Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 31 Þrengt að skæru- liðum Kareníta Bangkok. AP, AFP. STJÓRNARHER Burma gerði í fyrrinótt árás á stöðvar skæruliða sem kalla sig „her guðs“, nálægt landamærum Burma og Taílands. Samtímis virðist sem taílensk stjóm- völd vilji þrengja að burmískum skæruliðum sem hafast við á landa- mærum ríkjanna. Ekki er vitað um afdrif bamungra tvíburabræðra sem sagðir em leiðtogar hers guðs. Aðgerðimar koma í kjölfar þess að skæruliðar, þeirra á meðal meðlimir úr her guðs, tóku hundruð manna í gíslingu á sjúkrahúsi í Taílandi á mánudag. Gíslatökumenn vom allir vegnir af taílenskum hermönnum og virðist sem stjómvöld beggja megin landamæranna vilji nú láta kné fylgja kviði og uppræta starfsemi skæm- liða. Taílensk lögregla fann í gær tals- vert magn af sprengiefninu TNT í búðum Kareníta sem hafast við Taí- landsmegin við landamærin. Karenít- ar em minnihlutahópur í Burma og hafa margir þeirra sest að í Taílandi vegna andstöðu við stjómvöld í heimalandinu. Skæmliðasamtök þeirra hafa um árabil stundað skæra- hemað gegn herstjórninni í Burma og barist fyrir stofnun sjálfstæðs rík- is Kareníta. Her guðs er aðeins einn af mörgum skæmliðahópum sem hafa þetta að markmiði. Voru gíslatökumenn teknir aflífi? Taílensk stjómvöld hafa lengi látið skæruliða á landamæranum að Burma óáreitta vegna þess að litið hefur verið á þá sem brjóstvöm gegn burmískum hersveitum. Þetta virðist nú vera að breytast í takt við að al- menningsálitið í Taílandi hefur snúist gegn skæruliðum vegna gíslatökunn- arfyrrívikunni. Tveir tólf ára tvíburadrengir sem taldir em vera foringjar hers guðs vom ekki meðal gíslatökumanna í taí- lenska sjúkrahúsinu. Samkvæmt fréttum The Daily Telegraph í gær er ekki vitað hvar þeir era niður komnir nú, eftir árásir Burmahers á búðir þeirra. Karenítar telja drengina búa yíir yfímáttúmlegum gáfum sem geri þá hæfa til forystu. Granur leikur á því að taílenskir hermenn hafí gerst sekir um að taka af lífi skæmliðana sem tóku umrætt sjúkrahús herskildi, eftir að þeir síð- arnefndu höfðu gefist upp. Forsætis- ráðherra Taílands, Chuan Leekpai, vék sér í gær undan því að svara spumingum fréttamanna um hvort fréttir fjölmiðla þessa efnis séu á rök- um reistar. Dagblaðið Bangkok Post hefur eftir einum gíslanna að gísla- tökumennimir hafí fyrst gefist upp, „síðan vom þeir skotnir í höfúðið eftir að þeim hafði verið sagt að afklæðast og krjúpa á gólfinu". Forsætisráð- herrann sagði aðeins að gíslatöku- mennirnir hefðu látið lífið vegna þess að þeir hefðu ekki verið jafn fljótir að skjóta og taílensku hermennirnir. Mæður skyldaðar til að upplýsa faðerni barna sinna? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ER ÞAÐ hlutverk hins opinbera að gæta þess sem er siðferðilega rétt með öilum tiltækum ráðum? Þessar spurningar hafa vaknað f Dan- mörku eftir að Frank Jensen dóms- málaráðherra kynnti nýtt frumvarp um breytingar á barnalögum. Inntakið er að mæðrum sé skylt að upplýsa faðerni bama sinna. Viti þær ekki hver faðirinn sé eigi þær að afhenda yfirvöldum lista yfír rekkjufélaga sína um það Ieyti sem getnaður hafi átt sér stað, svo yfir- völd geti haft samband við mennina, krafið þá um DNA-próf og gert út um faðerni barnsins. Neiti mæðumar að upplýsa fað- emið eða gefa þessar upplýsingar er ýtrasta afleiðing laganna að hægt sé að stefna mæðrunum og dæmaþær í fangelsi. Sama gildir um karla, sem neita að taka þátt f faðemisprófi. Hugmyndin á bak við frumvarpið er að það sé skýlaus réttur baraa að vita faðemi sitt. Þarna takast á sjónarmið um réttindi bama annars vegar og hins vegar hvort það sé í verkahring hins opinbera að vemda þessi réttindi. Árlega fæðast um 3.500 dönsk böm utan hjónabands. I um einu prósenti þeirra tilfella gefa mæður ekki upp faðemi. Málið snýstþví í raun um aðeins 35 börn, en af hálfu dómsmálaráðherra er lögð áhersla á, að hér sé um grundvallaratriði að ræða. Opinber gæsla getur ekki kom- ið í stað siðferðisvitundar „Mér svelgdist fyrst á morgun- kaffinu og rak svo upp skellihlát- ur,“ sagði Peter Kemp prófessor í heimspeki er hann var spurður álits á lagafrumvarpinu í hádegisfrétt- um danska útvarpsins. Ilann benti á að það væri óðs manns æði af hinu opinbera að ætla að fara að elta konur á röndum til að krefja þær um svo persónulegar upplýsingar. Hugmyndin um að geta siðan gripið til refsinga gegn konum sem ekki vildu gefa þessar upplýsingar væri einfaldlega brjálæði. Kemp benti á að það væri vissu- lega siðferðilega rétt að upplýsa böm um faðemi þeirra, en hér mætti ekki blanda saman þvf sem væri siðferðilega rétt og svo vöktun og gæslu hins opinbera. Hið opin- bera gæti ekki tekið á sig ábyrgð á að framfylgja öllu, sem væri sið- ferðilega rétt og grfpa til refsinga ef bragðið væri út af. Heimspeking- urinn benti einnig á að það fælist tvöfeldni íþví að nafnleynd sæðis- gjafa sé lögvernduð, en ætla svo að krefja einstæðar mæður náttúru- lega getinna bama um að upplýsa faðemi barna sinna. Réttindi tryggð eða aðfor gegn einstæðum mæðrum? f röðum þingmanna, sem danskir fjölmiðlar höfðu samband við, gætti ýmissa sjónarmiða með og á móti frumvarpinu. Ymsum þótti að hér væri stigið mikilvægt skref í átt að jafnrétti foreldra, þar sem feður hefðu skýlausan rétt á að vita af föðurhlutverki sínu. Einna harðorðust um nauðsyn á þessu lagaframyarpi var Pemille Sams þingkona íhaldsflokksins, sem sagði að konur gætu þá bara látið vera að sofa hjá ef þær vildu ekki segja frá því. I samtali við Berl- ingske Tidende sagði Anne Baa- strap þingkona Sósíalíska þjóðar- flokksins hins vegar, að frumvarpið væri aðför að einstæðum mæðram. ym tilboð! 12 KJUKLINGABITAR STÓR SKAMMTUR AF FRÖNSKUM KARTÖFLUM PEPSI 2L Islandsmet um helgina!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.