Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 56. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pútín segir aðild Rússlands að Atlantshafsbandalaginu koma til greina Harðir bardagar og mikið mannfall í Suður-Tsjetsiníu Moskva, London, Alkhazurovo, Brussel. AP, AFP, RtJSSAR munu hugsanlega sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) 1 framtíðinni, að því er Vladimír Pútín, starfandi forseti Rússlands, sagði í viðtali við bresku útvarpsstöðina BBC á sunnudag. Pútín sagðist ekki geta séð af hverju Rússland ætti ekki að geta fengið að- ild að bandalaginu og að hann liti ekki á NATO sem andstæðing. Hann tók þó fram að til að stuðla mætti að nánari tengslum Rússlands og NATO þyrftu aðildarríki bandalags- ins að líta á Rússa sem jafningja. Fréttaskýrendur á Vesturlöndum sögðu í gær að ummæli Pútíns bæri að túlka sem vilja af hans hálfu tii að bæta tengsl Rússlands og Vestur- landa en þau hafa verið stirð undan- farna mánuði vegna Kosovo-deilunn- ar og stríðsins í Tsjetsjníu. George Robertson lávarður, framkvæmda- stjóri NATO, fagnaði yfirlýsingu Pútíns í gær en sagði að aðild Rússa væri ekki á dagskrá. Stórskotalið rússneska hersins Reuters. gerði í gær mjög harðar árásir á þorp í suðurhluta Tsjetsjníu sem tsjetsjnesk- ir uppreisnarmenn endur- heimtu í bardögum á sunnudag. Talið er að mannfall hafi verið mjög mikið í röðum beggja stríðsaðila síðustu daga en tölum ber ekki saman. Tölur um mannfall á reiki Háttsettur rússneskur herforingi, Gennadí Tros- jev, sagði í gær að allt að 1.000 uppreisnarmenn hefðu verið felldir á síðustu þremur tO fjórum dögum. Petta hefur ekki fengist staðfest hjá öðrum heimildum, en samkvæmt fréttum rússnesku Inter- fax-fréttastofunnar hafa 600 upp- reisnarmenn fallið í valinn síðustu daga. Vitað er að mannfall í röðum Rússneskir hermenn bera fallinn félaga sinn til grafar í Moskvu í gær. Rússa hefur einnig verið mikið en tölur um það eru að sama skapi á reiki. Samkvæmt fréttum rússnesku OR T-sj ónvarpsstöðvarnnar féllu allt að 75 rússneskir hermenn í bardög- um í suðurhluta Tsjetsjníu yfir helg- ina en yfirmenn hersins hafa þvemeitað að svo margir hafi látist. Haft var eftir ónafngreindum yfir- manni í rússneska hemum að Rússar hafi misst allt að 50 hermenn í átökum síð- ustu þrjá daga. Talið er að mjög margir óbreyttir borgarar hafi lát- ist í sprengjuárásum Rússa undanfarið. Breska blaðið Observer hermir að 363 borgarar hafi látist vegna átakanna í síðasta mánuði. Stjómvöld í Moskvu til- kynntu í gær að rússneska hemum hefði tekist að króa af 2000 tsjetsjneska upp- reisnarmenn á tveimur svæðum í Suður-Tsjetsjníu. Fréttir berast einnig af því að hópar upp- reisnarmanna hafi sjálfviljugir lagt niður vopn. Alls 73 uppreisnarmenn em sagðir hafa gefist upp fyrir rúss- neskum hermönnum í fyrrinótt. Reuters Hætta á nýjum flóðum í Mósambík FLÓÐIN í Mósambík hafa sjatnað síðustu daga en talið er að þau muni aukast að nýju vegna rigning- ar sem skall á við strönd landsins í gær. Er óttast að þúsundir manna, sem hafa snúið aftur til þorpa sinna, verði í hættu ef flóðin færast í aukana að nýju. Um 250.000 manns, sem misstu heimili sín í flóðunum, hafa fundið skjól í neyðarbúðum og er talin mikil hætta á að sjúkdómar breiðist út meðal þeirra. Leit að nauðstöddu fólki á flóðasvæðunum hefur verið hætt og björgunarsveitir einbeita sér nú að því að dreifa matvælum, lyfjum og öðrum hjálpargögnum meðal flóttafólksins. Með degi hverjum bætist við alþjóðlegur liðs- auki. Frá og með deginum í dag verða um 50 þyrlur á stöðugu flugi og um 100 bátar í stöðugum flutn- ingum með vistir og lyf til nauð- staddra. Konur ganga hér yfir á nálægt bænum Palmeira, um 100 km norð- an við Maputo. Forkosningar í alls sextán ríkjum Bandarílvjanna í dag Bush og Gore spáð velgengni Washington, San Jose. Reuters, AP. UPPLITSDJARFUR sagði John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, keppinaut sinn um for- setaefnisútnefningu Repúblikana- flokksins, George W. Bush, í gær vera „svo Clinton-legan að það skelf- ir mann“. Bill Bradley, sem á á brattann að sækja í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins, sagðist verða að sigra „í að minnsta kosti tveimur ríkjum" í dag, „ofur- þriðjudaginn", þegar forkosningar fara fram í alls 16 ríkjum Banda- ríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Bush hefði yfirhöndina yfir McCain í flestum þeirra 13 ríkja, þar sem repúblikanar velja í dag sam- tals 613 kjörmenn til útnefningar forsetaefnis flokksins að þessu sinni. Mjóst á mununum virðist barátta þeirra vera í New York. Hjá demókrötum, sem í dag velja sína kjörmenn í 16 ríkjum, alls 1.315 fulltrúa, bentu skoðanakannanir til þess að Bradley ætti alls staðar á brattann að sækja gegn A1 Gore varaforseta. Hjá báðum flokkum gildir, að takist einum frambjóðanda að vinna alla kjörmennina sem kjörnir verða í dag, er sá búinn að tryggja sér meirihluta til útnefning- ar til forsetaframboðs, en kjörmenn- imir koma saman í sumar á sérstök- um flokksþingum og útnefna þann sem fer fram fyrir sinn hvorn flokk- inn í forsetakosningunum 7. nóvem- ber nk. Aðstoðarmenn Bradleys hafa þegar sagt, að nái þeirra maður ekki góðum árangri í dag muni hann íhuga að draga sig í hlé. í sjón- varpsfréttum í gærmorgun sagðist Bradley verða að vinna í að minnsta kosti tveimur ríkjum. Hann byndi helzt vonir við Connecticut, Rhode Island, Maryland og Missouri. Hann hefði heldur ekki gefið upp von um sigur í New York, þar sem hlutfalls- lega mikill fjöldi kjörmanna er í húfi. Bæði Bradley og Gore helguðu gær- daginn kosningabaráttu í New York. McCain heldur í von um óvænta sigra McCain hélt aftur á móti í vonina um óvænta sigra. „Nú er komið að ofurþriðjudegi og við eigum mögu- leika í öllum þessum ríkjum,“ hefur AP eftir honum. McCain kvartaði sáran undan áróðursauglýsingum gegn sér, sem stuðningsmenn Bush hefðu eytt 2,5 milljónum dala í. „Petta er farið að líkjast kosninga- baráttu Clintons meir og meir. Þeir eru til alls líklegir,“ sagði hann. Bush ber af sér þessar sakir og heldur því fram að hann hafi ekkert með nefndar auglýsingar að gera. Bæði Bush og McCain voru í gær á kosningafundum í Kaliforníu, þar sem margir kjörmenn eru í húfi eins og í New York. Bush er spáð sigri í ríkinu, en McCain gerði sér eigi að síður vonir um góða útkomu. Miklu þykir skipta hver úrslitin verða í Kaliforníu, New York og Ohio. Nái Bush að vinna sannfær- andi sigur í öllum þessum ríkjum er talið að McCain muni vart eiga sér viðreisnar von lengur. Fellur norska stjórnin? Ósló. AP, Reuters, Morgunblaðið. MINNIHLUTASTJÓRN Kjells Magne Bondeviks í Noregi stendur í dag og á fímmtudag frammi fyrir at- kvæðagreiðslum á Stórþinginu, sem gætu orðið stjóminni að falli, eða, eins og margir spá, selt hana að enn meira leyti en hingað til hefur verið undir vilja stjómarandstöðuflokkanna. Flokkamir þrír sem standa að stjóm Bondeviks ráða aðeins yfir 45 þingsætum af 165 og hafa ítrekað þurft að lúta vilja hinna flokkanna frá því stjómin tók við völdum haustið 1997. Atkvæðagreiðslur vikunnar eru al- mennt álitnar vera prófsteinar á hvort það er stjómin eða stjómar- andstaðan sem fer í raun með völdin í landinu. Bondevik gæti í dag farið fram á að atkvæði yrðu greidd um traust á stjómina, í því skyni að þvinga laus- legt bandalag helztu stjómarand- stöðuflokkanna, Verkamannaflokks, Hægriflokks og Framfarailokks, ann- aðhvort til að draga sig til baka, eða að fella stjórnina tafarlaust ella. Málin sem á að greiða atkvæði um eru einíold, en pólitískur undirtónn þeirra flóknari. Annai-s vegar valdi stjómin ákveðið fyrirtæki til að sjá um að hanna nýjan almennings- fræðslugarð um nútímatækni. Stjómarandstaðan hefur hins vegar gert tillögu um að öðm fyrirtæki verði falið verkefnið. Hitt málið snýst um hvort hefja eigi byggingu gas- orkuvera strax eða hvort bíða eigi þess að ný tækni geri mögulegt að reka slík ver því sem næst mengunar- laust. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un er 41% Norðmanna hlynnt því að Bondevik verði áfram forsætisráð- herra, jafnvel þótt stjómin þurfi að láta í minni pokann í atkvæðagreiðsl- unum. 35% sögðu eðlilegt að stjómin hætti. MORGUNBLAÐH) 7. MARS 2000 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.