Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Alit verðbráfafyrirtækja á afkomu og lækkun á gengi hlutabréfa Flugleiða hf, Misjöfn skoðun á Flugleiðum sem fj árfestingarkosti HLUTABRÉF Flugleiða hf. hafa lækkað um rúmlega 21,6% frá lokun hlutabréfamarkaðar á Verðbréfa- þingi íslands mánudaginn þann 28. febrúar síðastliðinn til lokunar í gær, mánudag, en Flugleiðir kynntu af- komu félagsins síðasta þriðjudag og var afkoma félagsins talsvert undir væntingum sumra markaðsaðila. Markaðsvirði félagsins hefur því lækkað úr um 11,56 milljörðum í tæpan 9,1 milljarða á viku, eða um rúma 2,49 milljarða króna. Hagnaður félagsins á árinu 1999 nam 1.515 milljónum króna eftir skatta, en hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta var hins vegar 138 milljónir króna. Aðrar tekjur og gjöld námu hins vegar 1.377 milljón- um króna. Sex verðbréfafyrirtæki sem Morgunblaðið leitaði til spáðu því hins vegar að meðaltali að hagnaður Flugleiða yrði 2.000 milljónir króna, og birtist sú spá í Morgunblaðinu þann 19. janúar síðastliðinn. Þar af spáði Búnaðarbankinn verðbréf 1.800-2.000 milljóna króna hagnaði, FBA spáði 2.305 milljónum og ís- landsbanki F&M 2.326 milljónum. Jafnframt mæltu þessir þrír aðilar með Flugleiðum sem fjárfestingar- kosti í Morgunblaðinu þann 20. jan- úar síðastliðinn. íslensk verðbréf hf. spáðu 1.620 milljóna króna hagnaði Flugleiða, Kaupþing hf. spáði 1.650 milljónum og viðskiptastofa Lands- banka íslands hf. spáði 2.198 millj- óna króna hagnaði. Upplýsingar bentu ekki til lakari afkomu á fjórða ársfjórðungi Almar Guðmundsson, sérfræðing- ur hjá markaðsviðskiptum Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins hf., segir um afkomu Flugleiða að skýringin á þeim mun sem er á afkomuspá FBA og rekstrarniðurstöðu Flugleiða sé einföld, en hún er sú að framlegð fé- lagsins hafi orðið mun lakari en gert var ráð fyrir. í morgunkorni FBA síðastliðinn miðvikudag sagði um afkomu Flug- leiða að „þegar 9 mánaða milliupp- gjör félagsins var lagt íram þann 19. nóvember var sagt af hálfu forráða- manna félagsins að félagið kapp- kostaði að halda í horfinu á seinni helmingi ársins við erfiðari kring- umstæður í farþegaflugi á alþjóða- markaði. Þetta hefur greinilega reynst erfitt verk á síðustu þremur mánuðum ársins og kemur þar a.m.k. tvennt til, hækkandi eldsneyt- isverð og verðlækkun á fargjöldum vegna mikils framboðs á N-Atlants- hafsleiðinni. Þrátt fyrir orð forráðamanna fé- lagsins við birtingu milliuppgjörs um blikur á lofti í rekstri félagsins á seinni hluta ársins, þá er ljóst að hagnaður fyrir fjármagnsliði á þriðja ársfjórðungi var sambærileg- ur við sama tíma árið 1998. Fjórði ársfjórðungur er því meginskýring- in á slakari afkomu og í Ijósi þess að 9 mánaða uppgjör kom fram þann 19. nóvember má spyrja sig hvort fé- lagið hefði ekki mátt gera skýrari grein fyrir stöðu og horfum á fjórða ársfjórðungi á þeim tímapunkti.“ Aðspurður segist Aimar telja að einn af meginþáttum í lakari afkomu Flugleiða sé hækkað olíuverð að undanförnu sem kemur fram í aukn- um útgjöldum félagsins. „Eins var nefnt í sex mánaða uppgjöri félags- ins að samkeppnin þrengdi að félag- inu tekjumegin," segir Almar. Hann segir að vissulega hafi verið dregin upp dökk mynd í sex mánaða uppgjöri fyrirtækisins. Hins vegar hafi sést í níu mánaða uppgjöri fé- lagsins að afkoman á þriðja ársfjórð- ungi í fyrra var svipuð og á þriðja ársfjórðungi ársins 1998 þrátt fyrir erfiðari rekstraraðstæður. Félagið hafi jafnframt lýst því yfir þann 19. nóvember að keppst yrði við að halda í horfinu á seinni hluta ársins við erfiðar aðstæður. „Þetta gaf að okkar mati enga ástæðu til að ætla að tapið á seinustu þremur mánuð- unum fyrir fjármagnsliði yrði 1.200 milljónir króna eða rúmlega tvöfalt meira en árið áður. í ljósi erfiðari að- stæðna gerðum við þó ráð fyrir meira tapi á 4. ársfjórðungi 1999 en var árið 1998. Versnandi afkoma fé- lagsins kemur nær eingöngu fram á fjórða ársfjórðungi og niðursveiflan var snarpari en við áttum von á,“ segir Almar. Skynsamlegt að biða með fjárfestingu Aðspurður um hvernig FBA mæti Flugleiðir sem fjárfestingarkost í ljósi lækkana á gengi hlutabréfa fé- lagsins segir Almar að ef arðsemis- þátturinn er skoðaður fyrst, hafi þeir spáð ríflega 900 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi en niðurstaðan hafi orðið um 140 millj- ónir. „Ut frá þeim hlið myndi ég ekki mæla með kaupum í félaginu, enda arðsemi af reglulegri starfsemi óviðunandi. Hins vegar má segja að markaðs- virði er lægra en eigið fé að viðbætt- um duldum eignum. A þeim forsend- um gætu menn sagt að hagkvæmt sé að kaupa í félaginu, en eins og við sögðum í morgunkorni í gær mælum við ekki með kaupum í félaginu að svo stöddu. Það sem væri skynsam- legt fyrir fjárfesta væri að bíða eftir nánari umfjöllun félagsins um hvað það sér fyrir sér um rekstrarhorfur á þessu ári,“ segir Almar Guð- mundsson. Varaði við lakari afkomu Heiðar Guðjónsson, verðbréfa- miðlari hjá íslandsbanka F&M, seg- ir í samtali við Morgunblaðið um af- komu Flugleiða að F&M hafi breytt sinni spá þegar líða tók á, þegar British Airways og KLM skiluðu sínum uppgjörum, en í þeim kom fram að síðasti ársfjórðungur á árinu 1999 var einhver sá lakasti í rekstri flugfélaga nokkru sinni. „Þessar ol- íuverðshækkanir komu þá inn af fullum þunga. Auk þess var sam- keppni að aukast og farþegasam- setning var að þróast fyrirtækjunum í óhag, en fleiri hafa verið að ferðast á öðru farrými í stað fyrsta farrým- is,“ segir Heiðar Már. Hann segist telja að bæði viðvaranir sem komu frá félaginu þegar birt voru sex mán- aða og níu mánaða uppgjör hafi vald- ið því að menn væru minna bjartsýn- ir en þeir voru. „Það var haft eftir mér í Morgunblaðinu [10. febrúar sl. innsk.] að ég væri svartsýnn á upp- gjörið og að það myndi valda von- brigðum. Þar tiltók ég að það væri mikið markaðsátak í gangi sem mun ekki skila tekjum strax. Auk þess er olíuverð enn mjög hátt og hefur hækkað frá áramótum. Svo er ekki útséð með að samkeppni minnki á Atlantshafsleiðunum. Þannig að fyrstu sex mánuðir þessa árs munu einnig verða erfiðir. Hins vegar eru góðar fréttir nú að það verður betri afkoma af Flugfélagi íslands því þeir munu geta fjölgað farþegum, þó að það atriði sé ekki stærsti liðurinn í þessu,“ segir Heiðar. Bjartsýnn á Flugleiðir sem fjár- festingarkost Aðspurður um álit hans á Flug- leiðum sem fjárfestingarkosti eftir lækkanir seinustu daga segir Heiðar að eins og aðstæður séu nú, þegar ríkissjóður sé að greiða 10% skamm- tímavexti og fyrirtæki þurfi að hagn- ast um a.m.k. 10% að markaðsvirði mjög bráðlega, telji þeir hjá F&M að Flugleiðir muni ná slíkum hagnaði innan tveggja ára. „Síðan gerum við ráð fyrir að reksturinn verði stöðugri, því þeir 'hafa breytt töluvert miklu hjá sér í stýringu bæði á eldsneytiskaupum og í fjármagnsliðum. Þeir eru því komnir með sveiflujöfnun í rekstur- inn sem á að skila sér í því að hann verði jafnari. Manni finnst að arð- semin sé með því fyrirsjáanlegri. Ég sé ekki fyrir mér að gengið lækki niður fyrir 4 á þessu ári þótt spurn- ing sé um það hve mikið það muni hækka. En síðan ætti það að geta hækkað um 12-15% á ári upp frá því. Ég er því frekar jákvæður gagnvart Flugleiðum sem fjárfestingarkosti. Það er hins vegar fremur erfitt að stýra flugfélagi á annan hátt en sam- keppnisaðilarnir eru að stýra sínu, því baráttan er við þá um miðaverð og annað. Sveiflan í rekstri flugfé- laga sem vinna á sama svæði er því orðin mjög áþekk í dag. Það sem gerir útslagið hjá félögum í dag er hve marga farmiða þau ná að selja á fyrsta farrými. Þar eru Flugleiðir að leggja í herkostnað, og ef þeir ná því markmiði að auka vægi fyrsta farrýmis munu þeir verða góð fjár- festing. Til lengri tíma litið tel ég að þetta sé einn af betri fjárfestingar- kostunum. Almennt er markaðurinn fremur hátt metinn en þetta er einn af ljósu punktunum," segir Heiðar Guðjónsson. Fiskmarkaðir stefna að sameiningu STJÓRNIR Fiskmarkaðs Breiða- fjarðar hf. og Fiskmarkaðs Snæ- fellsness hf. hafa orðið ásáttar um að stefna að sameiningu félaganna undir merkjum Fiskmarkaðs Breiðafjarðar hf. I tilkynningu til Verðbréfa- þings íslands kemur fram að samruninn sé fyrirhugaður með þeim hætti að Fiskmarkaður Breiðafjarðar hf. kaupi öll hluta- bréf í Fiskmarkaði Snæfellsness og greiði þau með nýju hlutafé í Fiskmarkaði Breiðafjarðar hf. Velta Fiskamarkaðs Snæfells- ness á síðasta ári var 44 milljónir króna og er gert ráð fyrir að velta Fiskamarkaðs Breiðafjarðar hf. aukist um 20% við sameininguna. Starfsmannafjöldi Fiskmarkaðs Snæfellsness hf. hefur verið um 5 manns að undanfömu. HVER SKILUR HAGKERFI ÞEKKINGARÞJOÐFELAGSINS? m NÝSKÖPUNAR- VERÐLAUN RANNSÓKNARRÁÐS OG ÚTFLUTNINGSRÁÐS 2000 Nýsköpunarþing Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs verður að þessu sinni helgað hagkerfi þekkingarþjóðfélagsins. Á þinginu verða veitt Nýsköpunarverðlaun fyrir árið 2000. Þingið er haldið fimmtudaginn 9. mars nk kl. 8:00 - 10:00 að Hótel Loftleiðum. Fundarstjóri: Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands DAGSKRÁ Tlie New Knowledge-based Economy - What is it and why does it matter? Thomas Andersson aðstoðarframkvæmdastjóri vísinda-, tækni- og iðnaðarsviðs OECD Samskiptasamfélagið Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans Afhending Nýsköpunarverðlauna Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs 2000 Þorsteinn I. Sigfússon, formaður Rannsóknarráðs íslands Þingið er öllum opið. Þátttakendur vinsamlega tilkynni sig til Rannsóknarráðs í síma 562 1320 eða til Útflutningsráðs í síma 511 4000 ÚTFLUTNINGSRÁÐ ISLANDS RAIUNIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.