Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jónas Erlenddon
Aurskriður í Mýrdal
AURSKRIÐUR hafa fallið niður
hlíðar Höfðabrekkuháls í Mýrdal,
skammt austan við bæinn Höfða-
brekku, í votviðrinu undanfama
daga. Ekki er nein hætta á ferðum
fyrir vegfarendur um þjóðveginn
en töluverðar skemmdir hafa orðið
á gróðri. EQiðin hefur verið að gróa
hægt og bítandi í áratugi og aur-
skriðurnar skilja eftir sig sár.
Hættir sem markaðsstjóri
Máls og menningar
JÓHANN Páll Valdimarsson, mark-
aðsstjóri Máls og menningar, hefur
látið af störfum hjá fyrirtækinu og
mun hverfa til annarra starfa. Auk
þess sem Jóhann Páll hefur gegnt
starfi markaðsstjóra hjá fyrirtæk-
inu hefur hann einnig verið fram-
kvæmdastjóri Forlagsins hf., sem er
í meirihlutaeigu Máls og menningar.
Jóhann Páll taldi í gærkvöld ekki
tímabært að tjá sig um ástæður
starfslokanna eða um það til hvaða
starfa hann myndi hverfa.
í fréttatilkynningu frá Máli og
menningu segir
að Jóhann Páll
hverfi nú til
annarra starfa
og sé það gert í
fullri sátt við
Mál og menn-
ingu. Þar hafi
hann starfað í
hartnær tíu ár
af dugnaði og
trúmennsku og
kunni fyrirtæk-
ið honum miklar þakkir fyrir það.
Verðstríð ferðaskrifstofa
jhl v Samanburður* ag ) og verði tveggj Fargjald fram og til b Y Samvinnuferðir- r Landsýn 1 áfangastöðum a ferðaskrifstofa aka án flugvallarskatts Úrval-Útsýn
Verð Gildistími Verð Gildistími
Kaupmannahöfn kr. 14.800 25. maí -14. sept. kr. 14.900 28. júní - 9. sept.
London 16.200 26. maí - 6. okt. 14.900 28. júní - 9. sept.
Berlín 18.800 16. júní - 31. ág. 24.900 1. maí-15. sept.
Frankfurt 18.800 16. júní - 31. ág. 24.900 1.maí-15. sept.
Amsterdam 24.900 1. maí-15. sept.
París 24.900 1.maí-15. sept.
Ósló 24.900 1. maí-15. sept.
Stokkhólmur 24.900 1.maí-15. sept.
Boston 29.700 1.maí-15. sept.
Munchen 18.800 16. júní - 31. ág.
Zurich 18.800 17. júní-11. ág.
Basel 18.800 2. júní - 5. ág.
Mallorca 28.800 29. maí - 2. okt.
Benidorm 35.800 24. maí - 25. okt.
Rimini 35.800 20. maí - 9. sept.
Samtals sæti 25.000 15.000
Hjá Úrval-Útsýn verður að fljúa utan og heim frá sama flugvelli í tilfelli Kaupmannahafnar og London. (öðrum tilfellum er hægt að fljúga utan til einnar borgar en heim frá annarri. Þetta síðara gildir um alla áfangastaði Samvinnuferða-Landsýnar.
ÚRVAL-Útsýn auglýsti í
gær ferðir til nlu erlendra
borga á sérstöku tilboðsverði
og því virðist sem hafið sé
verðstríð á milli tveggja
stærstu ferðaskrifstofa
landsins, því um helgina
auglýstu Samvinnuferðir-
Landsýn, ferðir til tíu er-
lendra borga á niðursettu
verði.
Ferðaskrifstofumar hófu
báðar sölu á ferðunum í gær
og að sögn Helga Jóhanns-
sonar, forstjóra Samvinnu-
ferða-Landsýnar, bókaði
ferðaskrifstofan um 1.900
ferðir þenna fyrsta dag.
Páll Armannsson, sölu- og
markaðsstjóri Úrvals-Útsýn-
ar, sagði að ferðaskrifstofan
hefði bókað í 850 ferðir.
Hörður Gunnarsson, for-
stjóri Úrvals-Útsýnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
það verð sem auglýst hefði
verið í gær hefði í raun verið í
boði fyrir almenning í rúma
viku, en vegna útspils Sam-
vinnuferða um síðustu helgi
hefði verið ákveðið að
auglýsa það nú.
„Það má því segja að frels-
ið hafi verið komið áður en
Helgi (forstjóri Samvinnu-
ferða) auglýsti það,“ sagði
Hörður. „Við erum hinsvegar
að reyna að selja okkar vöru
líkt og samkeppnisaðilinn og eðlilega
gerum við það á sama tíma og hann.“
Úrval-Útsýn mun bjóða upp á
15.000 sæti í þessar tilteknu ferðir,
en Samvinnuferðir-Landsýn upp á
25.000. Ferðaskrifstofurnar bjóða
báðar ferðir til Kaupmannahafnar og
kosta þær nánast það sama. Þær
bjóða einnig báðar upp á ferðir til
London, Berlínar og Frankfurt, og
eru þær ódýrari hjá Samvinnuferð-
um.
Hjá Samvinnuferðum er enginn
lágmarksdvalartími, en hjá Úrvali-
Útsýn er lágmarksdvöl að jafnaði
vika. Ef flogið er með Samvinnuferð-
um er hægt að fljúga til baka frá
hvaða borg sem er, svo lengi sem sú
borg er ein hinna tíu sem tilboðið nær
tii. Hjá Úrvali-Útsýn er einnig hægt
að gera þetta nema flogið sé til Kaup-
mannahafnar, London, eða Boston.
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða
upp á flug með Atlanta, Islandsflugi
og nokkrum erlendum flugfélögum
en allar ferðir Úrvals-Útsýnar eru
með Flugleiðum.
Borgarstjóri um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar
R
Jarðgöng með
gangbraut og
akrein til vest-
urs frá Kringlu
1 Ú ■
ti &
-n nJr^inbV
s
V
ar
Jarðgöng
að Kringlu
Tillaga að mislægum gatnamótum
Þessi er einn af 6 valkostum mislægra gatnamóta á
Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Umferð um Miklu-
braut verður óhindruó en hún verður lækkuð um 5-6
metra undir núverandi yfirborð. Kringlumýrarbrautin
verður Ijósastýrð á brú og hækkuð um 1-2 metra frá
núverandi yfirborði.
miklabraut:
Hætt við fram-
kvæmdir vegna um-
h verfíssj ónarmiða
í ENDURSKOÐUÐU Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur 1996-2016, er ekki
gert ráð fyrir mislægum gatnamót-
um Miklubrautar og Kringlumýrar-
brautar eins og gert var ráð fyrir í
fyrri tillögu. Þess í stað er lagt til að
akreinum verði fjölgað og sett upp ný
umferðarljós með sérstökum ljósum
fyrir vinstri beygjur. Samkvæmt
umferðarspá, sem gerð var árið 1996
er gert ráð fyrir að 74 þúsund bílar
fari um gatnamótin á sólarhring árið
2008.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segir að þegar hafi verið
ákveðið að á þessu ári verði Aðal-
skipulag Reykjavíkurborgar endur-
skoðað í heild sinni og segir aðspurð
hvort ekki sé ástæða til að endur-
skoða aðalskipulagið í ljósi aukinnar
umferðar í Kringluna, að ekki sé rétt
að taka gatnamót Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar sérstaklega
út úr heildarsamhengi umferðarmála
borgarinnar.
„Umferð hefur aukist mjög í borg-
inni á undanfórnum árum og það er
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir
því hvemig við ætlum að bregðast
við heildstætt við þeim vanda sem
það skapar. Við endurskoðun Aðal-
skipulagsins sem nú er að fara af stað
munum við fara yfir öll þessi mál,“
segir Ingibjörg Sólrún.
A fundi borgarstjórnar í kvöld
verður lögð fram tillaga borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokks um að breyta
núgildandi aðalskipulagi 1996-2016 í
fyrra horf og gera ráð fyrir mislæg-
Beygjur til vinstri
á gatnamótunum
verða allar á
sérstökum
beygjuljósum
um gatnamótum en við endurskoðun
aðalskipulags árið 1997, ekki 1987
eins og misritaðist í frétt í blaðinu í
gær, voru mislægu gatnamótin felld
niður.
Ingibjörg Sólrún segir að um-
hverfissjónarmið hafi ráðið því að
mislæg gatnamót Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar voru tekin út
af Aðalskipulagi árið 1997. „Þegar
kemur að umferðarmálum takast
gjaman á tvö veigamikil sjónarmið.
Annars vegar er sú skoðun að auka
þurfi rými fyrir umferðina, m.a. af
öryggisástæðum og hins vegar um-
hverfissjónannið þar sem varað er
við þeim tolli sem umferðin tekur af
umhverfinu. Mislæg gatnamót eru
mjög plássfrek og umferð hefði færst
nær íbúðabyggð með tilheyrandi
mengun ef af gerð þeirra hefði orð-
ið,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Um-
hverfissjónarmiðin urðu því ofan á.
Við vildum fyrst gera breytingar á
gatnamótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar með því að
breikka Miklubrautina og breyta
Ijósastýringunni við gatnamótin og
sjá hverju það annaði áður en farið
væri úti ákvarðanir um mislæg
gatnamót."
Að sögn Stefáns Hermannssonar,
borgarverkfræðings, var árið 1996
unnin skýrsla um Miklubraut, sem
lögð var fyrir skipulags- og umferð-
amefnd. I henni eru sýndir mögu-
leikar á gerð Miklubrautar, þar á
meðal valkostir fyrir gatnamótin við
Kringlumýrarbraut. Annars vegar
að fjölga akreinum og setja upp fjög-
urra fasa umferðarljós til að auka
umferðaröryggið. Hinn möguleikinn
var mislæg gatnamót og voru í
skýrslunni sýndir sex valkostir. „Al-
mennt er hægt að segja að gildandi
aðalskipulagið geri ekki ráð fyrir
mislægum gatnamótum við Kringlu-
mýrarbraut og Miklubraut á núver-
andi skipulagstímabili," sagði Stefán.
„Þar eru með öðrum orðum ekki
sýnd mislæg gatnamót á þessum stað
en það hefur alltaf verið gert ráð fyr;
ir því að Ioka ekki þeim möguleika.“I
skýrslu borgarverkfræðings frá 1996
voru gefnir þrír valkostir varðandi
umferð um Miklubraut frá Elliðaám
að Snorrabraut. Einn gerði ráð fyrir
að ekki yrðu nein mislæg gatnamót
vestan Elliðaáa, annar að gerð yrðu
mislæg gatnamót við Skeiðarvog og
við Snorrabraut og að Miklabraut
yrði í göngum við Miklatún að Hring-
braut eftir að Hringbraut hefur verið
flutt. Þetta var sá kostur, sem varð
fyrir valinu en þriðji kosturinn gerði
ráð fyrir mislægum gatnamótum við
Skeiðarvog, Grensásveg, Háaleitis-
braut og Kringlumýrarbraut.