Morgunblaðið - 20.01.2000, Page 73

Morgunblaðið - 20.01.2000, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndir í sjónvarpi Jim Carrey er kostulegur í hlutverki hins einmana kapalkarls. Carrey fer á kostum í KVÖLD er á dagskrá Bíórásarinn- ar bandaríska kvikmyndin Algjör plága eða „Cable Guy“ með Jim Carrey í aðalhlutverki. Guðni Páll Sæmundsson kann vel að meta Al- gjöra plágu. „Þú lætur manninn fá fimmtíu dollara og þú færð allar bíórásirnar frítt. Svo hefst ævintýrið um mann sem er tilbúinn að gera allt til að eignastvin. Matthew Brodrick leikur arkitekt- inn Steven Kovaks sem neyðist til að flytja í nýja íbúð eftir að kærasta hans (Leslie Mann) sparkar honum út. I nýju íbúðinni pantar hann kapalkarl til að setja upp kapalkerfi og á staðinn mætir Chip Douglas, leikinn af Jim Carrey. Carrey sýnir ótrúlega tilburði sem hinn smámælti og ástríðufulli sjónvarpsviðgerðar- maður. Eftir að Steven samþykkir að skoða stóran gervihnattadisk með Chip verður ekki aftur snúið. Hann vill ekkert með Chip hafa, en verður brátt ofsóttur af honum. Myndin er full af sprenghlægileg- um atburðum, þökk sé ofleik Carreys. Jim Carrey fer hreinlega á kostum sem hinn einmana kapalkarl sem lært hefur að lifa í gegnum sjónvarpsgláp. Þegar Cable Guy kom út töluðu margir um að nú væri Carrey að detta af toppnum en síðan þá hefur hann leikið í tveimur stórmyndum og hefur aldrei verið vinsælli. En svo virðist að nú sé Carrey að reyna að losa sig við trúðsímyndina með myndum á borð við Truman Show. Carrey hefur líka sýnt að hann getur leikið alvarlegri hlutverk, eins og í sjónvarpsmyndinni Doing Time on Maple Drive í hlutverki alkóhólista. Spurningin er hins vegar sú hvort aðdáendur hans leyfi slík hamskipti. The Cable Guy skartar úrvali stór- leikara fyrir utan Jim Carrey. Matt- hew Broderick sem leikið hefur í myndum á borð við Ferris Bueller’s Day Off og Family Business. Leslie Mann, Jaek Black og George Segal leika minni hlut- verk í myndinni. Leikstjóri myndarinnar er Ben Still- er sem vakti fyrst athygli með mynd- inni Reality Bites sem hann leik- stýrði og lék aukahlutverki í. Flestir þekkja hann þó betur sem leikara í myndum á borð við Permanent Midnight, Mystery Men og There’s Something about Mary eftir hina sprenghlægilegu FaiTelli bræður en Carrey mun einmitt leika í næstu mynd þeirra sem ber nafnið Me, Myself and Irene og kemur hún í bíóhús borgarinnar á þessu ári. GuðniPáU Sæmundsson FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 73 WHITNtY tlOIISIÖN Geirfuglarnir spila í Japis a' laugardaginn kl.16 diskar frá i allir þoir sem kaupa (joisladisk ;i Jnpis utsölunni oiga mtkjuleikn n úua.'nt.um ylíiöningi t.d. 29" Sony sjónviirp, Dronmc;uU leikjatolvu, Panasanic leröatíoki oö.i goisladisk! krorsum Klassík T O ISI L I S T otrulegu KRINGLUNNI LAUGAVEGI 13 5800 830 5800 820 verði opið Lil kl.1 S á laugandág opið til kl.1 "7 á sunnudag iazz og heimstónlist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.