Morgunblaðið - 27.01.2000, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000
< .............
MINNINGAR
UNNUR
» GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Unnur Guðmunds-
dóttir fæddist í
Reykjavík 16. aprfl
1915. Hún lést á
Landakoti 18. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Þór-
unn Stefanía Blöndal
Ketilsdóttir, f. 20.
aprfl 1881, d. 11. des.
1958, og Guðmundur
Ámason, f. 4. nóv.
1878, d. 6. sept. 1938.
Systkini Unnar voru
fímm: Hólmfríður, f.
8. des. 1905, d. 28.
nóv. 1924; Stefam'a, f.
28. júlí 1907, d. 10. ágúst 1912;
Guðjón, f. 2. jan. 1909, d. 15. des.
1940; Stefán, f. 30. júlí 1912, d. 27.
ágúst 1975; og Sverrir (tvíbura-
bróðir Unnar), f. 16. aprfl 1915, d.
2. mai 1932.
Hinn 30. mars 1946 giftist Unn-
ur Kristni Eysteinssyni vélfræð-
ingi, f. 5. júlí 1911 íVestmannaeyj-
um. Foreldrar hans voru
Þorgerður Jóhanns-
dóttir, f. 13. ágúst
1888, d. 3. aprfl 1952,
og Eysteinn Gunn-
arsson, f. 14. júlí
1874, d. 23. nóv.
1958. Unnur og
Kristinn eignuðust
tvö böm. 1) Þórunn
Sjöfn, f. 30. júní
1946, maki Halldór
Melsted módelsmið-
ur, f. 9. júlí 1946.
Börn þeirra eru þijú:
a) Unnur, f. 26. aprfl
1966, sambýlismað-
ur Benedikt Sveins-
son. Þau eiga einn son, Björn. b)
Páll, f. 16. júlí 1970. Hann á eina
dóttur, Þórdísi. Sambýliskona er
Hulda Karlsdóttir. c) Kristinn, f.
30. nóv. 1971. Sambýliskona Bryn-
dís Axelsdóttir. 2) Þorgeir Sverr-
ir, f. 11. okt. 1958, járnsmiður.
Útför Unnar fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
<í Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri ieiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér,
mót ölium oss faðminn breiðir.
(EinarBen.)
Eftir því sem árin líða eru það
fleiri vinir og vandamenn, sem
kveðja okkur, það er lífsins gangur.
Andlát Unnar Guðmundsdóttur
frænku minnar kom ekki á óvart, því
heilsu hennar hafði hrakað mikið sl.
ár. Það er þó svo að þegar dauðinn
kveður dyra, er það okkur alltaf erf-
. i itt og hugurinn fyllist söknuði og
trega. Unnur var innfæddur Reyk-
víkingur og ólst upp í Grjótaþorpinu.
A þeim tíma var mikill samgangur
milli fólks og flestir þekktust meira
eða minna í gamla miðbænum. Það
var fróðlegt að heyra hana segja frá
uppvaxtarárunum í Grjótaþorpinu
og því fólki sem þar bjó. Hún fylgdist
vel með því og afkomendum þess, því
hún hafði mildnn áhuga á fólki og
þekkti marga. Lífsbaráttan var hörð
hjá mörgum á þessum árum og fór
fjölskylda Unnar ekki varhluta af
því. Foreldrar hennar slitu samvist-
um og ólust börnin upp hjá móður
sinni, Þórunni Ketilsdóttur, sem með
hörku og dugnaði hélt heimilinu sam-
an. Það voru þó fljótt höggvin skörð í
barnahópinn, því þrjú dóu ung úr
berklum, Stefanía fimm ára, Hólm-
fríður 19 ára og Sverrir, tvíburabróð-
ir Unnar, 17 ára. Þetta var á þeim ár-
um þegar berklaveiki var algeng hér
á landi. Bróðir hennar, Guðjón, lést
einnig á besta aldri frá konu og ung-
um bömum. Þessi systkinamissir var
Unni sár og minntist hún þess oft.
Það hefur áreiðanlega hjálpað henni
mikið hversu glaðlynd og jákvæð
hún var. Unnur var falleg og fíngerð
kona og mjög hlýr persónuleiki, svo
fólk laðaðist að henni. Aður en hún
giftist vann hún lengst af í Félags-
bókbandinu og lét hún alltaf vel af
þeim vinnustað. Eftir að hún stofnaði
til hjúskapar með eftirlifandi manni
+
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
KOLBEINN GUÐMUNDSSON
frá Kílhrauni,
Hrafnistu,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 23. janúar, verður
jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn
28. janúar kl. 15.00.
Kristleifur Kolbeinsson, Stefanía Erla Gunnarsdóttir,
Kjartan Kolbeinsson, Helga Haraldsdóttir,
Guðmundur Kolbeinsson, Kolbrún Jóhannsdóttir,
Marteinn Guðlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIBJÖRG RAGNA ÓLAFSDÓTTIR,
Fannborg 9,
Kópavogi,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans
mánudaginn 24. janúar, verður jarðsungin
frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. janúar
kl. 15.00.
Frímann Árnason,
Guðrún Ágústa Árnadóttir, Kristmundur Jónasson,
Ragna Kristmundsdóttir, Bjarni V. Halldórsson,
Árni Jónas Kristmundsson,
Snædís Kristmundsdóttir,
Martha Guðrún Bjarnadóttir.
sínum, Kristni Eysteinssyni, gerðist
hún heimavinnandi húsmóðir að
þeirra tíma sið. Það var mikil gæfa
fyrir þau bæði að öriögin skyldu leiða
þau saman. Þau voru einstaklega
samrýnd hjón alla tíð.
Kristinn hefur staðið sig eins og
hetja í veikindum hennar sl. ár, svo
og börnin þeirra tvö, Þórunn og Þor-
geir Sverrir. Þau hafa líka mikið að
þakka, því hún var mikil húsmóðir og
umvafði fjölskyldu sína. En um-
hyggja hennar náði einnig til ætt-
ingja og vina, hún vildi öllum gott
gjöra.
Unnur var mikil handavinnukona,
saumaði út og prjónaði og allt var
jafn fallegt sem hún gerði. Hún var
einn af stofnendum Handprjónasam-
takanna og prjónaði mikið fyrir þau.
Lopapeysumar hennar vom mjög
eftirsóttar. Hún var mikill náttúm-
unnandi og ferðuðust þau Kristinn
mikið um landið. Þau fóm einnig
töluvert til útlanda meðan heilsan
leyfði og nutu þess mjög.
Ég minnist margra góðra stunda á
hinu vistlega heimili þeirra Unnar og
Kristins, þangað var alltaf gott að
koma. Einnig þakka ég áratuga sam-
fylgd og vináttu, sem ekki gleymist.
Ég votta Kristni, bömum og dóttur-
bömum dýpstu samúð mína og vona
að minningin um góða eiginkonu,
móður og ömmu, verði þeim huggun
harmi gegn.
Sigríður Jakobsdóttir.
BRYNHILDUR
JÓHANNESDÓTTIR
+ Brynhildur Jó-
hannesdóttir
fæddist í Hafnarfirði
30. apríl 1937. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 11. jan-
úar si'ðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kópavogs-
kirkju 17. janúar.
Brynhildur, eða
Binna, eins og hún var
jafnan nefnd, var
glæsileg og hjartahlý
kona. Hún var með ein-
dæmum bóngóð og allt-
af tilbúin til að greiða götu allra sem
henni tengdust. Þar réð umhyggjan
ferðinni, rík og án nokkurra skilyrða.
Jákvæði, bjartsýni og hlýja vom ær
og kýr Binnu. Þeir lyndiseiginleikar
hennar smituðu svo sannarlega út
frá sér. Brosið hennar bjarta bægði
burtu áhyggjum og þreytu og smit-
andi hláturinn var ekki skorinn við
nögl. Sömu sögu var að segja af
kræsingunum og móttökunum öllum
á heimili þeirra hjóna á Akureyri.
Þangað var alltaf gott að koma.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar við fluttum norð-
ur árið 1988 og ég var
að segja Magnúsi frá
fyrirhuguðum flutning-
um en þá var hann að-
eins þriggja ára. Þá
sagði hann strax: „Til
ömmu Binnu og Magn-
úsar afa,“ og Ijómaði
allur og gerði það alla
tíð síðan þegar hann
var að fara til ömmu og
afa.
Við viljum að leiðar-
lokum þakka Binnu
fyrir allt sem hún gerði
fyrir okkur mæðginin,
allt sem hún gaf okkur og við munum
búa að lengi. Magnúsi, börnum,
tengdabömum og bamabörnum
sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur.
Sorgoggleðiauðurer
öllum þeimsemvilja.
Ég á margt að þakka þér
þegar leiðir skilja.
(Hulda.)
Ingibjörg Sólrún
Ingimundardóttir,
Magnús Blöndal Jóhannsson.
+ Guðrún Þorbjörg
Svansdóttir
fæddist í Reykjavík
3. október 1950. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 17.
janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Laugar-
neskirkju 25. janúar.
Minningar um elsku
systur mína streyma
fram í hugann. Um
kraftmikla systur sem
hnuplaði eggi frá
hænsnabóndanum,
nágranna okkar í Soga-
mýrinni. Henni fannst rauðan úr
egginu góð og þótt hún væri aðeins
fimm ára kunni hún að bjarga sér.
Hún var grallari í eðli sínu og fór
ekki troðnar slóðir. Seinna lærði hún
að bera virðingu fyrir eignum ann-
arra og vildi helst ekki skulda nein-
um neitt.
Dugnaðurinn og sjálfsbjargarvið-
leitnin vora ávallt fyrir
hendi, hvort heldur hún
var bamfóstra í Sví-
þjóð, bóndakona og
barnakennari fyrir
norðan eða skrifstofu-
mær og síðar skrif-
stofustjóri hjá Rann-
sóknarráði ríkisins.
Hún komst fljótt að
því að vandamálin era
til að leysa þau og átti
auðvelt með að tileinka
sér nýjungar. Það vafð-
ist ekki fyrir henni að
læra flóknar skipanir
setningatölvunnar á
skömmum tíma þegar
ég þurfti einu sinni á hjálp að halda.
Þannig man ég hana, ávallt fremsta í
flokki, með góðar einkunnir, ferskar
hugmyndir og tilbúna að takast á við
ný verkefni og vandamál. Og þegar
hún fékk sitt stærsta verkefni fyrir
rúmu ári kom ekki annað til greina
en það yrði unnið og leyst. „Þetta
verður allt í lagi,“ sagði hún. Hún var
ákveðin í að sigrast á sjúkdómnum
og gerði sitt besta eins og endranær.
Uppgjöf var ekki hennar sterka hlið.
Eins og gömlu hetjumar stóð hún
meðan stætt var. Hún er hetjan mín
og ég veit að hún spjarar sig í nýjum
heimkynnum.
Ég mun ávallt sakna hennar.
Krislján.
Þær gleymast ekki stundimar
sem ég átti með elsku mágkonu
minni á heimili hennar, þar sem ást
hennar á strákunum sínum og Múllu
og Skottu, kisunum sem hún bjarg-
aði af götunni, leyndi sér ekki. Heim-
ilið bar handbragði hennar gott vitni,
um natni og smekkvísi þar sem smá-
atriðin skiptu máli hvort sem um var
að ræða útsaum, málun mynda eða
hvað annað sem hún vann í höndun-
um.
Samt hafði hún góðan tíma til lest-
urs góðra bóka sem hún fékk jafnvel
á Netinu ef þær vora ekki fáanlegar
á bókasafninu. Það var gaman að
hlusta á hana segja frá því sem hún
var að lesa eða heyra sögur af ferða-
lögum sem fjölskyldan hafði farið í.
Allt þetta verður geymt í minning-
unni um hana, um þrautseigjuna og
dugnaðinn sem hún sýndi í veikind-
um sínum.
Megi hún hvíla í friði, guð geymi
hana og styrki hennar nánustu.
Edda.
Ég sagði stelpunum mínum, Sól
og Emblu, að Guðrún frænka væri
dáin. Fyrst var smáþögn, svo spurði
önnur þeirra hvort Guðrún væri þá
orðin engill. Ég jánkaði því. „Þá
kemur hún til okkar þegar við sofum
og passar okkur - af því Guðrún er
svo góð!“ sagði sú stutta þá alveg
sannfærð.
Þær vora miklar vinkonur Guð-
rúnar, heimsóttu hana reglulega síð-
ustu mánuði og héldu mikið upp á
þessa sterku konu.
Ég vildi að ég gæti sagt það við
hana beint en nú verður þetta að
duga: Takk fyrir allt sem þú varst og
allt sem þú gerðir. Takk fyrir allar
minningar sem þú skilur eftir.
Þú varst alveg ótrúlega sterk.
Sunna.
GUÐRÚN ÞORBJÖRG
SVANSDÓTTIR
EINAR
ÞORSTEINSSON
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sótarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
+ Einar Þorsteinsson fæddist í
Reykjavík 17. aprfl 1950.
Hann lést í bflslysi 6. janúar síð-
astliðinn og fdr útför hans fram
frá Laugameskirkju 18.janúar.
Minn vinur, nú legg ég ljóðið mitt,
við leiði þitt orpið moldu.
Og vitund min hneigir höfuð sitt,
svo þjálparvana að foldu.
Því sorglegar spumingar setjast að
í sálarkytrunni minni:
Hvað er Sá Hæsti að hafast að,
með heimkölluninni þinni?
Að skiija þær furður er skelfmg bágt
og skáldunum vex yfir höfuð:
Er sólin í hafdjúpi liggur lágt,
sem löngum var geislum stöfúð.
Ég kann ekki annað en þakka þér,
með þessum fátæku orðum,
því mér var svo kært að kynnast þér
og kætast sem vinur þinn forðum.
Ég græt, og ég legg við leiði þitt,
mitt Ijóð handa minningu þinni.
Ein kveðja sem hrærir hjarta mitt,
og hljótt er í kirkjunni minni.
Og þar sem ég græt við þinn grafarbarm,
ég gægist til óþekktrar tíðar,
þá finn ég til vissu, sem hægir harm:
- Við hljótum að finnast síðar.
Grétar Kristjónsson.
AraLöng