Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 39 LISTIR Hetjur og andhetjur Morgunblaðið/Þorkell Katla Margrét Þorgeirsddttir og Jón Gnarr í hlutverkum hinna ást- föngnu taugasjúklinga í Panodil fyrir tvo. LEIKLIST Loftkastalinn PANODIL FYRIR TVO Höfundur: Woody Allen. Islensk þýðing og staðfærsla: Jdn Gnarr. Leikstjdri: Hallur Helgason. Leik- arar: Jdn Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Guð- mundsson, Ingibjörg Stefánsddttir ogJón Atli Jdnasson. Leikmynd: Ulfur K. Grönvold. Búningar: María Valsdóttir. Lýsing: Sigurvald ívar Helgason. Hljdðmynd: ívar Ragnarsson. Förðun og gervi: Kristín Thors. WOODY ALLEN er einn af fáum úr stétt kvikmyndaleikara sem tek- ist hefur að skapa persónu sem er al- gjörlega hans og engum öðrum lík. Allir sem séð hafa myndir hans vita hvað við er átt; hér er um að ræða heldur pervisinn, lágvaxinn, mjóan, rauðhærðan karlmann með gleraugu (þetta ræðst jú óhjákvæmilega af út- liti Allens sjálfs!) sem er óendanlega taugaveiklaður og á sífellt í basli með sjálfsmynd sína. Hann gengur stöð- ugt til sálfræðings, er haldinn (mis- munandi) léttri ofsóknarkennd og samskipti hans við konur einkennast af ýmiss konar vandræðagangi. Hann er hins vegar heiðarlegur, ágætlega gáfaður og hefur góða kímnigáfu - og á þeim eiginleikum kemst hann yfirleitt nokkuð langt með kvenfólkið. Með þessum tauga- veiklaða karlmanni hefur Woody Al- len skapað magnaða andhetju eða mótmynd við þá karlmennskuímynd sem Hollywood reynir að halda í heiðri og útbreiða á hvíta tjaldinu. Þetta er persóna sem flestir bíógest- ir kunna vel að meta og í kvikmynda- sögunni hlýtur hún að öðlast (ef hún hefur ekki þegar öðlast) svipaða stöðu og Chaplin, Buster Keaton o.fl. I leikritinu sem frumsýnt var í Loftkastalanum í gærkvöldi er þessi persóna enn sem fyrr í brennidepli, enda gerði Allen kúkmynd eftir því leikriti sem hér um ræðir: Play it again Sam (1972). Jón Gnarr hefur þýtt og staðfært verkið og skilst mér að hann hafi stuðst bæði við upphaf- legt leikrit Allens svo og bíómynd- ina. Þýðing Jóns er á eðlilegu talmáli sem rennur vel og staðfærslan hefur tekist í flesta staði vel. Þó eru ákveðnir þættir í bandarísku mann- lífi sem gengur fremur illa að færa heim á Frón og má hér t.d. nefna hin- ar tíðu tilvísanir persóna til sálfræð- inga sinna. Leikritið snýst um Alfred Felix (Jón Gnair) sem er nýfráskilinn kvikmyndagagnrýnandi. Vinafólk hans Diddi (Þorsteinn Guðmunds- son) og Linda (Katla Margrét Þor- geirsdóttir) gerir allt sem í þeirra valdi stendur til að koma honum í samband við kvenfólk en það gengur heldur brösuglega þar til málin taka óvænta stefnu. Það er persónulýsing (and)hetju- nnar sem er aðal þessa verks og hér er henni teflt saman við eina aðal- hetju kvikmyndanna, Humphrey Bogart (Jón Atli Jónasson), en hann sprettur sífellt ljóslifandi fram í hug- arheimi Alfreds og reynir að gefa honum hollráð í kvennamálunum. í samskiptum þeirra kristallast írónía verksins, bilið á milli draumaheims- ins og veruleikans er oftast óbrúan- legt. Hallur Helgason leikstjóri fellur ekki í þá gryfju að reyna að endur- skapa túlkun Woody Allens á pers- ónunni. Hann tekur þann viturlega kost að miða túlkunina við leikarann og kosti hans. Sú persóna sem Jón Gnarr skapar á sviðinu er öllu hæg- ari í fasi en sú sem við þekkjum úr myndum Allens, og mun meiri „nörd“. Sá hraði og skarpi stíll sem einkennir leik Allens var víðs fjarri, enda á fárra færi að herma hann eft- ir. Jón hafði ágæt tök á hlutverkinu og fór á kostum í einstaka atriðum, eins og þegar hann fer á fyrsta stefnumótið eftir skilnaðinn. Sá farsi sem þá átti sér stað á sviðinu var bæði vel útfærður og vel leikinn af öllum hlutaðeigandi. Hinu er hins vegar ekki að leyna að nokkur frumsýningarskrekkur virtist herja á Jón (og reyndar fleiri) og kom hann fram í textameðferð, tímasetningum og líkamsbeitingu. Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson léku hjónin Didda og Lindu. Þorsteinn var trú- verðugur í hlutverki hins síupptekna braskara en Katla Margrét var óum- deilanlega sá leikaranna sem stóð sig best. Hún var fullkomlega afslöppuð og örugg á sviðinu, þrátt fyrir að persónan væri taugaveikluð á stund- um, og skapaði skemmtilega pers- ónu. Einnig gerði hún vel í öðru smá- hlutverki í lokin. Ingibjörg Stefánsdóttir leikur nokkur smáhlutverk og var hún best í hlutverki Söru sem verður fyrsta „fómarlambið“ í röð vonlausra stefnumóta Alfreds. Jón Atli Jónas- son var ábúðamikill undir hattbarð- inu í hlutverki Bogarts og fór vel meðtextann. Leikmynd Úlfs K. Grönvolds er í anda hreinræktaðs raunsæis og er það sjaldgjæft núorðið að sjá slíkar leikmyndir (ágætis tilbreyting!). Ibúð Alfreds er fremur ósmekklegur viðverustaður einhleyps karlmanns; stofa og eldhús, skrifborð með tölvu, sófi, græjur, vínskápur, plaköt með myndum úr Casablanca á veggjun- um, bækur og tímarit. Innan um allt eru umbúðir af raslfæði og eldhúsið á rúi og stúi. Allt rímar þetta vel við þá mynd sem verið er að draga upp af greyinu honum Alla og hans kreppta lífi. í heild er hér um bráðskemmtilegt verk að ræða og áhorfendur skemmtu sér ágætlega á frumsýn- ingu. En eins og áður er getið var óvenjumikill frumsýningardraugur á ferðinni, og virtist hann jafnvel ætla að ná yfirhöndinni í síðasta hluta sýningarinnar. En það „reddaðist“ og aðstandendur munu eflaust hlæja mikið að seinkuðum innkomum og horfnum atriðum í leiknum, þegar fram líða stundir. Soffía Auður Birgisdóttir land Bandaríkin Bretland Danmörk Japan I Mexíkó Frakkland Ástralía Eistland Kína Pólland Verð á mín. 18,60 kr. 17,29 kr. 17,66 kr. 21,61 kr. 1 33,77 kr. 19,28 kr. 21,98 kr. 30,80 kr. 44,20 kr. 27,38 kr. Lækkun 29% 26% 22% 35% 30% 29% 24% 18% 29% 21% Ath. Við þetta verð bætast innanlandsgjöld. Nánari upplýsingar um verðskrá er að finna á www.netsimi.is. o Hríngdu í síma 575 1100 © Eftir það vetur þú 1100 í stað 00 í hvert skipti og skráðu símann þinn. sem þú hríngir til útlanda og sparar stórfé. Skráningar- og þjónustusíminn er 575 1100 (Opió alla daga, allan sólarhringinn) ® i m c m ræ Skráðu þig á www.netsimi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.