Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 48
4)8 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Forstjóri UA í varnar-
baráttu fyrir ónýtt
verðmyndunarkerfí
GUÐBRANDUR Sigurðsson, for-
stjóri Útgerðarfélags Akureyringa
hf., fór mikinn á dögunum í fréttavið-
tali hér í Morgunblaðinu og taldi
einsýnt að undirritaður, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar, væri
ekki í tengslum við félagsmenn ef ég
gagnrýndi þau vinnubrögð sem við-
höfð eru í fiskverðssamningum við
sjómenn nú um stundir. Pessi vinnu-
brögð hafa birst í hvað aumkunar-
verðustu myndunum hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa hf., síðast nú upp
úr áramótunum.
Staðreyndin er sú að dæmi eru um
að sjómenn hjá Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa hafi verið þvingaðir til
samninga um fiskverð þar sem þeir
hafa mátt þola hreina og klára lækk-
un. Hverjum manni má ljóst vera að
um slíkt semja menn ekki með bros á
vör. Itrekað hafa sjómenn frá þessu
sama fyrirtæki komið að máli við
undirritaðan og lýst megnri óánægju
með þann lágkúrulega farveg sem
Yíúið er að koma kjarasamningsmal-
um sjómanna í. Segi forstjóri ÚA
mig ljúga til um umkvartanir sinna
eigin sjómanna vegna samningsað-
ferðanna þá er sá hinn sami forstjóri
að væna sína eigin starfsmenn, sjó-
mennina sjálfa, um sömu lygi.
Boðið upp á afarkosti
Ég ætla ekki að karpa um það við
Guðbrand Sigurðsson hvort ég sé í
litlum tengslum við
mína félagsmenn en
skal gjarnan upplýsa
hann um að til aðal-
fundar Sjómannafélags
Eyjafjarðar, sem er
nýlega afstaðinn,
mættu ríflega 70 fé-
lagsmenn og sjómenn
frá ÚA voru vel sýni-
legir í þeim hópi. Mínir
félagsmenn tjáðu sig
skýrt og skorinort um
sín kjaramál, fiskverðs-
mál og önnur mál er
varða kjaramál sjó-
manna.
Þegar ég gagnrýni
vinnubrögð sem viðhöfð
eru í samningum um ísfiskverð hjá
ÚA þá er ég að lýsa þeim sjónarmið-
um sem mínir félagsmenn koma á
framfæri við sitt stéttarfélag, hvort
sem Guðbrandi líkar betur eða verr.
Það er staðreynd að sjómenn eru
settir upp að vegg. Þeim er óheimilt
að kalla til sína stéttarfélagsforystu
fyrir sína hönd í samningaviðræðum
og geta aðeins vísað deilu til úrskurð-
amefndar útvegsmanna og sjó-
manna, ef þeim líka ekki afarkostirn-
ir. Yfir sjómönnum hangir sífellt sú
hótun að ef þeir gangi ekki til samn-
inga um fiskverð þá verði skipum
lagt, aðrir veiði kvótann, mönnum
verði sagt upp o.s.frv. Öll samnings-
staða hefur þannig ver-
ið tekin af sjómönnun-
um á skipulegan hátt á
undanförnum árum og
aðilarnir stóru, hinum
megin borðsins, hafa
bæði fleiri spil á hendi
og öll trompin.
Þvinganir eða
jafnréttis-
grundvöllur?
Að tala um jafnrétt-
isgrundvöll við samn-
ingaborð, eins og
Guðbrandur gerir í áð-
umefndu Morgun-
blaðsviðtali og vísar tO
sinna funda og sjó-
manna, er hreint og beint hlægilegt
því sjómenn em stétt sem á Islands-
met í kjarasamningsleysi og hefur
mátt þola lagasetningu eftir laga-
setningu ef tilraunir hafa verið gerð-
ar til að brjótast undan óréttlátu
verðmyndunarkerfi á ísfiski.
Okkar kröfugerð hefur í undan-
íornum „kjaraviðræðum" varla verið
lent á borðum útgerðarmanna þegar
þeir hafa hrópað á lagasetningu - og
pöntunin snarlega verið afgreidd af
stjórnvöldum.
Við sem sjómannaforystuna skip-
um höfum aldrei haft nokkurn skap-
aðan hlut á móti því að mæta útvegs-
mönnum í heildarviðræðum um
Konráð
Alfreðsson
verðmyndunarmálin á þeim jafnrétt-
isgrundvelli sem Guðbrandi Sigurðs-
syni er svo hugleikinn.
Taugaveiklunarkennd
viðbrögð forstjórans
í áðurnefndu fréttaviðtali við
Morgunblaðið kýs forstjóri ÚA
ítrekað að nota orðin „lygi“, „lítils-
virðing" og „skítkast" um mína gagn-
rýni á samninga um fiskverð hjá ÚA.
Fyrir mér verður ekkert afsannað
um hótanir í garð félagsmanna
minna við samningaborðið á meðan
okkur er gert ókleift að aðstoða okk-
Samningar
Hvorki sjómenn sem
stétt né þjóðin sem
heild, segir Konráð
Alfreðsson, munu sætta
sig við enn eitt lagasetn-
ingarleikritið í kringum
kjarasamninga
sjómanna.
ar menn við samningsgerðina. Ég
hygg að taugaveiklunarkennt orða-
val forstjóra ÚA sé til komið vegna
þess að hann veit að í þessari gagn-
rýni minni felst sannleikskorn og að
kerfið sem unnið er eftir getur aldrei
talist sanngjarnt á báða bóga.
Ég vil minna á að deilu rnilli sjó-
manna á jsfisktogurum ÚA og
stjórnenda ÚA lauk í byrjun árs 1999
með því að sjómenn á einum af togur-
unum vísuðu deUunni til úrskurðar-
nefndar sjómanna og útvegsmanna
og var felldur úrskurður sem gUti til
13. aprfl sama ár. í kjölfarið var síðan
gert samkomulag til eins árs milli
ÚA og áhafna þriggja skipa félagsins
um hreina og klára fiskverðslækkun.
Svona „samning" þótti talsmönnum
ÚA sjálfsagt að gera, samkvæmt yf-
irlýsingum forsmanna fyrirtækisins í
fjölmiðlum, en sjómenn tjáðu sig sem
minnst um ágæti þessa samkomu-
lags opinberlega. Það verður seint
sagt um þennan samning að hann
hafi borið merki góðæris í rekstri ÚA
- þó allt annað hafi svo komið í ljós
þegar milliuppgjör ÚA birtust síðar
á árinu. Þegar hentar að ganga í aug-
un á fjárfestunum þá brosir lífið við
stjórnendum ÚA, framtíðarsýnin er
svartnættið eitt þegar setið er and-
spænis sjómönnum við ,jafnréttis-
borð“ forstjórans.
Ef forstjóri ÚA heldur að þögn
sjómanna sinna um vinnubrögðin í
fiskverðssamningum séu sama og
ánægja þá þarf hann að gefa sér
stund frá hagnaðartölunum og verð-
bréfaspekúleringunum og skynja
veröldina eins og hún er.
Vegna þeirra kjaraviðræðna sem í
hönd fara er rétt að Guðbrandur og
aðrir útgerðarmenn geri sér fulla
grein fyrir að hvorki sjómenn sem
stétt né þjóðin sem heild munu sætta
sig við enn eitt lagasetningarleikritið
í kringum kjarasamninga sjómanna.
Fólkið í landinu skynjar nefnilega að
gróðabraskið og peningahringiðan í
sjávarútveginum snýst um að sumir
græði og græði meira á meðan aðrir
hljóti að tapa. Það hefur verið tap og
ógæfa sjómanna að búa við það verð-
myndunarkerfi sem við lýði er á ís-
fiski og af þeirri braut verður að
snúa. Til þess eru heildarkjarasamn-
ingar og þeir eru margfalt gæfulegri
aðferð en þvingunarleiðin.
Höfundur er formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar.
Tjaldið fellur
MIKIÐ hefur mætt
á ríkisstjóm íslands
síðustu vikur og mán-
uði og illa hefur hún
staðist álagið. Góðærið
sem byggt er á gríðar-
legum neyslulánum
virðist á fallanda fæti
enda viðskiptahalli
með eindæmum ár.eftir
ár. Ekkert er að gert
og verðbólgan þokast
upp. Á sama tíma og
Sjálfstæðisflokkurinn
fir að missa grímuna í
stjórnun ríkisfjármála
fellur tjaldið í ýmsum
öðrum málum og við
blasir miður falleg
sjón. Kvótakerfið alræmda brýtur
harkalega í bága við stjómarskrá
landsins. Brotið er á öryrkjum með
tekjutengingu bóta við laun maka
þeirra og er óréttlætið sem í því felst
með þeim ólíkindum að undrum sæt-
ir, nú þegar lag hefur verið áram
saman til að bæta sérstaklega kjör
þess fólks sem má sín minnst í sam-
félaginu.
Kerfið riðar til falls
Eignarhald og frjálst framsal á
kvóta í sjávarútvegi hefur verið varið
raf stjórnaflokkunum með oddi og
egg. Ekki hefur verið léð máls á stór-
felldum breytingum á kerfinu þó að
réttlætiskennd almennings sé gróf-
lega misboðið með því að sameigin-
legt fjöregg þjóðarinnar sé afhent
örfáum einstaklingum endur-
gjaldslaust. Vatneyrardómurinn
vestfirski mun vafalítið hafa lang-
vinn áhrif og kerfi stjómarflokkanna
riðlar til falls líkt og Samfylkingin
benti á í kosningabaráttu vorsins að
gerast myndi. Samfylkingin lagði til
afar skynsamlega leið til að losa ís-
-rjgnsk stjómvöld út úr þeim vítahring
óréttlætis og spillingar sem núver-
andi kerfi skapaði. Við því var skellt
skollaeyrum í þeirri góðu trú að ekk-
^mbl.is
/> T
\l—ALL.TJ\f= eiTTHVAO HYTT
ert fengi haggað léns-
herrakerfinu í sjávar-
útvegi og eigendur
Sjálfstæðisflokksins
gætu áfram setið við
kjötkatlana.
Réttlæti og skyn-
semi í auð-
lindamálum
Samfylkingin boðar
réttláta og skynsam-
lega skipan í auðlinda-
málum. Hún vill að
eignarhald þjóðarinnar
á sameiginlegum auð-
lindum hennar til sjáv-
ar og sveita verði
tryggt í stjómarskrá
og að tekið verði sanngjamt gjald
fyrir not af þeim, m.a. til þess að
standa straum af þeim kostnaði sem
Fiskveiðistjórnun
Samfylkingin lagði til
skynsamlega leið, segir
Björgvin G. Sigurðsson,
til að losa stjórnvöld út
úr vítahring óréttlætis
og spillingar sem núver-
andi kvótakerfí skapar.
þjóðin ber af nýtingu þeirra og
stuðla að réttlátri skiptingu á af-
rakstri auðlinda.
Samfylkingin vill ná sátt um
breytt stjórnkerfi fiskveiða og
markmið slíkrar sáttar eiga að vera
verndun nytjastofna, hagkvæm nýt-
ing þeirra, traust atvinna og öflug
byggð í landinu. Jafnframt að gætt
sé jafnræðis þegnanna til nýtingar á
auðlindinni enda kemur á daginn
með Vatneyrardóminum að kvóta-
kerfið brýtur í bága við stjómarskrá
þar sem jafnræði þegna landsins til
atvinnufrelsis er ekki til staðar í
kvótakerfi í sjávarútvegi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
þingflokks Samfylkingarinnar.
Björgvin G.
Sigurðsson
í DAGSKRÁ menn-
ingarársins 2000 sem
send hefur verið flest-
um heimilum landsins
kemur fram að 4.-9. júlí
fari fram alþjóðlegt
hestamannamót í Víði-
dal í Reykjavík. Þar er
getið um 2.000 hesta
hópreið með forseta ís-
lands og borgarstjóra í
fararbroddi. Einnig era
þar auglýstar daglegar
kappreiðar og hest-
vagnaferðir um Elliða-
árdal! Til frekari kynn-
ingar á þessari
stórkostlegu uppákomu
var viðtal við formann mótsnefndar,
Harald Haraldsson, í útvarpinu 5.
janúar þar sem hann lýsti gríðarlegu
umfangi þessa stærsta hestamanna-
móts sem haldið hefur verið hér á
landi og að hann ætti von á um 100
þúsund manns á svæðið, eða um 25
þúsund á dag. Hann sagði að boðið
væri upp á tjaldstæði og aðstöðu fyrir
tjaldvagna við þessa stærstu hest-
húsabyggð í heimi. Þarna yrði starf-
andi leigubflaþjónusta, haldnir dans-
leikir og mildð fjör! Einnig upplýsti
hann að þetta 200 milljóna kr. útivist-
arsvæði sem búið er að gera þama,
yrði í framtíðinni notað fyrir ýmsar
aðrar uppákomur! í móanum austan
við Heyvaðshyl í Elliðaánum þar sem
hingað til hefur verið fjölskrúðugur
blómagróður og töluvert fuglalíf, hef-
ur nú maðurinn tekið völdin og slétt
allt út fyrir vélknúna fáka hesta-
manna. Og hvað um maríustakk,
blóðberg og baldursbrá, heiðlóu,
hrossagauk og stelk, miðað við mal-
bik og menningu? Sjálfsagt væri allt
gott um þetta hestamót að segja ef
það væri ekki haldið á einu viðkvæm-
asta svæði borgarinnar, sjálfum
Elliðaárdalnum, þar sem stöðugt er
þrengt meira og meira að Elliðaán-
um, þessari fornfrægu laxveiðiá sem
ekki á sinn líka í veröldinni. Er nú svo
komið að segja má að lífríki ánna sé í
veralegri hættu eins og marg oft hef-
ur komið fram í ræðu og riti.
Undanfarin þijú ár
hefur nefnd á vegum
borgarinnar unnið að
vistfræðirannsóknum á
vatnasvæði Elliðaánna
til að leita skýringa á
hnignun laxastofnsins í
ánum. Kemur þar fram
að byggð og aðrar at-
hafnir mannsins þrengi
sífellt meira að lífrfld
Elliðaánna.
Ber ekki Heilbrigðis-
og umhverfisnefnd
Reykjavflcurborgar að
taka tillit til þessara
rannsókna og ábend-
inga þeirra sérfræðinga
sem að þeim unnu? Hefði ekki átt að
banna gerð þessa yfirþyrmandi bíla-
stæðis á bökkum Elliðaánna og bygg-
Umhverfi
Telst ekki verndun
laxveiðiár í miðri borg,
spyr Rafn Hafnfjörð,
til menningarmála?
ingu nýja hesthússins við Skyggni?
Og er ekki allt þetta brambolt ger-
ræðisleg ögrun við lífríki ánna? Ég,
sem áhugamaður um náttúravemd í
einni af menningarborgum Evrópu
árið 2000, spyr: Telst ekki vemdun
laxveiðiár í miðri borg til menningar-
mála? Og er ekki Elliðaárdalurinn
friðaður og þar með næsta umhverfi
Elliðaánna? Áhugamenn um lífríki
Elliðaánna hafa skrifað fjölda greina í
dagblöð og tímarit um þær hættur
sem að lífríki ánna hafa steðjað og
skal þar fremstan í flokki nefna
Kristján Gíslason fv. verðlagsstjóra
sem skrifaði margar greinar um mál-
ið allt frá árinu 1977, - Gunnar
Bjarnason fv. skólastjóra, grein í
Mbl. 1968 ogbréf tii borgarráðs sama
ár, - Víglund Möller ritstjóra Veiði-
mannsins, nokkrar greinar í Veiði-
manninn, - Kristján Benediktsson fv.
borgarfulltrúa, grein í Tímann 1968, -
Axel Aspelund og Ásgeir Ingólfsson,
sem skrifuðu borgarráði bréf árið
1968, - Guðmund Daníelsson, bók um
Elliðaárnar 1973, - Ásgeir Ingólfs-
son, bók um Elliðaárnar 1986 og
nokkrar blaðagreinar m.a.
í Mbl. 1998, - Odd Þorleifsson
greinar í Veiðimanninn 1967 og 1978,
- Jón Kristjánsson, grein í Mbl. 1997,
- Þórólf Ántonsson og dr. Sigurð
Guðjónsson, ítarleg skýrsla 1998, þar
sem þeir upplýsa að aðeins 57%
vatnakerfisins sé óskert og að vart sé
lengur að finna óröskuð strandsvæði
utan við ósa ánna, - Stefán Kristjáns-
son, grein í Sportveiðiblaðið 1999,
„Era Elliðaámar í dauðateygjun-
um?“, - Júlíus Hafstein, grein í Mbl.
1997, - Ólaf Vigfússon, grein í Mbl.
1998, „Ætlið þið að drepa Elliðaárn-
ar?“, - Ingólf Ásgeirsson, grein í Mbl.
1998, - Orra Vigíusson, grein í Mbl.
1999, „Elliðaámar verði byggðar upp
á nýtt“, - Orra Vigfússon og Bubba
Mortens, sem rituðu greinina „Lífrfld
Elliðaánna á að hafa forgang" í Mbl.
1999, - Ingólf Ásgeirsson og Þórarin
Sigþórsson, greinar í Mbl. 1998 og nú
síðast Gylfa Pálsson ritstjóra (fv.
skólastjóri) sem skrifaði viðamikla
grein um ástand ánna og undan-
gengnar rannsóknir í desemberblað
Veiðimannsins 1999. - Undirritaður
mætti á fundi hjá Umhverfisráði
Reykjavíkur 1995 og bar þar fram 13
spurningar og ábendingar um þær
hættur sem að Elliðaánum steðja.
Ályktanir aðalfundar SVFR 1995
voru sendar borgarstjóra um aðgerðir
til vemdar h'frfld Elliðaánna. Enn-
fremur ályktaði síðasti aðalfundur
Landssambands Stangaveiðifélaga á
sama veg um málið. Og sjálfsagt hafa
fleiiú látið til sín taka til vemdar ánum.
Miðað við þær feikna framkvæmdir
sem átt hafa sér stað við Elliðaár
vegna hestamannamótsins 4.-9. júlí
nk. þá hljóta að vakna efasemdir imi
það hvort ráðamenn borgarinnar hafi
kynnt sér þær ábendingar um aðsteðj-
andi hættur sem hér hafa verið tíund-
aðar. En hafi þeir gert það, ber það
vott um að þeir hafi ekki skilið alvöra
málsins og ekki gert sér Ijósa þá
hneisu og niðurlægingu sem þeir köll-
uðu yfir sig, ef þeir glötuðu þessu eðal-
d,jásni af skartklæðum borgarinnar.
Höfundur er ljósmyndari
og velunnari Elliðaánna.
Elliðaárnar
og menningin
Rafn Hafnfjörð