Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ ,44 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 Beina lýðræðið Maðurinn er alls ekki stjórnmáladýr eins og miklir áhugamenn um stjórn- mál telja sérgjarnan trú um. Oðru hverju heyrast raddir um að hér á landi beri að koma á svokölluðu beinu lýðræði, þ.e. að efnt skuli reglulega til þjóðarat- kvæðagreiðslu um ágreiningsmál og almenningur þannig gerður að virkum þátttakendum í pólitískri ákvarðanatöku. Hingað til hafa þetta þó að mestu verið hjáróma raddir draumóramanna. En nú virðast tvö stærstu dagblöð þjóð- arinnar orðin eindregnir mál- svarar beins lýðræðis, annað blaðið vegna þess að lýðræði hér á landi sé í molum og stjórnmála- mennirnir spilltir en hitt blaðið sökum þess að bylting í upp- lýsingatækni og aukin menntun almennings kalli á „þróun“ þess fulltrúalýðræðis sem við höfum búið við í átt til „lýðræðis nýrrar aldar“ - beins lýðræðis. Tvisvar hefur verið efnt til þjóðarat- VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson kvæða- greiðslu hér á landi til að staðfesta með þjóðinni þá stjórnskipun sem við búum við. Árið 1918 var Sam- bandslagasamningurinn við Dan- mörku samþykktur í þjóðar- atkvæðagreiðslu og Islendingar urðu sjálfstæð þjóð. Á sama hátt var lýðveldisstofnunin samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944. Að auki hefur þrívegis verið efnt til þjóðaratkvæðisgreiðslu um ein- stök deilumál: árið 1908 um bann við innflutningi áfengis, árið 1916 um þegnskylduvinnu og árið 1933 um afnám áfengisbannsins. En frá lýðveldisstofnuninni 1944 hefur engin þjóðaratkvæða- greiðsla farið fram á Islandi. Oft hefur þó verið gerð krafa til þess, svo sem þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var samþykktur 1994. Árið 1996 lögðu tveir þingmenn Þjóðvaka fram frumvarp á Alþingi um að gera almenningi kleift að krefjast þjóðaratkvæðis um nýsamþykkt lög ef þriðjungur atkvæðisbærra manna skrifaði á undirskriftar- lista þess efnis til forseta lýðveld- isins. En forystusveitir hinna hefðbundnu flokka hafa jafnan verið andvígar þjóðarat- kvæðagreiðslu á þeirri forsendu að hún skaðaði fulltrúalýðræðið og græfi undan þingræðinu. Einn meginkostur þingræðis- ins er að kjörnum fulltrúum gefst færi á að taka erfíðar ákvarðanir í samræmi við sannfæringu sína óháð því hvemig almenningsálit- ið blæs hverju sinni. Það er hluti af því umboði sem þingmenn fá frá kjósendum við kosningu sína að axla þá ábyrgð að taka óvin- sælar ákvarðanir. Síðan verða hinir kjömu fulltrúar auðvitað að standa almenningi reikningsskil gerða sinna í næstu kosningum. Landsstjórnin yrði ómarkviss ef stjórnmálamenn fengju ekki svigrúm til að láta reyna á stefnu sína og tíma til að láta óvinsælar ráðstafanir bera ávöxt. Ef öllum meiriháttar ágreiningsmálum væri skotið undir þjóðaratkvæði yrðu stjórnmálamennirnir ekki aðeins að verkfæram síbreytilegs almenningsálits heldur yrði ábyrgð á stjórnvaldsákvörðunum óljós og á endanum marklaus. Við reglubundnar þjóðarat- kvæðagreiðslur myndu áhrif sér- hagsmunaafla vaxa stórlega. Þau myndu einhenda sér í baráttu fyrir sínum hagsmunum og í þverpólitískum málum yrði í rauninni ekki um neitt mótvægi að ræða. Áfengisbannið 1908 er einmitt gott dæmi um þau áhrif sem vel skipulagður þrýstihópur getur haft í þjóðaratkvæða- greiðslu. Fulltrúakerfið hins veg- ar gefur okkur mikilsverða vernd gegn ágangi fjársterkra sérhags- munaafla. Við stefnumótun sína þurfa stjórnmálaflokkarnir að taka tillit til margra andstæðra sjónarmiða og þar getur aldrei einn öflugur hagsmunahópur ráðið alveg ferðinni. Þótt skólaganga almennings hafi lengst er ekki þar með sagt að almenn þekking á þjóðmálum hafi aukist. Ætli sé nokkuð of- mælt að segja að gagnfræðingur fyrir hálfri öld hafi haft staðbetri þekkingu á þjóðmálum og sögu lands og þjóðar en maður með háskólagráðu nú á dögum? Allar skoðanakannanir sýna mikla van- þekkingu fólks á helstu ágrein- ingsefnum, þótt það komi auð- vitað ekki í veg fyrir að fólk hafi á þeim afdráttarlausar skoðanir. Þess vegna er almenningur iðu- lega berskjaldaður fyrir áróðri lýðskramara og ósvífinna sér- hagsmunahópa. Stundum er því haldið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla sé kjörin aðferð til að höggva á hnútinn í djúpstæðum ágreiningsmálum sem hart er deilt um í þingsölum. Þar væri þó fremur um flóttaleið að ræða heldur en raunverulega lausn. Ágreiningsefni gufa ekki upp þótt greidd séu um þau at- kvæði. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Noregi um aðild að Evrópusam- bandinu hefur t.d. alls ekki orðið til þess að eyða hinum djúpstæða ágreiningi sem ríkir í landinu um það mál. Enn er hart deilt um að- ild Breta að Evrópusambandinu þótt hún hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir aldarfjórðungi! Er með nokkram rétti hægt að halda því fram að við værum betur sett ef þjóðar- atkvæðagreiðsla hefði verið hald- in um inngönguna í Atlantshafs- bandalagið, varnarsamninginn við Bandaríkin, aðildina að EFTA eða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið? Halda menn raunveralega að deilurnar um kvótann og hálend- ismálin hefðu þagnað við það eitt að efna til þjóðaratkvæðis? Staðreyndin er sú að fólk hefur mjög takmarkaðan áhuga á stjórnmálum - nema þegar eitt- hvað fer úrskeiðis og þá tryggir fulltrúalýðræðið að fólk geti beitt sér. Sérstaklega er það áberandi á sveitarstjórnarstiginu hversu lítinn áhuga fólk hefur raunvera- lega á að taka þátt í ákvörðunum sem halda mætti að varðaði það miklu. Maðurinn er nefnilega alls ekki stjórnmáladýr eins og miklir áhugamenn um stjórnmál telja sér gjarnan trú um. Verkefni nýrrar aldar er að gera okkur sem minnst háð stjórnmálaþjarki, draga úr möguleikum stjórnmálamanna til að hafa áhrif á líf okkar og búa svo um hnútana að við getum ræktað garðinn okkar í friði - án þess að eiga á hættu að af- skiptasamur stjórnmálamaður setji líf okkar úr skorðum. ___________UMRÆÐAN___________ „Sáttfúsi“ foringinn Á LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins nokkra fyrir alþingis- kosningar 1999 upphóf formaður hans nýjan söng sáttfýsi í fisk- veiðimálum. Þá kom það hljóð úr strokki að ekki væri búandi við hina miklu óánægju sem ríkti með þjóðinni um það mál. Tilkynnt var að skipuð yrði sáttanefnd í málið. Augnaþjónar auð- valdsins lofuðu strax guð og kváðu með öllu óþarft að hafa frekari áhyggjur. Málið væri leyst. Þessu trúði landslýðurinn og leiddi málið að mestu hjá sér í kosn- ingunum 8. maí. Þar með var tilganginum náð og óþarft að leika fleiri skjöldum, enda vissu lénsherrarnir allan tímann að hér var aðeins um ómerkilegt áróð- ursbragð að tefla og héldu glaðir áfram að greiða herkostnað kvóta- flokkanna í kosningunum. Sáttanefndin svokallaða var að meirihluta skipuð attaníossum auð- valdsins og hefir enda ekki einu sinni verið kölluð saman til fundar hvað þá meir. Þegar þar að kemur verða þeir trúlega ekki hjátækir sér við að sanka saman lygaáróðri LÍÚ-foryst- unnar um ágæti gripdeildarlaganna, sem fiskveiðum er stjórnað eftir. En til þess að ganga úr skugga um sáttfýsi ríkisstjómar í málinu er hægt um hönd að vitna í ummæli for- sætisráðherrans sem hann viðhafði í „Kastljósi" Sjónvarpsins á þrett- ánda dag jóla. Orðrétt: „Síðan ákveður þessi dómari sjálf- ur að yfirfæra 5. gr. og rök Hæsta- réttar á 5. gr. yfir á 7. gr. og nota hana síðan til að kveða upp þennan dóm. Og ef þessi dómur stæðist eins og ég sagði ykkur áðan, þá þýðir það, að það má setja aflamark, það má segja, hljótum að mega segja, það má veiða kannski 300 þúsund tonn af þorski, síðan mega þeir ekki veiða neitt meira og síðan mega allir Islendingar og allir útlendingar koma hér og um leið og árið byrjar, fiskveiðiár- ið í september, eða hvenær sem það er, að byrja að veiða eins og þeir lifandi geta með öllum þeim flota sem til er, klára þorskinn og annan afla kannski á 1-2 mánuðum. Síðan má enginn veiða meira skv. þessum dómi. Og þá getum við þá vænt- anlega lokað hér sjopp- unni og farið bara öll til Kanarí á meðan og komið svo heim eftir 10 mánuði og sjá hvort eitthvað verður eftir af landinu þ.e.a.s. efnahagslíf- inu.“ Sáttatónn Horfínn er nú sáttatónn kosningabaráttunnar, segir Sverrir Hermannsson, sem hefði raunar ekki þurft að blekkja neinn. Fréttakona upplýsti að forstjóri Þjóðhagsstofnunar hefði fitjað upp á þeirri lausn að bjóða upp aflaheim- ildir, ef Hæstiréttur staðfesti Vatn- eyrardóminn. Svar forsætisráðherra: „Ég hef ekki heyrt þetta en ef hann hefur sagt þetta þá er hann kominn langt fram úr sjálfum sér sá ágæti maður.“ Heimdellingurinn í gervi frétta- manns spyr auðmjúkur: „Er engin leið að setja upp lög sem bæði vernda fiskistofna og einhvern veg- inn sneiða hjá því að brjóta jafnræð- isregluna...?“ Davíð Oddsson: „Það yi'ðu a.m.k. að koma miklir lögvísindamenn til. Ef mjög góðir lögfræðingar fara yfír þetta og telja þetta allt saman stand; ast, það tæki sennilega sinn tíma. Á meðan gætu menn þá veitt hér á ís- landsmiðum, allra landa menn, allra þjóða menn, allan þann fisk sem þeir vildu. Ég vildi ekki búa hér eftir það en þannig er þetta.“ Éréttakonan spyr: „En segjum að Hæstiréttur mundi staðfesta þenn- an dóm, sérð þú einhverja lausn í sjónmáli?“ Forsætisráðherra: „Nei, ég sé það ekki því þá væri íslenskt efnahags- kerfi hranið þannig að þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af fleiri dóm- um hér í framtíðinni því það verður ekkert eftir hér.“ Undirritaður hefir ekki þrek til að vitna frekar í þessa endileysu, en í Morgunblaðinu sunnudaginn 16. janúar, stendur eftirfarandi í „Við- horfi“ Kristjáns G. Arngrímssonar: „Stjórnmálamaður sem talar við þjóðina eins og hún sé safn fábjána hefur gleymt því að hann er ekki bara í valdabaráttu, þar sem er eðli- legt að andstæðingnum sé ekki sýnd of mikil virðing,“ og er þar að tala um stjórnmálamanninn Davíð Odds- son í fyrrnefndu „Kastljósi". Það kann að vera að mönnum sýn- ist sitt hverjum um hin tilvitnuðu orð. Um eitt ættu menn þó a.m.k. að geta verið sammála: Það er ekki sáttatónn í þessu tali. Horfinn er nú sáttatónn kosninga- baráttunnar, sem hefði raunar ekki þurft að blekkja neinn. Hinsvegar þegja þeir nú ýmsir þunnu hljóði, sem drýgstir voru í flutningi sátta- sinfóníunnar á liðnu vori. En haldi stjórnvöld svo fram stefnunni sem horfir er mikill háski á ferðum. Höfundur er alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins. Sverrir Hermannsson Samfylkingin í Reykja- vík býður til leiks FRAMUNDAN era spennandi tímar fyrir alla þá sem vilja raun- veralegt jafnrétti í ís- lensku samfélagi, jafn- ari lífskjör, bætta almenna velferð og fé- lagslegt réttlæti. Það er kominn tími til að byggja nýjan og sam- eiginlegan grann fyrir það fólk sem áður gekk í ólíkum fylkingum til stuðnings svipuðum baráttumálum. Stundin til að skapa nýtt og sameinað afl er rannin upp. Að undanförnu hefur velferðarkerfið átt undir högg að sækja. Misskipting tekna og lífs- kjara hér á landi er meiri en við sætt- umokkurvið. Hagvaxtarbylgja undanfarinna ára hefur fleytt sumum í hæstu hæð- ir en skilið aðra eftir í kröppum öldu- dal. Óréttlátar reglur í atvinnugrein- um gera það að verkum að fáeinir maka krókinn á kostnað annarra. Samkenndin - félagshyggjan - samábyrgð meðborgaranna á högum hver annars þokaði fyrir óheftri sam- keppni, sérhyggju, ábyrgðarlausu frelsi og klíkuskap. Tími til að breyta Hin óhefta frjálshyggja hefur rannið sitt skeið. Nú era að renna upp tímar félagshyggju, kvenfrelsis og jafnaðarstefnu. Við treystum á samhygð og félagsleg tengsl sam- borgaranna. Til að bregðast við misrétti, ofbeldi og glæpum þarf að stuðla að því að auka samkennd meðal fólks í nánasta umhverfi þess. Samfylkingarfélög hafa nú verið stofnuð um land allt. Kjördæm- isfélag Samfylkingar- innar í Reykjavík hefur ákveðið að fara þá leið í upphafi að bjóða öllum til leiks með því að setja á laggimar mál- efnahópa til að skoða og skilgreina pólitísk viðfangsefni okkar. Þau málefni sem byrj- að verður á að skoða snerta eftirfar- andi svið: Atvinnu- og efnahagsmál, borgarmál, félags- og heilbrigðismál, hugmyndafræði, kvenfrelsismál, kynningarmál, mennta- og menning- armál, skipulagsmál, umhverfismál og utanríkis- og alþjóðamál. Með því að koma starfi þessara hópa í gang vill félagið veita stuðningsmönnum Samfylkingarinnar tækifæri til þess að taka þátt í umræðum í aðdrag- anda stofnfundar nýs flokks hreyf- ingarinnar. Laugardaginn 22. janúar klukkan 11 fyrir hádegi verður hald- Stjórnmál Samfylkingin í Reykja- vík býður til samræðu um málefni líðandi stundar, segir Stefán Jóhann Stefánsson, og opnar öllu áhugafólki leið að pólitískri umræðu og áhrifum. inn fundur á Sólon íslandus við Ing- ólfsstræti í Reykjavík þar sem hug- myndir að starfi hópanna verða kynntar og fyrstu skref ákveðin. Nú undirbúum við jarðveginn og ræktum okkar land. Með því að taka þátt í starfi málefnahópa getum við komið okkar sjónarmiðum á fram- færi og lagt baráttunni lið. Málefna- hópar era tæki hins almenna félaga til að taka þátt í starfinu með opnum og lýðræðislegum hætti. Höfundur er formaður Kjördæmisfé- lags Samfylkingarinnar í Reykjavfk. Fréttir á Netinu mbl.is /KLLTj\f= e/7T//l^lö A/YT7 Stefán Jóhann Stefánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.