Morgunblaðið - 20.01.2000, Page 37

Morgunblaðið - 20.01.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 37 NÍUNDA sinfónía Ludwigs van Beethovens var einstæð í tónbókmenntum veraldar þegar hún kom fram, bæði vegna stærðar sinnar og reisnar og sökum þeirrar nýbreytni að kalla til ein- söngvara og kór í lokaþættinum. Margir telja hana stórbrotnasta tón- verk sem samið hefur verið. Hún var lengi í smíðum. Átta fyrri sinfóníur Beethovens voru samdar á 12 árum, en svo liðu 11 ár þar til hin níunda kom fram, veturinn 1823-24. Skömmu eftir að Beethoven lauk við að semja 8. sinfóníuna árið 1812 hóf hann undirbúning að þen-ri níundu, sinfóníu í d-moll, sem átti að vera hljómsveitarverk í „þýskum anda“. Þjóðarvitundin var sterk á þessum tíma, ekki aðeins á stjóm- málasviðinu heldur einnig á sviði lista. Hann skráði fyrst hjá sér upp- köst að skertsóþættinum árið 1815. Þremur árum seinna hafði Beethoven í hyggju „að semja sinfóníu í gömlum stíl með trúarlegum söng - raddimar myndu heyrast í lokaþættinum eða ef til vill strax í adagio-þættinum“. Þegar Fílharmóníufélagið í Lon- don pantaði nýja sinfóníu frá honum í nóvember 1822 og bauð 50 punda greiðslu fyrir var d-moll sinfónían komin vel á veg. „Óðurinn til gleðinn- ar“ eftir Schiller hafði birst árið 1785 og varð mjög vinsæll. Líklegt er að Beethoven hafi samið tónlist við ljóðið áður en hann flutti frá Bonn árið 1792. Tæpum tuttugu áram síðar minnist hann enn á að hann hafi sam- ið tónlist við Ijóð Schillers en í þetta sinn hafði hann í hyggju að nota hana í kórforleik. Tilboðið frá London gaf honum hugmynd um að sameina í eina heild kórverk við ljóð Schillers, sinfóníu með trúarlegum söng og hljómsveitarverk í þýskum anda. Endirinn varð samt sá að trúarlegi söngurinn og hljómsveitarverk í þýskum anda varð að tónverkinu Missa solemnis, sem Beethoven samdi samtímis því sem hann vann að lokagerð d-moll sinfóníunnar. Sumar- ið 1823 féll Beethoven frá þeirri ætlan sinni að hafa lokaþátt d-moll sinfón- íunnar fyrir hljómsveit eingöngu og skrifaði nýjan lokaþátt, byggðan á fyrri hugmyndum sínum um tónlist- Óg’nun við tónlistina Sinfóníuhljómsveit Islands flytur Níundu sinfóníu Beethovens ásamt einsöngvurum, kór og öllu tilheyrandi í Háskólabíói í kvöld. -7---—----------------------- A efnisskrá er einnig fyrsta sinfónía meist- arans. Orri Páll Ormarsson kynnti sér for- sögu þessara háttskrifuðu tónverka og ræddi við tvo af einsöngvurunum, Finn - ------------------------- Bjarnason og Ingveldi Yri Jónsdóttur. ina við ljóð Schillers, Óðinn til gleðinnar. Beethoven lauk við samningu þessa mikla og volduga tónverks í mars 1824 og var það frumflutt í Vín 7. maí sama ár undir stjóm Beethovens. Það fylgir frásögninni um fram- flutninginn að flytjend- unum hafi verið ráðlagt að hafa auga með fyrstu fiðlu og fylgjast með hreyfingum konsert- meistara því að hljóm- sveitarstjórinn, Beet- hoven, var þá orðinn algjörlega heymarlaus. Bar með sér sjálfsöryggi Beethoven var orðinn 29 ára gam- all þegar hann kynnti fyrstu sinfóníu sína fyrir heiminum á tónleikum í Hofberg leikhúsinu í Vín 2. apríl árið 1800. Sinfónían bar með sér það sjálfsöryggi sem átti eftir að vera ein- kenni Beethovens alla ævi en á þessum áram var hann ekki enn þekktur fyrir það útlit og þá framkomu sem einkenndu hann seinna á ævinni þegar hann var með úfið hár, órakaður, ótilhafður í klæðnaði, sérvitur og stjóm- samur. Fyrstu drög sinfón- íunnar má rekja nokkur ár aftur í tímann. Ævi- sagnaritarar Beethov- ens telja sig hafa fundið út að drögin að allegro- stefi lokaþáttarins sé að finna í minnispunktum frá vetrinum 1794-1795 og stef þriðja þáttar sé alveg hliðstætt einum þýsku dansanna sem Beethoven samdi en dagsetning þeirra er á huldu. Þegar hér var komið hafði hann þegar samið kantötur, kammerverk, tvo píanókonserta og minniháttar hljómsveitarverk svo tfmi var kominn til að ráðast í sinfóníuformið. Afkoma Ludwig van Beethoven hans var tryggð því að hinn virðulegi austun-fski hefðarmaður, Lichowsky prins, hafði heitið honum fjárstuðn- ingi þar til honum yrði veitt opinber staða sem væri samboðin snilli hans. Beethoven bárast fleiri pantanir um tónverk en hann gat sinnt og hann hafði því býsna góðar tekjur af tón- smíðum sínum. I grímu- klæðnaði Beethoven samlagaðist á þessum tíma að mestu leyti því mynstri sem tíðarandinn bauð upp á og hið sama má segja um fyrstu sinfóníuna hans. Hún fylgdi hinu hefðbundna sinfóníu- formi átjándu aldar í hljóðfæraskipan og uppbyggingu. Hið létta yfirbragð hennai’ fól í sér viðurkenningu forms og stfls meistaranna Mozarts og Haydns. Þrátt fyrir það var sagt að sinfónían væri að vissu leyti í grímu- klæðnaði. Hún bæri átjándualdar hárkollu, talaði hefðbundið tónmál eins og tíðkaðist hjá hirðinni og hegð- aði sér eins og tÚ var ætlast af vel sömdum sinfóníum þess tíma. Samt skynjuðu menn óhaminn kraft og karlmennsku undir yfirborðinu, breiddina og víddina sem greindi hana frá öðrum verkum. í verkum Beethovens gátu sam- tímamenn hans greint byltingar- manninn. Þeir reyndust hafa rétt fyr- irsér. Eitthvað var það samt í tónlist Beethovens sem raglaði, hræddi og ergði samtímamenn hans. Einn þýsk- ur gagnrýnandi skrifaði eftfr fram- flutning fyrstu sinfóníunnai’ að hún væri „samsafn af raglingslegum há- vaða ósvífins ungs manns“. Tíu áram síðar skrifaði annar tónlistarmaður í París að „hin furðulega velgengni sin- fóníunnar væri ógnun við tónlistina. Það er sagt að hin grófasta notkun ómstríðunnar og hávaðasöm notkun hljóðfæranna skapi áhrif. Því miður gerir það ekkert annað en að stinga í eyra, slíkt höfðar ekki til hjartans!“ Stjómandi á tónleikunum í kvöld verður Rico Saccani, aðalhljómsveit- arstjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Tónleikarnir verða endurtekn- fr á laugardag. Að finna frum- kraftinn „ÞETTA er massívasta finale sem maður hefur séð, heyrt og sungið,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópransöngkona, nýkomin af æfingu með Sinfóníuhljómsveit Is- lands, þar sem Níunda sinfónía Beethovens var í brennidepli. Og fé- lagi hennar, Finnur Bjarnason ten- órsöngvari, sem jafnframt verður í eldlinunni með hljómsveitinni í kvöld, tekur upp þráðinn: „Það er ótrúlegt að standa i öllum þessum hópi, innan um sjötíu manna hljóm- sveit og sextíu manna kór. Maður fær sannarlega á tilfinninguna að maður sé þátttakandi í viðburði. Frumkrafturinn umlykur mann. Það verður mikil upplifun, heiður, að taka þátt i þessum tónleikum." Auk Finns og Ingveldar Ýrar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona, Guðjón Óskarsson bassasöngvari og Kór íslensku óp- erunnar gestir hljómsveitarinnar í kvöld. Finnur þreytir nú frumraun sína með Sinfóníunni en Ingveldur Ýr kom fyrst fram með henni í fyrra. Bera þau lof á hljómsveitina, sem sé mjög góð, og stjórnandann, Rico Saccani. „Það er mjög gaman að vinna með Saccani," segir Ingveld- ur Ýr. „Hann hefur virkilega gaman af því sem hann er að gera - drífur mannskapinn áfram, skælbrosandi og hoppandi. Hann er sannkallaður orkubolti sem hæfir þessu verki vel.“ Guðjón hefur einn einsöngvar- anna sungið Níundu sinfóm'una áð- ur. Hin þijú glúna nú við hana í fyrsta sinn. „Þetta er auðvitað frá- bært tækifæri en um leið fylgir Morgunblaðið/Kristinn Einsöngvararnir á æfingu með kór og hljómsveit. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Finnur Bjarnason og Guðjón Óskarsson. þessu dálítil pressa,“ viðurkennir Finnur. „Verkið er svo frægt. Það þekkir svo að segja hver einasti maður Níundu sinfóniuna. Það má því gera ráð fyrir því að hluti áheyr- enda kunni verkið jafnvel betur en við og hafi sínar hugmyndir um það hvernig standa beri að flutningnum. En það tilheyrir þessu.“ Segja söngvararnir sinfómuna einnig erfiða í flutningi, þó meira reyni vissulega á hljórnsveitina og kórinn en einsöngvarana. „Þetta er mikil þrekraun fyrir hljómsveitina enda getur verkið tekið allt að sjöt- íu mínútum í flutningi og hljóin- sveitin búin að vera að í um 45 mín- útur áður en við söngvaramir komum til skjalanna. Við fáum þó að reyna vel á okkur líka enda var Beethoven þekktur fyrir að ýta hljóðfæraleikurum og söngvurum út á ystu nöf, eins og Jón Leifs gerði síðar, og þetta verk er engin undan- tekning frá þeirri reglu. Maður þarf að leggja ofboðslega mikið f þetta,“ segir Finnur. Búinn að skipta um fag Eins og tónelskum Islendingum er kunnugt hefur Finnur verið að breyta um fag að undanfömu, skipta úr barfton yfír í tenór. Þessari um- pólun, ef svo má að orði komast, er nú lokið. „Þetta hefur verið við- burðaríkt og strembið ár en það er hægara sagt en gert að taka sér frí frá tónleikahaldi til að þjálfa röddina á nýjum forsendum. Ég hef hins veg- ar reynt að syngja mest tónlist sem liggur á mörkum þessara tveggja faga, hið svonefnda millifag." En héðan í frá mun Finnur koma fram sem tenórsöngvari. Líta má á tónleikana í kvöld sem ákveðið upp- haf en næst geta söngunnendur fylgst með honum í óperu Brittens, Lúkretía svívirt, í íslensku óper- unni, en hún verður frumsýnd { byriun febrúar. Á næstunni leggur Finnur einnig upp í tónleikaferð um Bretland með Messias, þar sem söngfólkið mun klæðast 18. aldar búningum. Að ferðinni stendur tónleikahaldarinn Raymond Gubbay, sem vinnur, að sögn Finns, við að færa óperur út til fjöldans. „Hann er frægur fyrir að fylla heilu húsin og jafnvel íþrótta- hallimar af fólki.“ Síðasta árið hefur líka verið við- burðaríkt hjá Ingveldi - þó með öðr- um hætti sé. Fyrir tíu mánuðum eignaðist hún nefnilega sitt fyrsta barn - stúlku sem átt hefur hug hennar allan. „Ég er svona að fara af stað aftur,“ segir hún og á þá við sönginn, „er til dæmis nýkomin úr tónleikaferð til Bandaríkjanna og fer þangað aftur í apríl. Síðan er ég að skoða fleiri hluti sem of snemmt er að tala um núna.“ í gyllt- um sal MYJVDLIST G a 11 e r í i 8 OLA KOLEHMAINEN Ljósmyndir. Opið fimmtudag til sunnudags frá 14 til 18. Sýningunni lýkur 23. janúar. OLE Kolehmainen er finnskur listamaður sem vinnur fyrst og fremst með ljósmyndainnsetningar og hefur á síðasta áratug sýnt víða í Finnlandi og um Evrópu. Verk hans era fyrst og fremst umfjöllun um birtu og ljóshrif og era gjarnan nokkuð afstrakt og naum, en á sýn- ingunni í Ingólfsstræti sýnir hann þó hefðbundnari ljósmyndir sem af Gyllta salnum svokallaða í ráðhúsinu í Stokkhólmi. Um er að ræða nokkr- ar stórar myndir sem saman mynda eins konar skráningu á þessum mikla og glæsilega hátíðarsal þeirra Svía. Salurinn sjálfur er verðugt við- fangsefni því veggir hans era klædd- ir ótal smáum gullflísum og inn í þá eru síðan felldar myndir og áletranir í miðaldastíl - líkastar spássíuefni úr miðaldahandritum - sem sýna pers- ónur úr sögu Svíaveldis, þjóðhöfð- ingja, heimspekinga, rithöfunda og skemmtikrafta. Þar má sjá Margréti drottningu sem kom á Kalmarsam- bandinu, dulspekinginn Swedenborg sem kortlagði bæði himnaríki og hel- víti í hinu mikla höfuðverki sínu Arcana Coelestiæ, söngkonuna frægu Jenny Lind sem á síðustu öld heillaði óperaunnendur um alla Evrópu og var þekkt sem „sænski næturgalinn" og skáldið og bóka- vörðinn Strindberg. Ole ýkir gullna birtuna í salnum með því að beina sterku Ijósi inn í gegnum gluggana og láta það endur- varpast af gullflisunum. Þannig má segja að þótt ljósmyndir hans virðist blátt áfram og einfaldar eru þær í raun eins konar innsetning eða um- breyting, túlkun hans á birtunni í salnum. Sjálfur lítur hann á þetta sem eins konar táknmynd og segir að Ijósið sé „vísbending hins himn- eska, hvort tveggja sem tjáningar- miðill og efniviður". Hvað sem því líður hefði kannski verið skemmtilegra að sjá á sýning- unni einhverja af innsetningum Ole eða jafnvel verk unnið inn í rýmið sjálft, því af bókum að dæma nýtur hann sín best í slíkum verkum. Myndimar úr Gyllta salnum virðast frekar vera eins konar „homage“ til þeirra sem byggðu salinn og fönguðu í honum undursamlega gullna birt- una en sjálfstætt verk frá lista- mannsins hálfu. Engu að síður era myndirnar afar fallegar og sýna vel næmi Ole fyrir ljósi og margbreyti- legum merkingarhrifum þess. Von- andi er þessi sýning upphafið á frek- ara sýningahaldi hans hér á landi. Jón Proppé ---------------- Sýningum lýkur SUNNUDAGINN 23. janúar nk. lýkur sýningu á verkum finnska myndlistarmannsins Ola Kolehmain- eníi8. Ola Kolehmainen er fæddur í Helsinki árið 1964 og lauk masters- námi frá Ijósmyndadeild Listiðnað- arháskólans í Helsinki. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín. Á sýningunni í i8 er innsetning með ljósmyndum teknum í gyllta salnum í ráðhúsinu í Stokk- hólmi. Verkum sínum lýsfr listamaðurinn á eftirfarandi hátt: Ég kanna þær hliðar dauðleika okkar sem era hvorki ógnvekjandi né hryllilegar, heldur himneskar og friðsælar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.