Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 51
I
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 51.
UMRÆÐAN
Markaðslausnir og
pólitískar ákvarðanir
UM ÁRAMÓTIN nýliðnu kváðu
spakir menn upp úr með það að á 20.
öldinni hafi markaðs-
lausnir kapítalismans
sannað yfirburði sína yf-
ir forsjárhyggju hafta og
skömmtunarstefnu
kommúnismans. Komm-
únistar fyrirfinnast varla
lengur nema þá einstaka
sérvitringur sem finnst
fyndið að kenna sig við
kommúnisma.
Ofstjórn og óstjóm
haftaáranna
Áratugum eftir að aðr-
ar vestrænar þjóðir
hurfu til markaðsbú-
skapar bjó íslenska þjóð-
in við þetta einkennilega
sambland ofstjómar og óstjómar
þar sem stjómmálamenn tóku póli-
tískar ákvarðanir um það hver mátti
kaupa sér bíl, hver mátti byggja sér
hús og hver gat fengið lóð og síðast
en ekki síst hver gat fengið lán. Völd
stjómmálamanna hafa minnkað
mikið á undanförnum ámm. Höftin
og handstýring stjórnmálamanna
hefur á flestum sviðum vikið fyrir al-
mennum leikreglum og lögmálum
markaðarins. Mér er nær að halda
að stóm skrefin á þeirri leið, eins og
samningurinn um EES, hafi ef til vill
ekki verið mjög meðvituð ákvörðun
þeirra um valdaafsal. Ýmsir þeirra
héldu jafnvel að EES-samningurinn
snerist aðallega um toll á saltsíld.
Pólitískar ákvarðanir
Stjórnmálamenn sem í hátíðar-
ræðum tala um sigur markaðslausna
em stundum ótrúlega frábitnir því
að markaðslausnir henti til þess að
taka ákvarðanir heima fyrir, til
dæmis um það hvar á
næst að grafa jarð-
göng eða leggja veg,
svo ekki sé nú talað
um faglegt mat á því
hver sé hæfastur til
að gegna einhveiju
tilteknu embætti. Þá
þarf alltaf að taka
pólitíska ákvörðun.
Hvað er pólitísk
ákvörðun? Flestir
skilja það svo að það
sé ákvörðun í and-
stöðu við réttlætis-
kennd þorra fólks og
oftast er um leið verið
að hygla einhveijum
á kostnað almenn-
ings. Þegar ekki er hægt að færa
skynsamleg rök fyrir niðurstöðunni
er hún einfaldlega pólitísk ákvörðun.
Lítið, tilbúið dæmi
Hugsum okkur að fyrir því hafi
verið hefð um áratuga skeið að iðn-
fyrirtæki fái ókeypis rafmagn. Við
getum hugsað okkur að þetta bygg-
ist á þeirri gömlu trú manna að orku-
lindir þjóðarinnar séu sameign
hennar en til að þessar orkulindir
nýtist þjóðinni hefur verið ákveðið
að „undirstöðuatvinnugi’einin",
þ.e.a.s. iðnaðurinn, skuli fá að nýta
raforkuna án sérstakra greiðslna.
Rökin em auðvitað þau að arðurinn
af auðlindinni skili sér óbeint til
þjóðarinnar með blómlegum iðnaði.
Nú kemur á daginn að þessi ókeypis
aðgangur að rafmagni er alls ekki
hagkvæm lausn. Allt of margir vilja
fá ókeypis rafmagn og þeir sóa ork-
Markaðslausnir
Þegar ekki er hægt að
færa skynsamleg rök
fyrir niðurstöðunni, seg-
ir Sveinn Hannesson, er
hún einfaldlega pólitísk
ákvörðun.
unni. Raforkukerfið er að sligast og
séð er fram á að orkulindimar muni
engan veginn standa undir þessari
endalausu eftirspurn.
Hvað er til ráða?
Svar markaðarins er: Við seljum
raforkuna á því verði að framboð og
eftirspurn mætist. En á það er alls
ekki hlustað, því að stjórnmála-
mennirnir hafa annað og betra svar:
Við úthlutum þeirri raforku sem til
ráðstöfunar er til þeirra gömlu og
góðu iðnfyrirtækja sem hingað til
hafa fengið ókeypis rafmagn. Iðnfyr-
irtækin taka undh- og segjast alls
ekki geta greitt eyrisvirði fyrir raf-
magnið. Allar slíkar hugmyndir séu
af hinu illa og í raun ekkert annað en
dulbúin ki-afa um skatt á iðnaðinn í
landinu sem er undirstöðugrein og
forsenda þess að hér sé líft. Hins
vegar er mikil hagræðing í því fólgin
fyrir iðnaðinn að sameina iðnfyrir-
tækin til þess að nýta þessa ókeypis
raforku sem best. Ráðnir eru menn
til að úthrópa þá óþokka sem ekki
geta unnt gömlum iðnrekendum að
fá nokkrar milljónir í sinn hlut fyrir
Sveinn Hannesson
leigu eða sölu á rafmagnskvótanum
eftir áratuga fómfúst basl í iðn-
rekstri. Slíkur rekstur er enginn
dans á rósum þótt iðnaðurinn sé
vissulega undirstaða mannlífs í land-
inu eins og allir vita.
Dómstólar skerast í leikinn
Nú bregður svo við að dómstólar
landsins fara að fetta fingur út í
þetta ágæta fyrirkomulag. Þeir kom-
ast að þeirri niðurstöðu að finna
þurfi einhverja aðra reglu en þá að
iðnrekendurnir fái árlega úthlutað
ókeypis raftnagni (sem þó er í orði
kveðnu sameign þjóðarinnar) og geti
síðan verslað með rafmagnið sín á
milli. Dómstólar komast að þeirri
niðurstöðu að það sé hlutverk Al-
þingis að finna nýja leið til þess að
takmarka aðganginn að þessari auð-
lind með einhveijum þeim hætti sem
samræmist jafnréttisreglu stjórnar-
ski’árinnar.
Stjórnmálamennirnir bregðast
ókvæða við og segja að illu heilli séu
dómstólamir að neyða þjóðina til
þess að veita á ný öllum óheftan að-
gang að þeirri auðlind sem raforkan
er. Síðan er auðvelt að spá því að raf-
orkukerfið muni hrynja og sennilega
muni útlendingar líka koma undir
fölsku flaggi og næla sér í ókeypis
rafmagn. Það muni skjótt leiða til
hrans í raforkukerfinu og líklega til
efnahagslegs hrans í kjölfarið.
Hvað segir hagfræðin?
Auðvitað hefur engum dottið í hug
að ákveðin iðnfyrirtæki eigi að fá
ókeypis rafmagn, en svo einkenni-
lega vill til að þessi staða er nú komin
upp varðandi aðganginn að fiskimið-
unum við Island. Þeir sem fá afla-
heimildimar afhentar endurgjalds-
laust segjast ekkert geta fyrir þær
greitt en þeir sem vilja kaupa afla-
heimildir og era tilbúnir að greiða
eðlilegt verð fyrir fá ekki að kaupa
nema á uppsprengdu verði á svört-
um markaði. Þeir fáu, sem þora að
minnast á markaðslausnir, era
snupraðir. Flestir stjórnmálamenn,
sem á annað borð segja eitthvað um
málið, kunna ekki aðrar aðferðir til
að ráðstafa aðgangi að auðlindum
þjóðarinnar en að efna til kapp-
hlaups eða happdrættis. Mestum
vonbrigðum olli þó hagfræðingur (og
formaður svokallaðrar Sáttanefnd-
ar!) sem komst í gegnum langt út-
varpsviðtal án þess að nefna nokk-
um tíma að hægt væri að ráðstafa
aðgangi að auðlindum með öðram
hætti en að efna til „ólympískra
veiða“ þar til allt væri upp urið sem
veiða má. Sá góði maður hefði sann-
arlega getað náð langt í gömlu Ráð-
stjórnarríkjunum en þar vora í
fremstu röð hagfræðingar sem ekki
vora hrifnir af markaðslausnum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins.
PORCELANOSA
CERAMICA
Flísar fyrlr vandláta
riÁLFASORGV
KNARRARVOGI 4 • * 568 6755
BURNHAM INTERNATIONAL
VERBBRÉFAFYRIRTÆKI ^
SÍMI SIO 1600
Navision solution center
NAVis-Landsteinar
Sækjum
fram
Við hjá Landsteinum þökkum viðskiptavinum
okkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári sem var
afar viðburðaríkt í starfsemi fyrirtækisins.
Landsteinar juku veltu sína mest allra íslenskra
hugbúnaðarfyrirtækja og félagið var valið
eitt af 500 framsæknustu fyrirtækjum Evrópu.
Landsteinar hlutu auk þess tilnefningu ÍMARK til
íslensku markaðsverðlaunanna.
Allt þetta er okkur mikil hvatning til að halda
áfram á sömu braut - að miðla sérþekkingu,
reynslu og úrvalsþjónustu til viðskiptavina
okkar.
Fjölbreytt tækifæri
- hérlendis sem erlendis
Landsteinar eru ört vaxandi hugbúnaðarfyrir-
tæki sem starfar innan sem utan landsteinanna.
Vegna síaukinna verkefna getum við boðið
kraftmiklu og metnaðarfullu fólki, með þekkingu
og reynslu á sviði hugbúnaðar og upplýsinga-
tækni, fjölmörg spennandi atvinnutækifæri.
fSÉk
giaÖMiiá
Landsteinar
Okkar þekking - þitt forskot
www.landsteinar.is - sfmi 530 5000
Landsteinar starfrækja fyrirtæki á ístandl, f Englandi, Danmörku, Þýskalandi og á Jersey.
«W»