Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 13
FRÉTTIR
Fólk
Doktor í
sögu Mið-
Austurlanda
• MAGNÚS Þorkell Bernharðs-
son lauk nýlega doktorsprófi við
sagnfræðideild Yale-háskólans í
Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin
nefnist „Reclaiming a Plundered
Past: Archaaeology and Nationa-
lism in Modern Iraq, 1808-1941“.
Hún fjallar um hvernig sagan,
og sér í lagi fornleifafræðin, hefur
verið notuð og
misnotuð til að
efla þjóðernis-
vitund í Irak
frá því það var
stofnað 1921.
Ritgerðin
skiptist í tvo
hluta. Fyrst er
rakin saga
fornleifarann-
sókna í írak og
hvernig Vest-
urlönd hafa
umgengist hinar einstæðu forn-
minjar landsins og flutt þær, oft
með vafasömum hætti, á söfn eigin
landa. Síðan er skoðuð myndun Ir-
aks eftir heimsstyrjöldina fyrri og
athugað hvernig írakar þurftu að
skrifa sögu sína upp á nýtt til að
, efla eigin vitund sem sjálfstæð
þjóð. Ritgerðin færir síðan rök fyr-
ir því að pólitísk stjórnvöld hafi
haft veruleg áhrif á ritun Iraka á
eigin sögu er tímar liðu eftir því
hvað hentaði í stjórnmálalegu tilliti
á hverjum tíma. Að lokum fjallar
hún um hvernig írakar uppgötvuðu
pólitiskt notagildi eigin forsögu,
sérílagi sögu Mesópótamíu fyrir
daga Islam til þess að byggja upp
þjóðernishyggju landsins. Við það
jókst virðing þeirra fyrir söguleg-
um minjum þjóðarinnar og þá fyrst
reyndu þeir að endurheimta þá
dýrgripi sem geymdir eru á söfnun
Vesturlanda. A síðari tímum hefur
sú spurning orðið æ ágengari hver
eigi í rauninni eignarrétt á slíkum
sögulegum minjum eins og íslend-
ingar þekkja frá baráttu sinni fyrir
endurheimt handritanna.
Magnús lauk stúdentsprófi úr
Verzlunarskóla íslands 1986, BA-
prófi í stjórnmálafræði og guðfræði
frá Háskóla ísalnds 1990, MA í
trúarbragðafræði frá Yale Divinity
School 1992, burtfararprófi í arab-
ísku frá Mahad al-Talim Alugharta
al Arabiyya li al-Janib í Damaskus,
Sýrlandi 1993 og M.Phil.-prófi í
sagnfræði frá Yale 1996. Hann hef-
ur hlotið margvísleg verðlaun og
styrki. Magnús Þorkell er fæddur í
Reykjavík 7. desember 1966. For-
eldrar hans eru sr. Bernharður
Guðmundsson og Rannveig Sigur-
björnsddttir hjúkrunarfræðingur.
Hann er kvæntur Margaret
McComish lögmanni og eiga þau
einn son, Bernharð.
Ungir ökumenn sem sótt hafa umferðarfundi VIS
Valda 26% færri slys-
um en jafnaldrarnir
Morgunblaðið/Jim Smart
Valgeir Ómarsson er einn þeirra sem segir sögu sína á nýju forvarnarmyndbandi. Hér er hann ásamt móður
sinni, Elínu Birnu Árnadóttur, á blaðamannafundinum í gær.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ragnheiður Davíðsdóttir forvamarfulltrúi og Axel Gíslason forstjóri kynntu forvamir VIS í gær.
UNGIR ökumenn, sem sótt hafa
umferðarfundi á vegum Vátrygg-
ingafélags íslands, valda að meðal-
tali 26% fæiTÍ slysum og óhöppum
en jafnaldrar þein'a sem tryggðir
eru hjá félaginu en hafa ekki sótt
slíka fundi. Þessar niðurstöður voru
kynntar á blaðamannafundi VÍS í
gær og jafnframt hrint af stokkun-
um stærsta forvarnarverkefni
tryggingafélagsins frá upphafi.
Verkefnið ber nafnið „Sýndu
þroska - aktu eins og maður“ og er
því sérstaklega beint að ungu fólki í
umferðinni. Tekur það til þriggja
ára og hleypur kostnaður við það á
tugum milljóna króna, að því er
fram kom á blaðamannafundinum.
Byggir átakið á tveimur meginþátt-
um; áleitnum auglýsingum í fjöl-
miðlum og nýju efni á myndböndum
sem sýnd verða á forvarnarfundum
með ungu fólki. Aukinheldur verður
útgáfu forvarnartímaritsins Stanz
haldið áfram í sama tilgangi.
Forvarnir í fimm ár
A fundinum kom fram að árlega
slasast hundruð íslenskra ung-
menna á aldrinum 17-25 ára alvar-
lega í umferðarslysum hér á landi,
en sjö látast. Reynslan sýni að þessi
aldurshópur sé í mestri hættu í um-
ferðinni. Um fimm ára skeið hafi
verið staðið fyrir skipulegu foi'varn-
arstarfi fyrir unga ökumenn og alls
hafi um tólf þúsund sótt slíka fundi
á tímabilinu. Ný gögn leiði í ljós
skýrar vísbendingar um að forvarn-
arstarf af þessu tagi hafi haft veru-
leg áhrif til fækkunar umferðaró-
happa og slysa meðal ungs fólks.
Þegar borin er saman tjónstíðni
þeirra tryggingataka VÍS sem sótt
hafa umferðarfundina og annarra
viðskiptamanna á sama aldri kemur
í ljós að lægri tjónstíðni sem nemur
33% er hjá 17 ára ökumönnum, 20%
meðal 18 ára, 18% hjá 19 ára og
19% meðal tvítugra ökumanna.
Kom fram að forsvarsmenn VIS
hafa sett sér það markmið með nýju
forvarnarátaki að hlutfall óhappa
og slysa meðal ungra ökumanna á
aldrinum 17-25 ára verði ekki
hærra en í öðrum aldurshópum.
Reynslusögur fólks
Ragnheiður Davíðsdóttir hefur
starfað sem forvarnarfulltrúi VÍS
frá árinu 1994 og hún hafði umsjón
með gerð myndbandanna í sam-
vinnu við auglýsingastofuna Gott
fólk. Byggja þau á reynslusögum
fólks sem upplifað hefur umferðar-
slys sem fórnarlömb, aðstandendur
eða komið að þeim vinnu sinnar
vegna.
„Það er óhætt að segja að þessi
myndbönd séu sláandi, ekki síst við-
töl við aðstandendur fómarlamba
slysa, en ekki hefur mikið verið
fjallað um þá viðkvæmu hlið mála,“
segir hún. „Annars vegar er rætt
við foreldra og systur ungs manns
sem lenti í slysi á Reykjanesbraut á
öðram degi jóla 1998. Drengurinn
lifði slysið af, en hlaut varanleg örk-
uml sem munu hafa langvarandi og
afdrifaríkar afleiðingar fyrir hagi
hans og fjölskyldunnar. Þá er rætt
við foreldra ungs drengs sem lést í
umferðarslysi á Þingvallavegi 1996.
Þeir ræða slysið, hinn sára missi og
framtíðaráformin sem aldrei ræt-
ast,“ segir Ragnheiður.
Hún nefnir að gerð myndband-
anna hafi haft veruleg áhrif á þá
sem að þeim unnu og vakið þá til al-
varlegrar umhugsunar.
*
Axel Gíslason forstjóri V átry ggingafélags Islands mn fjölgun slysa
Má rekja til gíf-
urlegrar fj ölgunar
ökutækja
AXEL Gíslason, forstjóri Vá-
tryggingafélags Islands, segir að
umtalsverða fjölgun umferðaró-
happa og slysa megi að nokkra
rekja til gífurlegrar fjölgunar öku-
tækja í umferðinni á síðasta ári,
einkum á höfuðborgarsvæðinu.
Hann gagnrýnir að löggæsla í um-
ferðinni skuli ekki hafa aukist
samhliða fjölgun ökutækja og seg-
ir vafamál hvort núverandi um-
ferðarmannvirki ráði við aukna
umferð.
Endanlegar tölur um fjölda
tjóna hjá tryggingafélögum á síð-
asta ári liggja ekki fyi'ir, en skv.
upplýsingum VIS um heildarfjölda
umferðaróhappa án meiðsla fyrstu
ellefu mánuði síðasta árs hefur
tjónum fjölgað um 10,7% milli ára.
Tjón fyrstu ellefu mánaða ársins
1997 vora alls 5.994, en vora 6.638
á sama tíma í fyrra.
Slysatjónum hefur einnig fjölg-
að og þurfti VÍS að bæta fyrir
1.032 tjón í fyrra borið saman við
969 árið áður. Það er aukning upp
á 6,5%.
14.000 ný ökutæki
„Það fer ekkert á milli mála að
nokkur fjölgun varð á umferðar-
slysum í landinu milli ára. Ein af
ástæðunum er eflaust hversu bíl-
um hefur fjölgað í umferðinni á
síðasta ári. Talið er að um 14.000
ökutæki hafi bæst við á einu ári og
það segir sig sjálft að miklu mun-
ar um slíka aukningu, einkum þar
sem hún hefur að stærstum hluta
orðið á höfuðborgarsvæðinu. Þá
virðist sem ungir ökumenn, sem
löngum hafa valdið hlutfallslega
flestum tjónum, hafi fremur en áð-
ur aðgang að bifreiðum. Það er
orðið algengara að ungt fólk eigi
bíl en áður var,“ segir Axel.
Hann bendir á að umferðarlög-
gæsla hafi ekki verið aukin í sam-
ræmi við aukinn umferðarþunga
og sé því hlutfallslega minni nú en
áður. Þá virðist vegakerfið ekki í
stakk búið fyrir svo mikla fjölgun
bíla og fyrir vikið verði hættulegra
að aka í umferðinni, ekki sist á
höfuðborgarsvæðinu þar sem
þunginn hafi vaxið mest.
Axel segir að tryggingafélögin
bregðist við aukningu umferðar-
tjóna með ýmsu móti, t.d. með
aukinni áherslu á forvarnir. „Með-
an við sjáum að forvarnastarfið
skilar árangri höldum við áfram
með öllum þeim ráðum sem við
höfum vald á og teljum að hafi
áhrif.“
Hann segir að of snemmt sé að
ræða mögulega hækkun á verði ið-
gjalda, en þau hljóti að endur-
spegla aukna tjónatíðni ökumanna.
„Verði áfram aukning á tjónum er
alls ekki hægt að útiloka hækkun
á verði iðgjalda," sagði hann.