Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BENEDIKTINGI
JÓHANNSSON
+ Benedikt Ingi Jó-
hannsson fæddist
í Reykjavík 22. maí
1962. Hann lést í
Reykjavík 9. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Guðbjörg
Benediktsdóttir, f.
31. des. 1934, frá
Landamótsseli í
Köldu-Kinn, og Jó-
hann Karl Bjarnason,
f. 19. júlí 1935, frá
Skagaströnd. Bræð-
ur Benedikts sam-
mæðra eru: 1) Örlyg-
ur, f. 8. okt. 1965,
búsettur í Reykjavík. 2) Gylfl, f.
12. feb. 1968, maki hans er Karitas
M. Jónsdóttir, f. 2. júlí 1969. Synir
þeirra eru Benedikt Gísli, f. 11.
maí 1997, og óskírður, f. 29. okt.
1999. Sonur Gylfa er Gústaf Reyn-
ir, f. 17. mars 1988. Þau eru búsett
í Reykjavík. Systkini Benedikts
samfeðra eru: l) Kristín, f. 19. okt.
1957, búsett í Olafsvík. 2) Bjarni
Jóhann, f. 27. júní 1960, búsettur í
Svíþjóð. 3) Álfhildur, f. 26. ágúst
1964, búsett í Reykjavík. 4) Gunn-
ar Þór, f. 30. nóv. 1965, búsettur í
Reykjavík. 5) Guðmundur, f. 30.
júlí 1973, búsettur í Reykjavík.
Maki Jóhanns Karls
er Þórunn Krist-
björg Jónsdóttir frá
Gunnhildargerði í
Hróarstungu.
Benedikt ólst upp
hjá móður sinni
ásamt yngri bræðr-
um sfnum í Reykja-
vík og um tíma
bjuggu þau við Búr-
fellsvirkjun. Að lok-
inni hefðbundinni
skólagöngu vann
hann ýmis störf hér
á landi en fluttist til
Svíþjóðar árið 1981,
þar sem hann bjó í eitt ár. Um tíma
vann hann á samyrkjubúi í Israel.
Hann settist að í Danmörku árið
1984 og bjó þar upp frá því. Á
þessum árum lærði hann til
sjúkraliða og útskrifaðist sem
sjúkraliði frá Sjúkraliðaskólanum
á Frederiksberg. Hann starfaði á
ýmsum sjúkrahúsum og dvalar-
heimilum í Kaupmannahöfn,
lengst af á Sundby Hospital og
Horgárden-dvalarheimilinu.
Útfor Benedikts fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Mikið er það óraunverulegt að
sitja hér og skrifa minningargrein
um þig, elsku Benni minn. Mér verð-
ur hugsað til þess, þegar ég kynntist
þér og hvað mér fannst gaman að
eiga eldri bróður, sem þó var ekki
nema tveimur árum eldri en ég. Allt-
af beið ég spennt eftir þér þegar von
var á þér í heimsókn til okkar. Eg
man eftir því þegar þú fórst einu
sinni með okkur í berjainó. Það var
* rigning, en við létum það ekki stoppa
okkur við berjatínsluna, þó að mikið
væri borðað á meðan tínt var. Síðan
komu árin þegar skemmtanalífið
stóð sem hæst og við hittumst stöku
sinnum á þeim vettvangi. Síðan flutt-
ir þú til útlanda og samband okkar
rofnaði, en oft varð mér hugsað til
þín. Það var frábært að hitta þig um
jólin 1998 og gaman að sýna þér
börnin mín. Eg sá hvað þú varst
glaður að sjá okkur öll og ég var svo
glöð að hitta þig, en þetta var í síð-
asta skipti sem ég sá þig. Ég vona að
þér líði vel þar sem þú ert núna,
elsku Benni minn.
Ég sendi foreldrum þínum, systk-
inum og öðrum ættingjum mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
góður Guð styrkja þau í sorg sinni.
Slómtábáðin
öai^ðskom
v/ Possv/ogsloVkjugcuNS
Símii 554 0500
Gróðrarstöðin ^ \
gtzmfo
Hús blómanna . 5
Blómaskreytingar
við öll tækifæri.
Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480
^xxxixxxxixxxxixx;
H
H
h
* h
h
h
h
h
h
h
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
íiiixiiiiiinmií
Snert hörpu mína himinboma dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég Qalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
(D.Stef.)
Guð geymi þig.
Þín systir,
Álfhildur Sylvía Jóhannsdóttir.
Einhvers staðar er skrifað að hver
vegur að heiman sé vegurinn heim,
og vissulega má líkja ævinni við
ferðalag og að á einhvem hátt beri
okkur heim að lokum.
Þegar ég skrifa þessar línur til að
minnast Benna frænda míns hverfur
hugurinn til baka til haustsins 1974,
þegar ég fluttist til Reykjavíkur. Þá
bjó í litlu húsi við Þórsgötuna Guð-
björg föðursystir min með strákana
sína þrjá. Fljótlega varð ég heima-
gangur þar og oft var rölt yfir Skóla-
vörðuholtið til þeirra og margur
kaffibollinn drukkinn. Heimili henn-
ar varð fljótt viðkomustaður okkar
frændsystkinanna að norðan sem
fluttumst suður á þessum árum. Allt-
af vorum við velkomin og á þessum
árum sköpuðust þau tengsl og vin-
átta sem varað hafa æ síðan.
Benni var elstur þeirra bræðra og
sýndi snemma ábyrgð og festu.
Hann var ungur farinn að létta undir
með mömmu sinni, sýndi fljótt kjark
og áræðni í samskiptum við sér eldra
fólk.
Sem ungur drengur hafði hann
áhuga á landafræði og tímunum
saman gat hann skoðað Atlashnött-
inn og látið sig dreyma um fjarlæga
staði og ókunn lönd. Aðeins nítján
ára fluttist hann til Svíþjóðar og
næstu þrjú árin ferðaðist hann um
heiminn og vann á ýmsum stöðum,
en settist svo að í Danmörku árið
1984. Þar kunni hann vel við sig og
bjó þar eftir það.
Ferðalög áttu hug hans allan og
eftir miklar vinnutamir tók hann
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálfum.
gjaman löng frí sem hann notaði til
ferðalaga. Hann hafði ferðast um
veröldina þvera og endilanga og
stundum tyllti hann niður fæti hér
eins og farfuglarnir á leið sinni yfir
hafið. Hann hafði gaman af fallegum
hlutum og íbúðin hans í Kaupmanna-
höfn ber vitni um vandaðan smekk
og útsjónarsemi.
Benni var einkar fríður sýnum og
yfir honum var framandi blær ferða-
mannsins sem kýs að ráða sér sjálfur
og er engum háður. Þrátt fyrir að
ævi hans yrði ekki löng hafði hann að
mörgu leyti lifað ævintýralegu lífi,
séð og upplifað margt. Einhver
kynni að segja að hann hafi verið sér-
vitur og vissulega hleypti hann ekki
öllum að sér. Hann var traustur vin-
ur vina sinna sem hann hafði eignast
víða um heiminn. Síðustu daga hafa
þeir sýnt samúð sína með símtölum
og blómasendingum sem eru mikils
virði fyrir móður hans og fjölskyldu.
Þrátt fyrir að síðustu misserin
hafi verið Benna erfið er bjart yfir
tímanum um jólin og áramótin. Þá
var hann samvistum við þá sem hon-
um þótti vænst um, mömmu sína
sem var honum afar náin, Gylfa,
Kaju og litlu strákana og okkur hin
sem stóðu honum næst. Oft var grip-
ið í spil og ég er þess fullviss að hann
mun hafa not fyrir þau í nýjum heim-
kynnum.
Ferðalangur hefur lagt upp í sína
hinstu för, svo miklu fyrr en við hefð-
um kosið. Ég bið almættið um styrk
til handa Guðbjörgu frænku minni á
þessum erfiðu tímum. Ég sendi Ör-
lygi, Gylfa og fjölskyldu hans, svo og
foðurfólki hans mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði, Benni minn. Megi
heimkoman verða þér kær.
Haukur.
Elsku Benni frændi. Þegar við
systumar vorum litlar heima í Kaup-
mannahöfn og allir vinir okkar áttu
afa og ömmu, frændur og frænkur
áttum við þig - Benna frænda.
Minningar okkar frá þessum
bemskuárum í Danmörku em bjart-
ar og þú ert hluti af þeim.
Stundum komstu og passaðir okk-
ur ef pabbi og mamma fóru eitthvað.
Stundum varstu hjá okkur á jólunum
á Sólbakkanum. Stundum svafstu á
stofugólfinu hjá okkur. Þá varstu að
koma úr löngum ferðalögum, varst
þreyttur og svafst lengi, eða þá þú
varst að flytja milli staða í Kaup-
mannahöfn og þurftir gistingu í
nokkrar nætur. - Þá spiluðum við á
kvöldin og þú sagðir okkur frá ýmsu
framandi sem þú hafðir séð í fjarlæg-
um löndum, t.d. að í Kairó í Égypta-
landi væri jafn margt fólk utan á
strætisvögnunum og innan í þeim.
Það þótti okkur skrýtið, við sáum
það fyrir okkur og svo hlógum við
saman.
Stundum komstu með mömmu að
sækja okkur í „Misen“ eða í skólann.
Svo fluttumst við til íslands og þú
bjóst áfram í Kaupmannahöfn. Við
sáum þig sjaldnar. Þó komstu einu
sinni og heimsóttir okkur á Staða-
stað og varst í nokkra daga og oft
hringdir þú í okkur til íslands.
Við hittumst síðast núna um ára-
mótin í veislunni hjá Hauki frænda á
gamlárskvöld og þegar við borðuð-
um saman í Keldulandinu fyrsta
sunnudaginn á nýja árinu. Okkur
finnst erfitt að skilja að stuttu seinna
varst þú dáinn og við hittum þig ekki
oftar í Keldulandinu.
Oft komstu og kvaddir okkur þeg-
ar þú varst að leggja upp í þín mörgu
ferðalög til fjarlægra heimshluta og
við óskuðum þér góðrar ferðar. Allt-
af sendir þú okkur póstkort og eig-
um við þau frá mörgum löndum. Svo
komstu aftur og sýndir okkur mynd-
ir og sagðir okkur frá því sem fyrir
augu og eyru þín hafði borið á ferð
þinni. Lifandi frásagnir þínar hafa
víkkað sjóndeildarhring okkar og við
munum minnast þín ef við sjálfar
eigum eftir að ferðast til einhverra
þeirra fjölmörgu landa sem þú hefur
sagt okkur frá.
Nú ertu farinn í lengra ferðalag en
þú hefur farið áður. í þetta sinn fáum
við systur engin póstkort og þú kem-
ur ekki aftur og segir okkur ferða-
söguna. Við biðjum Guð að gefa
mömmu þinni styrk. Örlygi, Gylfa,
Kaju og öllum aðstandendum þínum
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Við söknum þín og þökkum þér
samveruna.
Guð blessi þig og góða ferð.
Kristín María, Rósa
og Ásdís Braga.
Elsku Benni. Þegar ég var lítil
stelpa norður í landi voru sumrin
okkur krökkunum ávallt tilhlökkun-
arefni. Ekki síst vegna þess að þá
fylltist bærinn af frændfólkinu úr
Reykjavík og var þá oft glatt á hjalla.
Eitt vorið hlakkaði ég sérstaklega til
komu Guðbjargar, föðursystur
minnar, sem bjó í Reykjavík. Ástæð-
an var sú að árið áður hafði hún eign-
ast dreng sem við höfðum ekki séð
og nú var von á þessum litla frænda.
Mér stendur enn lifandi fyrir hug-
skotssjónum þegar ég sá þig í fyrsta
sinn. Þú varst rúmlega ársgamall,
brosmildur og gullfallegur drengur.
Þið voruð svo heima í Seli þetta sum-
ar og ég lét mig dreyma um að
mamma þín myndi biðja mig að
koma með suður þegar þið færuð aft-
ur. Ég sá þetta allt fyrir mér, hvern-
ig ég passaði þig allan daginn, færi
með þig út í kerrunni og allir myndu
dást að baminu hjá mér en þú varst
einstaklega fallegt barn. Svo myndi
ég fara með þig í búðir og kaupa inn
fyrir mömmu þína og svo myndi ég
svæfa þig á kvöldin, því að mamma
þín væri eflaust þreytt eftir vinnu-
daginn. Að ég var bara sjö ára fannst
mér engin hindrun fyrir þessar áætl-
anir mínar. En mamma þín bað ekki
sjö ára frænku sína að gerast vinnu-
kona hjá sér í þetta sinn og þið fóruð
aftur heim án mín. Næstu sumur
komuð þið þó norður, en svo bættust
litlu bræður þínir við, Örlygur og
Gylfi, og mamma þín kom sjaldnar
norður. Amma fór þó alltaf suður á
hverju sumri og sagði mér frá litlu
frændunum í Reykjavík. Seinna
fluttust þið í Búrfell og við sáumst
ekki í nokkur ár. Svo þegar leið mín
lá seinna til Reykjavflúir í skóla vor-
uð þið aftur flutt í bæinn og við
Haukur frændi vorum heimagangar
hjá ykkur í Breiðholtinu. Þá var oft
mikið spilað og mikið hlegið og borð-
aður mikill ís. Heimili móður þinnar
hefur æ síðan verið mér og fjöl-
skyldu minni sem mitt annað heimili
og saman höfum við nú tekist á við
erfiðleika síðustu daga.
Þrátt fyrir þann aldursmun sem á
okkur var á þessum árum, þú ungl-
ingspiltur og ég komin í Háskólann,
urðum við fljótt góðir og nánir vinir.
Þú hafðir til að bera þann þroska og
hæfileika til að umgangast fólk á öll-
um aldri og seinna af öllum þjóðern-
um. Vinátta okkar óx þegar við bæði
urðum fullorðin og örlögin höguðu
því þannig að við bjuggum bæði í
Kaupmannahöfn um árabil. - Fólk
sem býr erlendis fjarn fjölskyldu og
ættingjum heima á íslandi tengist
oft mjög nánum vináttuböndum og
þannig fór um okkur. Frændsystkini
í Kaupmannahöfn sem fylgdumst öll
árin hvort með öðru og tókum þátt í
sorgum og gleði hvort annars. Þetta
voru góð ár. Alltaf vissi ég hvar ég
hafði þig ef á þurfti að halda og vona
ég að það hafi verið eins fyrir þér.
Ég minnist þess þegar ég heim-
sótti þig til Stokkhólms haustið 1981
og saman sigldum við til Finnlands.
Mikið hlógum við í þeirri ferð og ég
man þegar við þrösuðum um það
hvernig við ættum að eyða síðustu
peningunum okkar. Að endingu
keyptum við okkur einn tebolla sam-
an á kaffihúsi í Helsinki. Þú varst
skemmtilegur ferðafélagi, enda voru
ferðalög líf þitt og yndi. Þú tókst eft-
ir öllu, enda skarpgreindur, og sást
einnig broslegu hliðamar á mannlíf-
inu. Ég hefði viljað fara með þér í
fleiri ferðalög, því í mér býr brot af
þeirri ævintýra- og útþrá sem var
svo ríkur þáttur í fari þínu. Á vissan
hátt finnst mér þó sem ég hafi ferð-
ast með þér, svo lifandi hefurðu sagt
mér frá ferðum þínum víðs vegar um
heiminn. Ég man hversu ævintýra-
lega vel þú lýstir fyrir mér Suður-
Ameríku, að mér finnst næstum því
að ég hafi verið þar. Ég minnist ótal
heimsókna okkar í milli í Kaup-
mannahöfn og ótal kaffibolla sem við
drukkum á kaffihúsum, og aldrei
skorti okkur umræðuefni.
Ég minnist líka umhyggju þinnar
fyrir mér og litlu stelpunum mínum.
Ég man líka þegar þú lánaðir mér
fyrir jólagjöfunum. Ég man þegar
þú komst frá Israel og varst hjá okk-
ur á jólunum og fórst svo til íslands,
og þegar þú varst farinn fann ég
peninga undir kaffikönnunni. Ég
man líka þegar ég eignaðist stelp-
umar mínar og þú færðir mér dýr-
indis ilmvötn og krem og sagðir að
allir hinir myndu örugglega bara
gefa baminu eitthvað. Fyrir þetta
allt og mikið meira vil ég þakka þér.
En fyrst og fremst minnist ég þín
fyrir það sem þú varst; hjartahlýr,
einlægur, heiðarlegur og góður
drengur. Þú varst afar fríður ungur
maður og yfir þér var alltaf þessi
glæsileiki heimsmannsins. Þú varst
stoltur og sjálfstæður og fórst gjarn-
an ótroðnar slóðir. Þú hafðir fágaðan
smekk og vildir hafa fallega hluti í
kringum þig. I desember sl. var ég
viku í Kaupmannahöfn, þá varst þú
kominn til Islands og lánaðir mér
íbúðina þína úti. Þar áttir þú fallegt
heimili þar sem smekkur þinn réði
ríkjum. Ekki datt mér þá í hug að þú
ættir ekki eftir að koma þangað á
eftir mér.
Síðustu árin hafa verið þér erfið,
þótt þú bærir lengst af harm þinn í
hljóði, og fáir vissu það sem við viss-
um. Oft leitaðir þú til mín á erfiðum
stundum og saman reyndum við að
sjá broslegu hliðarnar á tilverunni
og beita húmomum, sem þú hafðir í
ríkum mæli. Sú lífskúnst varð þér að
lokum um megn.
Elsku Benni minn, ég veit að þú
hefðir viljað vera henni mömmu
þinni stoð og stytta í ellinni og
standa vörð um hana sem var þér svo
kær, en samband ykkar var alla tíð
mjög náið. Nú ertu farinn frá henni,
en Gylfi og Kaja og litlu drengirnir
styðja hana og passa upp á hana fyr-
ir þig. Við Haukur frændi munum
hjálpa þeim eftir megni. Þú eyddir
síðustu vikunum í lífi þínu með þeim
sem þér þótti vænst um, heima í
Keldulandinu. Það er trú okkar að
það hafi verið þér dýrmætur tími.
Nú ertu farinn í þitt hinsta ferða-
lag og ég bið góðan Guð að styrkja
og vernda Guðbjörgu frænku mína í
hennar miklu sorg, svo og Örlyg,
Gylfa og Kaju og drengina. Örlögin
hafa komið því þannig fyrir að aftur
hleypur lítill Benedikt um gólfin hjá
Guðbjörgu frænku og lífið heldur
áfram. Einnig sendi ég Jóhanni, Þór-
unni og öllum systkinunum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Far þú í friði, elsku Benni minn.
Guð blessi minningu þína.
Klara.
Mig setti hljóðan þegar ég frétti
um andlát Benna, gamla vinar míns.
Við höfðum ekki hist í mörg ár, en
það stóð til bóta núna þar sem hann
var staddur á Islandi hjá móður sinni
um jólin. Við höfðum ekki látið verða
af því að hittast og nú er það of seint.
Elsku Benni, þegar svona gerist
fljúga gegnum hugann svo mörg at-
vik og skemmtilegar uppákomur
sem við lentum í saman þegar við
vorum að alast upp við Búrfellsvir-
kjun. Við vorum saman alla daga og
helst allan sólarhringinn. Ég ætla
mér ekki að telja upp þá hluti sem
við gerðum, sögðum og áttum sam-
an. Við áttum mörg og mikil leyndar-
mál sem við trúðum hvort öðru fyrir
og áfram ætla ég að geyma þau í
hjarta mínu og minnast þín eins og
ég hef gert hingað til.
Benni minn.
Sártervinaraðsakna,
sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprasthuproghjarta,
húm skuggi féll á brá,
lifir þó Ijósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
vinur þó falli frá.
Góðar minningar geyma
gefursyrgjendumfró.
Til þín munu þakkir streyma
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf.ók.)
Elsku Guðbjörg, Örlygur og Gylfi.
Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Inga Dís Guðmundsdóttir.