Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 68
.68 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Urslitaleikirnir hafnir á Bermúda
Bandaríkin og
Brasilía keppa um
Bermúdaskálina
BRIDS
riiulmundur Sv.
Ilerinannsson
Keppni ura Bermúdaskálina og Fen-
eyjabikarinn fer fram á Bermúda í
tilefni af hálfrar aldar afmæli heims-
meistarakeppninnar í brids. 20 þjóðir
taka þátt í hvorum flokki. Hægt er að
fylgjast með mótinu á Netinu og er
slóðin: www.bermudabowl.com.
A-SVEIT Bandaríkjanna og Brasil-
íumenn keppa til úrslita um
Bermúdaskálina í brids á heims-
meistaramótinu sem nú er haldið á
Bermúda. I kvennaflokki keppa
Bandaríkin og Holland um Fen-
eyjabikarinn. Úrslit í kvennaflokki
verða ljós í dag en í opnum flokki á
föstudag.
Undanúrslitunum lauk á þriðju-
dagskvöld. Brasilíumenn unnu
Norðmenn í 96 spila undanúrslita-
leik í opnum flokki, 137-125, og A-
sveit Bandaríkjanna vann B-sveit
Bandaríkjanna, 226-135. í kvenna-
flokki unnu Bandaríkin Dani, 219-
153, og Hollendingar unnu Þjóð-
verja, 211-147.
Úrslitaleikurinn um Bermúda-
skálina er 160 spil en leikurinn um
Feneyjabikarinn er 32 spilum
styttri. Það er ekki ólíklegt að
Bandaríkjamenn standi upp sem
sigurvegarar í báðum flokkum.
Bandaríska sveitin í opna flokknum,
sem skipuð er Jeff Meckstroth, Eric
Rodwell, Bob Hamman, Paul
Soloway, Nick Nickell og Richard
Freeman, hefur haft yfirburði í
Bandaríkjunum og raunar heimin-
um undanfarin ár, vann Bermúda-
skálina árið 1995 en tapaði fyrir
Frökkum í úrslitaleik 1997.
Sigur þeirra í undanúrslitaleikn-
um var aldrei í hættu. Þeir græddu
m.a. á þessu spili:
Vestur gefur, AV á hættu
Vestur
* 62
VD987
♦ Á82
+ K1042
Norður
♦ ÁK10983
V 1063
♦ -
+ G953
Austur
♦ G74
VÁKG2
♦ 973
+ D86
Suður
*D5
V 54
♦ KDG10654
+ Á7
Við annað borðið opnaði Chip
Martel í norður á veikum 2 spöðum.
Lew Stansby í suður lyfti í 3 spaða
og þar við sat. Vömin byrjaði á að
taka tvo slagi á hjarta en sagnhafi
átti afganginn með því að fría tígul-
inn í borði.
Við hitt borðið opnaði Meckstroth
á 3 þjörtum í norður, sem var yfir-
færsla í 3 spaða. Rodwell í suður sá
möguleika á geimi á hættunni og
stökk beint í 4 spaða. Gegn þessum
samningi spilaði Michael Rosenberg
í vestur út laufafjarka. Rodwell lét
níuna í borði og drap drottningu Zia
Mahmoods með ás.
Eftir talsverða umhugsun lagði
Rodwell af stað með tígulkóng,
vestur lét ásinn og sagnhafi tromp-
aði, tók spaðaás og spilaði spaða á
drottningu. Síðan tók hann
tíguldrottningu og henti hjarta, og
loks laumaði hann tígultíunni á
borðið, ef ske kynni að tígullinn
lægi 4-2 og tían yrði ekki trompuð.
En liturinn lá 3-3 svo Rodwell gat
hent öðru hjarta og spilað laufi að
gosanum. 10 slagir og 9 stig til A-
sveitarinnar.
Ekki 11 slagir heldur 12
Eins og sést á skorinu var leikur
Brasilíu og Noregs mjög vel spilað-
ur, því það þykir eðlilegt að gefa
a.m.k. 2 stig út að jafnaði í hverju
spili. Norðmenn höfðu raunar 10
stiga forskot fyrir síðustu 16 spila
lotunni en töpuðu henni með 22
stiga mun, aðallega vegna tveggja
sagnslysa Geirs Helgemos og Eriks
Austbergs. Norðmenn græddu þó á
þessu spili úr lotunni þótt úrslitin
væru nokkuð óvenjuleg:
Norður gefur, AV á hættu:
Norður
+ D1087
V G742
♦ 10974
+ 5
Vestur
+ -
VÁ1095
♦ K86
* DG10643
Austur
+ 95
V KD863
♦ D3
+ K872
Suður
+ ÁKG6432
V-
♦ ÁG52
+ Á9
Við annað borðið sátu Joao Paolo
Campas og Miguel Villas Boas NS
en Geir Helgemo og Erik Austberg
AV:
Vestur Norður Austur Suður
GH JPC EA MVB
pass pass 1 spaði
2 lauf 3 spaðar dobl 4 lauf
pass 4 spaðar 5 lauf 5 spaðar
pass pass dobV/
Ég veit ekki hvar Austberg taldi
sig eiga vamarslagi gegn 5 spöðum;
hann hefur kannski talið að þar sem
AV ættu líklega helminginn aí
punktunum gætu NS ekki fengi 11
slagi. Hann hafði rétt fyrir sér að
því leyti: suður var fljótur að renna
heim 12 slögum og fékk 750 fyrir.
Við hitt borðið sátu Jon-Egii
Furunes og Tor Helness NS og Ga-
briel Chagas og Marcelo Branco
AV:
Vestur Norður Austur Suður
MB JEF GC TH
pass pass 2 lauf
dobl pass 4 lauf 4 spaðar
5 lauf 5 spaðar pass 6 spaðar/
Helness opnaði á alkröfu og
nokkram sekúndum síðar vora
Norðmennimir komnir í slemmu
sem vannst öragglega með tvísvín-
ingu í tígli. Það gerði 980 og 6 stiga
gróði Norðmanna.
IEcBÍHlcB&úfijx leysir vandann
Reflectix er 8 mm þykk endurqeislandi einanorun í rúllum.
7 lög en 2 ytri olúminíum—lög endurgeislo hitnnn.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15,38 og 76m.
I hóolofl, bak við ofna, í fjós, hesthús, ó rör, á veggi,
tjaldbotno, sessur, svefnpolco o.m.fl.
Skæri. heftibvssa oa límband einu verkfærin.
PÞ
&CO
Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
ArmÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100
VELVAKMDI
Svarað í sima 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þjóðarsálin og
þakkir
HLUSTANDI hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi fá svör við því, af-
hverju Þjóðarsálin væri
ekki lengur í Ríkisútvarp-
inu? Hvað væru forráða-
menn útvarpsins eiginlega
að hugsa, það væri mikill
söknuður af þessum þætti.
Einnig langaði hana til að
koma á framfæri þakklæti
til ungu stjórnenda þáttar-
ins Kastaljóss. Finnst
henni unga fóikið alveg til
fyrirmyndar.
hafði samband við Velvak-
anda og langaði að koma á
framfæri afsökunarbeiðni
til vinnandi fólks, vegna
orða sinna um drykkju-
menn.
Þakkir til íslensku
þjóðarinnar
MICHAEL Burno sendi
Velvakanda bréf og vildi
hann koma á framfæri
þökkum til íslensku þjóðar-
innar fyrir bænir, bréf og
gjafir, sem honum voru
sendar. Hann hafði farið í
tvo uppskurði í ágúst og
september og batinn gengi
vel.
Afsökunarbeiðni
ÞROSKAHEFTUR maður
Póstdreifing í Eskihlíð
ÍBÚI í Hlíðunum hafði
samband við Velvakanda
og vildí koma á framfæri
kvörtun vegna póstdreif-
ingar í Eskihlíð í Reykja-
vík. Sagði hann að póstur-
inn kæmi aldrei fyrr en
milli kl.17-18 á daginn.
Hann var búinn að hafa
samband við umdæmis-
stjórann hjá póstinum og
var honum lofað að þetta
myndi lagast, en ekkert
hefur gerst. Honum finnst
allt of seint að fá póstinn á
þessum tíma dagsins. Sér-
staklega er þetta slæmt
fyrir eldra fólkið, sem vill
borga sína reikninga um
leið og þeir berast og eru
ekki alltaf sáttir að þurfa að
bíða til morguns. Hann
vonar að gerð verði einhver
bragabót á þessum málum,
sem allra fyrst.
Tapad/fundió
Lítil svört baktaska
týndist
LÍTIL svört baktaska
týndist mánudaginn 10.
janúar sl. í kringum Héð-
insgötu eða við Kleppsveg.
Skilvis finnandi vinsamleg-
ast hafið samband við El-
ísabetu í síma 697-8976.
Armband týndist
18 KARATA gullarmband
(fíngert) týndist á leiðinni
Kringlan-Laugavegur-
Vegamótastígur rétt fyrir
jólin. Skilvís finnandi hringi
í Jóhönnu í síma 699-5680.
Morgunblaðið/Kristinn
Víkverji skrifar...
Iþættinum Speglinum í Ríkisút-
varpinu, sem er á dagskrá strax
eftir kvöldfréttir, var í síðustu viku
sett fram gagnrýni á íslenska blaða-
mennsku. Vitnað var í blaðagreinar
þar sem því er haldið fram að blaða-
og fréttamenn á íslandi séu ekki
nægilega harðir við að fletta ofan af
málum. Sérstaklega var nefnt að hér
skorti almennilega rannsóknar-
blaðamennsku. í umræðum í þættin-
um sagði Þorbjöm Broddason próf-
essor að fjölmiðlar hér á landi væru
hvorki betri né verri en fjölmiðlar af
svipaðri stærð erlendis.
Víkverja finnst þær fullyrðingar
sem settar vora fram í þættinum um
gæði fréttamennsku á íslandi illa
rökstuddar. Nefnd vora dæmi um
mál sem fullyrt var að fjölmiðlar
hefðu lítið farið ofan í. Þar má nefna
gagnagrunnsmálið, ráðningu for-
stjóra flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
og sölu ríkisjarða. Víkveiji er ósam-
mála því að fjölmiðlar hafi ekki sinnt
þessum málum. Líklega hefur aldrei
verið fjallað eins ítarlega í fjölmiðl-
um um nokkurt mál eins og gagna-
grannsmálið. Fjórir blaðamenn á
Morgunblaðinu birtu t.d. ítarlega
umfjöllun um þetta mál áður en
gagnagrannslögin vora samþykkt á
Alþingi. Að baki þessum greina-
flokki lá rannsóknarvinna sem stóð í
nærri tvo mánuði. DV hefur flutt ít-
arlegar fréttir af sölu ríkisjarða og
hafa fréttir um þessi mál ítrekað rat-
að á forsíðu blaðsins. Fjölmiðlar hafa
ennfremur margoft fjallað um ráðn-
ingu forstjóra flugstöðvarinnar.
XXX
eir sem gagnrýna fjölmiðla fyrir
að vera ekki nægilega harðir í
umfjöllun um einstök mál virðast
einkum vera að gera kröfu um að
harðar sé gengið að ráðamönnum
landsins. Víkverji telur að oft sé ver-
ið að gera óraunhæfar kröfur í þessu
efni. Fjölmiðlar geta fjallað ítarlega
um mál, dregið fram staðreyndir og
knúið ráðamenn um svör við áleitn-
um spurningum. Það er hins vegar
óraunhæft að gera þá kröfu til blaða-
manna að þeir geti knúið ráðamenn
til að játa á sig mistök. Stjórnmála-
menn reyna í öllum málum að verjast
gagnrýni og beita þá ýmsum brögð-
um. Blaðamenn verða að sjálfsögðu
að vera vel inni í málum þannig að
þeir geti spurt réttra spurninga og
fylgt þeim eftir. Lesendur blaða og
þeir sem horfa og hlusta á ljósvaka-
fréttir verða síðan að meta svörin og
draga ályktanir út frá þeim.
Víkverji getur hins vegar tekið
undir það að fjölmiðlar þyrftu að
gera meira af því að birta vandaðar
fréttaskýringar þar sem mál era sett
í samhengi og kafað er lengra en
færi gefst við hefðbundin fréttaskrif.
XXX
Víkverji hefur það líka á tilfinn-
ingunni að það sé orðið meira
um það í umræðuþáttum í útvarpi að
aðeins einn viðmælandi sé fenginn til
að ræða mál þegar eðlilegt væri að fá
tvo eða fleiri viðmælendur til viðtals.
Umræðan verður fyrir vikið nokkuð
einhæf og áberandi að það skortir oft
að fleiri sjónarmið séu leidd fram.
Dæmi um þetta er t.d. umræða um
Flugleiðir sem fór fram fyrir
skömmu í Speglinum, en þar hefur í
a.m.k. tveimur þáttum verið fjallað
um harða gagnrýni á fyrirtækið án
þess að neinn fulltrúi þess væri til
andsvara. Daginn eftir var hins veg-
ar rætt við talsmann Flugleiða.