Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 32

Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Montreal. AFP, AP. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um erfðabreytt matvæli í Montreal Líkur á samkomu- lagí hafa aukist MARGT bendir til að samkomulag sé hugsanlegt á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um líftækniiðnað og erfðabreytt matvæli í Montreal í Kanada. Kom það fram í máli aðal- samningamanns Bandaríkjanna í gær en Bandaríkin og fimm önnur ríki komu í veg fyrir árangur af sams konar ráðstefnu í Kólumbíu fyrir ári. „Við erum mjög hlynntir reglum, sem vemda umhverfið án þess að leggja hömlur á viðskipti með mat- væli, og teljum að samkomulag um það geti tekist,“ sagði David Sanda- low, aðalsamningamaður Bandaríkj- anna á ráðstefnunni, og Richard Ballhorn, aðalsamningamaður Kan- ada, sagði að viðræðumar gengju mjög vel. Fulltrúar ýmissa þróunar- ríkja, þar á meðal Kína og Indlands, vora þó ekki jafn ánægðir og sögðu að í málamiðlunartillögunum væri ekki tekið á áhyggjum þeirra af erfðabreyttum matvælum. A ráðstefnunni hefur mikið verið um það deilt hvemig unnt sé að ganga úr skugga um að erfðabreytt matvæli séu hættulaus og vilja sum ríki hafna þeim með öllu þar til sann- að hefúr verið að óhætt sé að neyta þeirra. Afstaða Bandaríkjamanna hefur hins vegar verið sú, að verslun með erfðabreytt matvæli skuli heim- il þar til sannað hafi verið að þau séu hættuleg. Sandalow og fulltrúar hinna ríkj- anna fimm, Kanada, Argentínu, Chile, Umguay og Astralíu, lýstu því þó yfir í fyrradag að þeir gætu fallist á einhvers konar varúðarregl- ur hvað varðaði erfðabreytt matvæli. Pá sagði Sandalow að væntanlegar reglur um öryggi erfðabreyttra mat- væla ættu að hafa sama gildi og al- þjóðlegir sáttmálar. Með því var hann að sefa ótta Evrópumanna við að Bandaríkjamenn krefðust þess að reglur Heimsviðskiptastofnunarinn- ar, WTO, yrðu einar látnar ráða ferðinni. Öryggisreglumar um erfðabreyttu matvælin og reglur WTO yrðu sem sagt jafn réttháar, en sumir fulltrúar þróunarríkjanna vilja að öryggi umhverfisins verði rétthærra viðskiptahagsmunum. I málamiðlunartillögunum, sem Bandaríkjamenn styðja, munu reglumar um öryggi erfðabreyttra matvæla aðeins taka til alþjóðlegra umhverfismála en eftir sem áður getur hvert ríki verið með sínar eig- in reglur hvað þetta varðar. Kanadamenn tala máli Bandaríkj amanna Ráðstefna SÞ í Montreal er haldin í anda samþykktarinnar um líffræði- legan fjölbreytileika en Bandaríkja- þing hefur aldrei fallist á hana. Bandaríkjamenn em því í raun ekki fullgildir þátttakendur og eiga því engan fulltrúa í eiginlegum samn- ingaviðræðum. Þess vegna reiða þeir sig á Kanadamenn og fulltrúa hinna ríkjanna fjögurra eða Miami- hópinn, sem svo er kallaður. Hefur það vakið óánægju meðal sumra Kanadamanna, sem saka Kanada- stjórn um að vera aðeins málpípa Bandaríkjastjórnar. Umræða um þessi mál er mikil í Bandaríkjunum og einnig í Kanada þar sem samtök heilsuverslana hafa krafist þess af stjómvöldum að erfðabreytt matvæli verði sérstak- lega merkt. Þá ætla þessar verslanir sjálfar að auðkenna þær vörur sínar sem ekki innihalda erfðabreytingar af neinu tagi. Eitraður maís Margir hafa áhyggjur af hugsan- lega óhollum áhrifum erfðabreyttra matvæla á neytendur en mestur ótti er þó við að erfðabreyttar nytja- jurtir geti valdið stórslysi í náttúr- unni. Þær geti auðveldlega dreifst og hugsanlega útrýmt öðram teg- undum og með kynblöndun valdið ónæmi fyrir skordýraeitri í jurtum sem almennt er litið á sem illgresi. Rannsókn, sem gerð var við Corn- ell-háskólann í Bandaríkjunum á síð- asta ári, leiddi í ljós að erfðabreyttur maís er eitraður fyrir keisarafiðrildi. Er það vegna þess, að nú framleiðir hann sitt eigið skordýraeitur. Inflúensulyfið „relenza“ Varað við hlið- arverk- unum FRAMLEIÐENDUR in- flúensulyfsins relenza, sem nýkomið er á markað á Islandi, hafa skrifað öllum heimilis- læknum í Bretlandi bréf, þar sem athygli er vakin á því að notkun lyfsins geti valdið önd- unarerfiðleikum hjá einstaka sjúklingum. Glaxo Wellcome, lyfjafyrir- tækið sem framleiðir lyfið, bendir á að þeir sem þjáist af astma og/eða lungnasjúkdóm- um geti orðið fyrir hliðarverk- unum af því að taka inn in- flúensulyfið, en það er gefið inn í munnúðaformi. Fyrirtækið sagði að í Banda- ríkjunum hefði komið í ljós að hliðarverkunareinkenni hefðu komið fram hjá um tíu manns af þeim á að gizka 500.000 sem notað hefðu lyfið fram að þessu þar í landi. Ertu að byggja • viltu breyta • þarftu að bœta ? 16-40% Veggflísar DÆMI: 15x20 sm. • 3 gerðir. Verðáður. Nú ^ 1.565,- " 939,; Plastparket DÆMI: “HOME” • Eik, beyki, kirsuberja & merbau. Nú. IW6% Veggdukar verð frá. ^ ay 67 sm. pr.m. Z$-56% Veggfóður & borðar verðfrá. Q S\ OÁUj~a tftik 96% Golfflisar DÆMI: Marmo 31x31 sm, 3 litir, ítalskar gæðaflísar. Verð áður. Nú 2.095,- 999j; 16-46% Gólfdúkur DÆMI: sommer “goid" gæðadúkur Verð áður. í.m- M 866,-, Slabbmottur £r dreglar 16% afsláttur Bútar Er afgangar allt að 76% afsláttur Rósettur £r skrautlistar 19% afsláttur Fiberstrigi Filtteppi n m, 19% afsláttur 199,-,m Hillupappír Voxdúkar 19% afsláttur 19% afsláttur rúllan. 16-99% 19-91% Málningardeild Golfteppt DÆMI: Derby lykkjuteppi. 'áður. Nú. 1.190,- 797 ~ *****717 - PLUS-IO innimálning, 4 nr, Hvítir imr. Gœðamálning frá Málningu hf. Verð áður. Nl-, _ _ _ _ 3.099,- 1.980,-„ 16-96% Mottur Gólflökk, 5 ltr.,3 litir. Stanáará litir; 2,5 itr.,10 imr. ^1,863,-,, 3 348 - +* • Dós Bjóðum 4 t'egundir afgœðn málhirigu. LUO^ Líttu inn, við tökum vel á móti þér. amiw éMnííké BOEN15™, Norskt gæðaparket. EIK RUSTIC EIK NATUR RAUÐ EIK NATUR RAUTT BEYKI • STRUKTUR LJÓST BEYKI • STRUKTUR ASKUR SCANDIC MERBAU SELECT verð pr. m2 J.190r 1.99Ó,- 1.996,- 1.196,- 1.196,- 1.696,- 1.696,- Grensásvegi 18 • Sími 581 2444. Opið: Mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 10-16 & sunnudaga frá kl. 11-15 (málningardeild). Takið málin með, það flýtir afgreiðslu. Góð greiðslukjör. Raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. 'wsT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.