Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 72
■72 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Stutt
Læti á
ströndinni
► LÖGREGLAN í Rio de Janeiro
hefur komist á snoðir um baðströnd
þar sem allir liggja í sólbaði berir
að ofan og er
það að
þeirra mati
óviðunandi
athæfi.
Fimm
strandlögg-
ur hafa
gengið um
strendurnar
í stutterma-
bolum og stuttbuxum og beðið ber-
brjósta konur sem á vegi þeirra
hafa orðið að hylja brjóst sín. Flest-
ar konumar tóku það ekki í mál og
gripu þá lögreglumennimir til þess
ráðs að kalla á liðsauka og fengu til
sín tuttugu starfsfélaga sína, gráa
fyrir járnum. En ein kona, Rose
Moura, sem lá í sakleysi sfnu á mag-
anum neitaði samt að klæða sig og
var hún handtekin á stundinni fyrir
ósiðlegt athæfi á opinberam vett-
vangi. Eiginmaður konunnai-
reyndi að skerast í leikinn en var þá
sjálfur handtekinn.
Kóngur í
dulargervi
► HINN ungi Jórdaníukonungur,
Abdullah, heimsótti sjúkrahús í dul-
argervi á dögunum og komst framhjá
öryggisvörðum án þess að þeir
þekktu hann. Kóngurinn var að
kanna aðbúnað sjúklinga á sjúkra-
húsinu en
■"•þetta er í
annað sinn
síðan hann
tók við krún-
unni fyrir ári
sem hann
freistar þess
að skoða lífið
í landinu sem
almennur
borgari. Hann hyggur á fleiri slíkar
ferðir í dulargervi og vonast til að op-
inberir starfsmenn og æðri embætt-
ismenn vinni þá sína vinnu betur en
fyrr. Kóngurinn hafði fjölmiðlafull-
trúa sinn sér til fulltingis í njósnaför-
inni á dögunum og kom við í ýmsum
opinberum stofnunum auk sjúkra-
Hússins. Ekki var gefið upp í hvers
íconar gervi hann hefði verið en í júlí
á síðasta ári dulbjó hann sig sem
blaðamann.
Isklumpum
rignir í Madrid
► NÚ ER talið að ísklumpar á stærð
við melónur sem rignt hefur yfir
borgina Madrid komi frá loftsteini
sem hafi komist inn í lofthjúp jarðar
en ekki af mannavöldum líkt og áð-
ur var talið. Samkvæmt vísinda-
mönnum í borginni em litlar líkur á
að um sé að ræða samanþjappaðan
saur frá loftforum af einhverri teg-
und. „En samt vantar klumpana þá
íiferð og lit sem vænta mætti af
brotum úr Ioftsteini,“ sagði vísinda-
maðurinn Enrique Martinez.
í sfðustu viku slapp maður naum-
lega er einn klumpanna sem var
íjögur kíló að þyngd lenti á bíl hans
í borginni. Síðan þá hefur verið til-
kynnt um níu fsklumpa.
Engir peningar
- engin lækning
► MAÐUR einn í Naírobí komst í
hann krappan á dögunum er honum
var neitað um sjúkrahúsvist eftir að
hann var barinn til óbóta því hann
hafði enga peninga á sér. Vinir
mannsins hlúðu að honum eftir
fremsta megni og báru hann á börum
í bankann svo hann gæti tekið út pen-
inga en því miður láðist honum í öll-
um hamaganginum að hafa banka-
kortið sitt meðferðis og fékk því
ekkert fé í bankanum.
Myrkrahöfðinginn í Panorama á kvikmyndahátíðinni í Berlín
Hilmir Snær og Sara Dögg sem Síra Jón og vinnustúlkan hans.
Alexandra Rappaport 1 hlutverki sinu 1 Myrkrahöfðmgjanum.
Myrkrahöfðingi Hrafns
Gunnlaugssonar hefur
verið valin til þátttöku í
Panorama-dagskrá
kvikmyndahátíðarinnar
í Berlín sem hefst um
miðjan febrúar.
Hildur Loftsdóttir
hringdi í kvikmynda-
leikstjórann,
Blm: Til hamingju, Hrafn!
Hrafn: Þakka þér fyrir!
Blm: Þetta er ekki í fyrsta skiptið
sem mynd eftir þig er valin í þessa
dagskrá.
Hrafn: Það var á sínum tíma þegar
Hrafninn flýgur hafði fengið feiknar-
lega litla aðsókn hér heima, að henni
gekk svona vel á Panorama í Berlín.
Það varð til þess að ég fór aftur að
trúa á myndina, og á þess vegna mjög
góðar minningar af Panorama.
Blm: Myrkrahöfðinginn hefur víst
ekki gengið nógu vel.
Hrafn: Ég veit það ekki, ég er ekki
framleiðandi myndarinnar þannig að
það er Friðrik Þór sem verður að hafa
áhyggjur af aðsókninni. En ég er ekk-
ert síður sáttur við Myrkrahöfðingj-
ann en Hrafninn flýgur á sínum tíma.
Þetta staðfestir þann grun sem ég
hafði um myndina að hún gæti gert
það ansi gott erlendis. Friðrik Þór er
náttúrlega í skýjunum yfir þessu, en
ég hef engra fjárhagslegra hagsmuna
að gæta.
Blm: En hvers vegna heldurðu að
Myrkrahöfðinginn gangi ekki nógu
vel?
Hrafn: Ég held að efnið hræði eitt-
hvað. Og umfjöllunin um myndina
hefur verið frekar glannaleg. Menn
hafa verið að festa sig í einhveijum
smáatriðum sem eru bara krydd í
allri steikinni, í stað þess að sjá verkið
sem eina stóra heild.
Blm: Er þetta ekki mikill heiður
fyrirþig?
Hrafn: Jú, og ekki síst þar sem
myndin fjallar um mikið og flókið
Gat ekki átt
mér aðra ósk
Morgunblaðið/Kristinn
Hrafn við verk Odds Nerdrum; altaristöflu
biskups í Myrkrahöfðingjanum.
sögulegt efni. Þannig mynd-
ir eru nánast ekki gerðar í
dag, og hún þarf því að hafa
mikið til að bera. Flestar
myndir sem komast þama
inn eru nýbylgjumyndir og
tískumyndir. Þetta er hin
opinbera dagskrá hátíðar-
innar, og síðan eru
ákveðnar myndir settar í
keppni. Og Myrkrahöfðing-
inn er auðvitað ekki mynd
sem færi að keppa þar því
hún er svo sér á parti, og
þetta er því það lengsta sem
myndin gæti mögulega
komist á svona hátíð.
Blm: Og er þetta ekki
næststærsta hátíð í heimi?
Hrafn: Jú. Eftir að
Hrafninn flýgur var í Pano-
rama var hann kominn um
allan heim. Það sama gerist
með Hin helgu vé, en það er
minni mynd sem hefur
gengið mjög vel í sjónvarpi.
Það hlýtur að vera sérlega
ánægjulegt íyrir Friðrik að
fá þetta upp í hendurnar ef hann spil-
ar rétt úr þessu.
Blm: Það hlýtur að vera líka mjög
skemmtilegt fyrir þig.
Hrafn: Jú, fyrir mig sem listamann
er þetta eitt það ánægjulegasta sem
gæti gerst. Ég gat ekki átt mér aðra
ósk en að koma myndinni á aðaldag-
skrána í Berlín. Ég var ekki viss um
að það myndi gerast því hún er svo
öðruvísi. Hún er afskaplega íslensk
og var gerð fyrst og fremst fyrir ís-
lendinga.
Blm: Þá er þetta enn ánægjulegra.
Hrafn: Já, þetta kom mér
skemmtilega á óvart. Svona eins og
happdrættisvinningur. Manni þykir
alltaf vænt um það ef menn í útlönd-
um kunna að meta mann sém lista-
mann.
Blm: Er öruggt að hún fari víða eft-
ir að hafa verið í Panorama?
Hrafn: Það er allt sem bendir til
þess. Myndir í opnunardagskrá í
Berlín fara nær sjálfkrafa um allan
heim. Skömmu eftir að Hrafninn flýg-
ur var í Berlín, var hún orðin mjög
vinsæl á Indlandi, í Kóreu, sló í gegn í
Brasilíu og í Madríd. En þar sem ég
var ekki heldur dreifingaraðili að
þeirri mynd vissi ég lítið um það. I
norskum og sænskum umfjöllunum
þykir Myrkrahöfðinginn gefa sér-
staka sýn á miðaldir sem aldrei áður
hefur sést í kvikmynd. Líkt og Hrafn-
inn flýgur var sérstök skoðun á vík-
ingatímann. Maður veit aldrei fyrr en
það gerist endanlega, en það getur
vel verið að þessi mynd eigi eftir að
verða einhvers konar „költ“-mynd.
Og það á sjálfsagt eftir að hjálpa
myndinni mikið að listmálarinn Odd
Nerdrum, sem er útlitshönnuður
myndarinnar, er mikið í tísku. Hann
gefur henni þetta dularfulla yfirbragð
sem er mjög sérstætt og gerir hana
öðruvísi en allar aðrar myndir, og það
skiptir máli.
Er þakklátur í hjarta sínu
Blm: Nú hafa tveir leikarar úr
Myrkrahöfðingjanum, Hilmir Snær
og Alexandra Rappaport, verið valin
í Shooting-Star, hóp ungra leikara
sem verða sérstaklega kynnt á hátíð-
inni fyrir fjölmiðlum og kvikmynda-
gerðarfólki í Berlín.
Hrafn: Já, það virðist vera að menn
hafi kveikt svona feikilega á leik
Hilmis í þessari mynd, og Alexöndru
líka. En það var aldrei fjallað neitt um
hana í gagnrýninni hér heima. Mér
finnst hún meiriháttar sem þessi for-
dekraða ólétta kerling. Hún hefur
leikið mjög mikið í sjónvarpi í Svíþjóð
og er talin ein af þeirra rísandi stór-
stjömum. Það besta sem hún hefur
gert á tjaldinu hingað til finnst mér
hún gera í Myrkrahöfðingjanum.
Hlutverkið er ekki stórt en hún skilar
því alveg feiknarlega vel. Hún nær að
verða einhver allt önnur manneskja
en allir aðrir í myndinni sem er alls
ekki auðvelt. Mér fannst rosalega
gaman að vinna með henni því hún er
svo klár.
Blm: Og verður þá sjálfsagt
stjama?
Hrafn: „Já, hún hefur alla burði í
það. Alveg eins og með hana Söru
Dögg sem mér finnst hafa fengið al-
veg fáránlega gagnrýni, og maður
hefur það á tilfinninguni að það sé
vegna þess að hún er ekki í leikarafél-
aginu. En hún er líka efni í stjömu.
Eg fann Mariu Bonnevie á sínum
tíma, sem lék í Hvíta víkingnum og er
núna alþjóðleg stjama. Sara Dögg
hefur jafn mikið tO að bera og hún.
En þetta er allt mjög ánægjulegt.
Maður er þakklátur í hjarta sínu að
einhver kunni að meta þessi listaverk
sem maður er að búa til, og ég vona að
þetta verði kannski til þess að íslend-
ingar taki við sér og fari að sjá mynd-
ina. Það þurfti þetta til með Hrafninn
flýgur," segir Hrafn Gunnlaugsson að
lokum og hlær.
KVIKMYNDIR/Laugarásbíó frumsýnir banda-
rísku myndina Næsta föstudag eða „Next Friday“
______með Ice Cube í aðalhlutverki._
Fleiri föstudagar
Ice Cube slappar ærlega af í Næsta föstudag.
Frumsýning
CRAIG (Ice Cube) býr enn hjá
foreldrum sínum í South
Central í Los Angeles. Hann
er atvinnulaus en fyrir fjómm ámm
hafði hann betur í átökum við aðal-
fantinn í hverfinu, Debo (Tommy
„Litli“ Lister). Nú hefur Debo flúið
úr fangelsi og er staðráðinn í því að
ná fram hefndum.
Faðir Craig (John Witherspoon)
óttast um öryggi sonar síns og sendir
hann til bróður síns Elroys (Don
„DC“ Curry) og frænda, Day - Day
(Mike Epps), sem keypt hafa sér hús
í fallegu úthverfi fyrir lottóvinning-
inn sinn. Craig kemst þó fljótt að því
að það er sama hvar maður býr þeg-
ar vandræðin steðja að.
Þannig er söguþráðurinn í banda-
rísku myndinni Næsti föstudagur
eða „Next Friday" en hún mun vera
framhald myndarinnar Föstudagur
eða „Friday“ frá árinu 1995. Með að-
alhlutverkin fara Ice Cube, Tommy
Lister, John Witherspoon og Don
Curry en leikstjóri er Steve Carr.
Reyndar er Ice Cube allt í öllu í
framhaldsmyndinni. Hann skrifar
handritið, er framleiðandi og hann
fer með aðalhlutverkið.
„Fyrri myndin var mjög vinsæl
þegar hún var sýnd á sínum tíma í
kvikmyndahúsum,“ er haft eftir
framleiðandanum Michael De Luca
hjá New Line Cinema. „Það, ásamt
því hversu vel hún gekk á mynd-
bandi, sagði okkur að áhugi á fram-
haldi væri fyrir hendi og við lögðum
hart að okkur við að finna út hvemig
við gætum haldið áfram með söguna
án þess að endurtaka okkur.“
„Þetta er í reynd gamanmynd þar
sem persónugerðirnar eru í fyrir-
rúmi,“ er haft eftir leikaranum og
rapparanum Ice Cube. „Og það er
það sem mér líkar við hana. Það eru
engar sprengingar og engar ástar-
sögur í myndinni. Craig er bara
venjulegur náungi og fólk kann að
meta það.“
Og Cube heldur áfram: „Mig hefur
alltaf langað til þess að gera mynd
eins og „Car Wash“, sem fólk hafði
mikið dálæti á. Föstudagur, fyrri
myndin, hefur snert þannig við fólki
að það kann samtölin úr henni utan-
að og einnig heilu atriðin."
Gamanleikarinn Chris Tucker var
með áberandi hlutverk í fyrri mynd-
inni en kemur ekki fram í þessari
nýju. í stað hans leituðu framleið-
endurnir til ungs grínara að nafni
Mike Epps, sem leikur Day - Day.
Hann var valinn úr hópi 250 gaman-
leikara og grínara. „Mér líður eins
og ég sé heppnasti maður í heimi,“ er
haft eftir honum.