Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Áform um glæsihótel og heilsustofnun í Hveragerði Framkvæmdaaðili bíður þess að fá leigusamning ráð- herra staðfestan ÁFORM eru uppi um að reisa um 400 íbúða heilsuþorp í Olfusi, þar sem rekið yrði glæsihútel og heilsu- stofnun með aðbúnaði og þjónustu í háum gæðaflokki. Knútur Bruun lögfræðingur hefur unnið að þess- ari hugmynd síðustu árin og telur hentugast að reisa þorpið undir suðurhlíðum Reykjafjalls á ríkis- jörðinni Reykjum. Þar stæði þorpið gegnt Heilsustofnun NLFÍ. með Garðyrkjuskdla ríkisins til vesturs og orlofsheimilin í Ölfusborgum til austurs. Hann hefur mikla trú á þessum áformum, enda séu úti- vistarmöguleikar af öllu tagi frá- bærir á Ölfussvæðinu, auk þess sem jarðhiti og hverir geri svæðið ein- stakt í augum ferðamanna. Að sögn Knúts er það grundvall- aratriði f undirbúningi málsins að finna ákjósanlegan stað fyrir heilsuþorpið væntanlega og tryggja byggingarland og aðgang að nægu heitu og köldu vatni. Að því loknu verður unnt að hefjast handa um stofnun undirbúningsfé- lags, sem þá hrindi framkvæmdum í verk. Ætlunin er að fjármagna byggingarnar með erlendu fjár- magni og hafa farið fram viðræður við erlendar hótelkeðjur, sem sýnt hafa málinu mikinn áhuga, að sögn Knúts. Ekki verður þó unnt að tryggja fjármagn fyrr en að fyrir liggja samningar um byggingarland og vatnsréttindi auk nákvæmrar hönn- unar á mannvirkjum og kostnaðar- og rekstraráætlanir. Knútur fékk á sínum tíma fyrirheit frá Guðmundi Bjarnasyni, þáverandi landbúnað- Sumir vagnstjór- ar hóta að hafna allri aukavinnu SIGURBJÖRN Halldórsson, aðaltrúnaðarmaður vagn- stjóra hjá SVR, segir að all- margir vagnstjórar hafí lýst því yfir að þeir myndu ekki vinna meiri yfírvinnu í þess- um mánuði. Gangi þetta eftir er hugsanlegt að truflanir verði á þjónustu SVR um helgina. Sigurbjörn segir að ekki sé um neitt yfirvinnubann að ræða, en vagnstjórum sé eins og öðrum stéttum heimilt að afþakka boð um aukavinnu. Vagnstjórum sé skylt sam- kvæmt samningum að vinna ákveðna yfirvinnu í hverjum mánuði. Hann kveðst telja að þorri vagnstjóra hjá SVR hafi þegar uppfyllt þessa skyldu í þessum mánuði. Sigurbjörn segir að vakta- kerfi vagnstjóra um helgar sé byggt upp með þeim hætti að það vanti ávallt 17 vagnstjóra á vakt annan daginn og 14 hinn daginn. Þetta sé fyrir ut- an veikindaforföll. Hann seg- ist ekki geta svarað því hvort vagnstjórar fáist til að taka að sér þessar aukavaktir um helgina. Það sé undir hverjum og einum komið, en allmargir hafi lýst því yfir við sig að þeir séu hættir að vinna yfirvinnu. STÓRKONUQiL 800- OS B'INGARSWSOi Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu heilsuþorpi undir Reykjafjalli í Hveragerði. Gert er ráð fyrir að þorpið muni standa handan Varmár gegnt Heilsustofnun NLFI. arráðherra, um leigu á 18 hektara landspildu úr landi Reykja til bygg- ingarframkvæmda, auk fyrirheita um nýtingu nauðsy nlegra vatns- réttinda fyrir þá starfsemi sem áformað er að reka á þessu svæði. Þá veitti Finnur Ingólfsson, þáver- andi iðnaðarráðherra, Knúti leyfi f fyrravor til rannsókna og nýtingar á jarðhita í landi Reykja. Knútur segist nú vera að bíða eft- ir endanlegu svari frá Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra um frágang á leigusamningi á fyrr- greindri landspildu á Reykjum. í svari ráðuneytisins frá 6. júlí í fyrrasumar segir að framtíðar- hagsmunir Garðyrkjuskóla ríkisins muni ráða mestu um ráðstöfun á landi skólans i næsta nágrenni hans. Knútur segir að fyrrverandi landbúnaðarráðherra hafi einnig gert fyrirvara um umsögn skóla- nefndar Garðayrkjuskólans á leigu þessarar landspildu, en skólinn er eini aðilinn sem á hagsmuna að gæta varðandi svæðið. Svar skóla- nefndar mun hafa borist síðasta sumar og segir Knútur að hann sé reiðubúinn að breyta leigusamningi á þann hátt að gerður verði viðbót- arsamningur sem taki tillit til um- sagnar skólanefndar, svo framar- lega sem byggingareiturinn verði áfram í kjörlandi undir suðurhlíð- um Reykjafjalls. Landbúnaðar- ráðherra hefur nú sent sex aðilum, Garðyrkjuskóla ríkisins, Hvera- gerðisbæ, sveitarfélaginu Ölfusi, Heilsustofnun NLFÍ, Dvalarheimil- inu Ási og rekstrarfélagi Ölfus- borga erindi þar sem óskað er eftir umsögn um áform Knúts um upp- byggingu heilsuþorps. Segist Knút- ur trúa þvf að erindið fái jákvæða umfjöllun, enda dyljist engum mik- ilvægi þess fyrir byggð og mannlíf á Suðurlandi, og reyndar landið allt, að unnt verði að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Hann seg- ist vita til þess að Hveragerðisbær og sveitarfélagið Ölfus hafi þegar tekið jákvætt í málið. Tillaga skóla- nefndar FVÍ Skólinn heiti Mennta- skólinn á fsafírði SKÓLANEFND Framhalds- skóla Vestfjarða á Isafirði (FVÍ) hefur lagt til að nafni skólans verði breytt í Menntaskólinn á ísafirði að því er fram kemur í blaðinu Bæjarins besta á ísafirði. Er það í höndum menntamála- ráðherra að úrskurða um nafnbreytinguna og segir í Bæjarins besta að ekki þyki ósennilegt að ráðherra stað- festi nafnið í væntanlegri kynnisferð hans til skólans í mars nk. Skólinn hlaut nafnið Menntaskólinn á Isafirði þeg- ar hann var stofnaður fyrir þremur áratugum en núver- andi nafn var tekið upp fyrir um áratug eftir að hann hafði verið sameinaður Iðnskóla Isafjarðar. Hefur ekki áhrif á núverandi starfsemi í bókun skólanefndarinnar um nafnbreytinguna segir að hún muni ekki hafa áhrif á núverandi starfsemi skólans en samhliða henni sé fyrir- hugað að skerpa áherslur í starfi hans. Vilji virðist vera fyrir því meðal nemenda og kennara skólans að breyta nafni hans í fyrra horf enda skrifuðu 152 nemendur og kennarar skól- ans undir áskorun þess efnis á síðasta vori. Nýtt launakerfí hjá félagsmönnum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar Kerfíð endurspegli betur hæfni manna í starfí UM áramótin tók gildi nýtt launa- kerfi fyrir félagsmenn í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar sem starfa hjá borginni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvað þessi breyting skilar miklum launahækkunum, en Reykjavíkur- borg setti 55 milljónir í þetta verk- efni. Birgir Björn Sigurjónsson, hjá starfsmannahaldi Reykjavíkur- borgar, sagði að markmiðið með nýju launakerfi væri að breyta hugsuninni um hvernig laun væru ákvörðuð. Tilgangurinn væri m.a. sá að búa til vísi að kerfi sem væri fært um að meta störfin innbyrðis þannig að þau endurspegluðu bet- ur hæfni starfsmanns en gert var í gamla kerfinu. Hann sagði að í kjarasamningunum, sem gerðir voru árið 1997, hefði verið samið um að taka upp nýtt launakerfi ár- ið 1998. Það hefði hins vegar dreg- ist af ýmsum ástæðum að ljúka þessu verkefni. Þessari vinnu hefði verið lokið um síðustu áramót en sjálft launakerfið tæki gildi frá og með 1. júlí 1999. Birgir Björn sagði að nýtt launakerfí hefði ekki falið í sér teljandi launabreytingar, enda hefði ekki verið gert ráð fyrir því þegar kjarasamningarnir voru gerðir. Reykjavíkurborg hefði þó látið ákveðna upphæð í þetta verk- Heildaráhrifin þýða 0,5 til 1% launahækkun efni til að tryggja að við röðun manna í launaflokka væri tryggt að enginn lækkaði í launum. Hann sagðist meta heildaráhrifin af kerfinu á 0,5-1% launahækkun. Birgir Björn sagði að fyrir fáum árum hefðu allar ákvarðanir um launabreytingar hjá borgarstarfs- mönnum verið teknar í Ráðhúsinu. Núverandi borgaryfirvöld hefðu hins vegar tekið ákvörðun um að færa þetta vald í meira mæli út í stofnanirnar sjálfar. Þetta nýja launakerfi væri skref í þessari þró- un. Hann sagði að stofnanirnar sjálfar gætu t.d. tekið ákvörðun um hvort þær legðu meiri áherslu á menntun, starfsreynslu eða sér- staka hæfni við röðun starfsmanna í launaflokka. Breytingin gerð á félagslegum grunni Hann kvaðst telja eðlilegt að einhver munur væri þarna á milli stofnana vegna þess að starfsemi þeirra væri mismunandi. Hugsun borgarinnar væri sú að færa ákvarðanirnar hægt og bítandi út í dreifstýrt kerfi. Háskólamenntaðir starfsmenn borgarinnar hefðu sýnt þessu nýja kerfi mestan áhuga og þess vegna hefðu þeir verið fyrstir til að ganga frá sam- komulagi um slíkt kerfi. Starfs- mannafélagið hefði nú gengið frá hliðstæðum samningum og í sjálfu sér væri ekkert því til fyrirstöðu að fleiri félög gerðu samkomulag við borgina um þessa eða sam- bærilega breytingu. Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, sagði að þetta nýja launa- kerfi fæli í sér hliðstæða breytingu og háskólamenn hjá ríkinu hefðu samið um. Þó væri sá grundvallar- munur á að starfsmannafélagið hefði valið að standa félagslega að þessari breytingu. Stofnaðar hefðu verið matsnefndir á 26 vinnustöð- um Reykjavíkurborgar, en í þeim ættu sæti fulltrúar starfsmanna og stjórnenda viðkomandi vinnustað- ar. Þessum nefndum væri ætlað að leggja fram tillögur um hvaða þætti ætti að leggja til grundvallar við gerð nýs launakerfis. Bæði launþegi og forstöðumaður hefðu því í höndunum niðurstöðu mats- nefndar þegar þeir ræddu saman um röðun í launaflokka. Forstöðu- maður tæki hina endanlegu ákvörðun, en hann yrði að rök- styðja ákvörðun sína og fara eftir þeim meginreglum sem matsnefnd hefði sett. Sjöfn sagði að nýja launakerfið fæli ekki í sér að launamanni væri gert að ná, einum og óstuddum, samkomulagi við vinnuveitandann um sín laun. Þessi breyting væri því gerð á fé- lagslegum grunni. Tilraun þróuð í ljósi reynslunnar Sjöfn sagði að um væri að ræða tilraun sem ætti eftir að þróa bet- ur í ljósi reynslunnar og m.a. þess vegna hefði verið ákveðið að mats- nefndirnar störfuðu út samnings- tímabilið, sem lýkur 31. október árið 2000. Sjöfn sagði að upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort þessi breyting hefði leitt til launahækkana hjá fé- lagsmönnum. Reykjavíkurborg hefði varið 55 milljónum í þetta verkefni, sem væri lág upphæð þegar haft væri í huga að 2.400- 2.500 manns væru í félaginu. Auk þess hefðu sumir forstöðumenn eitthvert svigrúm til hækkana. Ennfremur hefði í einhverjum til- fellum föst yfirvinna verið færð inn í launataxtann, en slík breyt- ing fæli ekki í sér breytingu á heildarlaunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.