Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4 ERLENT Oveður í austurhluta Baiidaríkjanna Réttað í máli fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans Versta veður Samstarfsmaður Sharifs l * i i I r i morg ar P. Reuters. Washington. AFP, AP, Reuters. STÓRHRÍÐ og hvassviðri hafa valdið vandræðum víða á austur- strönd Bandaríkjanna og hafa op- inberar skrifstofur í Washington og víðar verið lokaðar síðustu tvo daga. Veruleg röskun hefur orðið á flugsamgöngum og miklar raf- magnstruflanir. Snjórinn er víða 60 sm djúpur og hefur hann skaflð í mikla skafla, sem lokað hafa vegum. Eru að minnsta kosti fímm dauðs- föll rakin til veðursins auk þess sem fimm ára gamallar stúlku er saknað f Massachusetts. Er óttast, að hún hafi fallið i á. Mestu snjóþyngsli frá árinu 1927 Veðrið hefur slæmt allt frá Maine til Suður-Karólínu og í Norður-Karólínu og í Virginíu var lýst yfír neyðarástandi vegna snjóþyngslanna. Hafa þau ekki verið meiri þar frá árinu 1927. Kom veðrið jafnvel veðurfræð- ingum í opna skjöldu og er það versta á þessum slóðum í mörg ár. Þá er það líka óvenjulegt hvað kuldakastið nær yfír stórt svæði. Áhyggjur af flóðum Sums staðar í New Jersey, Delaware og Pennsylvaníu var skafrenningurinn svo mikill, að ekki sá út úr augum og óttast var einnig, að álandsvindurinn ylli flóðum með ströndinni. í flughöfnum á þessu svæði öllu var hundruðum eða þúsund- um flugferða aflýst og nokkuð var um, að lestarferðir legðust af vegna veðursins. Aflýsa varð sumum íþrótta- kappleikjum vegna veðurs og í sumum rfkjanna lá allt skólahald niðri. Enn var spáð snjókomu í gær í Pennsylvaníu og norður úr. ber vitni gegn honum Karachi, íslamabad. AFP. MIKILVÆGASTA vitni ákæru- valdsins í máli Nawaz Sharifs, fyrr- verandi forsætisráðherra Pakistans, vitnaði gegn honum í gær þegar rétt- arhöldin yfir honum hófust. Nokkr- um klukkustundum áður hafði her- foringjastjómin, sem steypti Sharif af stóli í október, rekið forseta hæstaréttar og fimm aðra dómara réttarins vegna þess að þeir neituðu að sverja henni hollustueið. Sharif er sakaður um mannrán, morðtilraun, flugrán og hermdar- verk og var leiddur fyrir dómstól sem fjallar um mál meintra hryðju- verkamanna. Bróðir hans og fimm aðrir háttsettir embættismenn hafa einnig verið ákærðir. Þeir segjast all- ir vera saklausir af sakargiftunum. Mikill öryggisviðbúnaður var við dómhúsið þegar hinir ákærðu voru fluttir þangað í brynvögnum. Sharif er sakaður um að hafa reynt að hindra að flugvél með Pervez Reuters Nawaz Sharif fluttur í brynvagni úr dómhúsi í Karachi. Musharraf yfirhershöfðingja og tæp- lega 200 aðra farþega fengi að lenda á alþjóðaflugvellinum í Karachi nokknim klukkustundum fyrir Svona var ástandið í gær í Jacksonville í Norður-Karólínu en þar og í Virginíu hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna mestu snjóþyngsla frá 1927. valdarán hersins. Flugvélin kom frá Sri Lanka og gat ekki lent á flugvell- inum fyrr en herinn hafði lagt hann undir sig. Musharraf tók völdin í sín- ar hendur nokkrum klukkustundum síðar og lét handtaka Sharif. Sharif á yfir höfði sér dauðadóm verði hann fundinn sekur. Sagður hafa látið loka flugvellinum Gamall samstarfsmaður Sharifs, Aminullah Chaudhary, fyrrverandi yfirmaður flugmálastjórnar Pakist- ans, var fyrsta vitni ákæruvaldsins og sagði að Sharif hefði skipað sér að hindra að flugvélin lenti í Pakistan. Chaudary var í fyrstu ákærður fyrir aðild að málinu en féllst á að bera vitni gegn Sharif til að fá sakarupp- gjöf og er nú mikilvægasta vitni ákæruvaldsins. Chaudhary sagði að Sharif hefði sagt sér að loka flugvellinum í Kar- achi og skipa flugmanni vélarinnar að fljúga henni til Miðausturlanda. Chaudhary kvaðst hafa reynt að hringja í Sharif þegar ljóst var að flugvélin myndi hrapa innan nokk- urra mínútna vegna eldsneytisskorts ef hún fengi ekki lendingarleyfi í Karachi. Honum hefði þá verið sagt að Sharif væri upptekinn. Chaud- hary talaði þá við hermálafulltrúa Sharifs, sem sagði honum að leyfa flugvélinni að lenda, láta brynvagna umkringja hana, heimila henni að taka eldsneyti og skipa flugmannin- um að fljúga henni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Áður en réttarhöldin hófust hafði herforingjastjómin fyrirskipað öll- um dómuram æðstu dómstóla lands- ins að sverja henni hollustueið til að treysta tök sín á dómsvaldinu. For- seti hæstaréttar og fimm aðrir dóm- arar réttarins neituðu að sverja eið- inn og voru því reknir í gær og nýir dómarar skipaðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.