Morgunblaðið - 20.01.2000, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 71
FOLKI FRETTUM
Frá A til O
■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fóstu-
dags- og laugardagskvöld sjá Sex-
tíuogsex um fjörið og fá til sín góða
gesti.
■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ Á fimmtu-
dagskvöld er bingó og hefst það kl.
19.15. Á sunnudagskvöid er dansleik-
ur með Caprí-tríó frá kl. 20.
■ BLÁI ENGILLINN, Austurstræti
er opinn alla nóttina um helgar.
Sjónvarp, allar íþróttastöðvar.
Karaoke.
■ BROADWAY Á fostudagskvöld
eru tónleikar Álftagerðisbræðra &
„Laugardagskvöldið á Gili“ - ein-
söngur, dúettar og kvartettar. Álfta-
gerðisbræður, Raggi Bjarna og
Öskubuskur: Guðbjörg Magnúsdótt-
ir, Hulda Gestsdóttir og Rúna Stef-
ánsdóttir flytja ásamt fleiri lista-
mönnum perlur listamanna á borð
við Bjarna Böðvarsson, Sigurð Ólafs-
son, Oddu Ömólfs, Ólaf Briem, Ösku-
buskur, Smákvartettinn á Akureyin,
Smái'akvartettinn í Reykjavík, Tíg-
ulkvartettinn og fleiri. Lúdó Sextett
og Stefán leika fyrir dansi í aðalsal.
Lokað einkasamkvæmi er á laugar-
dagskvöld.
■ BÆJARBARINN, Ólafsvík Um
helgina er diskótek og plötusnúður-
inn Skugga Baldur sér um fjörið. 18
ára aldurstakmark.
■ CAFÉ OZIO, Lækjargötu er að
fara af stað aftur eftir miklar róter-
ingar. Nýr skemmtanastjóri, nýir
plötusnúðar og húsband á fónk-
fimmtudagskvöldum. Á fímmtudags-
kvöld er íyrsta fímmtudagskvöldið
með Funkmaster 2000 en þeir verða
framvegis á fimmtudagskvöldum
með funkveislu. Á föstudagskvöld er
Salsa-Latino-kvöld. Húsið opnað kl.
22. Andrés plötusnúður leikur allt
það heitasta í salsa og Helgi slag-
verksleikari úr Funkmaster verður á
bongótrommum. Á laugardagskvöld
leika þeir Andrés og Helgi í byrjun
kvöldsins og síðan klára húsplötu-
snúðamir kvöldið. 22 ára aldurstak-
mörk bæði kvöldin og snyrtilegur
klæðnaður.
■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó-
leikarinn Bubby Wann leikur öll
kvöld. Hann leikur einnig fyrir mat-
argesti Café Óperu.
■ CATALINA, Hamraborg Gammel
Dansk leikur fóstudags- og laugar-
dagskvöld.
■ DUBLINERS Hljómsveitin Und-
ryð spilar um helgina.
■ FJÖRUKRÁIN Jón MöUer og
Rúnar Georgs spila rómantíska tónl-
ist fyrir matargesti. í Fjörugarðin-
um spilar Víkingasveitin fyrir matar-
gesti. Á fóstudags- og laugardags-
kvöld leikur Nýja víkingasveitin
fyrir dansi.
■ GAUKUR Á STÖNG Dansveisla á
laugardagskvöld í beinni útsendingu.
Súrefni og Kiddi Bigfoot sjá um fjör-
ið. Á þriðjudagskvöld er Stefnumót á
Gauknum í samvinnu við Undirtóna
og verður rokkið í þyngri kantinum í
beinni útsendingu. Á miðvikudags-
kvöld spila Glasabörnin, sem er
kokkteill með Skímó, 8-viUt, Riff
Redd Hedd og öðru sunnulensku
góðgæti.__
■ GULLÖLDIN Það eru hinir ein-
stöku Svensen og Hallfunkel sem
skemmta gestum Gullaldarinnar á
föstudagskvöld. Á laugardag er það
hljómsveitin „Jón forseti“ sem held-
ur ugpi fjörinu til kl. 3.
■ HOTEL STYKKISHÓLMUR
Hljómsveitin Sixties leikur fyrir
dansi á fóstudagskvöld.
■ ÍSAFOLD SPORTKAFFI Dúett-
inn Gullið í ruslinu (Bjöm Hildir og
Hans Júlíus) sjá um fjörið frá kl. 23 í
kvöld. Á fostudagskvöld leikur DJ
Þór Bæring og laugardagskvöld leik-
ur DJ Svali.
■ JÓI RISI, Breiðholti Á fóstudags-
og laugardagskvöld leika King Creo-
le og Iris tónlist fyrir alla aldurshópa.
■ KAFFI THOMSEN Skýjum ofar
kvöld á fóstudagskvöld þar sem
„Drum&bass tónlist og stemmning
verður í hávegum höfð.
I kjallaranum munu plötusnúðarnir
Addi og Eldar vera með fónkí dnim-
&bass og experimental breakbeat
takta á meðan Hugh Jazz sér um efri
hæðina með downbeat grúví.
■ KRIN GLUKRÁIN Á fimmtudags-,
fostudags- og laugardagskvöld leika
Rúnar Júhusson og Sigurður Dag-
bjartsson. Á sunnudagskvöld spilar
GR Lúðvíksson.
■ KRISTJÁN IX, Grundarfirði. Á
laugardagskvöld spilar hljómsveit
„hússins" fyrir dansi frá miðnætti.
Miðaverð 700 krónur. Á sunnudags-
kvöld er konukvöld. Tískusýning,
undirfatakynning og fleira. Kynnir
verður grínarinn Bjarni Tryggva-
son. Miðaverð 800 krónur. Karlmenn
óvelkomnir.
■ NAUSTIÐ Opið alla daga. Þorra-
matur frá 21. janúar. Reykjavíkur-
stofa bar og koníaksstofa, Vestur-
götu, er opin frá kl. 18. Söng- og
píanóleikarinn Liz Gammon frá Eng-
landi leikur.
■ NAUSTKRÁIN Þorragleði fóstu-
dags- og laugardagskvöld. Furstam-
ir ásamt Geir Ólafssyni leika fyrir
dansi. Sérstakur gestur er Ómar
Ragnarsson.
Dansveisla nieð Súrefni
og Kidda Bigfoot á
Gauknuni á laugardag-
skvöld. f súrefni eru
Þröstur E. Óskarsson,
Páli A. Sveinbjömsson,
Arnar Gíslason og Tóinas
Tómasson.
■ NORÐURKJALLARI MH Hljóm-
sveitin Minus er með tónleika á fostu-
dagskvöld sem hefjast kl. 21. Sér-
stakir gestir verða Klink, Buming
Eyes, Elexír. Miðinn kostar 500
krónur og ekkert aldurstakmark.
■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á
fóstudags- og laugardagskvöld leikur
Njáll úr Víkingband létta tónlist fyrir
eldra fólkið.
■ NÆTURGALINN í Kópavogi.
Föstudags- og laugardagskvöld leik-
ur hljómsveitin Cantabile frá Akur-
eyri fyrir dansi.
■ ODDVITINN, Akureyri 8Vilft
verður á Coronaskíðum á Akureyri
um helgina og munu skemmta fóstu-
dags- og laugardagskvöld á Oddvit-
anum.
■ OZIO Nostalgíuhelgi fyrir dýrari
týpurnar. Jóhann Ari með ryþma og
blús upphitun til rúmlega tólf, en eft-
ir það koma house, salsa/latin og
RnB galdrar frá plötusnúðnum.
Snyrtilegur klæðnaður, engar galla-
buxur og strigaskór. Nýju VlP-kort-
in verða tilbúin, hamstrar koma
hvergi nærri.
■
■ PÉTURSPÖBB Tónlistarmaður-
inn Rúnar Þór leikur föstudags- og
laugardagskvöld. Boltinn í beinni á
breiðtjaldi og stór á 350 kr.
■ RIDDARINN, Engjahjalla 8, Kóp.
er opinn alla daga kl. 18-23.30, föstu-
daga kl. 17-3, laug. kl. 14-3 og sun. 14-
23. Á fostudagskvöld verður karao-
ke-kvöld í umsjón Jaffa-systra.
■ SKUGGABARINN Helgina 21. og
22. verður finnskt yfirbragð á Skugg-
anum því Finlandia drottningarnar
ætla að mæta í silfurgöllunum og
dæla ofan í þá sem þora. Gieðin byrj-
ar kl. 22.02 og kostar 500 krónur inn
eftir miðnætti. 22. ára aldurstak-
mark og gallabuxur bannaðar.
Nökkvi og Áki verða í plötunum og
er drykkur helgarinnar „Orgy on the
Beach“.
■ SPOTLIGHT Pomohelgi á Spot-
light alla helgina. Vinsælasta þema-
kvöld síðasta árs endurfækið.
Fimmtudag er opið frá 23. DJ ívar
spilar fimmtudag og fóstudag. Páll
Óskar sér okkur fyrir Pomo-tónlist á
laugardag.
Tilkynningar í skemmtanarammann
þurfa að berast í síðasta lagi á þriðju-
dag til Kolbrúnar í faxnúmer 569-
1181 eða á netfangið frett@mbl.is.
MYNPBÖNP
Undarleg
mynd
Mjólkurpeningar
(Milk & Money)
úa mu n iii vn il
Framleiðandi: Ted Hartley. Micha-
el Bergman. Leiksfjóri: Michael
Bergman. Handrit: Michael Berg-
man. Tónlist: Ýmsir. Kvikmynda-
taka: Irek Hartowicz. Aðal-
hlutverk: Robert Petkoff, Peter
Boyle, Robert Vaughn, Calista
Flockhart. (90 mín.) Bandaríkin.
Myndform, 2000. Óllum leyfð.
ÞESSI mynd er frá árinu 1997 og
var þá Calista Flockhart frekar
óþekkt stærð. Hún er í frekar litlu
hlutverki í þessari
mynd en aðalleik-
ari hennar er
Robert Petkoff og
leikur hann fyrr-
verandi læknis-
fræðinema sem
lendir í mjög furðu-
legum jafnvel súr-
realískum ævintýr-
um, en allt tengist
það á einhvern hátt konum.
Hulstrið á þessari mynd gefur þá
mynd af sér að um er að ræða frekar
ódýra rómantíska gamanmynd sem
ætti bara að vera tekin í neyð, en
þegar nánar er að gáð koma margar
gamlar og góðar kempur nálægt
henni eins og Peter Boyle, Olympia
Dukakis og Rober Vaughn, og virð-
ast þau hafa gaman að vera þátttak-
endur í gerð myndarinnar. Einnig er
lítið um rómantík í henni en helling-
ur af fáránlegum uppákomum sem
hafa sætan sjarma yfir sér og er
varla annað hægt en að brosa. í lokin
gengur allt upp þótt undarlegt megi
virðast, eða ekki.
Ottó Geir Borg
Morgunblaðið/Ásdís
Valur Gunnarsson segir að Reylgavík sé köld, því sé ekki úr vegi að þýða og staðfæra texta Cohens á fslensku.
Cohen á köldum klaka
Á DÖGUNUM kom út geisladiskur-
inn Reykjavík er köld. Um er að
ræða flutning á lögum Leonards
Cohens með íslenskum textum. Það
er maður að nafni Valur Gunnars-
son sem er forsprakki framf aksins.
Og það er hann sem syngur lögin og
þýðir og staðfærir textana.
Á disknum er að finna margar af
helstu perlum Cohens á íslenskri
tungu, má nefna lög eins og Þröstur
á þaki, Hver í logum og Jóhanna af
Örk.
Valur segist lítið hafa sinnt tón-
listarsköpun gegnum árin. „Ég hef
mikinn áhuga á tónlist, ég hlusta
mikið á tónlist en ég hef ekki mikla
tónlistarhæfileika. Ég heyrði Cohen
sunginn á norsku fyrir einhverjum
árum og það kveikti með mér hug-
myndina."
Hélt að heimurinn
væri að farast
Aðspurður að því hvers vegna
hann hafi ráðist í það fróma fram-
tak að gefa út þennan disk segist
hann hafa haft vissu um að heimur-
inn myndi farast við upphaf nýs árs.
„Mér fannst þess vegna rétt að
skrifa undir víxil og taka upp þessa
plötu. Ég þýddi textana og stað-
færði á einum eftirmiðdegi og tók
síðan lögin upp.“ Eins og flestum
ætti að verða orðið ljóst kom heims-
endir ekki um síðustu áramót og
Valur situr uppi með skuldirnar og
þarf að selja diskana.
Valur segist enga tónleika vera
fyrirhugaða til þess að fylgja diskn-
um eftir, en það kann að breytast.
„Ég hef enga hljómsveit til þess að
styðjast við eins og er. Sjálfur leik
ég ekki á hljóðfæri þannig að ég
auglýsi hér með eftir áhugaverðum
hljóðfæraleikurum."
Valur segist hafa fengið lítil eða
engin viðbrögð við disknum og að
hann hafi komið að luktum dyrum
hjá útvarpsstöðvum. „Það breytir
svo sem litlu fyrir mig. Ég lít þannig
á að þar sem ég er búinn að taka _
upp diskinn sé starfi nu'nu lokið. Ég
nenni ekki að vera stressa mig við
að kynna hann. Það er annarra
manna verk.“
Diskurinn er afar drungalegur
og verður seint settur undir geisl-
ann síðla kvölds á diskótekum borg-
arinnar enda segir Valur að Reykja-
vfk sé köld, bitur og einmanaleg.
Stemningin býður hreinlega ekki
upp á neitt annað en drunga og
þungbúin ský. „Textamir eru tölu-
vert staðfærðir enda er ekki hægt
að líta framhjá reykvískri biturð
þegar menn eru að þýða.“
En hyggur hann á frekari land-
vinninga í tónlistinni? „Þeir sem
hafa hlustað á diskinn vona það ör-
ugglega. En ég get ekki lofað
Anthony Hopkins og Jodie
Foster í hlutverkum sínum
í Lömbin þagna.
Hopkins leik-
ur Hannibal
HINN margverðlaunaði leikari
Anthony Hopkins hefur haldið
heimsbyggðinni í heljargreipum
undanfarna mánuði og lítið gefið
út á hvort hann komi til með að
leika hinn ógeðfellda Hannibal
Lecter i framhaldi myndarinnar
Lömbin þagna. Hann hefur nú
samþykkt að leika í myndinni,
sem ber nafnið Hannibal, eftir
að handritshöfundur myndar-
innar Schindlers List, Steven
Zaillian, endurskrífaði handrit-
ið. Allir þeir aðilar sem koma að
myndinni segja að Hopkins sé
mjög hrifinn af handritinu en
talsmaður leikarans segir næsta
mál vera að komast að sam-
komulagi um þá upphæð sem
leikarinn fær fyiir að fara aftur í
gervi mannætunnar Hannibals.
Heyrst hefur að leikkonan
Jodie Foster hafi afþakkað boð
um að leika FBI-leyniþjónustu-
konuna Clarice Sterling, en
heimildarmenn fullyrða að
samningaviðræður séu enn í
gangi svo ekki er öll nótt úti enn.
f Mataróregla Ertu með mat á heilanum? tjj
Námskeið hefst 2. febrúar fyrir ofætur.
Stuðst er við 12 spora kerfið OA. Fámennir hópar. Einstaklingsráðgjöf.
Upplýsingar eru gefnar frá kl. 18—20 í síma 552 3132, annars símsvari. Inga Bjarnason. i