Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 45 hrossum á Ármótum í Rangárvallasýslu fargað vegna langvarandi hirðuleysis skoífíög8 uí MfjSÍid m'Índ- Hrossunum ekki við bjargandi að mati fagfólks „PAÐ var mat fagfólks að þessi hross ættu ekki afturkvæmt til eðli- legs lífs, svo illa voru þau komin af vanfóðrun,“ segir Katrín Andrés- dóttir, héraðsdýralæknir í Suður- landsumdæmi, um þau 45 hross á bænum Armótum í Rangárvalla- hreppi sem yfirvöld létu farga á föstudag, vegna langvarandi hirðu- leysis. Þorkell Steinar Ellertsson, bóndi á Armótum, vísar hins vegar öllum ásökunum um hirðuleysi á bug og segir ótrúlegt að yfirvöld hafi leyft sér að fara inn á jörð sína og drejia hrossin. A Armótum eru eftir um tvö hundruð hross og hátt í hundrað nautgripir og er meðferð á þeim nú undir eftirliti. „Vonandi þarf ekki að farga fleiri hrossum á bænum en hreppurinn sér um fóðrun þar þangað til viðunandi lausn finnst," segir Katrín. Katrín segist aldrei hafa séð jafn margar skepnur í svo slæmu ástandi. Tilboð 25% afsláttur fimmtudag • sunnudags ÍSXKNXSKÓI^ Teg. 2451. Litir rouðir og bláir Stærðir 25-35 -VwJ-éibrtW:- Verð nú 3.795,- Teg. Jip 21901. Utur bordo Stærðir 26-40 Vwið aðm íið J.'JTIi,- Verð nó frá 2.995,- Stærðir 18-24 Jíerð4ður*9957 Verð nú 2.995,- > Moonboots. Litlr gráir, i Stærðir 25-35 UeiSUkirtm? Verð nú 2 J 95,- Takmarkao magnl STEINAR WAAGE SKOVERSLUN DOMUS MEDICA ! við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 45 hrossum á bænum Armótum í Rangár- vallasýslu var fargað síðastliðinn föstudag, sökum langvarandi hirðuleysis og vanfóðr- unar. Birna Anna Björnsdóttir kynnti sér málið og ræddi meðal annars við héraðs- dýralækninn í Suðurlandsumdæmi sem segist aldrei hafa séð jafn margar skepnur í * svo slæmu ástandi og bóndann á Armótum sem vísar ásökunum um hirðuleysi á bug. „Þetta er það versta sem ég hef komist í og það er umfang málsins sem gerir þetta svona hrikalegt. Sem betur fer er þetta undantekn- ingartilfelli en mér finnst alveg hræðilegt að horfa upp þetta. Ég hef áður lent í svona málum, en það hef- ur yfirleitt verið hægt að koma þeim í höfn án þess að grípa til þetta rót- tækra ráðstafana, því fólki er alltaf gefinn frestur til úrbóta og oftast er hægt að leysa málin án þess að mikið beri á,“ segir Katrín. Hún segir mál af þessu tagi erfið því verið sé að snerta svo viðkvæman þátt í fari manna. Hún segir mjög ríkt í íslendingum að telja bóndann réttmætan eiganda bús síns og að hann megi þar af leiðandi gera það sem honum sýnist við skepnur sínar. Ástandið þarna sláandi Anna Birna Þráinsdóttir, fulltrúi sýslumanns í Rangárvallarsýslu, segir að í nóvember hafi sýslu- mannsembættinu borist tilkynning frá búfjáreftirlitsmanni sveitarinn- ar, héraðsdýralækni og eftirlits- manni Búnaðarsambandsins, um lé- lega umhirðu búfjár á Armótum. „Þá fór í gang lögmælt ferli, sam- kvæmt lögum um búfjárhald, þar sem gefinn var frestur til úrbóta og voru einhverjar úrbætur gerðar. Svo barst okkur önnur tilkynning rétt fyrir jól, frá sömu aðilum, en þá höfðu þeim borist ábendingar um hh-ðuleysi á bænum. Þá var farið fram á frekari úrbætur, í sambandi við fóðrun og umhirðu, en þær feng- ust ekki með viðunandi hætti. Var mat dýralækna að hrossin væru ekki í ástandi til að þola útigöngu og að húsakostur væri óviðunandi, þannig að lögreglustjóraembættið hér á- kvað, í samráði við embætti yfirdýra- læknis, að verst höldnu skepnunum yrði lógað, því þeim væri ekki við bjargandi," segir Anna Bima. „Astandið þarna var mjög sláandi. Hestarnir voru horaðir og smáfolöld höfð innan um stór hross, en það gef- ur augaleið að það er ekki hægt að láta þetta ganga saman, því stærri hross taka meira til sín og eru yfir- gangssöm." Ekki þótti ástæða til að taka andmæli bóndans til greina Anna Birna segir að þegar ástand skepna sé orðið svona slæmt, vegna mikillar vanrækslu og þess að ekki sé brugðist við kröfum um úrbætur, þýði lítið annað en að aflífa þær, en til þess sé heimild í lögum um búfjár- hald. Hún segir bóndann hafa komið fram andmælum bæði til embættis yfirdýralæknis og lögreglustjóra en ekki hafi þótt ástæða til að taka þau til greina. Anna Birna segir að málið sé méð- höndlað eins og hvert annað sakamál hjá lögreglunni og að nú standi yfir rannsókn á broti á lögum um búfjár- hald og dýraverndarlögum. Viðurlög við brot á þessum lögum séu fjár- sektir og jafnvel fangelsisvist, sé um stórfelld brot að ræða, sem og svipt- ing á leyfi til skepnuhalds. Anna Birna segir umrætt ástand afleiðingu langvarandi hirðuleysis. Aðspurð segir hún að rétt gæti verið að grípa þyrfti fyrr inn í, í aðstæðum sem þessum, svo ekki þurfi að koma til svo sláandi aðgerða. Hún bendir á að í desember hafi embætti héraðs- dýralæknis breyst þannig að nú gegnir hann eingöngu eftirlitshlut- verki og telur hún að sú skipan muni breyta heilmiklu og að með henni sé kominn grundvöllur til að taka betur á málum af þessu tagi. Verður til þess að svona mál verða tekin fastari tökum Ólafur Dýrmundsson, umsjónar- maður búfjárverndarmála hjá Bændasamtökunum, segir Bænda- samtökin harma það þegar mál af þessu tagi ganga svona langt. „Við reynum í lengstu lög að leið- beina mönnum um fóðrun og aðra meðferð á skepnum og ég reikna með að þessi bóndi hafi nýtt sér þær leiðbeiningar, ekki síður en aðrir. Samt fór þessi búskapur svona og ég tel að þar hafi stærð og umfang bús- ins skipt miklu máli.“ Ólafur segir mjög óvenjulegt að svo mörgum skepnum sé fargað á einu bretti, en hrossin hafi greinilega verið í mjög slæmu ástandi og þarna hafi verið um langvarandi vanrækslu að ræða. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið gripið í taumana fyrr segir hann að yfirleitt sé reynt í lengstu lög að leysa svona mál með því að fá viðkomandi til að bæta sig. „Þessi mál taka oft lengri tíma en æskilegt væri, því verið er að reyna að fá menn til þess að laga ástandið. En þetta mál, ásamt skyldum mál- um, verður kannski til þess að bú- fjáreigendur athugi betur sinn gang og að þessi mál verði tekin fastari tökum í framtíðinni.“ ■■ -. , ., ;,y % '*, '■ ■ ■ , ,' ->.Í'C»~á Vr'I' Hross á beit Morgunblaðið/RAX búnaðarráðuneytinu. „Þá verður þessu ferli væntanlega flýtt, einmitt til að svara þeirri gagn- rýni að menn komist allt of lengi upp með að gera ekki nægilega miklar úrbætur, fái þeir athugasemdir. I sumum þessum málum er líka ekki um annað að ræða en að menn hætti búskapnum, því þeir hafa hreinlega ekki tök á því að bæta ástandið." Ólafur segir bændur telja mikil- vægt að farið sé vel með búfé og seg- ir hann slæmt hvemig svona mál, þó fá séu, skaði ímynd búfjáreigenda. „Búfjárverndarmál hér á landi eru almennt í tiltölulega góðu lagi, bú- fjáreigendur skipta þúsundum og svona mál eru mjög fá. En þau koma upp á hverju ári, þannig að við meg- um hvergi slaka á eftirlitskerfi okkar og því miður eru til búfjáreigendur sem sniðganga skikkanlega búfjár- vernd og eru sumir þeirra mjög erf- iðir viðureignai'.“ Ólafur segir það víða vandamál að menn séu með of mörg hross, en ekk- ert sérstakt leyfi þurfi til að halda búfé hér á landi og að engar reglur séu til sem takmarki fjölda skepna, nema sumstaðar í þéttbýli, þar sem sérstakar samþykktir gilda. „A þeim jörðum þar sem er allt of mikið af skepnum og menn ráða ekk- ert við hlutina, þyrftu að vera ein- hverjar hömlur á fjölda.“ Hann segir að stærð beitilands geti þó verið takmarkandi þáttur og að samkvæmt núverandi lögum sé hægt að láta gera svokallaða ítölu í beitilandið. Þá er kannað hversu margt búfé landið er talið þola og í framhaldi af því eru gefin tilmæli um leyfilegan fjölda búfjár á jörðinni. Bóndinn vísar ásökunum á bug Þorkell Steinar Ellertsson, bóndi á Armótum, vísar öllum ásökunum um hirðuleysi og vanfóðrun á bug. „Hrossin voru vel fóðruð og ég efast um að nokkurs staðar á Islandi hafi verið gefið jafn mikið fóður og á Ar- mótum. I þrjú hundruð hrossa stóði er alltaf hægt að finna einhverja ein- staklinga sem af ýmsum ástæðum verða útundan og því er ekki að leyna að þessi harðindakafli sem gekk yfir Suðurland í byrjun desem- ber flýtti fyrir því að lin trippi grenntust. Ég hef haldið hross í ára- tugi og leyfi mér að fullyrða það að héraðsdýralæknirinn á Suðurlandi er vanhæfur til að meta ástand á hrossum,11 segir Þorkell Steinar. Þorkell Steinar segir ótrúlegt að yfirvöld skuli hafa leyft sér að fara inn á jörð sína og drepa hrossin, en hann hafi verið fjarverandi daginn sem þeim var fargað. Hann hafi beð- ið sýslumann um frest sem ekki var gefinn. „Það er með ólíkindum hversu mikil valdbeiting og ofbeldisgjörð þetta er, frá minni hálfu séð, að yfir- völd skuli fara inn á lendur manna með þessum hætti þegar þeir eru ekki einu sinni viðstaddir,“ segir Þorkell Steinar. Hann segist ætla að leita réttar síns og að það sé í athugun með hvaða hætti það verði gert. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir tillögu um Hitaveitu Suðurnesja Vilja kanna hagkvæmni þess að gera Hitaveituna að hlutafélagi PÓSTSENDUM SAMDÆGURS BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar vill láta athuga hvort fysilegt sé að breyta Hitaveitu Suðurnesja í hluta- félag. Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagðist, í samtali við Morgunblaðið, ætla að senda öllum sjö eignaraðilum hitaveitunnar bréf í dag, þar sem óskað yrði eftir því að skipuð yrði undirbúningsnefnd, sem mundi fara yfir kosti og galla þess að gera Hita- veituna að hlutafélagi. „Við teljum að það sé tímabært að hefja þessa vinnu nú,“ sagði Ellert. „Sérstaklega ef það reynist rétt að iðnaðarráðuneytið sé með í smíðum frumvarp sem kveði á um það að orkufyrirtæki skuli gerð að hlutafél- ögum.“ Ellert sagðist sjálfur búast við því að á næstu árum myndu orkufyrir- tæki þróast út í hlutafélög og að sam- fara því myndi markaðurinn opnast meira. Hann sagði ekki ólíklegt að innan fárra ára gæti t.d. Hitaveita Suðumesja selt orku til annarra landshluta í gegnum sérstakar orku- flutningslínur, sem orkufyrirtækjum yrði boðið að tengjast. Felur í sér ýmsa möguleika „Við sjáum það í hendi okkar að þetta verði þróunin og viljum því vera vel undirbúin.“ Hitaveita Suðurnesja er í eigu sjö aðila, þ.e. Reykjanesbæjar, sem á 52%, Ríkissjóðs sem á 20%, Grinda- víkur sem á 11%, Sandgerðis sem á 7%, Gerðahrepps sem á 6%, Vatns- leysustrandarhrepps sem á 3,5% og Hafnarhrepps sem á 0,5%. „Það felur í sér ýmsa sóknarmögu- leika fyrir hitaveituna að gera hana að hlutafélagi. Til dæmis gæti hún farið í samstarf við önnur sveitarfél- ög - við vitum að Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur hafa sýnt því áhuga.“ Ellert Éiríksson sagði ekki tíma- bært að ræða það hvort bæjarsjóður Reykjanesbæjar myndi selja eitt- hvað af sínum hluta þegar og ef hita- veitan yrði gerð að hlutafélagi. Hann sagði að það gæti alveg komið til greina að kaupa stærri hlut, eins og að selja. „Það sem stendur til að gera er að kanna mjög ítarlega kosti þess að gera hitaveituna að hlutafélagi og þá ræður það mestu hvort það verður til hagsbóta fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Við ætlum ekki að fara út í þetta til að tapa á þessu.“ Ellert sagði þetta hinsvegar allt undir því komið hvort eignaraðilarn- ir vildu stofna undirbúningsnefnd, en hann sagði að allir 7 aðilarnir þyrftu að samþykkja það, því sam- kvæmt lögum hitaveitunnar hefðu þeir allir neitunarvald í málum sem þessum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.