Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 *------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Riddarar götunnar Einkabíll er þarfasti þjónninn. Almenningsvagnar erufyrir œskulýð og aldraða og algjör óþarfi að bjóða nágrannanum að sitja í til vinnu. Hann ájú bíl sjálfur. VIÐHORF Landsmenn eru ein- beittir að upplagi og láta fátt stöðva sig þegar þeir eru komn- ir á skrið. Allra síst þegar þeir sitja undir stýri. Þótt færðin sé slæm, umferðin þung og ljósin jafnvel rauð, hrína engar aðvaranir á íslenska ökumenn. Þeir aka ótrauðir sinn veg, en það er einmitt kjarni málsins. Vegur- inn er þeirra. Af þessum sökum og fleirum er oft ærin ástæða til þess að óttast um líf sitt og limi í umferðinni á íslandi. Einnaverstverður ástandið í vályndum veðrum og vondu skyggni, en þar fyrir utan er það einkum tvennt sem vekur óöryggi margra í umferðinni. Afengi og of margir bflar. Áhyggjur af þessum Eftir Sigurbjörgu tvdmur Þrastardóttur þattum kunna að virðast nýjar af nálinni, fylgifis- kar samtímaneysluæðis, en svo er þó ekki alveg. Á þeim fór að bera ' t þegar um öldina miðja, eins og ráða má af eftirfarandi texta í Dagatali bindindismanna frá 1947: „Aðeins alsgáðum mönnum er treystandi til að fara með vélar. Drukkinn maður gat hengslazt töluvert á hestbaki, en hann getur ekki stjórnað bifreið, flugvél eða öðrum vélknúnum farartækjum, án þess að stofna lífi sínu og ann- arra í hættu." Bætt er við að 100 ökumenn í Reykjavík hafi misst ökuleyfi sitt sökum ölvunar árið 1945. „Vélknúin farartæki, vax- andi hraði, mikill manngrúi í þétt- býli, útheimtir alsgáða menn. Áf- engi samrýmist hvergi hættulegri umferð.“ Þessi varnaðarorð eiga jafn vel við í dag og fyrir hálfri öld. Sprettdrykkja og akstur með frjálsri aðferð eru enn meðal vin- sælustu íþróttagreina á landsvísu og alltof mörgum virðist í mun að sanna getu sína í báðum greinum samtímis. Dagatal bindindismanna vekur ekki síður athygli fyrir þær áhyggjur sem þar eru viðraðar af óhóflegri fjölgun bfla: ,Árið 1910 vár engin bifreið til í landinu. Nú eru þær á sjötta þúsund," segir í ritari dagatalsins frá 1947 og þyk- ir honum talan greinilega himin- há. Hann bendir á að umferðar- slys séu orðin „mannskæðari víða um heim en styrjaldir" og tilfærir íslenskar tölur. „Aðeins hjá rann- sóknarlögreglu Reykjavíkur eru skráð 1002 bifreiða- og um- ferðaslys á árinu 1945. Mörg þeirra mjög alvarleg, og hafa kostað mörg mannslíf, sár og tár.“ Eflaust myndi bindindismann- inum blöskra ef hann vissi hversu margfaldlega íslenski bílaflotinn hefur vaxið á síðan á fimmta ára- tugnum. Landsmenn eiga nú hvorki fleiri né færri en 170.837 bíla samkvæmt glænýjum upp- lýsingum Bflgreinasambandsins sem hefur nýlokið við að kort- leggja nýliðið ár. Árið þegar flutt- ar voru inn tæplega nítján þúsund bifreiðar til landsins, sem er næst mesti innflutningur frá upphafi vega. Að mestu eru þetta fólksbílar. Þeir eru nú alls 151.409 talsins í landinu, en það er séríslensk þrá- hyggja að hver einstaklingur þurfi að eiga sinn eigin bfl. Einka- bfll er þarfasti þjónninn. Al- menningsvagnar eru fyrir æsku- lýð og aldraða og algjör óþarfi að bjóða nágrannanum að sitja í til vinnu. Hann á jú bfl sjálfur. Það er eins og íslendingar hafi aldrei heyrt getið um samnýtingu bfla, vel þekkta lausn víða erlendis sem sparar fé, dregur úr mengun og snarminnkar álag í umferðinni. í útlöndum hefur einnig verið gripið til skipulagðra stjórnvalds- aðgerða til þess að draga úr bíla- umferð í stæm borgum. í Róm er til dæmis gjarnan leyfð til skiptis umferð bíla með oddatölunúmeri og bfla með sléttri tölu á númera- plötu. I mörgum öðrum borgum er umferð um miðborgarkjarna aðeins heimiluð þeim sem sannan- lega eiga lögheimili á svæðinu og banninu framfylgt með eftirliti og sektum. Aðgerðir af þessum toga draga í senn úr mengun, öng- þveiti og slysahættu en myndu ef- laust seint verða samþykktar í Reykjavík. Þar skilur fólk ekki einu sinni bfla sína eftir heima þegar ófærðin nær hámarki - stórhríð og viðvaranir lögreglu breyta þar engu um. Þegar bílar í landinu voru á sjötta þúsund þóttu slysin nógu mörg og víst er að þeim hefur ekki fækkað með stækkandi bíla- ílota. Á síðasta ári urðu í Reykja- vík 532 umferðarslys þar sem meiðsl urðu á fólki, samkvæmt bráðabirgðatölum frá lög- regluembættinu í Reykjavík. Þrír létust og 735 slösuðust. Þá eru ótaldir árekstrar og önnur óhöpp þar sem eingöngu varð tjón á öku- tækjum, en tölur þar um liggja enn ekki fyrir. Ljóst er þó að slík atvik skipta þúsundum, sé miðað við reynslu fyrri ára. Allt þetta gerist þrátt fyrir stækkandi gatnakerfi, hert eftirlit og endalausan áróður fyrir bættri umferðamenningu. Er það kannski vegna þess að við ökum ekki alltaf í samræmi við aðstæð- ur, hundsum umferðarskilti, töl- um í farsíma á ferð og höldum okkar striki hvað sem á dynur? Er það vegna þess að við elsk- umst ekki nægilega í umferðinni? Ein af skýringunum hlýtur í öllu falli að vera sú að gatnakerfið ber ekki óstjórnlegan bflaflota íbúanna. Það finnst okkur hins vegar vera vandamál yfirvalda og gerum ekkert sjálf til þess að létta álaginu af kerfinu. Við þurf- um nefnilega að komast út í banka, yfir brúna, upp í Kringlu, út og suður. Helst strax. Til fjár- ans með hraðatakmarkanir, ég er á góðum bfl með bremsum, ekki á dós eins og skussinn þarna fremst, hvað er hann annars að hengslast, svona nú, frá, frá, Fúsa liggur á, ég þarf að ná þessu græna ljósi... Þetta er sennilega skýringin. Við höfum tekið að okkur það göf- uga verkefni að endurspegla helstu eðlisþætti þjóðarinnar í umferðarmenningunni. Frelsið birtist í aksturslaginu, eljan kem- ur fram á hraðamælunum og sjálfumgleðin neistar af hinum óheyrilega fjölda blikkgæðinga sem við ökum á eigin vegum. Sparnaður samgöngu- ráðherra bitnar á höfuðborgarbúum NÚ ER hafin vinna við vegaáætlun á Al- þingi og enn og aftur ætla stjórnvöld að fresta framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Gert var ráð fyrir að 1,1 milljarður færi til vegaframkvæmda þar í samþykktri vegáætl- un, en ríkisstjórnin hefur ákveðið að skerða það fram- kvæmdafé um tæpan helming. Af þeim 635 milljón- um sem eftir eru til framkvæmda fara 350 milljónir í að borga halla frá síðasta ári. Eftir standa því 285 milljónir til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, sem nær frá Krísuvíkurvegamótum sunnan Hafnarfjarðar að Þingvallavegi norðan Mosfellbæjar. Það er ljóst að sú fjárhæð dugar skammt. Tvöföldum Reykjanesbraut og Vesturlandsveg Vegamál höfuðborgarinnar og nágrennis þola ekki niðurskurð. Mörg aðkallandi verkefni bíða úr- lausnar. Bifreiðaeign landsmanna eykst mjög frá ári til árs. Nú eru yf- ir 160 þúsund bifreiðir í eigu íslend- inga og langflestar þeirra á höfuð- borgarsvæðinu. Allir sem eiga leið inn í borgina og út úr henni á álagstímum þekkja ástandið á helstu þjóðvegum að og frá henni. Miklir umferðarhnútar eiga til að myndast og leiðir lokast alveg ef eitthvað ber útaf. Það er löngu ljóst að tvö- falda þarf Reykjanes- brautina, þjóðleið allra landsmanna inn í land- ið og út úr því, leiðina frá Reykjavík og landsbyggðinni að Leifsstöð. Hið sama á við um Vesturlandsveginn, sem er nú mun fjöl- farnari með tilkomu Hvalfjarðarganganna, hann þarf að tvöfalda á næstunni og hefja þarf tvöföldun frá Reykja- vík. Sundabrautin mun bæta ástandið þegar hún verður komin í gagnið, en hún er framtíðarmúsik. Bætt vegakerfí fækkar slysum Hörmuleg slys undanfarið á þess- um leiðum sýna okkur svo ekki verður um villst hve þessi vegagerð er brýn. I greinargerð með vega- áætlun segir um höfuðborgarsvæð- ið: „Á þessu svæði er þjóðvegaum- ferð langmest og slys tíðust. Þörf fyrir úrbætur hefur vaxið ört á undanförnum árum og ýmsar kostnaðarsamar aðgerðir eru að- kallandi. Á þessu svæði er einnig unnt að fækka slysum mest.“ I ljósi þessa er það ótrúleg forgangsröðun að skera niður framkvæmdir á þessu svæði, þar sem framkvæmdir eru einna arðbærastar á landinu. Samgöngumál Niðurskurður stjórn- valda á vegafé til höfuð- borgarsvæðisins er ólíð- andi, segir Asta R. Jóhannesdóttir, í ljósi alvarlegra umferðar- slysa og mikils umferð- arálags á svæðinu. íbúar flestir og umferð mest Niðurskurður stjórnvalda á vega- fé til höfuðborgarsvæðisins er ólíð- andi í ljósi hinna alvarlegu umferð- arslysa og mikla umferðarálags sem er á svæðinu. Þótt vegagerð á lands- byggðinni sé víða aðkallandi er óþolandi að Reykjavík og nágrenni verði fyrir niðurskurðarhnífnum aftur og aftur. Hér er umferðin mest og íbúar flestir. Aðkoman að höfuðborginni verður að vera greið öllum landsmönnum. Til þess að svo verði þarf það vegafé sem ætlað er til framkvæmda að skila sér. Aðför samgönguráðherra Sjálfstæðis- flokksins að höfuðborgarbúum í vegamálum verður að linna. Höfundur cr þingnmður Samfylkingnrimmr í Reykjnvík. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Baráttan gegn refsi- leysi heldur áfram BARÁTTAN gegn refsileysi fyrir glæpi gegn mannkyni, á borð við pyndingar og „mannshvörf1 mun halda áfram í Chile og um heim allann. Hand- taka Augusto Pinochet fyrir um rúmu ári var þrátt fyrir allt mikil- vægur áfangi. Alþjóðalög krefjast þess að réttað sé yfir þeim sem gerast sekir um glæpi gegn mann- kyni, þó að landslög verndi oft slíka ein- staklinga. Breskir dómstólar hafa staðfest í meðhöndlun sinni á máli Pinochets að einstaklinga sem sakaðir eru um glæpi á borð við pyndingar sé hægt að sækja til saka hvar sem er í heiminum. Dóm- stólarnir hafa líka staðfest að fyrr- verandi þjóðhöfðingjar njóta ekki friðhelgi þegar um slíka glæpi er að ræða. Þó að innanríkisráðherra Breta hafi nú ákveðið að framselja ekki Pinochet til Spánar, þá standa enn ákvai-ðanir dómstólanna. Núverandi og fyrrvernadi þjóð- höfðingar hafa komist upp með gróf mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyni í skjóli refsileysis. Hinn 16. október 1998 þegar Aug- usto Pinochet var handtekinn var ljóst að skörð höfðu myndast í þann þagnarmúr sem umlukt hefur ábyrgð þjóðhöfðingja á mannrétt- indabrotum. Mál Pinochets hefur vakið al- þjóðlega athygli og haft áhrif á af- stöðu fólks til aðgerða valdhafa víða um heim. Mannréttindahópar í Senegal hafa komið því tfl leiðar að rann- sókn er hafin á aðild fyrrverandi forseta Chad, Hissein Habre, að mannréttindabrot- um, þ.á m. pyndingum á valdatíma hans frá 1982-1990. Þess hefur verið krafist að núverandi forseti Sambandsríkis- ins Júgóslavíu, Slobod- an MOosevic, svari til saka um mannrétt- indabrot í löndum fyrrverandi Júgó- slavíu. Sameinuðu þjóðirn- ar vinna nú að stofnun alþjóðlegs sakadómstóls, þar sem réttað verð- ur yfir fólki sem gerst hefur sekt Amnesty Amnesty mun áfram berjast gegn refsileysi, segír Jóhanna Eyjólfs- dóttir, og leitast við að tryggja fórnarlömbum mannréttindabrota vernd og réttlæti. um glæpi gegn mannkyni. Barátta mannréttindasamtaka gegn refsileysi heldur áfram , því refsileysi viðheldur vítahring of- beldis og mannréttindabrota. Baráttan gegn refsileysi þeirra sem ábyrgð bera á hinum hroða- legu mannréttindabrotum á valda- tíma Pinochets í Chile heldur nú áfram þar í landi. Núverandi yfir- völd í Chile þurfa að taka ákvörðun um það hvort þeir sem stóðu fyrir pyndingum, morðum og „manns- hvörfum" á tímum herforingjast- jórnainnar skuli svara til saka. Nú- verandi ríkissstjórn Chile þarf að tryggja að hægt verði að rétta í málum þeirra sem sakaðir eru um mannréttindabrot. I Chile eru nú í gildi sakaruppgjafarlög sem veittu öllum herforingum Pinochet-stjórn- arinnar og öðrum sem aðild áttu að mannréttindabrotum stjórnarinnar sakaruppgjöf. Til þess að hægt sé að draga hina ábyrgu til saka þarf að nema þessi lög úr gildi. Þessi lög hafa komið í veg fyrir að réttlætið næði fram að ganga og neitað fórn- arlömbum og aðstandendum þeirra um réttlæti og aðgang að sannleik- anum um afdrif þeirra sem „hurfu“ á valdatíma Pinochets. Amnesty International mun áfram berjast gegn refsileysi og leitast við að tryggja fórnarlömbum mannréttindabrota vernd og rétt- læti. íslandsdeild Amnesty Inter- national hvetur íslensk yfirvöld til að staðfesta eins skjótt og unnt er stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um stofnun Alþjóðlegs sakadóm- stóls. Til þess að dómstóllinn geti hafið störf þurfa 60 ríki að stað- festa stofnsáttmálann. Frjáls framlög til mannréttinda- starfs Amnesty International er hægt að greiða á reikning nr. 96991 í Landsbanka Islands Höfundur er franikvæmdnstjóri Islandsdeildar Amnesty Intemational. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.