Morgunblaðið - 20.01.2000, Page 26

Morgunblaðið - 20.01.2000, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ 9 9 Óc/ýrcrri símfö/ M t fi/ úf/anc/a $ i m i n im Verð á mat- vöru hækkar um 3-12,5% Fjölmörg fyrirtæki eru að hækka verð á ýmsum vörutegundum, bæði innfluttum og innlendum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir leitaði eftir skýringum og hleraði jafnframt viðbrögð stóru innkaupafélaganna. Að minnsta kosti tíu fyrirtæki eru að hækka verð á framleiðsluvörum sínum eða að hækka verð á inn- fluttum vörum. Hækkunin er mis- mikil, allt frá 3% upp í 16%. For- svarsmenn fyrirtækjanna bera fyrir sig auknum launakostnaði, hækkun á fasteignagjöldum, olíu- hækkun, hækkun á bifreiðatrygg- ingum, hækkun á dreifingar- og flutningskostnaði, hækkun á verði umbúða og fleiri þáttum. Forsvarsmenn innkaupafyrir- tækja ýmissa verslana hafa hins vegar mótmælt hækkununum á þeim forsendum að sú gengis- breyting sem orðið hefur að und- anförnu ætti að verða til þess að lækka verð því þættir á borð við hráefnisverð og flutningskostnað eru reiknaðir í erlendri mynt. Jón Scheving, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Baugs, segir þessar verðhækkanir ekki alltaf nauðsynlegar ef miðað er við verð- lagsþróun erlendis og segir að hækkun á vöruverði frá framleið- endum og innflytjendum frá 1. des. s.l. þýði 400-450 milljóna kr. hækkun á útsöluverði matvöru til neytenda. Ekki lengur hægt að greiða eftir launatöxtum Framleiðsluvörur Sælgætis- gerðarinnar Freyju hækka um 4-6% að meðaltali. Ævar Guð- mundsson framkvæmdastjóri segir ástæðuna margþætta; hærra um- búðaverð, launaskrið, hæiTa mjólkurverð, tryggingakostnað, hækkun fasteignagjalda og aukinn tölvukostnað. „Launaskriðið er án efa það sem hefur mest að segja. Ekld er lengur um það að ræða að greitt sé eftir launatöxtum, en samt sem áður erum við í vand- ræðum með að halda í fólk.“ Hann bendir þó á að ef ekki verði áframhaldandi hækkun á ár- inu verði áhrifín óveruleg, því komið sé á annað ár síðan síðast hafi verið hækkað verð á vörum frá Freyju. „Aðföng á borð við Morgunblaðið/Ásdís sykur og kakósmjör hafa lækkað vegna aukins framboðs, en samt ekki nægjanlega til þess að koma í veg fyrir hækkunina sem nú á sér stað,“ segir Ævar. Kexsmiðjan hækkar fram- leiðsluvörur sínar um tæp 7%. Óðinn Svan Geirsson, sölustjóri hjá Kexsmiðjunni, sem er að hækka framleiðsluvörur sínar um 7%, tekur undir orð Ævars og seg- ir að til þess að halda í fólk þurfi að greiða hærri laun en launataxtar segi til um. Hann bendir á að Kexsmiðjan hafi hafið starfsemi 1996 og að þetta sé fyrsta verð- hækkun hjá íyrirtækinu frá upp- hafi. Emmess-ísgerðin er að hækka framleiðsluvörur sínar um 3-5% að meðaltali og ber Magnús Ólafsson Allt ab 50% ódýrari simtöl til útlanda við hækkun á verði um- búða og verðhækkun á innfluttum hjálparefnum, sem gengislækkun náði ekki að halda niðri, auk hækkunar á mjólkurverði. Jeff Clemmensen, mjólkurbússtjóri í Mjólk- ursamlagi Norðfirðinga, segir að 5-8% hækkun á framleiðsluvörum sam- lagsins sé einvörðungu til- komin vegna hækkunar til bænda. Guðlaugur Björg- vinsson, forstjóri Mjólk- ursamsölunnar, segist fagna því að fá tækifæri til að útskýra opinbera verð- breytingu sem fjölmiðlar og fleiri hefðu að undan- förnu keppst við að eigna Mj ólkur samsölunni. „Verðlagning mjólkur- vara fellur undir opinbera verðlagningu og þar af leiðandi er starfandi sk. verðlagsnefnd búvöru sem verðleggur mjólkurvörur eins og aðrar búvörur. Sjö vörutegundir eru fram- leiddar hjá Mjólkursamsölunni Bitruhálsi og er meginuppistaðan í þeim mjólk og vegna hækkunar á henni neyðumst við til að hækka verð á afurðum okkar. Heildsölu- verð á pakkaðri nýmjólk er að hækka um 2,31 krónu. Þar af fara 2,03 krónur beint til þeirra sem selja okkur mjólkina. Af þriggja krónu hækkun í smásölu til neyt- enda fara 28 aurar til okkar til að standa straum af öðrum kostnað- arhækkunum sem verða að sjálf- sögðu í þessum rekstri eins og öðr- um,“ segir hann. Hækkunin hjá Sól-Víking nemur tæpum 5% að meðaltali. Friðþjófur Adolf Ólason markaðsstjóri segir skýringuna vera þá að engin hækkun hafi átt sér stað á síðasta ári þrátt fyrir um 5% verðbólgu. „Launavísitala hefur hækkað um 6% milli ára auk almennrar hækk- unar á ýmsum þáttum." Hækkun á hráefnis- verði erlendis Efnaverksmiðjan Sjöfn er að hækka verð á framleiðsluvörum sínum um 4%. Ástæðuna íyrir því segir Kristinn Sigurharðarson markaðsstjóri vera hækkun á verði hráefnis og umbúða sem sé að miklu leyti bundið olíuverði og hef- ur að hans sögn ekki verið eins hátt í manna minnum. Hann segir dæmi um allt að 70% hækkun á hráefni, t.a.m. leysiefni. McDonalds er að hækka verð á máltíðum hjá sér en að sögn Pét- urs Þóris Péturssonar, markaðs- stjóra hjá Lyst ehf., er verið að hækka verð til jafns við lækkun sem átti sér stað í nóvember í til- raunaskyni en hafi ekki skilað til- ætluðum árangri. Merrild-kaffi hækkar að meðaltali um 12,5% um 1) Hringdu í síma 575"! 1 OO og skróóu símann þinn 2) Eftir þaó velur þú 1 1 OO í sta& 00 í hvert skipti sem þú hringir til útlanda og sparar stórfé Skróningar- og þjónustusíminn er 575-1100 (OpiS fró kl. 9-22 virka daga, 12-16 laugardaga) www.nefsimi.is 120 löfíur ECHINAFORCE Sóihattur Oflug vörn í vetrarkulda Ét náttúrulefea! eilsuhúsiö Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi þessar mundir. Októ Einarsson, markaðsstjóri hjá heildversluninni Danól, segir að kaffiverð sé algjör- lega háð heimsmarkaðsverði og hækki og lækki því í samræmi við það. „A tveimur undanförnum ár- um hefur eingöngu komið til verð- lækkana eftir að kaffiverð náði hámarki í janúar 1998 og fór verð á 500 g af kaffi í 379 kr. en fór svo lækkandi þangað til í júlí á síðasta ári þegar það fór niður í 279 kr. Heimsmarkaðsverð á hrákaffi hef- ur stigið jafnt og þétt síðan í lok september ásamt því að gengi dollarans hefur styrkst. Sú verð- hækkun sem kemur til kastanna nú er vegna hækkunar erlendis sem nemur 12,5%. A síðustu tveimur árum urðu hins vegar alls fimm verðbreytingar, allt lækkan- ir. Nú fer verðið upp í 314 kr. fyrir 500 g og mun það verð gilda í þrjá mánuði því ekki er fyrirséð um verðbreytingar á þeim tíma,“ segir hann. Umbúðakostnaður hefur aukist Framleiðsluvörur hjá Kjama- vörum, smjörlíki, sultur og graut- ar, era að hækka um allt að 4%. Guðjón Rúnarsson, framleiðslu- stjóri hjá Kjarnavörum, segir rúm tvö ár síðan síðasta hækkun hafi orðið og hækkunin núna sé fyrst og fremst tilkomin vegna aukins kostnaðar við umbúðir og flutninga en einnig vegna launaskriðs í þjóð- félaginu. Umbúðimar sem notaðar eru eru íslensk framleiðsla frá Reykjalundi og Kassagerðinni og hafa þær hækkað um 12-16%. Frón er að hækka nokkrar framleiðsluvörur um 4% og nokkr- ar innflutningsvörur um 2-3%. Helstu ástæður í framleiðslunni eru umbúðir og launahækkanir, að sögn Guðmundar Páls Gíslasonar, markaðsstjóra hjá Frón. „Inn- flutningur er orðinn kostnaðar- samari, en einnig hefur orðið hækkun á ýmsum erlendum vörum og flutningsgjöld hafa jafnframt hækkað töluvert." Aðspurður segii' hann gengi íslensku krónunnar hafa verið mjög hagstætt að und- anfömu en vörarnar sem era að hækka núna hafi verið keyptar inn áður en það gerðist. Innkaupafélögin mótmæla þessari verðþróun Gísli Gíslason, deildarstjóri Samlands, sem er innkaupafélag verslana Matbæjar, sem áður var KEA, segir að þeim hækkunum sem tilkynntar hafa verið til þeirra hafi þegar verið mótmælt en ekki hafi enn borist viðbrögð við þeim. Samland muni skoða hvort hægt sé að kaupa sambærilega vöru annars staðar, því alltaf sé stefnt að því að ná sem hagstæðustum samningum. Innkaupaíyrirtækið flytur sjálft inn ýmsar vörar og ætlar að skoða hvort grandvöllur sé fyrir því að flytja inn vörar í auknum mælk Sigurður A. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Búrs, sem er inn- kaupafélag Kaupáss, Samkaups, Kaupfélaganna, Olíufélagsins og fleiri aðila, segist áhyggjufullur yf- ir verðhækkuninni og að verslun- um sé þar kennt um án þess að reynt sé að skýra orsakirnar. „Við höfum óskað eftir skýrum rök- semdafærslum vegna hækkunar- innar sem við eram ekki tilbúnir að taka á okkur þegjandi og hljóðalaust," segir hann. Hann vill jafnframt benda á að erlendur gjaldeyrir hafi stórlækkað, gjald- eyrir sem tengist evranni hafi t.a.m. lækkað um 10%, sem hefur þau áhrif að verðið á vörunni sjálfri fer lækkandi í íslenskum krónum. „Ekki þýðir að bera fyrir sig hærri flutningskostnað því fyr- irtækin semja um flutningskostn- aðinn í erlendri mynt, oftast í mynt þess lands sem varan er flutt frá og vegna gengislækkunar hlýtur flutningskostnaður að hafa lækkað sem því svarar. Við hjá Búri erum í töluverðum innflutningi og sjáum hjá okkur umtalsverða verðlækkun á þeim vörum sem við erum að flytja inn sjálfir. Það þýðir að við munum beina okkar innkaupum frekar inn í þennan farveg á næst- unni og auka við eigin innflutning."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.