Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 56
^6 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR um. Þau sáu ÍR hreinlega fyrir öll- um íþróttafatnaði. Dugnaður Guð- rúnar í félagsstarfmu var aðdáunarverður. Hún hafði oft kökubasar og fékk leikmenn og foreldra yngri flokka til aðstoðar. Oft bauð hún heilu flokkunum heim til sín og var þá með ýmsar uppákomur. Margar ferðir fór hún utan með flokka félagsins. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fara með henni eina slíka ferð til Skot- lands. Oft á tíðum er samferðafólk ekki metið að verðleikum, allt þykir sjálfsagt ef einhver annar gerir hlutinn. Þótt ég hafi á síðustu ár- um þjálfað annað félag en ÍR ber ég hlýhug til félagsins. Ég vil þakka fyrir þau góðu kynni sem ég hafði af Guðrúnu Ólafsdóttur og hennar þróttmikla starfi fyrir fé- lagið sitt. Guð blessi minningu hennar. Ég votta aðstandendum innilega samúð. Sigvaldi Ingimundarson. + Guðrún Ólafs- dóttir fæddist í Reylqavík 18. maf 1949. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 14. janúar. í dag kveðja ÍR- ingar Guðrúnu Ólafs- •»dóttur, einn af mátt- arstólpum körfuknatt- leiksdeildar. í rúma þrjá áratugi hefur hún starfað af dugnaði og elju fyrir félagið. Ég kynntist Guðrúnu fyrst er ég þjálfaði hana í meistaraflokki árið 1970. Ég var þá nýútskrifaður sem íþróttakennari og hafði litla reynslu í þjálfun. Ég lagði fyrir stúlkurnar margar undirstöðuæfingar sem þær sögðu mér síðan að þær hefðu neitað að gera hjá öðrum þjálfara. Þarna voru margar vanar keppniskonur. ÍR-ing- ar urðu Islandsmeist- arar þetta ár. Á þess- um árum var æft í ÍR-húsinu við Tún- götu. Seinna vann ég fyrir IR í rúman ára- tug og hafði þá mikil samskipti við Guðrúnu. Hún og eiginmaður hennar voru á þessum tíma að byggja upp umboð sitt á Lottóvör- RAGNAR MAGNÚSSON + Ragnar Magnús- son fæddist í Hafnarfirði 4. nóv- ember 1910. Hann lést í Hjúkrunar- hcimilinu Víðihlíð í Grindavík 14. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðbjörg Guð- mundsdóttir frá Marteinstungu í Holtum og Magnús Einarsson frá Bjamastöðum á Álftanesi. Ragnar var elstur fjögurra alsystkina, auk þess átti hann tvö hálfsystkin sem voru Bjarni Magn- ússon og Arndís Breiðfjörð. Al- systkinin vom Einar Karl, Þor- valdur og Ragnheiður sem er ein eftirlifandi systkinanna. Ragnar kvæntist Steinunni Ás- laugu Jónsdóttur frá Skagaströnd, f. 8. júní d. 2. febrúar 197S. Þeim varð sex barna auðið. 1) Karit- as Una, f. 17.9. 1931, d. 6.1. 1940. 2) Magn- ús Guðberg, f. 30.6. 1936, d. 20.1. 1943. 3) Jón Jóhann, f. 4.8. 1937, kvæntur Krist- ínu Thorstensen, böm þeirra era _ Magnús Guðberg, Ólína og Steinunn Áslaug. 4) Gestur Breiðfjörð, f. 9.4. 1939, kvæntur Jó- hönnu Garðarsdóttur, börn þeirra eru Steinunn, Ragnar Breiðfjörð, Hanna Rún og Reynir Garðar. 5) Ragnheiður Björk, f. 9.4. 1939, maki Daníel Reynir Haraldsson, látinn 1979. Böm þeirra eru Arn- ar og Karitas Una. 6) Ólína Guð- björg, f. 4.2. 1944, maki Sævar Óskarsson, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Óskar, Jóhanna og Erlendur. Seinni maður Ólínu var Sigurður Geirsson, hann lést 1997. Ragnar ólst upp í Hafnarfirði að undanskildum sex áram er fjöl- skylda hans bjó á Vatnsleysu- strönd. Mestan hluta ævinnar stundaði Ragnar sjómennsku. Ragnar og Steinunn hófu búskap á Skagaströnd og bjuggu þar til árs- ins 1953 er þau fluttu til Grinda- víkur. Sjómennsku stundaði Ragn- ar þar áfram, en síðustu starfsárin var hann hafnarvörður í Grinda- vík. Ragnar gegndi ýmsum trún- aðarstörfum, var m.a. fyrsti for- maður Sjómannafélags Grinda- víkur og einn af stofnendum Sjóm- annasambands Islands. Ragnar sat í stjórn sjálfstæðisfélags Grindavíkur í fjöldamörg ár. Árið 1979 hóf Ragnar sambúð með Alice Fossádal. Hún lést 1993. Sfð- ustu árin dvaldi Ragnar á heimili aldraðra í Víðihlíð íGrindavík. titför hans fór fram frá Grinda- víkurkirkju 19. janúar. Föstudaginn 14. janúar sl. and- aðist Ragnar Magnússon á sjúkra- deildinni Víðihlíð í Grindavík. Með nokkrum orðum langar mig að minnast manns sem ég kynntist fyr- ir rúmum tveimur áratugum og hef- ur verið mér svo kær. •~tt Ragnar gekk mér nánast í föður- stað þar sem hann var lífsförunaut- ur móður minnar, Alice Fossádal, í um tvo áratugi. Ragnar sameinaðist fjölskyldu okkar og var hann hluti af henni, sem og við vorum hluti af hans. Hann var börnum mínum afi og það hafa þau metið. Ég vil því segja að lánið hafi leikið við móður og fjölskyldu mína þegar hún kynnt- ist Ragnari. Mamma og Ragnar nutu samvista hvort við annað í á annan áratug þar til hún féll frá 1993, sá tími var þeim mikil ham- ingja á efri árum. Ragnar og móðir mín ferðuðust víða og þau voru virk í félagsstarfi á Suðurnesjum. Þrátt fyrir mjög ólík- ar persónur, sem þó styrktu hvor aðra, voru Ragnar og mamma mjög góðir vinir sem nutu félagsskapar hvort annars. Ávallt var ánægjulegt að heimsækja þau og þá sérstaklega eftir heimkomu þeirra úr einhverri utanlandsferðinni, sem voru all- margar. Ragnar Magnússon öðlaðist á langri ævi mikla lífsreynslu. Ekki var alltaf sléttur sjór í lífi hans, BÁRÐUR ÍSLEIFSS ON + Bárður Isleifsson fæddist á Akur- eyri 21. október 1905. Hann lést á Landakotsspítala 6. janúar siðastliðinn og fór útfor hans fram frá Hallgríms- kirkju 18. janúar. Kveðja frá Arki- tektafélagi íslands Bárður ísleifsson arkitekt FAÍ er látinn Jfc 95. aldursári. Bárður' var elsti félagi Arki- tektafélags íslands. Hann lauk lokaprófi í arkitektúr frá Listaakademíunni í Kaupmannahöfn árið 1935. Bárður hóf störf á teikni- stofu Húsameistara ríkisins sama ár og var yfirarkitekt teiknistofunnar frá 1966 til starfsloka. Jafnframt ^rann hann að eigin verkum. Hann var einn af sjö stofnfélögum Aka- demíska arkitektafé- lagsins sem stofnað var á haustdögum 1936 og síðar varð Arkitektafé- lag íslands. Bárður gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir félagið og var meðal annars formaður þess árin 1944 og 1957. Einnig var hann ritari og með- stjómandi um tíma. Hann átti sæti í sam- keppnisnefnd og laga- nefnd félagsins. Bárður var sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1960 og hann hlaut Skál- holtsorðuna 1963. Um leið og aðstandendum Bárðar ísleifssonar er vottuð samúð færir Arkitektafé- lag íslands bestu þakkir fyrir störf hans í þágu félagsins. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður AÍ. I hann tjáði tilfinningar sínar ekki með orðum, hanns sýndi þær í fram- komu sinni. Hann var mjög sterkur maður, bæði líkamlega og andlega, virðulegt fas hans bar þess vel merki. Undir prúðu fasi fór góð greind og viðkvæm sál, sem endur- speglaðist m.a. í miklum bók- menntaáhuga hans. Hann reyndist mér og fjölskyldu minni ávallt vel. í veikindum móður minnar síðustu ár hennar stóð hann við hlið hennar sem klettur. Fyrir það verð ég honum ævinlega þakk- lát. Svo gott var að vera í návist hans að ég heimsótti hann nánast á hverjum degi, og mun ég sakna þess. Hann var sannur vinur, um- hyggjusamur, trúr og var gott að leita til hans. Ragnar Magnússon var ávallt nærgætinn, ástríkur og traustur maður. Við sendum fjölskyldu þinni okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Á þessum degi hefst vor hinsta ferð. Nú hjálpar engin bæn né sáttargerð. Við stillum hvorki stormana né rokið. En nú skal bergð hin beiska kveðjuskál. Vor borg er hrunin, samvistunum lokið. Og flúinn brott hver fleygur sumargestur. Pú beinir þínum flota austur ál - égeinuskipi-vestur. (DavíðStef.) Ásla Fossádal og fjölskylda. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.Í8) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÞORDIS JÓNSDÓTTIR + Þórdís Jóns- dóttir fæddist á Húsavík 28. nóvem- ber 1911. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sigurjóns- son, sjómaður og organisti á Húsavík, f. 16. febrúar 1875, d. 29. janúar 1933 og Björg Gunnars- dóttir, f. 10. júní 1882, d. 14. septem- ber 1963. Þórdís var þriðja í hópi fimm systkina. Þau voru: Guðrún, f. 2.10. 1900, d. 11.1. 1979, ógift, búsett á Húsa- vík; Siguijón, f. 20.6. 1903, d. 7.12. 1968, kvæntur Rósu Árna- dóttur frá Kvíslarhóli og eign- uðust þau fimm börn; Hildi- gunnur, f. 2.6. 1914, d. 28.2. 1931; Gunnar, f. 27.6. 1919, ók- væntur d. 18.4. 1992. Þórdís giftist 15. maí 1937 Sigurbirni Árnasyni, húsgagna- smið, f. 4. október 1911, d. 15. apríl 1959. Forejdr- ar hans voru Árni Tómasson á Knarr- areyri á Flateyjar- dal og Jóhanna Jónsdóttir frá Neðribæ á Flatey á Skjálfanda. Börn Þórdísar og Sigurbjörns eru: 1) Hildigunnur, f. 28. maí 1938, búsett á Húsavík, gift Viðari Þórðarsyni frá Húsavík og eiga þau þrjú börn og íjögur barnabörn. 2) Árni, f. 9. apríl 1941, búsettur í Reykjavík, kvæntur Önnu Sig- tryggsdóttur frá ísafirði og eiga þau fjögur börn. Árni átti tvo syni áður. Þau eiga níu barna- börn. 3) Björg Guðrún, f. 21. september 1948, búsett á Greni- vík, gift Jakobi H. Þórðarsyni og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Þórdís verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það mun hafa verið árið 1939 að tveir skólafélagar úr Iðnskólanum á Akureyri fengu úthlutað parhúsi í byggingu við Eyrarveg 5 og 7 á Akureyri á vegum Byggingafélags verkamanna, en þar var þá að rísa fyrsta samstæða verkamannabú- staða í bænum. Árið eftir fluttu þeir inn með sínar litlu fjölskyldur. Þannig hófst sambúð sem varaði nær hálfan sjötta áratug. Þessar hugleiðingar eru hér settar á blað þegar ég minnist Þórdísar Jónsdóttur sem lést eftir stutta legu á dvalarheimilinu Hlíð þegar nokkrir dagar voru liðnir af nýju ári. Það er í sjálfu sér ekki undrunarefni þegar aldrað fólk kveður en um leið og hún hverfur af sjónarsviðinu kveð ég konu sem var hluti af bernsku- og æsku- minningum mínum. Þórdís eða Dísa eins og hún var alltaf kölluð var nefnilega móðir kærrar vinkonu minnar og jafn- öldru og eins langt og minni mitt nær gekk ég þar út og inn nánast án þess að berja að dyrum og aldrei fann ég annað en ég væri þar velkomin. Þetta var á þeim ár- um þegar húsmæður voru heima og önnuðust börn og bú en feðurn- ir unnu úti og við krakkarnir reiknuðum með að svona myndi þetta ávallt verða, matur í hádeg- inu, kakó og kleinur eftir skóla, inni- og útileikir og alltaf einhver heima til að leita til. Fjölskyldurn- ar lifðu svipuðu lífi, feðurnir unnu við sömu iðn, börnin fæddust um líkt leyti, húsin voru stækkuð á sama tíma og fyrstu bílana eignuð- ust þær með stuttu millibili. Ef mæðurnar vanhagaði um einhverja smámuni var alltaf hægt að hlaupa yfir um og fá lánað. Þannig gekk lífið sinn vanagang. Það var því reiðarslag þegar heimilisfaðirinn, Sigurbjörn Árnason, varð bráð- kvaddur aðeins 47 ára að aldri. Ég mun seint gleyma morgninum 15. apríl 1959 þegar ég kom til vin- konu minnar til að verða henni samferða í skólann. Þá fann ég strax að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir og mér var sagt að faðir hennar hefði látist um morg- uninn. Þetta voru daprir dagar á Eyrarveginum. Vinkona mín Björg aðeins 10 ára en hin systkinin tvö, Hildigunnur og Árni, uppkomin. Við þennan sorgaratburð breyttist margt. Dísa varð nú að fara að vinna úti til að sjá sér og fjölskyldunni farborða. Henni bauðst þá starf í versluninni Eyjafirði sem var í eigu frænd- fólks hennar en þar hafði hún unn- ið sem ung stúlka áður en hún gekk í hjónaband. Eftir að versl- unin hætti starfsemi vann hún ár- um saman í vefnaðarvörudeild Amaró eða allt fram undir sjötugt. Dísa hafði létta lund og lá nokk- uð hátt rómur, hún hafði yndi af tónlist og lék á orgel eins og marg- ir úr hennar fjölskyldu. Hún hafði mikla ánægju af garðinum sínum, ræktaði kartöflur og margs konar annað grænmeti og hvergi hef ég séð myndarlegri rabarbara en í garðinum hennar. Hún hlúði að blómum og öðrum gróðri og í stofugluggunum voru ávallt rækt- arlegar pottaplöntur. Hún hafði gleði af að fylgjast með fjölskyldu sinni og afkomend- um sem nú eru orðnir fjölmargir og aldrei leit ég þar inn án þess að hún sýndi mér myndir af einhverj- um þeirra eða segði mér fréttir af skyldmennum. Hún var í góðu sambandi við börnin sín, sérstak- lega Björgu og hennar fjölskyldu en milli þeirra mæðgnanna var ávallt náið samband. Síðast hitti ég Dísu eftir að hún yar komin á dvalarheimilið Hlíð. Ég sá þá að henni hafði farið aftur en silfur- gráa hárið var eins fallegt og áður. Jólakveðjan frá henni var sú fyrsta sem barst mér nú um jólin. Svona var hún alltaf artarleg og hugulsöm. Hún hefur nú kvatt okkur. Trú hennar á framhaldslíf var sterk og víst er að í henni leitaði hún sér huggunar eftir að Bjössi lést. Von- andi rætist ósk hennar um endur- fundi. Ég og fjölskylda mín, faðir og bróðir þökkum Dísu samfylgdina og sendum börnum hennar og öðr- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Far í friði. Valborg Stefánsdóttir. Elsku amma, við þökkum þér allt og kveðjum þig með söknuði. Drýpur, drýpur dögg á fold við hinsta lóuhljóm. Krýpur, krýpur Guðs að fótskör lítið lautarblóm. Mjúka, mjúka mildin kvöldsins kveður liðinn dag. Strjúka, strjúka strengi dísir eftir sólarlag. Sofa, sofa svanir rótt við heiðarvötnin blá. Lofa, lofa lífsins fóður þúsund þögul strá. Dreymir, dreymir dal og heiði sumarfrið og sól. Streymir, streymir blíða Guðs um mold og manna ból. (Guðmundur Guðmundsson). Guð blessi minningu þína. Þórdís Anna, Selma, Si(ja Huld og Sigtryggur Arnar Árnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.