Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ég ráðlegg yður að kaupa bara miða aðra leiðina frú, það er óvíst að þér þurfið miða til baka.
Tvö ný hverfí eru nú í uppbyggingu á Álftanesi
íbúum fjölgar úr 1.400 í 1.800
MIKIL uppbygging er nú á Álfta-
nesi og stefnir í að íbúum fjölgi úr
1.400 í 1.800 innan skamms. Nýlega
voru auglýst til sölu raðhús, parhús
og einbýlishúsalóðir í nýju hverfl
þar sem gert er ráð fyrir að muni
búa um 250 manns. Islenskir aðal-
verktakar sjá um uppbyggingu
hverfisins, þar með talið gatnagerð,
lagningu göngustíga og gerð opinna
svæða. Framkvæmdir hófust í fyrra
og er reiknað með að þeim ljúki á
næsta ári og að þá verði hægt að
flytja inn í húsin.
Gunnar Valur Gíslason, sveitar-
stjóri Bessastaðahrepps segir afar
mikla eftirspurn hafa verið eftir lóð-
um og íbúðarhúsnæði á Alftanesinu
að undanförnu.
„Lokið var við byggingu hverfis-
ins Vesturtúns í fyrra og tók bygg-
ing þessa nýja hverfis við af þeirri
uppbyggingu og ganga fram-
kvæmdir þar vel. Hverfið er á mjög
góðum stað, þarna eru góðar göngu-
leiðir að skóla og íþróttahúsi og
stutt í fjöruna,“ segir Gunnar Valur.
Hann segir að auk þess séu fram-
kvæmdir hafnar við annað hverfi,
sem standi við götuna Suðurtún, og
að þar sé gert ráð fyrir 36 íbúðum í
rað- og parhúsum.
„Uppbygging er hafin í hverfum
þar sem eru samtals um hundrað
lóðir. Þegar öll þessi hverfi verða
tilbúin verður íbúatalan hér komin í
rétt tæplega 1.800 manns.“
Gunnar Valur segir að undirbún-
ingur þessarar íbúafjölgunar hafi
staðið yfir að undanfornu, meðal
annars hafi verið byggt við bæði
grunnskólann og leikskólann fyrir
skömmu. Einnig sé nýbúið að sam-
þykkja deiliskipulag fyrir miðsvæði
Bessastaðahrepps. Þar er gert ráð
fyrir um 12.000 fermetra þjónustu-
húsnæði sem stefnt er að því að
byggja upp á næstu árum.
Ráðstefna Kvenréttindafélags Islands
Kynjaveröld
kynjanna
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
Kynjaveröld kynj-
anna er yfirskrift
ráðstefnu sem
haldin verður 22. janúar í
Tjamarsal Ráðhúss
Reykjavíkur. Að ráðstefn-
unni, sem er öllum opin,
stendur Kvenréttindafél-
ag íslands. Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttir er formaður
félagsins og var spurð um
markmið ráðstefnunnar.
„Markmið ráðstefnunn-
ar er að vekja fólk til um-
hugsunar um hvaða áhrif
staðlaðar ímyndir um kyn-
in hafa á jafnrétti."
-Hvað verður á dag-
skrá ráðstefnunnar?
„Meðal þess sem þar er
á dagskrá er ávarp frá Páli
Skúlasyni rektor Háskóla
íslands. Ólafia Erla
Svansdóttir frá Bríeti, félagi ungra
femínista, mun flytja erindi um
fegurðarímyndir og þá sérstaklega
með tilliti til hinnar nýju fegurðar-
samkeppni sem hefur verið í um-
ræðunni. Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra mun fjalla um
ímynd kynjanna í stjómmálum, en
vaxandi virkni kvenna í pólitík
virðist ekki hafa haft afgerandi
áhrif á viðteknar hugmyndir fólks
um stjómmálamanninn og sígild
ímynd hans fellur illa að hinni
„klassísku" kvenímynd. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir formaður
nefndar um konur og fjölmiðla
mun kynna niðurstöður nýrrar
könnunar um konur og karla í ís-
lenskum fjölmiðlum, það verður
mjög spennandi að fá að heyra
þessar niðurstöður, þetta er að
mínu viti viðamesta rannsókn sem
gerð hefur verið á hlut og hlutverki
karla og kvenna í íslenskum fjöl-
miðlum. í könnuninni var tekin
vika í sjónvarpi og vika í dagblöð-
um og skoðað hve oft konur birtust
og hve oft karlar og af hvaða tilefni.
Einnig var sendur spumingalisti
til þeirra sem starfa við fjölmiðla
og skoðað þein-a viðhorf tU starfs-
ins og jafnréttis inni á íslenskum
fjölmiðlum. Við ætlum líka að fjalla
um atvinnulífið og þar munu tvær
konur flytja erindi sem báðar hafa
verið brautryðjendur í störfum
sem karlmenn vom áður áberandi
í, þ.e. séra Auður Eir VUhjálms-
dóttir prestur og Guðný Halldórs-
dóttir kvikmyndagerðarmaður. Að
loknum erindum verður ráðstefnu-
gestum skipt upp í fjóra vinnuhópa
sem munu fjalla um ímynd kynj-
anna í stjómmálum, fegurðar-
ímyndir, ímynd kynjanna í at-
vinnulífinu og í fjölmiðlum.
Vinnuhópamir munu að starfi
loknu senda frá sér ályktun.“
- Er Kvenréttindafélagið oft
með svona ráðstefnur?
„Já, við emm reglulega með ráð-
stefnur og fjöllum þá um jafnrétti
frá ólíkum hliðum. Á síðasta ári
voram við með ráðstefnu um
menntunina, sem bar yfirskriftina:
Mennunin; mátturinn og dýrðin?
Þar skoðuðum við sérstaklega
hvaða leiðir konur og karlar velja í
námi og hvers vegna hefðbundnar
námsleiðir karla og
kvenna era jafn kynja-
bundnar og raun ber
vitni. Á síðasta ári fjöll-
uðum við einnig um
konur í stjómmálum og
hið svokallaða glerþak
sem vamar því að kon-
ur komist alveg „á toppinn". Af því
tilefni gáfum við út bókina Gegnum
glerþakið. Þar er fjallað um þátt-
töku kvenna í stjómmálum, þar
sem Kvenréttindafélagið hefur frá
upphafi látið stjómmál og stjóm-
málaþátttöku kvenna til sín taka.
Félagið hóf starf sitt á baráttunni
fyrir kosningarétti kvenna og átti
► Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir
fæddist 8. febrúar 1965 í
Reykjavík. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum að
Laugarvatni 1984 og BA-prófi
frá HÍ í ensku og bókmennta-
fræði 1989. Prófi í hagnýtri
fjölmiðlun lauk hún frá HÍ
1991 og mastersprófí í sömu
grein frá New York University
1993. Hún hefur starfað sem
dagskrárgerðarmaður hjá RUV
um árabil en er nú ritstjóri og
kynningarstjóri hjá Listahátíð í
Reykjavík og einnig markaðs-
og kynningarfulltrúi hjá Lista-
safni Reykjavíkur. Áslaug Dóra
er gift Sigurði Nordal hag-
fræðingi og eiga þau einn son.
drjúgan þátt í að íslenskar konur
fengu kosningarétt og kjörgengi.
Nú við ný aldamót era réttindin
tryggð, við höfum náð fram lög-
bundnum réttindum um jafnrétti
en hugarfarið virðist enn bundið á
klafa gamalla viðhorfa - hlekkir
hugarfarsins halda okkur enn niðri
að vissu leyti og birtast t.d. í því að
karlar era enn gjaman álitnir íyr-
irvinmn- og sú ímynd er hluti af því
að viðhalda margumræddum
launamun milli kynjanna.“
- Ræða atvinnurekendur öðra-
vísi við konur en karla að þínu mati,
t.d. varðandi starfsumsóknir?
„Já, ég held að í starfsviðtölum
sé algengara að konur séu spurðar
um heimilisaðstæður og bama-
fjölda en karla og maður hefur
heyrt dæmi þess að ungar konur
séu spurðar hvort þær hyggist
eignast böm. Sem dæmi má geta
þess að þegar Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir var að sækja um
prestaköll fyrir einungis fyirr 25-6
áram þá fékk hún þær röksemdir
jafnvel að hún þætti vera með of
mjóar axlir fyrir hempuna og kon-
ur gætu ekki verið prestar af því
þær myndu gráta við jarðarfarir.
Ég held að ekki sé hætta á að við
fáum svona röksemdir á okkur í
dag og vissulega hefur mikið
breyst - en það er enn langt í land
og meðan svo er hefur Kvenrétt-
indafélagið mikilvægu hlutverki að
gegna við að vekja fólk til umhugs-
unar og halda umræð-
unni um jafnrétti við.“
-Eru enn til störf
sem fólk almennt álítur
að konur geti ekki
sinnt?
„Það er ekki spuming
að fólk á enn erfitt með
að sjá konur fyrir sér í ákveðnum
störfum, einkum í sambandi við
fjármál, enda era konur sjaldan
sýnilegar í ábyrgðarstöðum hjá
fjármálafyrirtækjum til dæmis. En
karlar mæta á hinn bógirm líka for-
dómum í hefðbundnum kvenna-
störfúm - að ekki sé talað um for-
dóma í garð heimavinnandi karla.“
Niðurstöður
rannsóknar á
hlut kynja í
fjölmiðlum
birtar