Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 13 Júlíus Vífíll Ingvarsson borgarfulltrúi Sakar meirihlut- ann um að dylja fjárhagsstöðu JÚLÍUS Vífíll Ingvarsson, borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna, sakar meirihluta borgarstjórnar um að reyna að dylja raunverulega fjár- hagsstöðu borgarinnar. Þetta kem- ur fram í bókun, sem borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu, á borgarráðsfundi sl. þriðjudag, að fengnu svari um að ekki verði að svo stöddu orðið við óskum þeirra um að leggja fram í borgarráði útreikninga á áætluðum heildarskuldum og pen- ingalegri stöðu samstæðureiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000. Fyrirspurninni var svarað á borg- arráðsfundinum með bréfi fjármála- stjóra borgarinnar. I svarinu kemur fram að upplýsinganna verði aflað eftir að gerð ársreiknings ársins 1999 lýkur í mars. Júlíus Vífill sagði í samtali við Morgunblaðið að sjálfstæðismenn teldu þessar upplýsingar nauðsyn- legar til að meta í heild skuldaaukn- ingu og skuldastöðu borgarinnar. Þeir teldu heildarstöðuna aldrei hafa verið verri og aukninguna aldrei jafnmikla og undanfarin ár, m.a. vegna skuldsetningar Orku- veitu Reykjavíkur. Með millifærsl- um og sölu eigna borgarinnar hefði verið búin til villandi mynd af stöðu borgarsjóðs og borgarinnar í heild. í ljósi þess að t.d. Kópavogur geri áætlun um hvert stefni í heildar- skuldastöðu, sem lögð sé fram með fjárhags- áætlun, kvaðst Júlíus Vífill hissa á því að meirihlutinn treysti sér ekki til þess í dag leggja fram áætlaða heildarskulda- stöðu í árslok en vísi málinu áfram til gerðar ársreikninga. Nauðsynlegt sé að meta við gerð fjárhagsáætlunar hvert stefni í fjár- málum borgarinnar hvað skuldir varðar og hver áhrif fjárhagsáætl- unarinnar verði á heildarskuldir borgarinnar. Hann kvaðst furða sig á að meiri- hlutinn neitaði að afla upplýsinga sem auðvelt væri að sækja í bókhald borgarinnar og Júlíus Vífill kvaðst halda því fram að meirihlutinn væri að dylja raunverulega skuldastöðu með því að leita ekki þessara upp- lýsinga. „Þetta er hluti af því hvern- ig meirihluti borgarstjórnar hefur hagað sínum áróðri um að faglega sé staðið að stjórn borgarinnar en í rauninni er þar óráðsía," sagði Júl- íus Vífill. Unnið að lokinni gerð ársreiknings í svari fjármálastjóra borgarinn- ar, sem lagt var fram á borgarráðs- fundi í gær, segir að stefnt sé að því að vinnu við uppgjör borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar vegna 1999 ljúki í marslok og þá liggi ársreikn- ingur borgarsjóðs og samstæðu- reikningur fyrir. Áætlaðar heildar- skuldir og peningaleg staða samstæðu hafi ekki verið birt áður í tengslum við fjárhagsáætlunargerð og því hafi nauðsynlegum upplýs- ingum ekki verið safnað við þá vinnu. Til að reikna þessa liði þurfi að afla upplýsinga frá fyrirtækjum og hlutafélögum borgarinnar, þ.m.t. Landsvirkjun. Rétt sé talið að bíða eftir að vinnu við ársreikning 1999 ljúki áður en umbeðnar upplýsingar séu birtar, m.a. til að gæta samræmis og vegna hættu á að gerð ársreiknings tefjist. Tillaga um að frumvarp að fjár- hagsáætlun taki til allra fyrirtækja sem borgarsjóður á eignarhluta í verði tekin til skoðunar við undir- búning fjárhagsáætlunar ársins 2000. Lesendakönnun ferðatímaritsins Condé Nast Traveler Flugleiðir fjórða besta evrópska flugfélagið Á HVER JU ári velja lesendur banda- ríska ferðatímaritsins Condé Nast Traveler þau flugfélög, bílaleigur og hótel sem þykja skara fram úr hvert á sínu sviði. I nóvember-hefti síðastlið- ins árs voru birtar niðurstöður könn- unar tímaritsins fyrir árið 1999. Könnunin leiddi meðal annars í ljós að Keflavíkurflugvöllur þykir að mati lesenda áttundi besti flugvöllur í heimi og að Flugleiðir þykja fjórða besta evrópska flugfélagið. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- leiðum fær Keflavíkuflugvöllur góða einkunn hjá lesendum Condé Nast. Aðeins tveir aðrir flugvellir í Evrópu náðu hærra á heimslistanum, Amsterdam og Zurich. Aðeins einn flugvöllur í heiminum, Singapore/Changi, þótti bjóða upp á auðveldari tengimöguleika en Kefla- víkurflugvöllur en þar bíða tengifar- þegar að jafnaði ekki lengur en eina klukkustund á jörðu niðri. Flugvöll- urinn í Singapore þótti bera af og var kosinn besti flugvöllur í heimi. Lesendur tímaritsins töldu Flug- leiðir tólfta besta flugfélag í heimi en alls komust 53 félög á blað. Flugleiðir geta hins vegar talist fjórða besta evrópska flugfélagið þar sem aðeins þrjú evrópsk flugfélög komast ofar á heimslistann, Virgin Atlantic (2. sæti), Svrissair (4. sæti) og British Airways (11. sæti). Hvað varðar matarþjónustu urðu Flugleiðir í 8. sæti á listanum. Singa- pore Airlines var kosið besta flugfé- lag í heimi. Samningar á ný um greiðslu- kortaviðskipti á nektarstöðum Tveir handteknir vegna innbrota LÖGREGLAN handtók í fyrrakvöld karlmann á þrítugsaldri, sem grun- aður var um að hafa stolið verkfær- um úr nýbyggingu við Borgartún síðastliðna helgi að verðmæti um 1,5 milljónir króna. Við húsleit lög- reglunnar fundust nánast öll verk- færin og var þeim skilað til eigenda. I framhaldi af yfirheyrslu hjá lög- reglu var maðurinn færður til af- plánunar 9 mánaða fangelsisdóms. Þá var maður á fimmtugsaldri handtekinn í fyrradag, grunaður um innbrot í sex íbúðir á austanverðu miðbæjarsvæðinu. Hluti af því sem þar var stolið hefur komið í leitimar. Maðurinn gerði lögreglu grein fyrir málunum og eru þau í rannsókn lög- reglunnar. VISA ísland hefur með skilyrðum opnað á ný samninga um greiðslu- kortaviðskipti við þá tvo nektar- dansstaði, sem lokað var á fyrir um mánuði, Club Clinton og Maxim í miðborg Reykjavíkur. Samkvæmt tilkynningu frá Visa Islandi taka nýju samningarnir jafnt til viðskipta með debet- og kredit- kort innan viss eyðsluhámarks á dag. Þá séu sett ströng skilyrði sem stað- imir skuldbinda sig til að fylgja í einu og öllu, auk óskráðra reglna um vandað viðskiptasiðferði. Meðal þeirra skilyrða sem stöðun- um em sett, er að söluaðili fari í einu og öllu eftir reglum samstarfssamn- inga um greiðslukortaviðskipti, ekki hvað síst ákvæði sem varðar áritun korthafa á sölunótur. Þá gangi stað- imir tryggilega úr skugga um að handhafi korts sé eigandi þess. Visa ísland áskilur sér rétt til sérstakra áhættustýringa í þessum viðskiptum og að setja þak á hámarksúttektir á kort á sólarhring. Einnig er það sett að skilyrði að Visa íslandi sé látið í té afrit af gjaldskrá viðkomandi staða hverju sinni og fái upplýsingar um allar breytingar á henni. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Eiríkur Þör Magnússon í Neskaupstað að þvo saltið af húsi sínu. N óg að gera við gluggaþvott Neskaupstað. Morgunblaðið. í BLÍÐUNNI sem verið hefur hér undanfamar vikur hafa veðurguð- irnir minnt menn á hvaða árstími er því með stuttu millibili hefur tvisv- ar gert mikið hvassviðri með til- heyrandi sjóroki yfir bæinn sem sest á hús og bfla íbúanna. Mikil örtröð hefur því verið á eina bflaþvottaplaninu sem í bæn- um er og fyrir skömmu er frétta- ritari átti leið um bæinn vom menn mjög víða með garðslönguna úti við að spúla saltið af húsum sínum og sérstaklega rúðum, því segja má að mjög illa hafi sést út um glugga fyr- ir saltstorku og núna þegar sólin er farin að teygja sig upp fyrir íjalla- toppana eftir um tveggja mánaða íjarveru vilja menn hafa rúðumar í gluggum húsa sinna hreina til að hleypa geislum hennar óhindrað inn í hús sín. Lægsta verðið tii London 1.7.900 í sumar með Heimsferðum Heimsferðir kynna nú flug sín til London í sumar, en við munum fljúga alla fímmtudaga til London frá og með 18. maí á hreint ein- stökum kjörum. Nú getur þú valið um 4 daga helgarferð til heims- borgarinnar í sumar, 11 daga eða 18 nætur, flogið út á fímmtudegi og heim á mánudegi. Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og menningarlífi og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval hótela, frá 2-4 stjörnu á frábærum kjörum. Við bjóðum nú forsölu á 400 fyrstu sætunum til London á frábæru verði og tryggjum þér besta verðið til London í sumar. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600. www.heimsferdir.is Verð kr.l I4.20Í ) Flugsæti fram og tilbaka. Flugvallarskattar kr. 3.790 ekki innifaldir. Fyrstu 400 sætin. Verð kr.7.900 Fiugsæti aðra leiðina til London í sumar. Flugvaliarskattar kr. 1.830 ekki innifaldir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.