Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta skrefið að öruggu húsnæðiS Umsóknarfrestur til 14. mars nk. -I 3ja herb. Trönuhjalli 13, Kópavogi 84m2 íbúð, 102 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.525.469 Búsetugjald kr. 39.564 Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð,202 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.144.971 Búsetugjald kr. 40.789 Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð,405 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.564.044 Búsetugjald kr. 39.883 Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu sex launaseðlum og síðustu skattskvrslu. Umsóknarfrestur er til 14. mars. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 15. mars milli kl.12:00 og 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta og staðfesta úthlutun sína. 4ra herb. Lerkigrund 5, Akranesi 94m2 íbúð, 302 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.166.018 Búsetugjald kr. 41.652 Frostafold 20, Reykjavík 88m2 íbúð,40i Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.703.800 Búsetugjald kr. 44.231 Frostafold 20, Reykjavík 62m2 íbúð,603 Leiguíb. lán Búseturéttur kr. 1.302.695 Búsetugjald kr. 32.937 íbúðir með leiguíb.lánum veita rétt til húsaleigubóta. íbúðir með alm. lánum veita rétt til vaxtabóta. Haf narfjörður - - - NýHús - - - Hafnarfjörður Tólf íbúðir í tveimur húsum í Blikaási í Hafnarfirði. Þetta eru 4 fimm herb. íbúðir 8 fjögurra herb. íbúðir. Tvær íbúðir með aðstöðu fyrir fatlaða. Umsóknarfrestur til 20. mars, úthlutun 22. mars. Búseturéttur: 1.333.529 - 1.452.616. Búsetugjald: 67.295 - 73.139 y Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá kl. 8:30 til 15:30 nema miðvikudaga, frá 8:30-12:00. Umsókn skal skilað, án fylgigagna, fyrir 20. mars nk. og úthlutun fer fram miðvikudaginn 22. mars milli kl. 12:00 og 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína, að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. Búseti hsf. Skeifunni 19 sími 520-5 7 68 www.buseti.is 7 mismunandi gerðir. Verð frá: 2.690 kr. pr. m TEPPAB0ÐIN Suðurlandsbraut 26 Sími: 568 1950 Fax: 568 7507 Slóð: www.glv.is Við stórlækkum verðið á Boen parketi um 20-30% Vegna hagstæðra samninga bjóðum við norska gæðaparketið frá BOEN á einstöku verði á meðan birgðir endast. Einnig nýkomið mikið úrval af stökum teppum og mottum. Margar stærðir. Frábært verð. NOKKUR ORÐ UM 30. MARS OG HLUTLAUSA SAGNFRÆÐI 2. FEBRÚAR sl. birtist í Morgunblað- inu gagnrýni eftir Björn Jóhannsson um sjónvarpsþættina Is- land og Atlantshafs- bandalagið, sem voru á dagskrá ríkissjón- varpsins fyrir nokkru, en handrit að þáttun- um samdi Hannes Hólmsteinn Gissurar- son. Björn lofar þsett- ina mjög, og segir að þeir séu „kjörið nám- sefni í framhaldsskól- um landsins11. Hann bætir við: „Þó mætti gjarnan varpa skýr- ara ljósi á átök íslenskra lýðræðis- sinna og kommúnista og áhang- enda þeirra. Því er skorað á aðstandendur þáttanna að bæta hér úr, rekja sögu átakanna hér innanlands, sem í raun snerust um sjálfstæði þjóðarinnar til framtíð- ar. Gjarnan má sýna þá heift, sem beindist að stuðningsmönnum vestrænnar samvinnu, og rekja linnulausar árásir Þjóðviljans og annarra á þá. Ungt fólk þekkir ekki þessa sögu, en það er nauð- synlegt vegna framtíðarinnar, því gamlir áhangendur sovétveldisins fegra fyrri tíma og sumir þeirra sitja nú í hægu sæti í lýðræðisrík- inu, sem þeir beindu spjótum sín- um að fyrrum.“ Ég er sammála Birni um það að það mætti rekja betur sögu átakanna hér innan- lands. Hinu er ég ekki sammála að Hannes Hólmsteinn Gissurarson sé rétti maðurinn til þess eða að þættir hans um ísland og Atlants- hafsbandalagið séu heppilegt kennsluefni í skólum. í þáttunum er þess vandlega gætt að segja söguna frá sjónarhóli hægri manna, og reyndar held ég að það hafi komið fáum á óvart. Hannesi er líka frjálst að velja það sjónar- horn sem honum hentar, en hitt er verra ef menn fara að ímynda sér að þar sé um hlutlausa sagnfræði að ræða. Það virðist Björn Jó- hannsson þó gera og tekur hann fram að sjónarmið andstæðinga NATO komi einnig fram í þáttum Hannesar. í tilefni af þessari full- yrðingu langar mig til að líta sér- staklega á eitt mikilvægt atriði í þáttum Hannesar: umfjöllun hans um mótmælin við Alþingishúsið 30. mars. 30. mars 1949 er einn umdeild- asti dagur í sögu íslenska lýðveld- isins. Frásagnir sjónarvotta af atburð- unum við Alþingishúsið eru mjög á tvo vegu, eftir því hvar í flokki menn standa. Best sést þetta mis- ræmi ef litið er á fyrirsagnir dag- blaðanna 31. mars 1949. Morgun- blaðið segir: „Ofbeldishótanir kommúnista í framkvæmd: Tryllt- ur skríll ræðst á Alþingi." Þjóðvilj- inn segir: „Landráðin framin í skjóli ofbeldis og villimannlegra árása á friðsama alþýðu." Það seg- ir sig sjálft að sá sem ætlar að fá sæmilega raunsanna mynd af þessum atburðum getur ekki látið sér vitnisburð annars aðilans nægja, svo ólíkar sem lýsingarnai eru. Nóg er til af mönnum sem muna þessa atburði, og hefði því verið auðvelt að fá lýsingu eins eða tveggja úr hvorum flokki. En hvaða aðferð notar Hannes Hólm- steinn? Hann lætur tvo sjálfstæð- ismenn lýsa atburðunum frá sínum sjónarhóli: Sigurð Líndal, en hann var í liði því er Sjálfstæðisflokkur- inn hafði kallað út og stillt var upp fyrir framan Alþingis- húsið, og Asgeir Pét- ursson, en hann var einn þeirra er stóðu að liðssafnaðinum. Ekki er rætt við einn einasta af þeim sem saman voru komnir á Austurvelli til að mót- mæla. Eins og nærri má geta verður mynd- in algjörlega á einn veg, og mjög í anda Morgunblaðsfyrir- sagnarinnar „Trylltur skríll ræðst á Al- þingi“. Jafnvel er gef- ið í skyn að kommún- istar hefðu reynt að fremja valdarán, ef varaliðið hefði ekki bjargað málunum. Vafalaust skýra þeir Sigurður og Ásgeir satt og rétt frá atburð- unum eins og þeir horfðu við þeim, en það er nú einmitt meinið að við Raunar hélt ég, segir Una Margrét Jónsdóttir, að þessi hlutdræga söguskoðun væri á undanhaldi. fáum ekki að vita hvernig atburða- rásin leit út í augum hinna, sem komnir voru til að mótmæla. Vera má að Hannes hafi talið sig vera að sinna sjónarmiðum beggja aðila með því að birta brot úr eldgömlu viðtaíi við Stefán Ögmundsson, en hann var í flokki mótmælenda. I viðtalinu lýsir hann áliti sínu á að- gerðum stjórnvalda þennan dag, en hann lýsir hins vegar ekki at- burðunum sjálfum, og því getur þetta gamla viðtalsbrot engan veg- inn talist mótvægi við lýsingu þeirra Sigurðar Líndal og Ásgeirs Péturssonar. Auk þess er Stefán gerður tortryggilegur með kynn- ingunni á undan viðtalsbrotinu: „Stefán Ögmundsson hlaut þyngst- an dóm óspektarmanna." Þess er ekki getið í þáttunum í hvérju óspektir Stefáns Ögmundssonar fólust, og því má kannski geta þess hér að þær fólust í því að tala í hátalara. Þar sem þeir sem horfðu á þennan þátt fengu aðeins lýsingu annars aðilans á mótmælunum við Alþingishúsið 30. mars langar mig til að birta hér til mótvægis brot úr lýsingu manns úr hinum flokkn- um. Ýmsir hafa orðið til að lýsa at- burðunum á prenti, en ég vel frá- sögn þess manns sem stendur mér næst: frásögn föður míns, Jóns Óskars rithöfundar. Hann var í hópi þeirra sem komu á Austurvöll 30. mars til að mótmæla aðildinni að Atlantshafsbandalaginu, og árið 1979 lýsti hann þessum degi í bók sinni Týndir snillingar. „Sama dag og þingfundurinn um inngöngu í Atlantshafsbandalagið skyldi haldinn, sendu stjórnar- flokkarnir frá sér orðsendingu til Reykvíkinga um að koma niður á Austurvöll og vernda Alþingi eða tryggja vinnufrið þess með nær- veru sinni, eins og það var orðað. Af þessari orðsendingu hlaut fólk að ráða, að búast mætti við óeirð- um. Gat því hver maður sagt sér það sjálfur, að unglingar þeir sem aldrei sátu sig úr færi að komast í einhvern hasar, mundu reyna að nota tækifærið. Þeir höfðu einmitt notað tækifærið daginn áður til að kasta eggjum og skít í Alþingis- Una Margrét Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.