Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 28
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skipverjar á Óðni festa landfestar í gærmorgun. I dag eru liðin 40 ár frá
því landfestar skipsins voru festar í fyrsta sinn í Reykjavíkurhöfn.
fer vissulega eftir því hvernig er
hugsað um skipið. Reyndar má
segja að ekki hafi mikið verið endur-
nýjað í þessu skipi, skrokkur og yf-
irbygging eru upprunaleg. Eins er
vélbúnaðurinn upprunalegur en öllu
þessu hefur verið haldið mjög vel við
og er í góðu standi og eru vélarnar
komnar tvöfalt fram yfir þann tíma
sem framleiðandinn lofaði. Vita-
skuld hefur ýmislegt verið endur-
nýjað, enda komnar fram margar
nýjungar í siglingatækjum og
fjarskiptatækjum, en vissulega eld-
ist skipið eins og annað og sjálfsagt
kemur að því að Óðni verður skipt
út fyrir nýtt skip. En hann er enn í
fullu fjöri. Hann hefur staðið af sér
ýmsa hildarleiki, þar á meðal þrjú
þorskastríð og hefur verið farsælt
skip og reynst afskaplega vel. Skipið
hefur sál, manni líður vel þarna um
borð og þykir orðið vænt um skip-
ið.“
Greint var frá heimkomu Óðins í
Morgunblaðinu 28. janúar 1960. All-
margt fólk hafði safnast saman á
Ingólfsgarði og fylgdist með þessari
fyrstu innsiglingu skipsins í Reykja-
víkurhöfn. Þegar landfestar höfðu
verið bundnar í fyrsta sinn gekk þá-
verandi dómsmálaráðherra, Bjarni
Benediktsson, um borð ásamt fylgd-
arliði og skoðaði skipið í fylgd Eiríks
Kristóferssonar skipherra og Pét-
urs Sigurðssonar, þáverandi for-
stjóra Landhelgisgæslunnar. Ráð-
herrann ávarpaði áhöfn Óðins og
bauð þá velkomna til landsins. Sagði
hann það fagnaðarefni að nýtt skip
hefði bæst við hinn litla flota gæsl-
uskipa sem samboðið væri hinum
vösku mönnum er sækja sjóinn til að
gæta þar lífshagsmuna þjóðarinnar.
„Gifta fylgi hinum nýja. glæsta Óðni
og megi hann koma rammefldur og
heill á húfi úr hverri raun,“ sagði
ráðherrann meðal annars.
Þúsund fyrir-
spurnirtil
Utflutningsráðs
Á SÍÐASTA ári afgreiddi Útflutn-
ingsráð með formlegum hætti rétt
tæpar 1.000 fyrirspurnir tengdar
sjávarútvegi, þar af voru rúmlega
400 tilkomnar í gegnum NAS-verk-
efnið. Eru þá eru ótaldar fyrir-
spurnir sem fara beint til viðkom-
andi fyrirtækja sem þátt taka í
verkefninu. Erlendar fyrirspurnir
voru um helmingur eða 500.1 flest-
um tilvikum voru hinir erlendu að-
ilar að leita eftir upplýsingum og
tengslum við íslenska fiskseljend-
ur, véla- og tækjaframleiðendur
fyrir fiskvinnslu og framleiðendur
fiskibáta. Einnig var töluverður
fjöldi fyrirspurna sem vörðuðu
sjávarútveg á íslandi almennt, s.s.
um kvótakerfið, aflatölur, eignar-
hald erlendra aðila og fleira.
íslensku fyrirspurnirnar beind-
ust oftast að öflun upplýsinga og
tengsla við einstök erlend fyrirtæki
og markaði.
NAS-mappan, sem ásamt NAS-
vefnum (www.nas.is) er helsta
kynningargagn Útflutningsráðs á
íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj-
um, var í síðustu viku send til 140
erlenda sjávarútvegsfyrirtækja
sem flest eru starfandi í Noregi,
Færeyjum, Rússlandi og á Bret-
landseyjum. Þau íslensku fyrirtæki
sem þátt taka í NAS-verkefninu og
áhuga hafa á að fá lista yfir við-
komandi erlendan markhóp geta
sett sig í samband við Útflutnings-
ráð.
Framundan er svo frekari dreif-
ing og kynning á sjávarútvegssýn-
ingunum „Fishing 2000“ í Glasgow
og „Boston Seafood" í Boston.
Flestar heimsóknir
frá Bandaríkjunum
Notkun erlendra aðila á NAS-
vefnum er stöðugt að aukast og er
greinilegt að vefurinn er orðinn
fastur viðkomustaður margra er-
lendra aðila sem þurfa að leita upp-
lýsinga um fyrirtæki og sjávarút-
veg á íslandi. Flestar heimsóknir
til NAS-vefjarins á árinu 1999
komu frá Bandaríkjunum, næst í
röðinni voru Bretland, Kanada,
Þýskaland, Noregur, Færeyjar,
Svíþjóð, Grænland og Danmörk.
Minni umferð, en þó nokkur, var
frá t.d. Hollandi, Japan, Rússlandi,
Finnlandi, Kína, Malasíu o.fl.
Gardinueíni frá 100 kf. metrinn
Tilbúnir kappar frá 400 kr. metrinn
3ja m breitt voal 520 kf. metrinn
Handklæði J00 kf. stykkið
Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur
og margt fleira.
GARDLSUBUÐIIS
Skipholti 35 - simi 553 5677
Opið ki. 10-18
Opið laugardaga
kl. 10-14
anuar
Klukkan 17:00 mánudaginn 3I. janúar
eru síðustu forvöð að panta auglýsingu
í Símaskrá 2000.
Forðist biðraðir og gangið frá
auglýsingapöntunum tímanlega.
NYJUNG...
Sjáðu
auqlýsi
auglysinguna