Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 47
UMRÆÐAN
Land
og þjóð?
Á TÍMAMÓTUM er
eðlilegt að litið sé á
stöðuna eins hún er þá
stundina, litið til
beggja hliða, fram og
aftur. Land og þjóð á
undir högg_ að sækja.
Við erum íslendingar
og gleymum oft alveg
að velta fyrir okkur
hvað gerist nú þegar
umheimurinn þrengir
sér stöðugt lengra inn í
þjóðarsálina með til-
komu aukinnar tækni
og markaðshyggju. En
það er líka litla ísland
sem á í vök að verjast.
Landið er undir stöð-
ugum árásum manna og náttúruafla
sem keppast um að hafa yfirhöndina
og í dag eram það við sem höfum yf-
irhöndina.
Þjóðin
íslenska þjóðin hefur í gegnum
aldirnar þróað með sér sérkenni sem
eru afleiðing afskekktrar legu lands-
ins og eiginleika þess, harðinda, arf-
leifðar og fleiru. Þessi sérkenni hafa
staðið af sér erlend yfirráð og harð-
ræði. Oft á tíðum af illri nauðsyn.
Forfeður okkar börðust fyrir sjálf-
stæði og tilverurétti íslands í samfé-
lagi þjóðanna og höfðu að lokum sig-
ur. Þó svo að ísland sé enn sjálfstæð
þjóð þá hverfur sífellt meira af þeim
sérkennum hennar sem við tengjum
við hugtakið íslendingur. Á meðal
þeirra mörgu siða og venjum sem
samanlagt gera okkur að Islending-
um era auk tungumálsins slátur-
gerð, laufabrauðs- og smáköku-
bakstur en ekki er langt síðan
fjölskyldur komu saman við þessa
iðju. Nú þykir hentugra að kaupa
þessar vörar útí búð. Það er ekki
langt síðan að þessir siðir voru
ómissandi hluti af fjöl-
skyldulífinu. En því
miður er fólk orðið inn-
stillt á það að komast
yfir hlutina með sem
minnstri fyrirhöfn. Allt
skal vera svo einfalt.
Aldrei höfum við tíma
eða réttara sagt - við
gefum okkur aldrei
tíma.
En að sjálfsögðu höf-
um við eignast ýmsa
ný-siði sem einkennast
af þeirri ofboðslegu
markaðs- og neyslu-
hyggju sem hefur hel-
tekið þjóðina: jeppa-
menning, óstöðvandi
uppbygging verslunarmiðstöðva og
blikkandi jólaseríur era nærtæk
dæmi. Erlendir siðir s.s. hrekkja-
Tímamót
Of algengt er að trjám
sé plantað út um allar
trissur eins og þau væru
sumarblóm, segir Jó-
hann Sigurðsson. Guði
sé lof að pálmatré þríf-
ast ekki hér.
vaka (halloween) og Valentínusar-
dagur era einnig famir að ryðja sér
til rúms í ríkara mæli. Við hverja
hefð sem glatast nálgumst við meira
aðra Vesturlandabúa (sem allir nálg-
ast hver annan meir og meir í venj-
um og siðum) og verðum minna virði
sem þjóð, - stöðluð. Þjóð sem telur
270.000 höfuð er lítils virði við hliðina
Jóhann
Sigurðsson
á hundraðum milljóna ef.hún hefur
ekkert sérstakt fram að færa um-
fram þær.
Landið
En Island er meira en hefðir fólks-
ins sem búa í landinu. Við eigum land
með sérstöðu hvað varðar náttúra og
stórar óraskaðar víðáttur. En landið
á undir högg að sækja sökum hug-
myndaleysis ráðamanna, en nú þarf
ekki að hafa hugmyndaríkar áætlan-
ir til þess að fá vilyrði um virkjanir
og ódýra raforku. Nei, ansi þykir
mér landið mitt selt ódýrt ef það er
minna virði en eitt álver.
Enginn virðist hafa velt fyrir sér
að framtíðin er fljót á sér og senni-
lega verður stutt í sjálfvirkni álvers-
ins. Vonum þá að Austfirðingar hafi
lagt fyrir allan gróðann. Eftir sitjum
við Islendingar og horfum á tær okk-
ar gramir yfir heimsku okkar, hafðir
að fíflum. Aðhlátursefni fjármála-
manna en grætiefni fyrir náttúraun-
nendur og ferðamenn. Við búin að
brjóta allar brýr að baki okkur. í
Reyðarfirði vinna þeir C3PO og
R2D2 í álverinu.
Því er lofað að umræddar virkjan-
ir muni verða lítið sýnilegar og því
séu umhverfissinnar að búa til storm
í vatnsglasi. Það er ekki mikilvægast
hvort mannvirkið sjáist eða ekki
heldur óafturkræf náttúran sem
verður undir og vitneskjan um að
þetta svæði sé ekki lengur ónumið af
manneskjunni og geti aldrei orðið
það aftur. Vitneskjan um það að
maður sé ekki einn þó að það líti út
fyrir að svo sé. Byggjum þá heldur
skærgulan minnisvarða sem er þó
heiðarlegur í sjálfu sér og er það sem
hann er. Byggjum þá minnisvarða
um heimsku okkar - komandi kyn-
slóðum víti til vamaðar -reyndar allt
of seint. Ailt allt of seint.
En til era þeir sem komast upp
með náttúruspjöllin en þurfa aldrei
að svara íyrir gjörðir sínar. Það er
skógræktarfólk og þá sérstaklega
„frístunda skógræktarfólk“ sem vill
jú vel en planta trjám þar sem því
persónulega finnst tómlegt. íslend-
ingar hafa alltaf verið vitlausir í
skóg. Draumur flestra hefur verið að
eiga skóg eins og aðrir Evrópubúar.
Sagan segir að ísland hafi verið
skógi vaxið við landnám en sökum of-
beitar og niðurhöggs forfeðra okkar
hafi skógurinn horfið. Það álíta því
margir að það sé hlutverk afkomend-
anna að bæta fyrir þessi mistök for-
feðranna. En það era fleiri þættir en
bara maður og hans sauður sem
valda og allir era þeir hluti af gangi
náttúrannar (þ.m.t maður og sauð-
ur). Loftslagsbreytingar og eldgos
hafa ekki síður haft áhrif og því ekki
skilyrðislaust okkar að ákveða að nú
skuli sá skaði sem náttúran hefur
veitt sjálfri sér lagfærður. Að ætla að
bæta fyrir gjörðir forfeðranna yrði
eins og að byggja gervi fornminjar
eða að rækta formæka. Kapp fram
yfir forsjálni hefur að mínu mati skil-
ið eftir sig stór lýti í formi stærð-
fræðilega uppbyggðra skógarreita
sem eiga lítið skylt með kjarrinu á
landnámsöld hvort sem hugsað er
um útlit eða tegundir. Verður að
hafa í huga að með plöntun trjáa er á
sama hátt og með virkjun búið að
manneskjugera viðkomandi svæði
og ef hugmyndin er sú að færa nátt-
úrana til baka í uppranalegt horf er
það skot yfir markið. Það ætti planta
trjám - á sama grandvelli og við gerð
mannvirkja - enda í raun um mann-
virki að ræða. Of algengt er að trjám
sé plantað út um allar trissur eins og
þau væra sumarblóm. Guði sé lof að
pálmatré þrífast ekki hér.
Lítið dæmi
(en raunhæft?)
Þekkt nafn frá Norðurlandi sæk-
ist eftir því að byggja vin á miðjum
Sprengisandi - spilavíti og skógur
gervijólatrjáa í kring. Beitt væri rök-
um um byggðastefnu og nýsköpun
auk þess sem nú væri komið að
Norðlendingum að fá eitthvað. Það
er sorglegt til þess að hugsa hvert
svarið gæti orðið.
Við getum ekki tekið öll þau mis-
tök sem við höfum gert til en við ætt-
um að hafa lært af þeim að breytt
hugsunarhætti okkar og koma þann-
ig í veg fyrir að þau gerist aftur og
aftur því í rauninni erum við ansi
skynugar skepnur.
Höfundur er nemandi við Arki-
tektaskólann í Bergen.
faoflfts
TÆTARAR
Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699
Vefsíða: www.oba.is
inek
Fegurðin kemur innan fró
Laugavegi 4, simi 551 4473
Þú færð meira fyrir«
PENINGANA
þína ? ? ?
Gleraugnaverslunin
SJÓNARHÓLL
HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á fslandi
Aðsendar greinar á Netinu
^mbl.is
--ALLTAT Œ/TTH\SA£) NÝ7T
ATVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu húsnæði í Ármúla
306 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. 18 her-
bergi, fundarherbergi og kaffistofa. Innréttting-
ar góðar, mjög gott rafmagn og lýsing.
Einnig 306 fm iðnaðar- eða lagerhúsnæði í
kjallara.
Upplýsingar í símum 897 2394 og 562 7666/67.
Skagfirðingafélagið í
Reykjavík
Minnum á áður auglýstan aðalfund sem
haldinn verður 22. janúar kl. 14.00 í
félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17.
FÉLAGSSTARF
KENNSLA
Sjálfstæðisfélag Grindavíkur
Aðalfundur
sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður haldinn þriðjudaginn 25. janúar
2000 kl. 20.30 á Víkurbraut 46 (verkalýðshúsinu).
Gestur fundarins verður Árni Matthiesen sjávarútvegsráðherra.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Gestur fundarins, Árni Matthiesen, flytur ávarp.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
FUNDIR/ MANNFAGNABUR
Halldór Ásgrimsson
á opnum fundi
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, verður
frummælandi á opnum fundi
um stjórnmálaviðhorfið í Ársal,
Hótel Sögu, í kvöld, 20. janúar,
kl. 20.00. Allir velkomnir.
Framsóknarfélag
Reykjavíkur.
íþróttaskóli
barnanna
íþróttaskóli barnanna hjá KR er byrjaður.
Skráning og upplýsingar eru hjá Mörtu í
síma 510 5314.
Gítarnámskeið fyrir
fullorðna
6 vikna kvöldnámskeið í gítarleik fyrir
byrjendur, eitt kvöld í viku. Námskeiðið
hefst 24. janúar og fer fram í Tónskóla
Hörpunnar, Gylfaflöt 5 í Grafarvogshverfi.
Innritun í síma 567 0399. Verð kr. 8.000.
Keramiknámskeið
á Hulduhólum hefjast í febrúar.
Upplýsingar í síma 566 6194.
Steinunn Marteinsdóttir.
TI L £5 LÁ L. U
Byggingarkrani til sölu
Liebherr byggingarkrani, 48k, árgerð '80,
þarfnast viðgerðar, varahlutir fylgja.
Upplýsingar í síma 892 5605.
FÉLA6SLÍF
I.O.O.F. 11 = 1801208 = E.I.*
\v---7/
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.00. Umsjón
Dr. Björn Sigurbjörnsson. Upp
hafsorð: Sigurbjörn Sveinsson
Hugleiðing: Sr. Bragi Friðriksson
Allir karlmenn velkomnir.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Kynningarfundur vegna Alfa nám-
skeiðs í kvöld kl. 19.00.
Námskeiðið hefst siðan 28. janúar
kl. 19.00.
Verð 3.500 kr. Allir velkomnir.
I.O.O.F. 5 = 1801198 = E.l*
Landsst. 6000012019 VIII
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustrætí 2
Kl. 20.30 Samkoma í samkirkju-
legri bænaviku.
Séra Hjalti Guðmundsson talar.
Allir hjartanlega velkomnir.
KENNSLA
Þýskunámskeið Germaníu
eru nýhafin. Boðið er upp á byrj-
endahóp, fjóra framhaids-
hópa og tvo talhópa.
Upplýsingar í símum 551 0705
(kl. 16.30—17.45, símsvari kl.
12.00-22.00) og 892 4145.
Enn er hægt að bæta vi<K
nemendum í alla hópa.