Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 63
FRÉTTIR
Námskeið
í ilmolíu-
fræðum
Á VEGUM Lífsskólans, Vesturbergi
73, verður haldið fimm daga nám-
skeið frá 12. til 16. febrúar í Aroma-
ilmolíumeðferð til lækninga.
Kennarar verða dr. Erwin Har-
inger, prófessor við Háskólann í
Miinchen og Margrét Demleitner,
þerapisti við háskólasjúkrahúsið í
Munchen. Dr. Erwin Haringer er
starfandi læknir og hefur lagt stund
á rannsóknir á lífeðlisfræði gagnvart
lyktnæmi og ilmi. Hann hefur ritað
mörg vísindarit um liti og ilm og far-
ið víða um heim með fyrirlestra, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Lífsskólinn verður með helgar-
námskeið í vetur í sogæðanuddi og
ilmolíumeðferð. Einnig verða nám-
skeið í reikiheilun. Upplýsingar um
námskeiðin verða veittar í Lífsskól-
anum eftir kl. 19 á kvöldin.
Dr. Erwing Haringer og Margrét Demleitner sem kenna í febrúar.
Bækur um sjálfs-
víg o g líf aðstand-
enda eftir það
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ
hefur hvatt til umræðu um
þunglyndi. Inn í þá umræðu hef-
ur komið umfjöllun um sjálfsvíg.
Fræðslu- og þjónustudeild
kirkjunnar vill vekja athygli á
tveim bókum sem geta komið að
gagni í þessari umræðu.
Um er að ræða hefti sem heit-
ir „Um sjálfsvíg“ og er álit
Þjóðmálanefndar kirkjunnar
sem kom út 1997. Dr. Pétur
Pétursson fjallar um trúarlega
og siðferðislega afstöðu til
sjálfsvíga og um hlutverk kirkj-
unnar gagnvart sjálfsvígum
ásamt sr. Árna Pálssyni og sr.
Jóni Bjarman.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson
fjallar um sjálfsvíg í ljósi
fimmta boðorðsins og sr. Sig-
urður Pálsson ritar hvatningu
til skólayfirvalda.
Þá er erindi sem Guðrún
Eggertsdóttir djákni flutti í apr-
íl 1997 sem nefnist „Sjálfs-
vígL.hvað svo?“ en hún er einn-
ig höfundur bókar með sama
titli. Sú bók fjallar um líf ætt-
ingja þess sem fallið hefur fyrir
eigin hendi og hvað sé til ráða
fyrir þá sem eru í þeirri erfiðu
og oft vonlausu aðstöðu. Hún
gerir grein fyrir sögulegu sam-
hengi sjálfsvíga en fjallar einnig
um aðstandendur, líðan þeirra
og tilfinningar. Þá er einnig
fjallað um í hverju stuðningur
vina og ættinga getur falist.
Bækurnar fást í flestum bóka-
búðum.
Stjórn Félags íslenskra barnalækna
Dómarar nýti
sér Barnahúsið
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun stjórnar Fé-
lags íslenskra barnalækna vegna
Barnahúss:
„Kynferðislegt ofbeldi gegn
barni er alvarlegt afbrot sem yfir-
leitt hefur varanleg áhrif á sálar-
heill þess. Til þess að draga úr af-
leiðingum verknaðarins er mikil-
vægt að sem best sé hlúð að
þessum ungu einstaklingum.
Því er mikilvægt að þannig sé
um hnútana búið að rannsókn
málsins auki ekki á þá neikvæðu
reynslu sem barnið hefur þegar
orðið fyrir og að það fái þá bestu
uppbyggjandi meðferð og ráðgjöf
sem völ er á.
Svonefnt Barnahús hefur nú
verið starfrækt í rúmt ár. Því er
ætlað að vera vettvangur rann-
sókna og meðferðar barna sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu of-
beldi. Þar starfar sérþjálfað
starfsfólk, sem m.a. hefur hlotið
þjálfun í skýrslutöku af börnum
undir þessum kringumstæðum.
Þar er auk þess aðstaða til læknis-
skoðunar sem tveir sérfróðir lækn-
ar annast. Barnahúsi er komið fyr-
ir í venjulegu íbúðarhúsi og er
leitast við að hafa umhverfi barn-
anna sem hlýlegast. Á fyrsta
starfsári hússins komu þangað 125
börn í rannsóknarviðtal, 27 börn
fengu læknisskoðun og 54 börn
fengu áframhaldandi meðferð og
ráðgjöf. Því er ljóst að mikil þörf
er á þessari starfsemi og hefur
starfsfólk hússins nú þegar öðlast
mikla þjálfun í meðferð þessara
erfiðu mála. Starfsemi Barnahúss
þykir til fyrirmyndar og hefur
vakið athygli í nágrannalöndum
okkar.
Með breytingu á lögum um með-
ferð opinberra mála í maí sl. er yf-
irheyrsla yfir börnum, sem grunur
er á að hafi orðið fyrir kynferðis-
legu ofbeldi, nú á ábyrgð dómara.
Tilgangur þessarar lagabreytingar
var að koma í veg fyrir að börn
þyrftu að gefa skýrslur bæði á
rannsóknarstigi og fyrir dómi.
Hins vegar hefur hún orðið til þess
að skýrslutakan hefur í auknum
mæli farið fram í dómshúsum frek-
ar en í Barnahúsi. Málum sem vís-
að er til Barnahúss hefur því farið
mjög fækkandi ög komið hefur til
tals að leggja það niður.
Stjórn Félags íslenskra barna-
lækna harmar að sú sérfræðiþekk-
ing sem fyrir hendi er í Barnahúsi
skuli ekki vera nýtt sem skyldi við
skýrslutöku á börnum, sem grunað
er að hafi orðið fyrir kynferðislegu
ofbeldi.
Mikilvægt er að þessar yfir-
heyrslur verði áfram í höndum
eins þjálfaðs starfsfólks og kostur
er. Til þess að sem mest reynsla
fáist í meðferð þessara mála er
æskilegt að hún sé á einum stað.
Jafnframt er ótvíræður kostur fyr-
ir barnið að yfirheyrsla, læknis-
skoðun og meðferð fari fram í
sama umhverfi og helst á sama
tíma. Hvetur stjórnin því dómara
landsins til að nýta sér þá aðstöðu,
sérfræðiþekkingu og reynslu sem
fyrir hendi er í Barnahúsi og
tryggja þannig áframhaldandi
starfsgrundvöll þess.“
^tflhreÍIT
og vönduð hreínlætístæki
Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera.
Innbyggt frárennsli auðveldar þrif.
Tvlvirkur skolhnappur, hægt er
að velja um 3ja eða 6 lítra skol.
Ifö - Sænsk gæðavara
T€Í1GI
Smíðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089
Fást i byggiogaYðrvrerslmmm om lanð ail
í
nýskráninga og/eða
breytínga vegna
símaskrár 2000 er
mánudaginn 31. janúar.
Nánarí upplýsingar veitir
skrífstofa símaskrár,
Síðumúla 15, ísíma 550 7050.
bjór varalitur skósverta egg síróp tómatsósa...
Sjáðu
auqlýsi
auglysinguna