Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 33

Morgunblaðið - 27.01.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 33 ERLENT Bosníu-Serbinn Dusan Tadic hlustar á dómsorð dómara í áfrýjunarmáli sínu fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. Fangelsisdómur yfír Bosníu- Serba mildaður Haag. AFP, AP. ÁFRÝJUNARDÓMARAR stríðs- glæpadómstólsins í Haag styttu í gær fangelsisdóm yfir Bosníu-Serb- anum Dusan Tadic um fimm ár og dæmdu hann í 20 ára fangelsi. Þar með lauk fyrsta og langvinnasta stríðsglæpamáli heims frá réttar- höldunum í Niirnberg og Tókýó eft- ir síðari heimsstyrjöldina. Sex ár eru nú liðin frá því Tadic var handtekinn í Múnchen. Dóm- stóllinn dæmdi hann fyrst í 20 ára fangelsi í júlí 1997 fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Fang- elsisdómurinn var síðan þyngdur í nóvember sl. eftir að saksóknararn- ir fengu að bæta við ákærum sem fallið hafði verið frá. Tadic var þá dæmdur í 25 ára fangelsi en hann áfrýjaði dómnum. Dómarinn Mohammed Shaha- buddeen, sem kvað upp dóminn, sagði að þótt glæpir Tadics væru „óumdeilanlega viðbjóðslegir“ hefði fangelsisdómurinn verið mildaður vegna þess að hinn ákærði hefði verið tiltölulega lágt settur meðal þeirra Serba sem bera ábyrgð á stríðsglæpunum í Bosníu. Saksóknarar gagnrýna niðurstöðuna Saksóknarai-nir í málinu gagn- í'ýndu niðurstöðu áfrýjunardómar- anna og sögðust ekki hafa búist við því að dómurinn yrði mildaður. „Við erum hins vegar fegnir því að þessum mjög svo langdregnu rétt- arhöldum skuli nú vera lokið,“ sagði talsmaður saksóknaranna. Réttarhöldin hófust í maí 1996 og forseti dómstólsins, Frakkinn Claude Jorde, sagði að mál Tadics hefði dregist á langinn vegna þess að það væri fyrsta málið sem dóm- stóllinn hefði tekist á við og hefði haft mikið fordæmisgildi. Tadic, öðru nafni Dusko, er 44 ára fyrrverandi kráareigandi. Hann var í varaliði lögreglunnar og dæmdur fyrir pyntingar og morð á múslímum og Rróötum í fangabúð- um í Bosníu. Hatch dreg- ur sig í hlé Washington. AFP. ORRIN Hatch, öldungadeildarþing- maður repúblikana, hefur ákveðið að draga sig út úr forkosningum Repúblikanaflokksins vegna forseta- kosninganna í haust. Hatch hlaut aðeins 1% í fyrstu for- kosningunum sem haldnar voru í Iowa á mánudag. Hann segist þó ekki telja kosningabaráttu sína hafa verið tíma- eða peningaeyðslu, því hún hafi haft jákvæð áhrif á kosn- ingaumræðuna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna stofnaði dómstólinn árið 1993 til að fjalla um mannréttindabrot sem framin voru í átökunum í gömlu Júgóslavíu. Þetta er í annað sinn sem dómstóllinn kveður upp dóm í áfrýjunarmáli. Áður hafði hann mildað fangelsisdóm yfir Bosníu- Króatanum Drazen Erdemovic, sem var dæmdur í fimm ára fang- elsi í stað tíu ára fyrir morð á músl- ímum. Hann hefur afplánað dóminn í Noregi frá 1998. Viðræður um myndun hægristjórnar í Austurríki Viðvörunum rignir yfir Austurríkismenn Vín. AFP, Reuters, AP. FRELSISFLOKKUR hægrimann- sins Jörgs Haiders (FPÖ) og Þjóð- arflokkur austurrískra íhaldsmanna (ÖVP) héldu í gær áfram skipuleg- um viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Austurríki, en stjórn- arleiðtogar ísraels og Svíþjóðar og áhrifamenn í stjórnmálum margra annarra landa lýstu áhyggjum af mögulegri stjórnarþátttöku Frelsis- flokksins. Líkurnar á að stjórn flokkanna tveggja komist á laggirnar jukust í gær, þegar Viktor Klima, kanzlari og leiðtogi jafnaðarmanna, lýsti því yfir að tilraunir hans til að mynda minnihlutastjórn myndu greinilega engan árangur bera. Sagðist Klima munu skila stjórnarmyndunarum- boðinu á fundi með Thomas Klestil forseta í dag, fimmtudag, eftir heim- komu sína til Vínar af ráðstefnu um helfararmál sem fram fór í Stokk- hólmi í gær. Peter Westenthaler, framkvæmdastjóri Frelsisflokksins, sagði í gær að eðlilegt væri að Klest- il færði þá Haider stjórnarmyndun- ammboðið, þar sem FPÖ væri ann- ar stærsti flokkurinn. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, tjáði fréttamönnum á Stokkhólmsráðstefnunni að ríkis- stjórnarþátttaka Haiders eða sam- herja hans væri „mjög alvarlegt mál“ og yrði til þess að Israel endur- skoðaði samskipti sín við Austurríki. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við sama tækifæri að flokkur á borð við Frelsisflokk Haiders ætti ekki heima í ríkisstjóm neins Evrópusambandslands. Stefnubreyting FPÖ forsenda stjórnarsamstarfs Wolfgang Schússel, leiðtogi Þjóð- arflokksins, sagði eftir fyrstu við- ræðulotuna við Frelsisflokksmenn að samsteypustjórn þeirra yrði að vera jákvæð í garð Evrópusamvinn- unnar. Vísaði Schússel með þessu til neikvæðs áróðurs Haiders í garð Evrópusambandsins (ESB), sem m.a. var áberandi fyrir kosningarn- ar í byrjun október sl. Frelsisflokk- urinn hefur haldið því fram að með ESB-inngöngu grannríkja Austur- ríkis í Mið- og Austur-Evrópu sé von á því að flóðbylgja ódýrs vinnuafls skelli á Austurríki og geri fjölda Austurríkismanna atvinnulausa. Haider, sem varð fimmtugur í gær, hefur tekið fram, að hann sæk- ist ekki eftir setu í ríkisstjórninni heldur kjósi hann frekar að vera áfram fylkisstjóri í Kámten. í skoðanakönnun sem niðurstöður vom birtar úr í Neue Kronen-Zeit- ungí gær lýstu 35% aðspurðra Aust- urríkismanna sig fylgjandi myndun hægristjórnar. 32% álíta réttast að AP Jörg Haider, leiðtogi Frelsis- flokksins, brosir eftir fund með þingmönnum flokksins í Vín. boðað yrði til kosninga á ný, en sam- kvasmt nýjustu könnunum myndi FPÖ hagnast mest á því og verða stærsti flokkurinn með um eða yfir 30% atkvæða. Aðeins 17% telja minnihlutastjórn jafnaðarmanna fysilegan kost. Einnig virðist Wolf- gang Schússel, sem að öllum líkind- um yrði kanzlari í samsteypustjórn ÖVP og FPÖ, mega hafa áhyggjur af persónulegum vinsældum sínum. Aðeins 15% sögðust vilja sjá hann í sæti ríkisstjórnarleiðtogans. Síðustu dagar útsölunnar Glæsilegt lokatilboð Þú kaupir eina flík á útsölunni og önnur fylgir í kaupbæti (aðeins greitt fyrir dýrari flíkina). Tvenn jakkaföt á verði einna, tvær skyrtur á verði einnar o.s.frv. Gríptu tækifærið - tvisvar! íerra GARÐURINN KRINGLUNNI Þau eru komin aftur... Sjáðu auqlýsi augiysinguna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.