Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 1

Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 1
22 TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Alexander Lúkasjenkó formaður nýs sambands Rússlands og Hvíta-Rússlands Brestir í sam- stöðu stjórnar- andstöðunnar Moskvu. AP, AFP, Reuters. HLUTI stjórnarandstöðunnar á rússneska þinginu hunsar þingfundi, aðra vikuna í röð, en margt bendir til, að látið verði af mótmælum fljót- lega. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvita-Rússlands, hefur verið skip- aður formaður hins nýja sambands Rússlands og Hvíta-Rússlands, sem tók formlega gildi í gær. Þingmenn, sem tilheyra annars vegar Sambandi hægriflokka og Jabloko og hins vegar Föðurlandi- Öllu Rússlandi, gengu út af fyrsta fundi rússneska þingsins í vikunni sem leið til að mótmæla samningi Einingar - flokks Vladímírs Pútíns forsætisráðherra - og kommúnista, en í kjölfar hans var kommúnistinn Gennadí Seleznjov kosinn þingfor- seti, en öðrum embættum skipt með flokkunum. Hefur samningurinn vakið efasemdir um hollustu Pútíns við lýðræðislegar umbætur. Vill að mótmælum verði hætt Sergei Kíríjenko, leiðtogi Sam- bands hægriflokka, sagði í gær eftir viðræður við frammámenn í Ein- ingu, að þeir hefðu fallist á að styðja tillögur um aukið frjálsræði auk þess sem þeir fullyrtu, að samstarfið við kommúnista yrði ekki til lang- frama. Því myndi hann reyna að fá Jevgení Prímakov, frammámann í Föðurlandi-ÖUu Rússlandi, og Gríg- orí Javlínskí, leiðtoga Jabloko, til að taka aftur þátt í þingstörfunum, þótt Javlínski teldi slíkt ekki líklegt fyrr en embættaskipan þingsins hefði verið endurskoðuð. Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rúss- lands, var skipaður formaður hins nýja sambands við Rússland. Hann sagðist vona að það væri aðeins fyrsta skrefið í fullri sameiningu ríkjanna, en samningurinn, sá þriðji á þremur árum, er aðallega tákn- rænn og felur í sér, að embættis- mannanefndum verður falið að sam- ræma stefnu ríkjanna. Taka á upp sameiginlegt skattkerfi árið 2001 og sameiginlega mynt 2005. Hvorki gengur né rekur í sókn rússneska hersins í Grosní og hafði Tass-fréttastofan eftir heimildum innan hersins, að skæruliðar hefðu komið sér vel fyrir í byrgjum og í há- hýsum í borginni. Þá sögðu hermenn, sem beijast í Grosní, í gær að bardagarnir um Minutka-torg í miðborginni væru þeir mannskæðustu frá því að sókn hófst 16. janúar. Ekkert væri hins vegar hæft í staðhæfingum rússn- eskra stjórnvalda um að hersveitim- ar hefðu náð úthverfum í norð- austurhluta borgarinnar á sitt vald. Formaður öryggisráðs Dagest- ans, nágrannahéraðs Tsjetsjníu, sagði í gær að tsjetsjenskir skæru- liðar væru að búa sig undir að laum- ast inn í héraðið til að geta hafið nýja hrinu sprengjutilræða í rússneskum borgum. En her- og lögreglumenn væru nú á varðbergi vegna hættu á sprengjutilræðum. Rússneskir fjölmiðlar segja að óánægja með stríðsreksturinn fari vaxandi meðal almennings. Vaxandi óánægja með stríðið virðist þó ekki bitna á vinsældum Pútíns forsætis- ráðherra, því samkvæmt skoðana- könnun, sem birt var í gær ætla 60% rússneskra kjósenda að greiða hon- um atkvæði í forsetakosningunum 26. mars nk. „Kúbudr engurinn* ‘ hittir ömmur sínar Persson varar við andlýð- ræðislegum samtökum Stokkhdlmi. AP. GÖRAN Persson varaði við auknum iveuujrs Rússnesk skytta horfir yfír Grosní úr þyrlu. Bardagarnir um Minutka-torg í miðborginni eru sagðir þeir mannskæðustu frá því að sókn rússneska hersins hófst 16. janúar. Blix formaður? ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær að mæla með Svíanum Hans BIix sem for- manni nýrrar vopnaeftirlitsnefnd- ar sem ráðgert er að verði send til íraks. Óskað verður eftir því að Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, tilnefni Blix, en írakar hafa áður hafnað tilnefningu Svíans Rolfs Ekeus. Miami.AP, AFP. KÚBVERSKI flóttadrengurinn Elian Gonzalez, sem fannst á reki á gúmmíslöngu undan strönd Flórída í lok síðasta árs, hitti ömmur sínar á Miami í gær. Engir aðrir voru viðstaddir fundinn. Faðir Elians hafði óskað eftir þvf að ömmurnar hefðu farsíma með sér á fundinn svo að hann og aðrir ættingjar á Kúbu gætu talað við Elian. Ættingjar drengsins á Miami, sem vilja að hann fái bandarfskan ríkisborgararétt, voru sagðir áhyggjufullir vegna fundarins, en þeir höfðu áður boð- ið þeim Raquel Rodriguez og Marielu Quintana að hitta Elian á heimili sínu. Ljóst þykir að Elian muni ekki fá að fara með ömmum sfnum heim til Kúbu en þær héldu til Elian Gonzalez Bandaríkjanna sl. föstudag til að reyna að hafa áhrif á gang for- ræðisdeilunnar. vinsældum andlýðræðislegra sam- taka á borð við nýnasista við setn- ingu þriggja daga ráðstefnu um hel- förina gegn gyðingum, sem hófst í Stokkhólmi í gær. Persson sagði menn siðferðilega ekki geta snúið baki við hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Helför- in hefði ekki verið slys, því kerfis- bundin morð á gyðingum, sígaunum og fötluðum hefðu aðeins viðgengist af því að fólk mótmælti ekki og tók þátt í framkvæmd morðanna. „Þau áttu sér ekki hvað síst stað vegna þess að fólk þagði,“ sagði Persson. Viktor Klima kanslari Austurríkis situr ráðstefnuna, en stjómarmynd- unarviðræður Frelsisflokks Jörgs Haider og austuríska Þjóðarflokks- ins hafa víða vakið ugg og gaf Pers- son til kynna að ríkisstjórn Frelsis- flokksins ætti ekki heima innan Evrópusambandsins. Um 600 þátttakendur taka þátt í alþjóðaráðstefnunni um helfórina. Scanpix Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Davíð Oddsson, for- sætisráðherra fslands, við setningarathöfn ráðstefnu um helförina. Meðal þeirra er íjöldi stjórnmála- leiðtoga, m.a. forsætisráðherra ísra- els, Ehud Barak, Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Davíð Odds- son, forsætisráðherra Islands. ■ Fortíðar minnst/34 MORGUNBLAÐH) 27. JANUAR 2000 690900 090000 Reykingabann á skemmtistöðum? HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Noregs, Dagfinn Hoybráten, íhugar nú að fara að tillögu norsku tóbaksvamarnefndarinnar um að lögleiða allsherjarbann við reyk- ingum á veitinga- og skemmti- stöðum. Tóbaksvamamefnd norska rík- isins hefur nú skilað skýrslu til heilbrigðisráðuneytisins í Ósló, sem byggist á ítarlegri könnun sem gerð var á vegum nefndarinn- ar á ástandinu á skemmtistöðum Noregs. Með skýrslunni er lagt mat á virkni þeirra reglna sem í gildi era um reykingar á veitinga- og skemmtistöðum og lagt til, að í nafni heilsuvemdar almennings verði reykingar bannaðar með öllu á þessum stöðum. Segir Aítenposten að Hoybrát- en hafi lengi sagt að til stæði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að vemda fólk fyrir óbeinum reykingum. „Atvinnugreinin verð- ur að vera undir það búin að reglumar verði hertar,“ hefur blaðið eftir ráðherranum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.