna aukinnar eftirspurnar innan- lands og ekki síður frá útlöndum. Hann sagði að í gegnum árin hefðu orðið sveiflur í eftirpurninni í takt við veiðina, þannig að þegar veiðin dalaði minnkaði eftirspurnin í kjöl- farið. Nú hefði hins vegar veiðin glamrað undir og í meðaltalinu, en samt væri um greinilega aukningu að ræða. Það endurspeglaðist í veru- legum hækkunum á verði þeirra áa sem hefðu losnað úr leigu og verið boðnar út á nýjan leik Sigurður sagði áhugavert að fá endanlegar niðurstöður úr könnun- inni, ekki síst hvað varðaði hlutfall og aldursdreifingu þeirra sem stund- uðu veiðar. Þeir hefðu nokkrar áhyggjur af því, þó ekkert lægi í sjálfu sér fyrir í þeim efnum, að það vantaði dálítið á að yngra fólk iðkaði veiðar í sama mæli og þeir sem eldri væru. Það væri synd því nóg væri af vannýttum en góðum silungsvötn- um, sem auðvelt og ódýrt væri að komast í. Laxveiðiárnar væru hins vegar nánast fullnýttar, en einnig yrði greinilega vart við vaxandi sókn í sjóbirting og sjóbleikju. Mikil spurn eftir nýju flensulyfí MIKIL spurn var í gær eftir nýju flensulyfi sem komið er á markað hérlendis. Lyfið heitir Relenza og hefur hemil á fjölg- un inflúensuveira af stofni A og B og dregur að auki úr ein- kennum. Páll Guðmundsson, lyfsali í Lyfjum og heilsu í Ki-inglunni, sagði við Morgunblaðið í gær að lyfið hefði komið eins og sprenging inn í alla flensuum- ræðuna að undanförnu. „Það er geysilega mikið spurt um lyfið og einnig hefur sala á því verið mjög rnikil," sagði hann og taldi einsýnt að það ætti eft- ir að seljast mjög vel á næst- unni. Relenza er í úðaformi og lyf- seðilsskylt, en Tryggingastofn- un tekur ekki þátt í kostnaði sem er 3.360 kr. skammturinn. Páll segh- gi-einilegt að lyfið freisti þeirra sem þegar hafi fengið snert af flensunni og einnig þeirra sem vilji fyrir- byggja að þeir smitist af henni. Hann bætti því við að rífandi sala hefði verið undanfarnar vikur á hvers kyns vörum sem tengdust flensunni og öðrum pestum, t.d. hóstamixtúrum, beiskum hálstöflum og nefúða af ýmsu tagi. Vestfírðir Atvinnu- leysi í sögulegu hámarki ÁTTATÍU og fjórir eru skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum, samkvæmt upplýsingum frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða sem Bæjarins besta birti í gær. Þar af eru 45 konur og 39 karl- ar. Svo margir munu ekki áður hafa verið skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum. Tæplega helm- ingur atvinnulausra er búsett- ur á ísafírði og í Hnífsdal, eða 39 manns. Nýjar umsóknir um skrán- ingu fara fyrir úthlutunarnefnd sem hittist hálfsmánaðarlega. Næsti fundur nefndarinnar er nk. þriðjudag og munu líkur til þess, skv. frétt BB, að þá bætist enn verulega á skrána. Nýja e-töflumálið Gæsluvarð- hald fram- lengt FJORIR menn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi um nokkuiTa vikna skeið vegna rannsóknar lögreglunnar á nýja e-töflumál- inu, voru úrskurðaðir í áfram- haldandi gæsluvarðhald í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu lögreglunnar í Reykja- vík. Tveir mannanna voru úr- skurðaðir í gæslu til 2. febrúar og tveir til 9. febrúar. Til við- bótar situr fimmti maðurinn í gæsluvarðhaldi, sem rennur út 1. febrúar. Gæsluvarðhalds- fangarnir eru á aldrinum 17-25 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.