Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson. Segja má að þessi litfagri kvöldroði um þorrakomuna vitni um þá góðu tíð sem í vændum er skv. veðurspá manna á Austurlandi. Kvöldroðanum var ávallt talið fyigja úrkomulaust veður eins og eftirfarandi spak- mæli ber vitni um: „Kvöldroðinn bætir og segir satt. Morgunroðinn vætir og mígur í hatt.“ Veðurspámenn á Austurlandi Vaðbrekku, Jökuldal - Veðurspá- menn á Austurlandi virðast vera sammála um að veturinn í vetur verði góður. Haft var samband við nokkra þeirra og þeir spurðir álits á þeim hluta vetrarins sem eftir er. En allir höfðu þeir orð á því að það sem af væri hefði ekki komið þeim á óvart. Bjöm Andrésson í Fellabæ segir að spjólítið eða spjólaust verði í allan vetur. Bjöm, sem er fyrrver- andi bóndi í Njarðvík við Borgar- fjörð eystra, segir að sig dreymi venjulega í hlöðu heima í Njarðvík um vetumætur og geti af því dregið hvemig veturinn verði. Svo var þó ekki í þetta skipti en vetur- inn leggst vel í Bjöm engu að síð- ur og segir hann að ekki verði vemlegar skoddur í vetur. Hann vildi ekki spá í vorið að svo stöddu. Sigurjón Guðmundsson á Eir- íksstöðum segir að veturinn verði góður að mestu, þó komi verri kaflar inn sem ekki verði þó svo slæmir þegar öllu er á botninn hvolft. Siguijón segir að þorrinn verði góður, hann var einnig búinn að Spáð góð- um vetri segja fyrir um hláku um þorra- komuna, og telur að vorið geti orðið gott. Eldri kona sem ekki vill Iáta nafns síns getið segir að sig hafi dreymt mikið af dökku fé sem þýði að veturinn verði góður, sérstak- lega þijár fyrstu vikur þorra, en þó komi þrisvar él á þeim tíma og það sem eftir lifir vetrar verði frekar gott og nær auð jörð. Bræðumir Aðalsteinn og Hákon Aðalsteinssynir frá Vaðbrekku em sammála í sínum spám enda aldir upp saman og má ætla að þeir leggi sama gmnn að sínum spám. Þeir spá góðum vetri og að það verði mikil suðvestanátt í vetur. Þó veðurstofan sé að spá norðan- skoti um næstu helgi segir Hákon að sú spá muni gufa upp. Þeir segja að Þorrinn verði góður en þó megi búast við hreti síðast á Þorr- anum. Mars verður umhleypinga- samur með lítilsháttar éljagangi, þó engin harðindi verði þá. Apríl verður góður með ríkjandi sunn- anáttum en gæti orðið hvasst með köflum. Fyrripartur mai verður kaldur en það verði glimrandi bati síðast í mai. Júní verður hlýr og góður og góð heiskapartíð í júlí. Aðalbjöm Kjerúlf á Amheiðar- stöðum spáir góðri tíð fram í mars, og hann sagði til um kuld- ana fyrr í vetur og hlákuna um Þorrakomuna. Þorgrímsstaðabræður í Breið- dal Gunnar og Hh'far Erlingssynir spá léttum vetri, Gunnar segir að hann hafi sagt strax í haust að það yrði léttur vetur þar til sól færi að hækka á lofti. Þeir bræður spá mest mánuð í senn en fundu þó á sér að þessi vetur yrði góður. „Þorrinn verður góður ef þessi vika endar vel veðurfarslega," segir Gunnar. Síðan verður gott áfram í vetur. Aðspurðir um vorið segja þeir að vorið verði kalt og gróður komi seint. Sumarpáskar viti ekki á gott reynslan sýni að oft fylgi þeim slæm tíð. Nýjar hurðir á Landakirkju Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Onnur útskoraa hurðin á Landakirkju. Vestmannaeyjum - Við hátíðarmessu í Landa- kirkju á sunnudaginn voru vígðar nýjar hurðir á kirkjuna. Hurðirnar eru gefnar af Kvenfélagi Landakirkju en Sigurð- ur Sigurðsson skar út í tré myndir á hurðirnar og gaf kirkjunni verk sín. Séra Kristján Björnsson sóknarprest- ur sagði í stólræðu sinni sögu myndanna sem prýða hurðirnar og blessaði síðan hurðirnar ogþá sem um þær fara. I samtali við Morgun- blaðið sagði Séra Kristján að Kvenfélagið hefði aflað fjár til hurða- kaupanna með vorsöfn- un sinni á síðasta vori hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Hann sagði að Tréverk í Eyj- um hefði verið fengið til að smíða hurðirnar, sem eru gegnheilar eikar- hurðir, en leitað hafi verið til Sigurðar til að fá hann til að skera út myndir í hurðirnar. Sig- urður hafí tekið verkið að sér og síð- an ákveðið að gefa vinnu sína við það til minningar um föðurafa sinn og -ömmu, Séra Oddgeir og Önnu Guðmundsen, en Séra Oddgeir var prestur á Ofanleiti í Eyjum í yfír þrjátíu ár. Sex tréskurðarmyndir Sigurðar prýða hurðirnar, þrjár fulningar á hvorri hurð, og er myndefnið sótt í stórbrotna kirkjusögu Eyjanna og guðspjöllin. Séra Kristján sagði að tveimur myndum sem nú væru á hurðunum yrði skipt út fyrir aðrar sem Sigurður er með í útskurði og ætlunin væri að þær myndu eftir það prýða veggi kirkjunnar. Hann sagði að hurðirnar væru miklir kjörgripir sem án efa yrðu meðal ómetanlegra hluta Landa- kirkju í framtíðinni. Kristján sagði ekki vanþörf á góðum hurðum í Landakirkju því kirkjusókn væri góð og margir færu því um þessar hurðir og nefndi því til stuðnings að á síðasta ári hefðu 20.000 manns verið skráðir þátttakendur í helgi- haldi í kirkjunni. Messan í Landakirkju á sunnu- daginn varð enn tilkomumeiri og hátíðlegri fyrir þær sakir að kóra- mót kirkjukóra Kjalarnesprófast- sdæmis var haldið í Eyjum um helgina. Þar voru kórarnir að æfa dagskrá vegna fimm kristnitökuhá- tíða sem haldnar verða í prófast- sdæminu á árinu, en fyrsta hátíðin verður í Garðabæ um næstu helgi. 130 manna kór söng því við mess- una og sagði Séra Kristján að söng- ur þessa stóra kórs hefði gert stundina enn hátíðlegri og tilkom- umeiri. Að lokinni messunni bauð Kven- félag Landakirkju upp á kaffí og hurðartertu, en tertan, sem gerð var af Arnóri bakara, var í líki hurð- ar Landakirkju. Sagði séra Kristján að tertan hefði verið falleg eins og hurðirnar en líka afar bragðgóð. Kátir kinda- karlar í nýjum fjárhúsum Laxamýri - Ný fjárhús hafa verið tekin í notkun á bænum Heiðarbót í Reykjahverfi hjá Jóni B. Gunnarssyni og sonum hans, sem keypt hafa jörðina. Heiðarbót var áð- ur í eyði en þeir feðgar hafa, auk þess að byggja fjár- húsin, komið sér upp hesthúsi og gert upp gamla íbúðarhúsið á staðn- um, sem var í mikilli niðurníðslu. Sauðfé og hestar eru áhugamál feðg- anna og státa þeir af hárri meðalvigt dilka og hundrað prósent tvílembi. Jón hefur um árabil stundað fjárbúskap á Húsavík sem tómstundabóndi og er því ekki nýgræð- Feðgamir Gunnar Jónsson, til vinstri, og Jén B. ingur í greininni. Gunnarsson í nýju fjárhúsunurn á Heiðarbót. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ragnhildur Jónsdóttir í Fagradal og Karl Pálmason í Kerlingadal með útigangsána, sem er í góðum holdum þrátt fyrir harðan vetur. Tveggja vetra ær heimt af fjalli Fagradal - í byijun þorra rakst fréttaritari á einmana kind austan við Háfell á Múlakvísl, sem af ein- hverjum ástæðum hefur ekki fund- ist þegar verið var að smala í haust. Hringt var hið bráðasta eftir hjálp og kom Karl Pálmason í Kerlinga- dal með hund og kerm. Vel gekk að handsama kindina sem er tveggja vetra og er frá Kerlingadal. Ærin er í mjög góðum holdum þrátt fyrir snjóþungan vetur í Mýrdalnum. Bæjarstjóri Hornafjarðar hættir störfum BÆJARSTJÓRI Hornafjarð- ar, Garðar Jónsson, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. febrúar nk. Ástæður uppsagn- arinnar má einvörðungu rekja til persónulegra aðstæðna, segir í fréttatilkynningu. Garð- ar mun gegna starfi bæjar- stjóra á Hornafirði þar til nýr bæjarstjóri kemur til starfa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.